Morgunblaðið - 12.02.1974, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1974
FYRSTU umferðir Reykjavfkur-
skákmótsins lofuðu góðu um
skemmtilega keppni, en 4. umferð
var þó óneitanlega harla sviplítil
og ekki verður sagt, að sú 5. hafi
bætt mikið um. Stytzta skák um-
ferðarinnar var á milli þeirra
Tringovs og Guðmundar. Guð-
mundur tefldi Pirc vörn gegn
kóngspeði Búlgarans og tókst
fljótlega að jafna taflið. Eftir 18
leiki bauð Tringov jafntefli, sem
Guðmundur þáði.
Friðrík hafði svart gegn Norð-
manninum Ögaard og beitti Grún-
feldsvörn. Ut úr byrjuninni fékk
Friðrík þægilega stöðu, sem þó
virtist ekki bjóða upp á mikla
möguleika til þess að tefla til
vinnings. En Friðrik var auð-
sjáanlega ekki sáttur við baráttu-
laust jafntefli og tók því nokkra
áhættu. Þetta reyndist ekki sem
skíldi og lenti Friðrik í miklum
kröggum. Ögaard tefldi af miklu
öryggi, vann tvo menn fyrir hrók
og hafði auk þess sterkt frípeð.
Þegar skákin fór í bið varð ekki
annað séð en hún væri gjörtöpuð
hjá Friðriki.
Ciocaltea beitti Robatchvörn
gegn Velimirovic og fékk snemma
betri stöðú, en byrjunartafl-
mennska beggja var með afbrigð-
um frumleg. I miðtaflinu tókst
Rúmenanum að vinna peð, en það
var skammvinn sæla. Velimirovic
náði að sprengja upp kóngsstöðu
andstæðingsins og vann peðið
aftur. Þegar skákin fór i bið, virt-
ist jafnteflið blasa við, en enn eru
þó nokkrir taktískir möguleikar
eftir í stöðunni.
Magnús Sólmundarson átti í
höggi við ungverska meistarann
Forintos. Ut úr byrjuninni fékk
Magnús ágæta stöðu, sem hann
Reykjavíkurskákmótið
hélt út í gegn. Forintos varðist
öllum sóknartilraunum af öryggi,
og þegar skákin fór i bið, benti
flest til þess að úrslitin yrðu jafn-
tefli. Öhætt mun þó að fullyrða,
að staða Magnúsar sé öllu betri
Kristján Guðmundsson beitti
kóngsindverskri vörn gegn Jóni
Kristinssyni. Snemma urðu mikil
uppskipti og staðan jafnteflisleg.
En áfram var teflt, og þegar skák-
in fór i bið, var komið upp mjög
tvísýnt hróksendatafL
Þá er komið að skák þeirra Júlí-
usar og Bronstein. Stórmeistarinn
beitti hollenzkri vörn, en með
henni hefur hann unnið margan
frægan sigur. Júlíus tefldi hins
vegar mjög vel og hafði lengi vel
frumkvæðið í skákinni. I tima-
hrakinu urðu honum hins vegar á
slæm mistök, og Bronstein vann.
Bronstein hefur nú hlotið fjóra
vinninga, en einhvern veginn
finnst manni sem hann tefli ekki
sannfærandi. Hann leikur ekki
mikið af sér, en sóknarkrafturinn
og fjörið, sem einkenndu skákir
hans hér áður fyrr, virðast horfin.
Benóný Benediktsson mætti
ekki til leiks í annað skipti í röð
og tapaði því á tíma gegn Ingvari
Ásmundssyni.
Smyslov virðist vera í topp-
formi og hér sjáum við, hvernig
hann lagði Freystein.
Hvítt: Freysteinn Þorbergsson.
Svart: V. Smyslov
Drottningarindversk vörn.
1. d4 — Rf6, 2. Rf3 — e6, 3. c4 —
Bb4+, 4. Bd2
(Annar algengur leikur er hér
4. Rbd2).
4. — Bxd2 +
(Hér átti svartur um tvo aðra
höfuðkosti að velja, 4. — De7, og
4. — a5).
5. Rdxd2
(Annar möguleiki og e.t.v. ekki
siðri var hér 5. Dxd2 ásamt Rc3).
5. — d6, 6. e3 — b6, 7. Bd3 — Bb7,
8. Dc2 — c5, 9. Re4(?)
(Hér var vafalaust betra að
hróka stutt, enda á þessi leikur
tæplega rétt á sér f stöðunni.
