Morgunblaðið - 22.01.1974, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22, JANUAR 1974.
LJOÐ
OG
JASS
Nokkrir flutningsmannanna: Guðmundur Steingrímsson, Jóhann Hjálmarsson, Sersam, Helga Hjörvar,
Werup, Söderberg, Jón Öskar, Þorsteinn frá Hamri, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Guðrún
Ásmundsdóttir.
LJÓDA og jassdagskrá Svía og
íslendinga í Norræna húsinu var
atburður, sem geymast inun f
minni nokkuð lengi, hygg ég. Sú
var tíðin, að fáuin hefði koinið til
hugar, að Ijóðlist og „negra-
inúsík" færi saman. En nú þvkir
það sem sagt sföur en svo athuga-
verl.
Sein miðaldra maður heyrir
orðið jass — hvað flýtur þá upp á
yfirborð hugans? Svertingjar,
blásandi í saxófóna eða berjandi
trommur fyrir dansi? Gleimortfm-
arnir i USA með öllu sínu rós-
rauða oggrátklökka ,,f loveyou"?
Ford '36 eða tyggígúmmi eða ann-
ars konar „American style" eða
„way of li\ing" eða livað það nú
hét allt saman? Eða kannski bara
krepputimarnir og'stríðsárin hér
heima með danslög Útvarpsins á
laugardagskvöldum, sem dá-
leiddu ungkynslóð þeirra tíma,
um leið og eldri k.vnslóðín sam-
tíða henni hristi höfuðið og stundi
hneyksluð: „Það er ekki einu
sinni lag í þessum fjára!"
En jassinn i Norræna húsinu
var nokkurn veginn jafnlangt frá
fyrirstríðstönlistinni með sama
nafni og Svíar eru lausir við að
vera til að mynda negrar.
Lasse Sikierberg, fyrirliði
þeirra Svíanna, sagði um daginn í
viðtali hér i blaðinu:
„Skáldin hafa tekið sig svo há-
tíðlega og það hefur alls ekki þótt
hugsanlegur möguleiki að kynna
ljóðið á annan hátt en að lesa það
virðulega upp úr pontu . . . Nú til
dæmis les ég ekki aðeins upp, ég
syng líka og jafnvel dansa. Þetta
virkar einkennilega i fyrstu, en
þetta tjáningarform hefur re.vnst
okkur mjiig vel og samfelling
ljöðs og tónlistar eykur gildi
hvors fyrir sig.”
Söderberg hittir naglann á höf-
uðið með hvorri tveggja athuga-
semdinni. Atómskáldin, sællar
minningar, hvort mundu þau t. d.
hafa tekið sig heldur betur alvar-
lega? Muna mætti þó. Einnig
mætti minna á tísku þá, sem hér
var alls ráðandi fyrir fáeinum ár-
um og sumir nefndu grátkonu-
lestur: ungar skáldkonur mæltu
fram ljóð með Kökk í hálsinum og
máttu naumast vatni halda.
Nú er vonandi runnin upp önn-
ur tíð. Pólitísk ljóðlist er í tísku
(eða réttara sagt hefur verið það
síðastliðin fjögur fimm ár) og á
hana hlýða ekki aðeins þeir, sem
áhuga hafa á ljóðinu sem slíku,
heldur lfka hinir, sem halda, að
þeir geti notað það málstað sínum
til framdráttar. Það er meðal
annars til að koma til móts við
þann hóp, að efnt er til dagskrár
eins og þessarar, hvort sem nú
forgöngumenn hennar gera
sér það ljóst eður eigi. Jass-
inn í Norræna húsinu bar
það líka með sér, því hann
var hvorki suðrænn og blóð-
heitur og þannig samkvæmur
uppruna sínum, heldur norrænn
og þungurog róttækur; ekki sam-
inn til að dansa eftir, heldur sem
upphrópunarmerki fyrir baráttu-
ljóð. Þá leyndu sér ekki heidur
áhrif frá poppinu. Og skopstæl-
ingar og hljóðeffektar stefndu í
sömu átt; Kaninn fékk sína sneið,
eins og vænta mátti.
