Morgunblaðið - 22.01.1974, Page 29

Morgunblaðið - 22.01.1974, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1974. 29 ROSE- ANNA FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLÖÖ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI 11 — Hún var 27 ára. Bókavörður. Ég veit ekki fleira í bili. — Hvernig fórstu að þessu. — Það var loksins gefin út heimild til að lýsa eftir henni. Gegnum sendiráðið. — Báturinn, sagði Ahlberg. — Hvað segirðu. — Báturinn. Hvaðan ætti bandarískur ferðamaður að koma, ef ekki með bát. Kannski frá skemmtisnekkju. Það koma marg- ir slíkir bátar. — Við vitum ekki hvort hún var ferðamaður. — Nei, rétt segirðu. Eg skal hefjast handa strax. Ef hún hefur þekkt einhvern hér eða búið hér í bænum, hlýt ég að geta komizt að því fljótlega. — Gott, ég hringi strax og ég fæ nánari upplýsingar. Þó að hann hefði enn slæmah höfuðverk var verkurinn i eyrun- um enn sárari. Þó leið honum betur en undanfarna daga. Hins vegar gerði hann sér Ijóst, að morðinginn hafði fengið ákaflega gott forskot — hvorki meira né minna en þrjá mánuði. Og í þessa þrjá mánuði hafði hann — Martin Beck, eiginlega ekki hugsað um annað mál en þetta. Og nú var sú stund loksins runnin upp, að hann gæti byrjað rannsóknina. Það hafði verið eins og að þreifa sig áfram í kolsvarta myrkri. Nú fann hann að lokum fast land undir fótum. Hann bjóst þó ekki við skjótum árangri. Ef Ahlberg kæmist að því að stúlkan frá Lincoln hefði unnið í Motala eða búið þar hjá kunningjum sínum, mundi það koma honum meira á óvart en ef morðinginn gengi skyndilega inn oglegði fyrir hann sönnunargögn- in. Nú var hann með allan hugann við þær upplýsingar, sem hann yrði að afla sér frá Bandarikjun- um, svona smátt og smátt. Og hann hugsaði einnig til Ahlbergs, sem vann að málinu af sömu þver- móðsku og hann sjálfur og hélt enn dauðahaldi í þá fráleitu hug- dettu, að stúlkan hefði verið um borð í bát. Trúlegast var, að lík- inu hefði verið hent í sjdinn úr bifreið. Bifreiðin var húsguð nú- tímamannsins og hafði tekið við öllum störfum hans. löglegum sem ólöglegum. Hann fór síðan að hugsa um lögreglumanninn Kafka og velti fyrir sér hvernig hann liti út, hvernig hann ynni og hvort hann væri líkur þeim bandarísku lög- reglumönnum, sem hann sá i sjón- varpinu. Hann fór í bókasafnið eftir há- degið og skoðaði landabréfið. Hann fann borgina Lincoln fljót- lega. Hann reiknaði út tímamis- muninn þar og í Stokkhólmi og komst að því, að hann væri sjö klukkutimar. Nú var klukkan hálf þrjú og hjá lögreglumanninum í Lincoln væri hún þvf hálf níu að morgni og sennilega lægi Kafka nú makindalega i rúmi sinu og læsi morgunblöðin. Roseanna McGraw. Hann endur- tók nafnið nnkkrum sinnum eins og hann vildi hamra það inn i vitund sina. Þegar hann kom aftur sat Kol- berg í stólnum hans og var að dunda við að búa til keðju. Sim- inn hringdi áður en þeim gæfist ráðrúm til að kasta kveðju á hvor annan. Það var skiptiborðið. — Það er simtal tilkynnt frá Bandarikjunum. Getið þér tekið það eftir hálftíma. Kafka lá sem sagt ekki í leti i rúminu og var að lesa blað. Hann