Morgunblaðið - 12.02.1974, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRtJAR 1974
Sigurður Kristján
Guðmundsson -Mmning
Fæddur 30.8. 1915.
Dáinn 1.2. 1974.
Æskuvinur minn, Sigurður
Kristján Guðmundsson, var fædd-
ur á fæðingardegi móður sinnar,
Daðeyjar Guðmundsdóttur á
Fossum í Skutulsfirði. Foreldrar
hans voru Guðmundur Jónatans-
son bóndi á Fossum í Skutulsfirði
frá Engidal og kona hans áður
nefnd, Daðey Guðmundsdóttir.
Foreldrar Sigurðar áttu alls 14
börn og komust 12 af þeim til
þroska. Sigurður var frumburður
foreldra sinna. Hann ólst upp hjá
móðurafa sínum, Guðmundi
Bjarna Árnasyni sjálfseignar-
bónda á Fossum en síðar á Kirkju-
bæ í Skutulsfirði. Miklu ástfóstri
tók afinn við þennan Ijóshærða,
ljúflynda dreng og áttu þeir sam-
leið meðan báðir lifðu.
Ég kynntist Sigurði þegar hann
var aðeins 10 ára gamall og þrem-
ur árum yngri en ég. Urðum við
brátt miklir mátar. Snemma bar á
hagleik hans og mun hann hafa
verið um fermingu þegar hann
smíðaði sér byssu og ýmsa aðra
vandgerða gripi. Hann hafði
snemma mikið ímyndunarafl og
lagði því á margt gjörva hönd.
Haustið 1929 gengum við báðir í
Skátafélagið Einherja á ísafirði,
t Maðurinn minn, faðir, sonurokkarog bróðir
ÞORVARÐURJÓNSSON,
Asparfelli 4.
lézt að Borgarsjúkrahúsinu 8 þ.m.
Inga Herdls Harðardóttir, Jón Þorvarðarson
Vilborg Jóna Guðmundsdóttir Jón Þorvarðarson
og systkini.
t
Faðir minn, tengdafaðir og afi
MARINÓ JÓNSSON
sem andaðist 6 febrúar s I verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 13. febrúarkl. 1..30.
Örn Marinósson Ragnheiður Þorgeirsdóttir
Soffía Arnardóttir Öm Marinó Arnarson
Þór Arnarson.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma
KATRÍN SVALA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Meistaravöllum 35,
lézt í Borgarsjúkrahúsinu 9 febrúar.
Jóhanna Sveinsdóttir
Hörður B. Bjarnason Ásiaug Þórarinsdóttir
systkini og barnabörn.
t
JÓHANN E. ELÍASSON,
póstmaður.
Njálsgötu 98, Reykjavík,
sem lézt 3 febrúar s.l verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 1 3. febrúar kl. 3. e.h, Blóm og kransar vinsamlega afbeðin, en
þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Margrét Elíasdóttir,
Jón Júl. Þorsteinsson,
Louise Steindal,
Haukur Björnsson.
t
Útför eiginmanns míns og föður
KONRÁÐS BECK,
sem lést sunnudaginn 3 þ m fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudag-
inn 13. þ m kl. 13.30 Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem
vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir.
Sigríður Beck og Þórólfur Kristjén Beck.
t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát tengdamóður, ömmu langömmu og systur og útför móður okkar.
INGIBJARGAR TEITSDÓTTUR.
Sólveig Búadóttir Inga Hrefna Búadóttir
Alfreð Búason Hrefna Jónsdóttir
Ásgerður Búadóttir Björn Th. Björnsson
Bendt Bendtsen Ingveldur Teitsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
sem þá var nýstofnað. Kynntist
hann þar góðum félagsanda og
siðgæði á háu stigi. Yms atvik
urðu þess valdandi, að skamma
hríð var hann þar starfandi, en þó
eins og ávallt síðar, góð fyrir-
mynd annarra og traustur í mann-
gerð. Leiðir okkar skildust
snemma vegna sífelldrar leitar að
lífsframfæri á erfiðum tímum
kreppu og athafnaleysis.
Ungur að árum valdi hann sér
lífsförunaut, unga stúlku á ísa-
firði, Guðrúnu Ebbu Jörundsdótt-
ur Ebenesarssonar, ættaða úr
Jökulfjörðum í Norður-Isa-
fjarðarsýslu. Kona Jörundar var
Sigríður Arnadóttir ættuð frá
Læk í Aðalvík.
Sigurður og Guðrún eignuðust
9 börn, þar af lifa 8:
Sigurður Jörundur framreiðsl-
um. i R., kvæntur Kristínu Maríu
Sigþórsdóttur úr R., Gunnar
Kristján húsasmiður í Kópavogi,
kvæntur Bjarndísi Rúnu Júlíus-
dóttur úr R., Guðmundur Friðrik
pipulagningamaður í Svíþjóð,
t
Fóstursystir mín
HELGA LÁRUSDÓTTIR
Bergstaðastræti 68
andaðist að Heilsuverndarstöð-
inni að kvöldi 10. febrúar s.l.
Fyrir hönd aðstandenda
Gyða Ingólfsdóttir.
Öskar pípulagningamaður f R.,
kvæntur Guðrúnu Magnúsdóttur
úr R., Jón byggingaverkamaður í
Hf., kvæntur Jóhönnu Hannes-
dóttur úr Hf., Ingibjörg Þórdís,
gift Guðbirni Þórðarsyni verka-
manni í Sviþjóð., Sigríður, ógift
heima, Jens, ókvæntur, í skóla,
einnig heima, Guðmundur Bjarni
dó ungbarn.