Ósjálfrátt fær maður þá hug-
mynd, að Freysteinn beri helzti
mikla virðingu fyrir hinum fræga
andstæðingi sínum).
9. — Rc6, 10. dxc5(?)
(Nú nær svartur öllum tökum á
miðborðinu. Hér virðist sjálfsagt
fyrir hvítan að leika 10. a3).
10. — bxc5, 11. Rxf6 +
(Þessi uppskipti eru svörtum i
hag. Enn kom sterklega til greina
að leika a3).
11. —gxf6I,
(Mun sterkara en 11. — Dxf6).
12. Be2
(Ekki 12. Bxh7 vegna f5. Byrj-
unartaflmennska hvíts hefur ekki
verið beinlínis árangursrik. Hann
hyggst nú þrýsta á peðið á d6, en
allt strandar á öruggri tafl-
mennsku Smyslovs).
12. — Hg8, 13. 0-0-0 — f5!, 14. a3
(Hvers vegna ekki 14. Hhgl?
Svartur vinnur nú næsta auðveld-
lega).
14. — Hxg2, 15. Hhgl — Hxgl, 16.
Hxgl — Df6, 17. Hg8 +
(Þetta er nánast leiktap. Eina
von hvíts var fólkin i því að þrýst-
a á peðið á d6 og þvi var betra að
leika strax Hdl).
17. — Kd7, 18. Hgl — Hb8, 19.
Dd2 — Ke7, 20. Hdl — Hd8, 21.
Hgl — h6, 22. Hg3 — Hb8, 23. Hgl
— Ba8, 24. Hdl — Hd8, 25. Hgl —
Kf8, 26. Hdl — Re7!,
(Biskupinn skal til e4, hrókur-
inn á b -+- línuna og síðan kemur
riddarinn til baka á c6).
27. Da5 — Hb8, 28. Hd2 — Be4,
29. Rel — Rc6, 30. Da4 — f4,
(Nú vinna svörtu mennirnir
saman svo sem bezt verður á kosið
og þá leggur Smyslov til atlögu).
31. Bd3 — fxe3, 32. fxe3 — Bxd3,
33. Rxd3 — Hb6, 34. Hf2 — Dg5,
35. He2 — Dg4, 36. Kd2
(Freysteinn var hér í heiftar-
legu tímahraki og missir nú öll
tök á stöðinni).
36. — Re5, 37. Dxa7 — Rxc4, 38.
Kc3 — Dxe2 og hvftur gafst upp.
Jón Þ. Þór.
Áhorfendastúkan á Kjarvalsstöðum
Benóný hœtti keppni
Eins og lýst hefur verið í þess-
um þáttum voru 4. og 5. umferð
Reykjavíkurskákmótsins hcldur
sviplitlar og framan af leit ekki
út fyrir, að sú 6. yrði mikluskárri.
En þetta breyttist þegar á leið.
Ef lýsa ætti umferðinni mætti
gera það með þessum orðum:
Ciocaltea fórnaði peði, Friðrik
skiptamun, Smyslov manni og
Bronstein drottningunni. Já það
var mikið um skemmtilegar skák-
ir í þessari umferð og eru þó ekki
allar taldar hér á undan.
Rúmenski meistarinn Ciocaltea
teflir af sífellt meiri krafti og
tilþrifum og virðist vera að finna
sitt rétta form eftir heldur slaka
byrjun. í 6. umferðinni tefldi
hann við Július, sem beitti Sikil-
eyjarvörn. Ciocaltea valdi hálf-
gerðan gambít (6. b4), sem hefur
átt töluverðum vinsældum að
fagna upp á síðkastið. Júlíus fann
ekki bezta framhaldið og tapaði
því fljótt. Engu að síður er þessi
byrjun athyglisverð, þar sem hún
býður upp á skemmtilega mögu-
leika á báða bóga.
Friðrik Ólafsson átti i höggi við
Freystein Þorbergsson og var
auðsjáanlega í vígahug. Framan
af fylgdi skákin hefðbundnum
leiðum kóngsindverskrar varnar,
þar sem hvítur sækir á drottn-
ingarvæng en svartur á kóngs-
væng. I 27. leik fórnaði, Friðrik
skiptamun fyrir tvö peð. Frey-
steinn virtist geta skapað sér
mokkra mótspilsmöguleika, en í
32. leik bauð hann drottningar
kaup og eftir það varð frípeð
hvits á d-línunni mjög hættulegt.
