Morgunblaðið - 12.02.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.02.1974, Blaðsíða 25
fólk í fréttum Útvarp Reykjavík ÞRIÐJUDAGUR 12. febrúar 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kL 7.20. Fréttir kl. 7.30,8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kL 7.55. Morgunstund bamanna kl 8.45: Vil- borg Dagbjartsdóttir heldur áfram að lesa söguna „Börn eru bezta fólk*‘eftir Stefán Jónsson (7). Morgunleikfimi kl. 9.45. Tilkynningar kL 9.30. Þingfréttir kL 9.45. Létt lög á milli . atriða Ég man þá tíð kl. 10.25: Tryggvi Tryggvason sér um þátt með frásögum og tónlist frá liðnum árum. Tónleikar kL 11.25: Sinfóniuhljóm- sveitin í Chicago leikur „Amerísk trúarljóð“ eftir Morton Gould. / Swingle-kórinn syngur svitu úr óper- unni „Porgy og Bess“ eftir George Ger- shwin. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 Eftir hádegið Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustend- ur. 14.30 Síðdegissagan: „Dyr standa opnar“ eftir Jökul Jakobsson Höfundur les. (10). 15.00 Miðdegistónleikar: íslenzk tónlist a ForleikureftirKarl O. Runólfssonað leikritinu „Fjalla-Eyvindi". Sinfónfu- hljómsveit íslands leikur; Páll P. Páls- son stj. b. Sex vikivakar eftir Karl O. Runólfs- son. Sinfóniuhljómsveit íslands leikur; Bohdan Wodiczko stj. c Lög eftir Sigurð Þórðarson, Helga Helgason og Björg\’in Guðmundsson. Li ljukórinn syngur; Jón Asgeirsson stj. d. Lög eftir Sigfús Einarsson, Pál ísólfsson, Árna Thorsteinsson, Markús Á skjánum ÞRIÐJUD IGl R 12. febrúar 1974 20.00 Fréttir 20.2 5 Vc ðu r og aug lýsi nga r 20.30 Skák Stuttur, bandarískur skákþáttur. Þýðandiog þulur Jón Thor Haraldsson. 20.40 Valdata fl Breskur framhaklsn\vnda flokku r. Annarhluti. 1. þáttur. .Esérgjöf tilgjalda Þýðandi Jón O. Edwald. Valdataflið er hér sem fvrr tefll af stjórnarmönnum í stóru verktakafyrir- tæk i og veiti r ýmsum bet ur. Aðiilhlutverkin leika Patrick Wymark. Kristjánsson og Eyþór Stefánss. Pétur Þorvaldsson sellóleikari og Ölafur Vign ir Albertsson píanóleikari flytja 16.00 Fréttir. Ti lkynningar. 16.15 Veður- fregnir. 16.25 Popphornið 17.10 Tónlistartfmi barnanna Ólafur Þórðarson sér um þáttinn. 17.30 Framburðarkennsla I frönsku 17.40 Tónleikar. Ti lkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55 Tilkynni ngar. 19.00 Veðurspá Fréttaspegill 19.15 Vamarmálin Tvö stutt erindi flytja: Kristján Friðriksson iðnrekandi og Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðing- ur. 19.45 Bamið og samfélagið Margrét Margeirsdótó r og Pálína Jóns- dóttir sjá um þáttinn 20.00 Lög unga f ólksins Ragnheiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 „Frá þeim, sem ekki hafa mun tekið verða“ Smásaga eftir Geir Kristjánsson. Hjalti Rögnvaldsson leikari les. 21.30 Á hvftum reitum og svörtum Guðmundur Amlaugsson flytur skák- þátt. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passfusálma (2). 22.25 Kvöldsagan: „Skáld písl arvættis- ins" eftir Sverri Kristjánsson Höfundur byrjar lestur ásöguþætti um Hallgrím Pétursson. 22.45 Harmonikulög Charles Magnante Ieikur. 