Morgunblaðið - 27.02.1974, Page 10

Morgunblaðið - 27.02.1974, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐ VIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1974 Skákmenn verða að vera í œfingu allt árið SKAkAHUGI hefur alltaf verið mikill á islandi, en að likindum hefur ekki verið rætt meira um skák hérlendis en síðustu 2—3 árin. Þar koma ástæður til, sem vart þarf að minnast á, en heimsmeistarakeppnin milli þeirra Fischers og Spasskys mun að líkindum halda nafni íslands sem skáklandi á loft um ókomna framtíð. Þá hafa Reykjavíkurmótin, sem Skáksamband Islands og Taflfélag Reykjavfkur standa fyrir annað hvert ár orðið til þess, að auka áhuga landans fyrir skák- íþróttinni, og sömuleiðis ágætur árangur íslenzkra skákmanna á mðtum hér heíma og erlendis og þarf ekki annað en að nefna Friðrik Ólafsson, Inga R. Jóhannsson og Guðmund Sigur- jónsson í þvf sambandi. B3n hvernig er svo búið að skák- mönnum á höfuðborgarsvæðinu? Óhætt er að fullyrða að skák- áhugamenn hafi nú ágætis aðstöðu til æfinga á vegum Taflfélags Reykjavíkur, og hefur svo verið síðan Taflfélagið eignaðist fyrir nokkrum árum eigið félags- heimili ásamt Skáksambandinu við Grensásveg. Þar koma nú skákmenn, ungir sem gamlir, saman til að tefla og er þar oft mikill fjöldi manna á kvöldin við æfingar. Þá er farið að veita til- sögn í skák i gagnfræðaskólum borgarinnar, og sá árangur, sem fæst með því á eflaust eftir að koma f ljós á næstu árum. — Táflfélag Reykjavíkur var stofnað aldamótaárið 1900, og verður því 74 ára á þessu ári. Félagar þess eru nú rösklega 400 og hefur félagatala staðið nokkuð i stað undanfarin ár, en þó hefur orðið mikil endurnýjun á félags- mönnum, þeir gömlu hafa horfið, en ungir menn og áhugasamir komið í staðinn. Núverandi for- maður Taflfélags Reykjavíkur er Hólmsteinn Steingrímsson. Hann hefur verið formaður félagsins frá árinu 1966, og undir forystu Hólmsteins og stjórnarmanna hans réðst félagið í það stórvirki að reisa sér félagsheimi li. 50 þúsund krónur í sjóði „Þegar við ákváðum að kaupa húsnæði það, sem félagsheimili félagsins er nú staðsett i á árinu 1967, átti félagið aðeins 50 þúsund kr. í sjóði,“ sagði Hólm- steinn þegar við ræddum við hann og bætti við, „Við festum kaup á efri hæð í húseigninni að Grensásvegi 46, sem er 240 fer- metrar að stærð, árið 1969 var svo bætt við 135 fermetrum, og er húsrýmið því um 375 fermetrar að flatarmáli. Þetta á TR að Va hlutum, en Skáksamband íslands 'A , og samtals er húsið metið á um 10 millj. kr., qg skuldir sem hvíla á hluta Taflfélagsins eru ekki nema 1500 þúsund kr.“ „Voru menn sammála um þessi húsakaup, þegar þið réðust í þau?“ „Já, fyrst framan af. Nú seinni árin hafa heyrzt raddir nokkurra félaga, sem halda því fram, að betra væri að leigja sali sem víðast í borginní og koma þannig á æfingum i sem flestum hverfum borgarinnar. Það getur verið að margt sé rétt í þessu, en árangur af rekstri félagsheimilisins hefur ekki látið á sér standa, og þarf ekki að benda á annað en það, að með tilkomu þess höfum við getað fjölgað skákmótum úr 2—3 á ári, í 12—17, og segir það sina sögu. Nú erum við með æfingar allt árið um kring og