Smyslov hélt áfram sigurgöngu
sínni og nú varð Ingvar fórnar-
lamb heimsmeistarans fyrrver-
andi. Ingvar beitti hollenzkri
vörn, en tókst aldrei að jafna tafl-
Benóný
ið fyllilega. Smyslov hóf kóngs-
sókn, sem lauk með laglegri
mannsfórn og Ingvarmátti gefast
upp.
Guðmundur Sigurjónsson tefldi
spánskan leik gegn Bronstein,
Tefld var 15—20 leikja teoria og
hafði Guðmundur alltaf öllu betra
tafl. Framhaldið tefldi hann mjög
vel, en þegar hann virtist vera að
ná afgerandi betri stöðu greip
Bronstein til þess ráðs að fórna
drottningunni fyrir hrók og
biskup. Þessi fórn er bysna snjöll,
hrókur svarts réð einu opnu lín-
unni á borðinu og og biskupinn á
h6 varð mjög sterkur. Þar við
bættist svo, að hvítur átti erfitt
með að stilla Iéttu mönnunum í
þannig stöður, að þeir yrðu bein-
línis ógnandi. Auk þessa átti Guð-
mundur nauman tíma og tók því
jafntef listilboði andstæðingsins
eftir 30 leiki. Erfitt er aðvelja eina
af þessum fjórum skákum til birt-
ingar og því birtast þær hér allar,
en rúmsins vegna verður að
sleppa athugasemdunum í þetta
sinn.
Hvítt: Friðrik Ólafsson
Svart: Freystcinn Þorbergsson
Kóngsindversk vörn
1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rf3 —
Bg7, 4. g3 — 0 - 0, 5. Bg2 — d6, 6.
0 - 0 — Rc6, 7. Rc3 — Bg4, 8. h3
— Bxf3, 9. Bxf3 — Rd7, 10. e3 10.
— e5, 11. d5 — Re7, 12. e4 — f5,
13. Kg2 — h6, 14. Hbl — a5, 15. a3
— Rf6, 16. Bd2 — Kh7, 17. Dc2 —
b6, 18. Dd3 — f4, 19. b4 — axb4,
20. axb4 — g5, 21. c5 — bxc5, 22.
bxc5 — dxc5 23. Dc4 — h5, 24.
Be2 — Rg6, 25. Hb7 — Dc8, 26.
Hb5 — Re8, 27. Bxh5 — Rd6, 28.
Dxc5 — Rxb5, 29. Rxb5 — Ha2,
30. Hdl — fxg3, 31. fxg3 — Da6,
32. Be2 — Db6, 33. Dxb6 — cxb6,
34. d6 — g4, 35. hxg4 — Bh6, 36.
g5 — Bxg5, 37. Bxg5 — Hxee+
38. Kh3 — Hff2, 39. d7 — Hh2+,
40. Kg4 — Hxe4+, 41. Kf5 og I
þessari stöðu lék svartur biðleik.
Hvítt: Guðmundur Sigurjónss.
Svart: D. Bronstein
Spænskur leikur
1. e4 — e5,2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5
— a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0—0 —
Be7, 6. Hel — b5, 7. Bb3 — d6, 8.
c3 — 0—0, 9. h3 — Ra5, 10. Bc2
— c5, 11. d4 — cxd4, 12. cxd4 —
Dc7, 13. Rbd2 — Bb7, 14. Rfl —
Hac8, 15. Bbl — Hfe8, 16. d5 —
Rc4, 17. Rg3 — g6, 18. b3 — Rb6,
19. Bh6 — Rbd7, 20. Bd3 — Rc5,
21. Hcl — Da5, 22. Bbl — Rd7,
23. De2 — Hxcl, 24. Hxcl — Hc8,
25. Hfl — Dc3, 26. Kh2 — Bf8, 27.
Hcl — Bxh6, 28. Hxc3 Hxc3, 29.
Db2 — Hcl, 30. Rgl — b4 jafn-
tefli.
Hvftt: V. Snyrslov
Svart: Ingvar Ásmundsson
Hol lenzk vörn
1. d4 — f5, 2. c4 — e6, 3. Rc3 —
RfC, 4. e3 — Be7, 5. Bd3 — d5, 6.