23.00 Ahljóðbergi Raddir og reynsia — Leikarinn Peter Ustinov segirfráog hermireftir mönn- um á vegferð sinni viða um heim. Björn Th. Björnsson listfræðingur ser um þáttinn. 23.30 Fréttirí stuttu máli. Dagskrárlok. Clifford Evans, Peter Barkworth. Rosmary Leach og Barbara Murray. 21.30 Heimshom Fréttaskýringaþáttur um eiiend máléfm. Umsjónarmaður Sonja Diego. Managua Bresk fréttamynd frá Managua. höfuð- borg Nicaragua. og ástandið þar nú. þi'gar eitt ár er liðið frá jarðskjál'ftan- um mi kla. sem lagði boi-gina í rúst Þýðandiog þulur Óskar Ingimarsson. Jóga til heilsubótar Bandariskur mvndaflokkur með kennslu i jógaæfingum. Þýðandiog þulur.Jón (). Edwald. Dagskrárlok. félk f fíölmiélum Bretland — Úkranía — Amazon — olíukreppan I kvöld kl. 21.30 er Heims- horn á dagskrá sjónvarpsins. Þá fjallar Sonja Diego um ástandið í Bretlandi, þar sem verulega er nú tekið að hitna i kolunum. Þegar þetta er skrif- að virðist allsherjarverkfall óumflýjanlegt, og geysihörð kosningabarátta er í vændum, þannig að af nógu er að taka. Þá ræðir Björn Bjarnason um Úkrafnu og afstöðu lands- ins til þjóðarheildarinnar, en þjóðernisvitund Úkraínu- manna hefur longum verið sjálfstæðari en annarra þjóða Sovétrikjanna. Haraldur Ölafsson ræðir um Brasilíu. M.a. verður sagt frá lifi Indíána þar og áhrifum sið- menningarinnar á þá, en einnig fjallað um lífið á Amazonsvæð- unum. Landið, sem Amazon- fljótið rennur um, hefur geysi- mikil áhrif á loftslag og veður- far á jörðinni allri, og hafa menn haft áhyggjur stórar af röskun umhverfis þar, t.d. vegna skógarhöggs, sem getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðing- ar. Loks talar Arni Bergmann um olíumálin og það, hvort oliu- kreppan sé raunveruleg, eða e.t.v. að einhverju leyti tilbun- ingur þeirra, sem eiga hags- muna að gæta. Passíusálmarnir og Skáld píslar- vættisins í gærkvöldi hófst lestur Passíusálma, en sá lestur hefur verið árviss viðburður i út- varpsdagskránni um margra áraskeið. Það, sem einkum vek- ur athygli að þessu sinni, er það, að nú les kona sálmana í fyrsta skipti. í sjálfu sér er það ekki svo merkilegt, að kona skuli lesa sálmana, heldur það, að annað eins hefur ekki gerzt fyrr. Lesarinn er Valbjörg Krist- mundsdóttir á Akranesi. Sálm- arnir verða lesnir á hverju kvöldi níu vikna föstunnar, sem nú ér hafin, — eins og verið hefur. Þá er vert að vekja athygli á lestri nýrrar kvöldsögu, sem hefst í kvöld. Sagan heitir „Skáld píslarvættisins“. Hún fjallar um Hallgrím Pétursson, og lesari er höfundurinn, Sverr- ir Kristjánsson. Sagan verður lesin að loknum lestri Passiu- sálmanna, sem er vel viðeig- andi — samhengisins vegna. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1974 NÝJASTA AFÞREYING PARÍSARBÚA Ef þú ert á förum til Paris- ar, skaltu ekki láta þér bregða þótt þú rekist á Georges Pompidou viða á götum úti og jafnvel á hin- Um ólíklegustu stöðum einn og sama daginn. Það er ekk- ert óeðlilegt við það, jafnvel þótt forsetinn sé alls ekki staddur i borginni, þvi að nýjasta uppátæki borgarbúa er einmitt að klæða sig út eins og forsetinn. Maðurinn, sem stendur að baki þessu uppátæki, heitir Pierrot la Farceur. Hann hefur látið framleiða plast- grimur í stórum upplögum, sem eru sláandi líkar andliti forsetans og selur þær á ein- um flóamarkaði borgar- innar. Viðskiptin eru sögð ganga mjög vel og svo virðist sem fólk sé æst i að líkjast forsetanum, sem eftir öllum sólarmerkjum að dæma kann vel að taka grininu. Alla vega hefur engin til- raun verið gerð til að skrúfa fyrir starfsemi Pierrot la Farceur. aðeins, að ég skyldi fara aftur að syngja.“ Callas sagði ennfremur, að hún hefði ekki tekið það nærri sér, þegar Onassis kvæntist Jacqueline Kennedy. ,,Ég vil að hann sé hamingjusamur með hverjum sem er.“ Og hvað hana sjálfa varðaði og sönginn, viðurkenndi hún, að hún hefði „týnt nokkru af hæfileika minum til að ná háum tónum og líka af æsku- fullum leikþrótti mínum“. Um ástir hennar. „Ég átti bæði eiginmann og elskhuga. En nú? Það getur verið, að ég fæli karl- menn frá mér með mínum sterka persónuleika. Ég er líka allt of önnum kafin." TVÆR ÍSLENZKAR KRUNURAKA KÓNGINN Þessi mynd var tekin I London á dögunum, er tvær íslenzkar stúlkur, Björg Árnadóttir (til vinstri) og Inga Bjarnason, krúnu- raka brezka leikarann Nigel Watson vegna titilhlutverks hans í leikritinu „Ríkharður þriðji“, sem frumsýnt var á dögunum i Arts Theatre-leikhúsinu í Great Newport Street í London. Björg og Inga fara einnig með hlutverk í leikritinu, sem flutt er af leikfélaginu Triple Action Theatre sem liður í Fringe Theatre Festivalleiklistar- hátíðinni, en hátíðin sú er eitt af mörgum atriðum, sem laða eiga að ferðamenn og skemmta þeim í London í febrúarmánuði. CALLAS UM CALLAS Maria Callas, sópransöngkon- an heimsfræga, er komin á stjá aftur og farin að halda hljóm- leika, eins og kunnugt er af fréttum. Og hún er líka farin að tala opinskátt um sjálfa sig á ný. „Hvað er rangt við það, að ég tók saman við Onassis?“ svaraði hún spurningu með spurningu i blaðaviðtali fyrir skömmu. „Við vorum mjög hamingjusöm saman og ég hefði ekki viljað missa af einni mínútu þess tíma, sem við eyddum í sameiningu, þótt ég sjái eftir því að hafa hætt að syngja um þetta leyti. Hann yfirgaf mig ekki. Við ákváðum DÖNSUM t ALLA NÓTT Eftir að hafa drattazt um dansgólfið i 64 klukkustundir samfleytt sigruðu þau Dee Lopez og Skip Ciccarelli mara- þonkeppnina í dansi, sem hald- in var í borginni Methuen í Massachussetts í Bandarikj- unum fyrir skömmu. Og út- haldið þökkuðu þau þvi, að þau hafa stundað yoga sér til heilsubótar — eins og margir stressaðir tslendingar hafa gert eftir sjónvarpskennslunni í vetur. — „Þetta var bezta hug- leiðsla, sem við höfum komizt í um ævina,“ sögðu þau Dee og Skip að afrekinu unni. Þó má segja, að þetta maraþon þeirra komist ekki nálægt afreki, sem Callum L. de Villier og Vonnie Kuchinski unnu á kreppuárun- um i Bandaríkjunum, þegar þau settu heimsmet í slíku dansúthaldi. Þau stigu sem sé dans í 3780 klukkustundir sam- fleytt — eða ffá 28. desember 1932 til 3. júní 1933. Tæpast hefur fótaburðurinn verið orð- inn fallegur undir lokin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.