æfíngaaðsókn hefur aukizt verulega. Þarna í félagsheim- ilinu blandast saman allir aldurshópar, enda er nú ekki lagt eins mikið upp úr aldursflokka- Rœtt við Hótmstein Steingrímsson, formonn TJR. jóns Ingva Stefánssonar. Jafn- framt bauð ég Guðmundi að vera fulltrúi TR á aðalfund- inum eins og undanfarin ár. Guðmundur afþakkaði að sitja fundinn sem fulltrúi TR, en sagðist mundu stinga upp á sömu mönnum og setið hefðu i fráfar- andi stjórn, að auki Braga Hall- dórssyni, sem setið hefði í vara- stjórn. Ég sagði Guðmundi það, að framboð Braga væri ekki heppi- legt, þar sem það gæti stuðl- að að falli aðalmanns úr stjórn S.Í., enda bætti hér ekki úr skák, að fulltrúar TR hefðu skiptar skoðanir á stjórnarmönnum S.í. Þetta hafði engin áhrif og sat Guðmundur fastur við sinn keip. Eftir þennan fund okkar Guð- mundar héldum við stjórnarfund í TR og varð það ofan á, að reyna framboð tveggja nýrra manna og láta ráðast hvort þeir lentu í aðal- stjórn, varastjórn eða þeir næðu ekki kjöri. Síðan rann þessi aðalfundur S.í. upp og er til stjórnarkjörs kom féllu 2 aðalmenn fráfarandi stjórnar. Þessir menn voru Guð- laugur Guðmundsson og Þráinn Guðmundsson, en þeir höfðu þá innt af hendi mikið og gott starf í þágu Skáksambands islands, en félög viðkomandi manna, Tafl- félag Hreyfils og Skákfélag Akur- eyrar ekkert gert til að tryggja endurkjör þeirra. T.d. sendi Tafl- félag Hreyfils aðeins 2fu!ltrúa á fundinn í stað 3 árið áður. Það fór því miður svo, að á fundinum var mikið talað um þessa nýafstöðnu kosningu og sögðu einstaka að hér væri ódrengilega að málum staðið. Tryggvi Arason benti á, að fyllstu lýðræðisreglna hefði verið gætt við kjör stjórnarinnar, því ekkert hægt að fullyrða um hvernig einstök atkvæði hefðu fallið og ekki hægt að áfellast sérstakt félag fyrir val manna i stjórn, því kosningin hefði verið leynileg. Ekki tók ég til máls í þessum umræðum, þar sem ég vissi ekki þá, hvort Guðmundur G. Þórarinsson hefði greint stjórnarmönnum sínum frá þeim upplýsingum, sem honum höfðu verið veittar kvöldið áður, en að þessu leyti virðist Guðmundur hafa brugðist samstarfsmönnum sínum. Slík mál sem þessi eru alltaf leiðinleg og vona ég að þau endurtaki sig ekki.“ „Hvaða stórverkefni eru nú framundan hjá ykkur Hólm- steinn?" „Þessa dagana höldum við Reykjavíkurmótið 1974 ásamt Skáksambandi íslands, sem að þessu sinni sér um framkvæmd mótsins, en skipst er á um að sjá um. framkvæmd þess. Þá má nefna það að okkur hefur borizt fyrirspurn frá Englandi um hvort 20 meistaraflokksmenn hefðu möguleika á að tefla við skák- menn Taflfélags Reykjavíkur á vori komanda. Mestar likur eru á að við getum tekið við þeim, en Framhald á bls. 33 Einvígi þeirra Fischers og Spasskys er að sjálfsögðu mesti skákviðburður sem átt hefur sér stað á islandi. Hér eru þeir við borðið fræga í Laugardalshöllinni. við höfum sýnt einhverja ein- ræðishneigð og notað stærð okkar félags til að ráða öllu innan Skák- sambandsins. Við höfum frekar reynt að hafa samvinnu við minni félögin, sem standa utan Reykja- víkur, em með misjöfnum ár- angri, því miður.“ Samvinna reynd en án árangurs „Hvað var það, sem gerðist þegar kosið var í stjórn S.