Ekki er nýtt — þvert á móti
ævafornt, að ljóð sé lesið við und-
irleik hljóðfæris. Eigi það að ná
tilætluðum áhrifum, má livorugt
yfirgnæfa annað. Samræmi
verður að takast með orði og tóni,
og það tókst að mínuin dómi allvel
þarna i Norræna húsinu. Að vísu
var ýmsu saman við þetta bland-
að; og áhöld um sumt, hvort nefna
mætti fíflalæti, skemmtuneða list
(til skýringar fyrir þá, sein sáu
ekki og heyrðu dagskrána, minni
ég á ýmiss konar delluatriði f
sænskum skemmtiþáttum, sem ís-
lenskir sjónvarpsáhorfendur hafa
séð og metið hver út frá sínu
sjónarhorni). Undir hávaðanum í
sumum atriðunum kom inanni í
hug, að kannski væri verið að
leika herkvaðning skandinav-
ískra vikinga til forna! Og kampa-
vínsveisla fyrir opnum tjöldum i
lokin var líkust coca cola auglýs-
ingunum hérna í sjónvarpinu
okkar.
Hitt för ekki milli mála, að allt
var þarna þaulæft, og með þvi að
koma þarna eins og óskrifað blað
og meðtaka hvaðeina, sem fyrir
augu og eyru bar, fordómalaust,
mátti hafa af þessu ekki aðeins
góða skemmtun, heldur líka tals-
verða reynslu. Það var leikur i
þessum ágætu gestum okkar, satt
er það. En með þeim tilbúna
barnaskap, sem þeir krydduðu
með listflutning sinn, h.vgg ég
þeir séu fyrst og fremst að leitast
við að ná til sem flestra einnig
þeirra, eins og þeir lika ætla sér,
sem hefðu ekka áhuga á ljóðum,
væru þau aðeins og eingöngu les-
in „virðulega upp úr pontu", eins
og Söderberg orðaði það.
Sé nú vikið að einstökum þátt-
um dagskrárinnar, er fyrst að
telja, að Lasse Söderberg gegndi
þarna íorystuhlutverki, frjálslega
og mannlega, en þó með festu
þess inanns, sem veit, hvað hann
er að gera og hvaða tilgangí verk
hans á að þjóna; ekkert hik; ekk-
ert heldur yfirdrifið. Og reyndi
síður en svo að skyggja á félaga
sína, Jacques Werup og Rolf Ser-
sam, allir voru þeir prýðilega
samæfðir. Trúað gæti ég líka, að
sú góða samhæfing, sem þarna
náðist með hinum sænsku og is-
lensku flytjendum, hafi verið
honuin ekki hvað minnst að
þakka.
, Margrét Helga Jóhannsdöttir
flutti ljóð eftir Matthias Jo-
hannessen, svo saman fór skýr
lestur og reisn í framgöngu. Mai’-
grét Helga er eins og dæmigert
sambland af ástargyðju og fjall-
konu og því eins og kjörin ímynd
þeirra Ijóða skáldsins, sem höfða
til lífsþorsta og ferskrar náttúru í
mannlífi og jarðlífi. Matthías á að
minnsta kosti tvenns konar ljóð-
stíl: annan með löngum línum og
rímaðan; hinn með stuttum lin-
um, frjálsan og opinn (blasir við
með því einu að fletta t. d. Mörg
eru dags augu), og ber ég ekki
saman, hvað mér þykja síðartöldu
ljóðin skemmtilegri. Ljóð hans í
dagskránni voru að minni hyggju
vel valin. (Ég var þarna á fiinmtu-
dagskvöldið aðeins og sá ekki
Guðrúnu Asmundsdóttur, sem
átti að koma fram í laugardags-
prógramminu, var mér tjáð).