Barnabörn Sigurðar og konu
hansGuðrúnar eru orðin 16.
Það liðu nokkrir áratugir svo að
ég hitti ekki Sigurð, æskuvin
minn, en þegar fundum okkar bar
saman aftur, varð ég þess fljót-
lega var, að hann var enn sami
trausti og hugljúfi drengurinn.
Lengi býr að fyrstu gerð, segir
máltækið og átti það vel við um
Sigurð Guðmundsson. Hann var
alls staðar eftirsóttur til starfa
vegna hagleiks síns og yfirburða
starfsvilja. Ég held varla, að hann
hafi nokkurn tímann látið sjálfan
sig sitja í fyrirrúmi fyrir öðrum,
hvorki í fjölskyldunni né í sam-
skiptum sínum við aðra menn.
Hann vann sér oft inn góðan pen-
ing með dugnaði sinum og starfs-
gleði, en hann var óðara búinn að
ráðstafa fé sinu fyrir heimilið eða
til kaupa á smíðatækjum fyrir
bílaverkstæði sitt.
Hann rak um skeið viðgerða-
verkstæði fyrir bíla í R og ófáir
munu þeir hafa verið, sem nutu
hans högu handa við bílinn sinn.
Hann var allmörg síðustu árin,
sem hann lifði, starfsmaður hjá
strætisvagnastöð Kópavogs og ók
þá strætisvögnum kaupstaðarins.
Þolinmæði hans og ró var gott
veganesti á þeim leiðum. Hann
var mjög fær ökumaður sem og
allir bræður hans. Hann kenndi
mörgum á bíl og var ökukennari
ágætur. Lengst ævinnar starfaði
hann við smíðar og eru til margir
gripir eftir hann, sem bera vott
um handlag hans og vandvirkni.
Eg hef engan mann þekkt, sem
ég bar meiri virðingu fyrir en
honum, hugljúfa æskuvininum,
drenglynda, greinda og hinum
sanna mannvini.
Hann hélt ávallt ró sinni og
karlmennsku, og að síðustu, þegar
hann var á leið til vinnu sinnar,
veiktist og sneri heim til sin,
kvartaði hann ekki en sagðist
ætla að hvíla sig um stund, en var
örendur eftir fáar mínútur. Hin
siðasta stund hans var einnig
aðalsmerki hans, hógværð og lát-
laus framkoma, hvernig sem hög-
um var háttað.
Daðey móðir hans er enn á lifi
og má hún nú syrgja sjötta barn
sitt auk þess sem hún hefur lengi
verið ekkja. Henni og Guðrúnu
Ebbu, ekkju Sigurðar, svo og öll-
um börnum hans og barnabörn-
um, flyt ég mínar samúðarkveðj-
ur og bið þau að minnast þess i
sorg sinni, að hér er kvaddur af-
bragðsgöður drengur, sem með
lífi sínu gaf sínum eftirkomend-
um svo ogöðrum, erhann þekktu,
gott fordæmi um heilbrigt dreng-
skaparlif.
Þess minnast böm hans, að
hann var góður, umhyggjusamur
faðir og elskaður af þeim öllum.
Hið sama er að segja um Guðrúnu
ekkju hans, að hún minnist hans
sem hins ágæta manns og
umhyggjusams heimilisföður.
Heimili þeirra hjóna var ávallt
opið, ekki aðeins börnum þeirra
uppkomnum, en einnig systkin-
úm Sigurðar. Var þar ávallt opið
hús vinum og venzlamönnum.
Áttu þau hjón bæði jafnan til
hjartahlýju og góðvild handa
þeim, er þess þurftu. Stór barna-
hópur og þá oft stopular tekjur
höfðu engin áhrif á gestrisni
þeirra hjóna. Samhent og heil í
hverju máli fylgdust þau að unz
dauðinn skildi þau að. Fagurt
mannlíf i stórri fjölskyldu fylgdi
þeim jafnan.
Blessuð sé minning míns æsku-
vinar. Guð blessi sál hans.
G uðm und ur G uð ni
Guðmundsson.
t Faðir okkar,
GfSLI GUÐBJARTSSON,
Sunnuvegi 1 5,
andaðist að Hrafnistu aðfaranótt 10. febrúar. Fyrir hönd vandamanna Þórey Glsladóttir Kristján Gíslason.
t
SIGURLAUG DANÍELSDÓTTIR
frá Hreðavatni
andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 8 þm. Jarðarförin auglýst síðar.
Vandamenn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar og amma,
SVAVA JÓNSDÓTTIR,
Auðbrekku 23, Kópavogi,
andaðist að morgni 9. febr. sl Jarðarför auglýst síðar
Bjarni Þ. Bjarnason, Jón H. Bjarnason,
Lárus Bjarnason, Svava Bjarnadóttir,
Bjarni Þ. Bjarnason jr., Ragnhildur Bjarnadóttir.
Ágústa Harðardóttir.
t
SÓLVEIG GUÐMUNDSOÓTTIR,
Hjaltabakka 8,
lézt í Landspltalanum 10. febrúar.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
EINAR BALDVIN GUÐMUNDSSON,
Hæstaréttarlögmaður
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 1 4 febrúar kl. 3
Kristfn Ingvarsdóttir,
Unnur Óskarsdóttir, Axel Einarsson,
Jóhanna Jórunn Tbors, Ólafur B. Thors,
Kristln Klara Einarsdóttir, Árni Indriðason
og barnabörn.