í. í apríl 1973?“ „Fyrir þennan aðalfund, reyndum við bæði að hafa sam- vinnu um stjórnarkjör við Skák- félag Akureyrar og Skáksamband Suðurlands. Einni viku áður en aðalfundur Skáksambandsins var haldinn hafði ég samband við forráðamenn Skákfélags Akur- eyrar og spurði hvort SA hefði ekki hug á samstöðu með TR við stjórnarkjör á fyrirhuguðum aðal- fundi. Um svipað leyti hafði ég einnig samband við Frimann Sigurðsson formann Skáksam- bands Suðurlands, en Frímann taldi sig ekki getað sótt fundinn vegna anna. Tilefni viðræðna TR við áðurnefnd skákfélög um stjórnarkjörið var, að gjaldkeri fráfarandi stjórnar Guðjón Ingvi Stefánsson hafði látið það uppi að hann gæti ekki tekið við endur- kjöri, þar sem hann hefði ráðið sig f starf framkvæmdastjóra í Borgamesi. Þegar rúmur sólarhringur var til aðalfundarins hafði stjórn TR ekki borizt nein skilaboð frá skák- félögum um kjör manna í stjórn S.í. Því sá ég ástæðu til að ganga á fund forseta fráfarandi Skáksam- bandsstjórnar til að skýra honum frá málavöxtum, m.a. því, að uppi væru raddir TR i þá átt að rétt væri að fulltrúar TR styngju upp á mönnum í tvö auð sæti frá- farandi félagsmanna TR, Hilm- ars Viggóssonar og Guð- Fráskákmóti IGIæsibæ. skiptingum í skák og áður var. Það má ekki gleyma því, að ekki hefur Taflfélagið staðið eitt og yfirgefið i byggingu félags- heimilisins, því borgarstjórnin í Reykjavik hefur verið okkur ákaflega hliðholl og sérstaklega ber að þakka fyrrverandi borgar- stjóra. Félagsheimilasjóður hefur lagt til sinn skerf. Skákskóli stofnaður „Það hefur verið rætt um, að Taflfélagið komi á fót sérstökum skákskóla, sem yrði miðaður við það að kynna sterkari mönnum nýjungar og halda mönnum í æfingu. Hvað líður þessu máli og hvenær tók skólinn tilstarfa?“ „Þessi hugmynd, um skákskól- ann kom fyrst fram í fyrrahaust, eftir ekki of vel heppnaða keppnisför islenzkra skákmanna til Ribe á Jótlandi. Þeir sem kepptu þar töldu nauðsynlegt, að ef island ætti ekki að dragast aftur úr á sviði skáklistarinnar, þá þyrfti að koma á fót sérstökum skákskóla. Ég hafði síðan sam- band við þá Friðrik Ölafsson, Inga R. Jóhannsson og Guðmund Sigurjónsson um þetta mál og sýndu þeir allir mikinn áhuga á málinu. Tillaga kom fram um að kalla 20—30 beztu skákmenn þjóðarinnar, valda eftir skák- stigum, til fundar um málið með forystumönnum skákhreyfingar- innar. Á þessum fundi var ákveðið að þeir Friðrik, Guð- mundur og Ingi R. skyldu verða kennarar við skólann, og tók hann fyrst til starfa skömmu fyrir áramót. Við vonumst til að fljót- lega komi f ljós árangur af þessum skóla, enda eru þeir þekktir víða um heim, t.d. eru Rússar með marga slíka skóla. Nú hefur verið ákveðið að Skák- samband íslands sjái um æfingar sterkustu deildarinnar, svo- kallaðs landsliðs, enda rökrétt að svo sé.“ Er það rétt, sem heyrst hefur Hölmsteinn, að Taflfélag Reykjavíkur hafi í valdi stærðar sinnar sýnt mikla einræðishneigð í sambandi við kjör stjórnar Skák- sambands íslands síðast þegar kosið var og sama hafi verið uppi á teningnum á síðustu árum?“ „Ekki vil ég viðurkenna það að Sumar- mótum komið á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.