Ljóð Þorsteins frá Hamri voru
svo lesin af Helgu Hjörvar. Þor-
steinn er sjálfur ágætur upplesari
og hefði því getað farið með ljóð
sín sjáifur. Þegar hann les ljóð
sín, koma manni i hug minningar
um gömul stef, þjóðkvæði og cvo
íramvegis. I meðferð Helgu urðu
ljóð hans minna seiðmögnuð, en
úthverfari. Helga er kvenskör-
ungur á sviði. í fyrstunni datt
mér í hug, að hún ætlaði vísvit-
andi að keppa við hljóðfærin með
raddstyrk sínum, ákveðin að hafa
betur fyrir sig og skáldið. En svo
stillti hún sig, og allt féll í ljúfa
löð, eins og sagði í bíóprógrömm-
unuin í gamla daga.
Jóhann Hjálmarsson las ljöð sín
sjálfur, enda orðinn vanur og
kunnugur þessu flutningsformi,
heima og erlendis. Einnig flutti
Jón Öskar sinn hluta dagskrár-
innar. Sem lesari er hann hvorki
áheyrilegur né tilþrifamikill. En
hann ber dálítiö sérstæða og
skemmtilega persónu og stendur
því fyrir sínu á sviði. Ljósið féll
kannski einum of skært framan í
hann, og leyndi sér ekki, að þar
fer enginn unglingur lengur,
enda var hann, eftir á að hyggja,
eina skáldið í hópnuin yfir fimm-
tugt.
Um islensku upplesarana má
svo segja, alla sem einn, að þeir
héldu sig mun meir við pontuað-
ferðina en Svíarnir og notuðu
liðamót sín að sama skapi minna.
Svíarnir tóku þarna margt hvert
tilhlaupið, éins og þeir væru að
sýna áhorfendum leikfimi, og
fannst mér það, þegar öllu er á
botninn hvolft, eftirtektarverður
aukaþáttuf i svona lagaðri dag-
skrá, hvað sem annars má um það
segja. Ljóð er i eðli sinu frum-
stæður galdur, og framkalli það
ekki bæði tónlist og hreyfing í
vitund manns, er það ekki nógu
vel ort.
Þýðingarstarí unnu skáldin
mikið fyrir þessa dagskrá, en
hvort þau hafa gert með sér ein-
hvers konar andlega viðskipta-
samninga til frambúðar veit ég
ekki.
Og svo að lokum þetta: Ég er
þakklátur Sviunum, Söderberg,
Werup og Sersam, f'yrir þessa
heimsókn; einnig Norræna hús-
inu, sem skilur sinn vitjunartíma
að koma svona nokkru i kring.
Vonandi veröur þetta ekki í sið-
asta sinn, sem sænskir og íslensk-
ir listamenn leggja saman i dag-
skrá af þessu tagi.
Erlendur Jónsson.
Norrænt menningarrit
NORDÍSK KULTURTIDSKRÍFT
heitir rit. er hóf göngu sína und-
ir lok nýliðins árs, gef-
ið út í Sviþjóð. Undir
forystugrein standa nöfn
þriggja manna: Karl H. Bolay,
Helmer Lang og Bo Sköld, og ber
að líta á þá sem ritstjóra og
ábyrgðarmenn. A öðrum stað
leitast þeir við, hver í sínu lagi —
að svara spurníngunni: hvað er
menning, velta f'yrir sér, hvort
nafnið á ritinu sé nú ekki einuin
of hátiðlegt, en láta slag standa.
Komið er út eitt heftí, harla
óformlegt að útliti. offsetfjölrít-
að; gæti minnt á íslenzkt skóla-
blað. Og ber víst með sér að vera
hleypt af stokkunum meira af
andlegtun vilja en fjárhagslegum
mætti. Enda kemur í ljós, að inni-
haldið er snöggUnn svipineira en
útlitið, og auðséð, að útgefandum
er umhugað, að það rísi undir
nafni að því leyti. Þá er auðsætt.
að þeir viija, að það verði norrænt
meira en að nafninu til; flytja
fréttir menningarlegs eðlis frá
öllum Norðurlöndum, er síðan
leiði til samnorrænnar umræðu,
þar sein ekki verðí spurt, hvort
maðurinn er sænskur eða finnsk
ur eða jafnvel íslenzkur. Land-
fræðilega séð stendur ritið líka
heppilega að vígi, því það er
gefið út á Skáni, þar sem sér yfir
til Danmerkur og menn eru gjaril-
an linir á r-inu grönnum sínum til
samlætis.