h afði enn dregið ranga ályktun. Samtalið kom þremur stundar- fjörðungum síðar. Martin Beck vandaði sig i meira lagi með ensk- una sína. Rödd bandaríska lög- reglumannsins var furðu skýr. Sælir. Kafka hér. Eruð þér Martin Beck. — Já. — Fenguð þér skeytið mitt. — Já. Og þakka yður fyrir. — Og þetta er alveg ljóst, er það ekki. — Er nokkur vafi á að þetta sé sama konan? — Þú talar eins og innfæddur, sagðí Kolberg. — Nei, það er augljóst að þetta er Roseanna. Ég komst að því vegna þeirrar ágætu lýsingar, sem þér senduð á henni. Ég marg- kannaði það. Ég hef rætt við vin- konu hénnar og fyrrverandi vin hérna. Þau voru bæði alveg viss. Samt hef ég sent ýmisleg gögn til yðar í pósti. Hvenær fór hún að heiman? — í byrjum mai. Hún ætlaði að ferðast um Evrópu I tvo mánuði. Hún hafði ekki verið utanlands áður. Eftir þvi sem ég bezt veit var hún ein. — Vitið þér nokkuð um, hverj- ar áætlanir hennar voru? — Harla lítið. Satt að segja virðist enginn vita mikið um þær. Þó veit ég, að hún sendi póstkort frá Noregi til vinkonu sinnar og sagðist ætla að dvelja viku í Sví- þjóð og halda siðan til Kaup- mannahafnar. — Skrifaði hún eitthvað fleira. — Hún minntist á, að hún færi með sænsku skipi, sennilega í skemmtisiglingu eða eitthvað svo- leiðis. Það var ekki aiveg ljóst. Martin Beck greip andann á lofti. — Beck, eruð þér þarna. — Já. Sambandið var nú ekki eins gottogáður. — Mér skilst hún hafi verið myrt, æpti Kafka —haíið þið náð ■morðingjanum. — Ekki enn. — Ég heyri ekki tilyðar.. — Ég vona það verði fljótlega, en ekki enn. — Hvað segið þér. Er búið að skjóta hann. — Skjóta hann. . .Nei, nei. . . — Jæja, Ég heyrði hvað þér sögðuð. Búinn að skjóta kauða, æpti maðurínn handan Atlants- ála. — Það var ágæt. Eg læt blöð- in hérna vita um það. — Þér hafið misskilið mig. öskraði Martin Beek. — Ég skil yður fullkomlega. Eg náði nafninu. Ég læt yrður heyra frá mér fljótlega. Vel af sér vikið, Martin. Martin lagði tólið á. Hann hafði staðið upp á endann meðan hann talaði í símann. Hann stundi og svitinn rann af andliti hans. — Hvað ætlarðu að gera, sagði Kolberg. — Hann hélt ég hefði skotið morðingjann. Hann ætlaði að segja blöðunum frá því. .— Stórfínt. Á morgin er þú hetja dagsins í Bandarfkjununi. Hinn daginn verður þú gerður að heiðursborgarar og á jólunum senda þeir þér borgarlyklana úr gulli. Starfsbræður þínir verða gulir af öfund. Martin Beck þurrkaði sér um nefið og þerraði svitann af ennmu. — En hvað sagði hann annars. Eða var hann bara að tala um hvaðþú vserir duglegur. — Það varst aðallega þú, sem fékkst hrós fyrir lýsingu þina. Af- bragðs lýsing, sagði hann. — Var hann viss? — Já, algerlega, hann hafði kannað það. Hann sagðist ætla að senda mér fleiri gögn. Martin gekk út að glugganum og horfði út. — Á póstkorti hafði hún skrifað að hún ætlaði í einhverja sigl- ingu. Hann sneri sér við og leit á starfsbróður sinn. Kolberg brosti ekki lengur og striðnisglampinn í augum hans var horfinn. Skömmu síðar sagði hann sein- mæltur: — Hún kom sem sagt með flutningabátnum. Vinur okkar i Motala hafði rétt fyrir sér. — Það