Dc2 — c6, 7. b3 — o - 0, 8. Bb2 —
a6, 9. Rf3 — Bd7, 10. Re5 — Be8,
11. Re2 — Bb4+, 12. Bc3 — Bd6,
13. f3 — Rbd7, 14. Rf4 — De7, 15.
h4 — Bc7, 16. 0 - 0 - 0 — Rxe5,
17. dxe5 — Rd7, 18. cxd5 — cxd5,
19. Db2 — Rc5, 20. Be2 — a5, 21.
Kbl — Bd7, 22. h5 — b5, 23. Bd4
— Hfc8, 24. h6 — g6, 25. g4 —
fxg4, 26. Hdgl — gxf3, 27. Bxf3 —
Re4, 28. Bxe4 — dxe4, 29. Rxg6
— hxg6, 30. Hxg6+ — Kh8, 31. h7
— gefið.
Hvítt: V. Ciocaltea
Svart: Július Friðjónsson
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5
— g6, 4. 0 - 0 — Bg7, 5. Hel — e5
6. b4 — Rxb4, 7. c3 — Rc6, 8. d4
— cxd4, 9. cxd4 — Rxd4, 10. Rxd4
— exd4, 11. Rbd2 — Re7, 12. Ba3
-0-0, 13. Bd6 — Db6, 14. Bxe7
— He8, 15. Rc4 — Dxb5, 16. Rd6
— De5, 17. Rxe8 — Dxe7, 18.
Rxgy, — Kxg7, 19. Dxd4+ — Kg8,
20. e5 — b6, 21. Hedl — Ba6, 22.
Da4 — Bc8, 23. Hacl — Dxe5, 24.
Hel — Df6, 25. De4 — gefið.
Jón Kristinsson hafði svart
gegn Tringov og beitti opna af-
brigðinu í spánska leiknum, en
það hefur reynst honum haldgott
um dagana. t byrjuninni missti
Tringov af upplagðri leið og eftir
það náði Jón undirtökunum í
stöðunni. Siðan seig jafnt og þétt
á ógæfuhliðina hjá stórmeistaran-
um og þegar skákin fór i bið var
staða Jóns orðinn miklum mun
betri og sennilegá unnin.
Leif Ögaard tefldi Grúnfelds-
vörn gegn Forintos, sem náði
snemma betri stöðu. Á tímabili
töldu flestir, að staða Norðmanns-
ins væri töpuð, en hann tefldi
vörnina mjög vel og tókst alltaf að
smjúga úr greipum Ungverjans.
Þegar lokið var 40 leikjum var
komið upp endatafl, þar sem hvor
hafði hrók og eitt peð og því ekki
um annað að gera en að semja
jafntefli.
Kristján Guðmundsson hafði
framan af betri stöðu gegn
Magnúsi, og þegar sá síðarnefndi
opnaði taflið, virtist manni sem
Kristján hlyti að hafa unnið tafl.
En alltaf slapp Magnús fyrir
horn, og þegar skákin fór í bið,
hafði hann hrók og þrjú peð gegn
biskupaparinu og tveim peðum.
Erfitt er að spá um úrslit í skák-
inni, hún getur eiginlega farið
allavega.
Velimirovie sat yfir, þar sem
Benóný hefur nú hætt keppni.
Benóný var ekki sáttur við fram-
kvæmdaraðila mótsins og greip
því tilþessa óyndisúrræðis i mót-
mælaskyni. Benóný hefur sínar
ástæður, en einhvem veginn
finnst manni sem hann hefði
getað náð samkomulagi, ef viljinn
hefði verið fyrir hendi. Með þessu
háttalagi hefur Benóný að vissu
ieyti eyðilagt mótið fyrir öðrum
þátttakendum, þar sem vinningar
gegn honum strikast nú út. Kem-
ur þetta sér illa fyrir þá þrjá, sem
höfðu unnið Benóný, Jón, Magnús
og Ögaard, en þeir höfðu allir
möguleika á því að uppfylla þær
kröfur, sem gerðar eru til þess að
menn hljóti alþjóðlegan meistara-
titil.
Eftir 6 umferðir er staða efstu
manna þessi: 1. Smyslov 6 v., 2.
Bronstein 4!4, 3. Forintos 4 v og
biðsk. 4. Friðrik 3V4 og 2 biðsk., 5.
Ciocaltea 3(4 og eina biðsk., 6.
Guðmundur 314 v.
J ón Þ. Þór.