Það er sem sagt ferskur blær
yfir efni þessa rits eins og öllu,
sem menn skrifa af löngun og
þörf, en ekki vegna þess,
að gengið er á eftir
þeim. I raun og veru iiía slik rit
ein og engin önnur. Rit-
stjörnaríulltrúinn fyrir Island er
Jóhann Hjálmarsson. og segir
hann þarna fréttir héðan. Þarna
ræða menn norrænt samstarf eins
og það keinur þeím fyrir sjónir í
raunveruleikanum, og Norðmenn
og Danir skrifa hvor á sinni tungu
(sem kemur þó ekki burðug-
legar út en svo, að út-
gefendur virðast ekki
eiga bókstafinn æ á ritvélum
sínum, en rita i stað þess ae).
Þarna er grein, sem ber yfir-
skriftina Sverigesfinnarna —
heilmikið vandamál fyrir Svía á
undanförnum árum, þjóðernis-
legt, menningarlegt eða í einu
orði sagt: mannlegt. Jon Sinidt
skrifar grein, sem heitir „Skilja
Skandínavar hverjir aðra?" Og
horfir frá norskum sjónarhóli á
það viðfangsefni. Beinir hann
máli sínu til Svía eínkum, bæði
vegna þess, að þeir senda frá sér
ritið, eru næstu nágrannar Norð-
manna. ííta vafalaust á sig sein
stóra bróður i hinní norrænu fam-
ilíu, eru sem sagt hinn sterkari og
eiga því auðveldara með að koma
sínu á frainfæri i Noregi en t.d.
Norðmenn meðal þeirra. Damr,
Norðmenn og Sviar skilja ekki
hverjir aðra fyrirhafnarlaust, en
standa þó vitaskuld margfalt bet-
ur að vígi i málfarslegu tilliti á
samnorrænuin vettvang en Is-
lendingar og F'innar, einkum
hinir siðarneíndu. Smidt segir
réttilega, að Norðmenn, Finnar,
Islendingar og Færeyingar séu
viðkvæmari en aðrir Norður-
landabúar fyrir sérstöðu sinni,
vegna þess að höfuðstaðir þeirra
lágu löngum í öðrum löndum:
þeir voru þá minnimáttar í öllu
tilliti nánast, gagnvart Diinum og
Svium.
Nordisk kulturtidskrift er að
því leyti markvert rit, að með því
reyna áhugamenn að brúa það
djúp, sem löngum hefur verið
staðfest milli Norðurlandaþjóð-
anna meiiningarlega séð, þrátt
fyrir fögur orð á stórhátíðum og
hlýjan hug, sem oft hefur birst í
verki; því ber hreint ekki að
neita. Norðurlandabúar eru ekkí
ein þjóð og hvorki hugsanlegt né
æskilegt, að löndin renni saman í
éitt ríki. Hins vegar er sjálfsagður
hlutur, eins og nú horfir í heimin-
um, að þjóðirnar þjappi sér sam-
an, kynnist betur hver annarri og
reyni þá einnig að kynna heimin-
um sameiginlega það, sem þær
hafa til heimsmenningarinnar að
leggja. Hver um sig mega þær sín
títils andspænis stórþjóðunum,
sem draga að sér minnsta kosti
níutíu og níu prósent heimsat-
hyglinnar. Norskur eða danskur
höfundur á eftil villeitthvaðauð-
veldará með að koma bók sinni á
heimsmarkað en íslenskur. Þar er
þó fremur um stigsmun en eðlis-
mun að ræða, hvorir tveggja
standa höllum fæti. Þvi höfum við
ærna ástæðu til að fylgjast með
sérhveri tilraun, er gengur í sömu
átt og útgáfa þessa rits. Við skyld-
um gera okkur heimakomna í
þessum ágætu nágrannalöndum,
hætta að ganga þar um með gesta-
svip, heldur ræða við „frændur
vora" eins og maður við rnann og
sjá þá til, hvort andsvör þeirra
verða ekki á sömu lund.
Erlendur Jónsson.