litur út fyrir það, sagði Martin Beck. Hvaða hljóðfæri er það, sem þú æfir á? VELVAKAIMOI I Velvakandi svarar i sima 1 0-1 00 kl 1 0 30 — 11 30, frá mánudegi til föstudags. Þetta bréf hefur borizt Velvak- anda frá Jórunni Sörensen: „ÞETTA BRÉK ER TIL YKK- AR, SEM KOMUÐ 1 ElKJl'VtMi MÁNUDAGINN 7. J.VNÚAR S.L. UM KLUKKAN FIAIM SÍODEG- IS. ÞID NÁMUÐ STÁDAR, OPNUÐUÐ BÍLINN OG LÉTUD KETTLING UT Á GÖTUNA. SlD- ANÖKUDÞIDBURT. Sjönarvottar sáu ekki númer bifreiðarinnar, enda hefði þá ver- ið búið að kæra ykkur. Þið haldið kannski að svona lag- að sé einsdænti, og þið einir hafið vitað um þessa „frábæru“ aðferð til að losa sig við ketti, sem fólk nennir ekki að hafa lengur en þar skjátlast ykkur. Þessi aðferð hef- ur verið mikið notuð um árabil. Nú skulum við athuga, hvað verður um þá ketti, er hljóta slika meðferð. 0 „Það tekur hana eitthvert gött fólk“ Flækingskötturinn í Reykjavík og reyndar alls staðar annars stað- ar á ömurlega ævi. Nokkrar vik- ur, eða nokkra mánuði hafa þeir alizt upp á heimili. Fengið nóg að éta, mjölk og drekka og i flestum tilfellum gott atlæti. Á sumum heimilum þar sent þeir hafa verið fengnir eingöngu sem leikföng handa börnuni, og’ þeim svo ekkert leiðbeint, hvern- ig þau eigi að meðhöndla þessa lifandi veru, vilja börnin ef til viil verða dálítið harðhent við kisu sína. En kötturinn er ákaflega þolinmótt og umburðarlynt dýr, sem reynir eftir mætti að taka slíkri meðferð með ró. En fyrirvaralaust er kisa litla tekin, ekið með hana í annan borgarhluta og hún skilin þar eft- ir. „Það tekur hana eitthvert gott fólk,“ eða „Kettir hafa níu lif, þeir geta alls staðar bjargað sér," segir svo fólkið. þegar það ekur burt. 0 Ráð til þeirra, sem þurfa að losa sig við ketti En það, sem raunverulega gerðist, er þetta: Flestir verða hungri og vosbúð að bráð. Þeir duglegustu geta þraukað og lifa þá á fuglaveiöum og sorpi. Þeir flækjast um, grind- horaðir og kaldir, með úfinn feld. Læðurnar eignast kettlinga tvisvar á ári. Það þarf ekki sterkt ímyndunarafl til að sjá, að sú möðir á erfitt. sem þarf að ala sín börn í fokheldum húsum, kjöllur- um, eða öðrum skúma-skotum. Hún er sihrædd við allt og alla. Fæðuöflunin er erfið og hún verð- ur að vera á sifelldu flakki með kettlingana sína, þvi hvergi er þeim óhætt, hvergi eru þau öhult. Þvi vil ég segja ykkur þetta, bæði ykkur, sém báruð út köttinn s.l. mánudag og öllum öðrurn, sem vilja endilega losna við köttinn sinn. LÁTIÐ DYRALÆKNI AFLlFA HANN. Dýralæknirinn notar mannúðlegustu aðferðina og það gengur fljótt og vel. Við skulum i eitt skipti fyrir öll láta af þeim aðferðum að bera ketti út, eða fleygja þeim lifandi í öskutunnur. Látum ekki nokkurt dýr þjást, ef við getum með einhverju móti komið í veg fyrir það. Keninnn börnunum 'okkar að sýna öllum dýrum ást og virðingu, það verður þeirn gott veganesti. !). jan 1974 Jörunn Sörensen, fonnaður Sambands dýra- verndunarfélaga Islands." Velvakandi hefði nú i einfeldni sinni haldið, að svona nteðferða á skynlausum skepnum væri úr sög- unni — a.m.k. að mestu. Svo mik- ið hefur verið gert af því að mæla fyrir munn þessarra mál- leysingja, og benda á það, að svona framkoma er engum sæmandi, sem hver og einn ætti raunar að geta sagt sér sjálfur. Sú saga, sem Jórunn segir er ekkert einsdæmi — t.d. hafa slík- ar sögur oft verið sagðar í þessum dálkum. Ýmsir munu til dæmis minnast frásagnar af þvi, að hvolpar fund- ust dauðir í plastpoka uppi í Heið- mörk i fyrra. Þessi verk flokkast auðvitað undir hrein illvirki og fúl- mennsku — urn það hljóta allir að geta orðið sammála. Þess er lika að geta, að ekki bera þeir vesalingar, sem að verki eru ábyrgðina einir. nema ekki sjáist til þeirra. Ilverjum þeint, sem verður vitni að slíkum at- burðum ber siðferðilega sk.vlda til að gera ráðstafanir til að uppræta slíkt með öllum tiltækum ráðum. Gjafir til Leirárkirkju Á nýliðnu ári bárust Leirár- kirkju í Leirársveit eftirtaldar gjafir: 1. Á páskum færði Sigurjón Hall- steinsson, bóndi i Skorholti, kirkjunni 20 eintök af nýju sálmabókinni, og er nafn Leir- árkirkju letrað á bækurnar gylltum stöfum. 2. i maí gáfu systkinin frá Mel- koti í Leirársveit kirkjunni 30.000,00 krónur til minningar um foreldra þeirra, þau Guðjón Jónsson, bónda í Melkoti, og konu hans, Ólöfu Þorbergsdótt- ur. Gjöfin er gefin i tilefni 100 ára ártíðar þeirra hjöna, og skal henni varið tll að kaujia skírn- arfont i kirkjuna. Mun fontur- ínn væntanlega verða keyptur f ljótlega. 3. Laust fyrir hvítasunnu gaf kona ein í sókninni kirkjunni að gjöf íslenzka fánann með þeim ummælum, að hann verði látinn prýða kirkjuna við hátið- leg tækifæri. 4. Við fermingu á hvitasunnudag gaf móðir einnar fermingar- stúlkunnar kirkjunni 4.000,00 krónur. Þann veg minntist hún þess með þakklæti, að öll börn hennar, fjögur að tölu, höfðu verið fermd i kirkjunni. 5. Annar velunnari kirkjunnar, sem ekki vill láta nafns síns getið, færði ’ henni 1.500,00 króna gjöf á s.l. sumri. 6. Snemma í vetur gáfu hjónin i Belgsholti í Melasveit, þau frú Anna Þorvarðardóttir og Magnús Ólafsson bóndi kirkj- unni krónur 8.700,00. 7. Nú fyrir jólin sendi Ludvig Storr, aðalræðismaður og kaup- maður, kirkjunni 20.000,00 króna gjöf. 8. Þá hefur Veiðifélag Laxár ákveðið að gefa kirkjunni kr. 150.000,00, sem skiptist á þrjú ár. Fyrir allar þessar góðu gjafir skulu færðar alúðarþakkir i nafni kirkjunnar og f.vrir þá góðvild, ræktarsémi og hollvináttu, sem gjafirnar vitna um. Gjafirnár munu vafalaust verða hvati til þess, að endurbótum á kirkjunni verði haldið áfram á þessu ári og helzt lokið. Kirkjan verður 60 ára á þessu ári, og færi vissulega vel á þvi, að afmælisins yrði minnzt með verulegum endurbótum og fegrun á kirkjunni. Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, 9. jan. 1974. Með þakklæti og bróðurkveðju. Jón Einarsson. sóknarprestur. VERKSMIDJU ÚTSALA! Opin þriöjudaga kl.2-7e.h. og föstudaga kl.2-9e.h. Á LTTSÖUUNN!: Flækjulopi Vefnaóarbútar Hespulopi Bílateppabútar Flækjuband Teppabútar Endaband Teppamottur Prjónaband Reykvikingar neynk) nýju hraóbrautina upp i Mosfellssveit og verzlið á útsölunni. ÍÁLAFOSS HF MOSFELLSSVEIT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.