Morgunblaðið - 27.02.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.02.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1974 Fréttir og hugleið- ingar úr Holtum Kjördæmisráðið í Reykjaneskjördæmi: Jóhann Petersen endur- kjörinn formaður M.vkjunesi, Holtum, 25. febr. NÚ er góða gengin í garð og þorri gamli genginn veg allrar veraldar. Ekki var hann neitt grimmur að þessu sinni, umhleypingasamur að vísu, en fór vandræðalaust um að öðru leyti. Ennþá er mikill klaki í jörð og ekki gott að sjá, hve iengi hann veröur. Að vonum eru ýmsir uggandi um, að tún geti kalið ef ekki vorar vel, því að víða er klaki búinn að liggja á túnum síðan I desember. Einkanlega á það við í uppsveitum. Ennþá er eftir að baða sauðfé víðast hvar hér. Einhverra hluta vegna virðast Rangæingar hafa orðið hornreka innflytjanda bað- lyfsins, en nú er það komið og verður sjálfsagt hægt að baða fyrir vorið. Nú hefur brugðið til rigninga öðru hverju, og má búast við, að vegir spillist víða, því að i þeim er mikill klaki. Annars eru vegamál hér í miklum ólestri, vegir víða illa uppbyggðir og viðhald mjög litið. Mikið er hér af sýsluvegum, en fjármagn allt of lítið þeim til viðhalds. Hér í Holtum er jarðlag VORKAUPSTEFNAN í Leipzig verður haldin dagana 10.—17. marz n.k. en sýningin er eins og kunnugt er, ein hin stærsta sinn- ar tegundar f heiminum. Rúm- lega 60 lönd úr öllum heimsálfum munu hafa sýningardeildir á sýn- ingunni og munu nokkur stærstu fslenzku útflutningssamtökin verða með sýningardeildir á sýn- ingunni, þ.á.m. Sölumiðstöð hrað frystihúsanna, Samband fs- lenzkra samvinnufélaga og Sölu- stofnun lagmetisiðnaðarins. Gert er ráð fyrir að sýningargestir, kaupsýslumenn og sérfræðingar á ýmsum sviðum, verði frá rúmlega 90 þjóðlöndum. Vorkaupstefnan f Leipzig nú í ár, er hin fyrsta síðán eðlilegt stjórnmálasamband var tekið upp milli Islands og Þýzka alþýðulýð- veldisins og síðan samningur var gerður um frjáls gjaldeyrisvið- skipti, í stað vöruskipta áður. Is- lenzku útflutningssamtökin, sem taka þátt í sýningunni, munu öll sýna framleiðsluvörur sjávarút- vegsins og verður sýningarsvæði þeirra í sýningarhöllinni Messe- hof í miðbænum, en það sýningar- hús er eitt af 52 sem notuð verða undir sýninguna. þannig, að vegagerð og vegavið- hald hlýtur að verða nokkuð dýrt. Á hitt er svo að lita, að búskapur án sæmilegra samgangna er alveg dauðadæmdur nú á tímum. Nýlega gat að líta í Tímanum, að lokið væri hönnun vegar frá Selfossi austur að Skeiðavegi, en ekki víst, að í framkvæmdirnar yrði ráðizt á þessu ári. Ekki er nú stórmannlega á málum tekið í samgöngumálum Sunnlendinga, þar sem hér er ekki nema um góða bæjarleið að ræða. Vitanlega þarf að leggja kapp á að koma vegi með varanlegu slitlagi að Hvolsvelli sem fyrst, því að með tilkomu hringvegarins eykst álagið á Suðurlandsveginn gífur- lega. Og nú eru samningar að takast með launþegum og vinnuveitend- um fjórum mánuðum eftir að eldri samningar runnu út. Ein- hvern tíma hefði það þótt langur samningstími, en það sýnir, að menn ganga ekki alltaf jafnhratt til verks. Það liggur nú fyrir, að lausn samninganna er fyrst og fremst fleiri krónur og smærri. Framhald á bls. 35 Að venju munu margir íslenzk- ir kaupsýslumenn sækja Vorsýn- inguna í Leipzig og hafa þegar margir gefið sig fram. Fá þeir alla fyrirgreiðslu hjá ferðaskrifstof- um hér og umboði Kaupstefnunn- ar hér, sem er Kaupstefnan- Reykjavík h.f. Lágmúla 5, en um- boðið gefur jafnframt út kaup- stefnuskírteini sem jafngilda vegabréfsáritun og eru aðgangs- kort að öllum sýningardeildum auk þess sem þau veita ýmiss kon- ar afslátt með járnbrautarferð- um, útvegun gistingar o.fl. Eins og áður segir munu rúm- lega 60 lönd hafa sýningardeildir í Leipzig að þessu sinni og af þeim samtals um 9000 sýningardeildum sem þar verða, munu um 5000 sýningardeildir vera frá öðrum löndum en þýzka alþýðulýðveld- inu og er það meiri þátttaka en nokkru sinni fyrr. Sýningarsvæð- ið nær yfir 350 þúsund fermetra svæði, sem jafngildir á annað hundrað sýningarhöllum eins og I Laugardalnum hér í Reykjavík. Hlutur Austur-Þjóðverja í sýn- ingunni er að sjálfsögðu lang- mestur og eru sýningarfyrirtækin þaðan um 4000. Þá munu 15 út A AÐALFUNDI Kjördæmis Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi var Jóhann Petersen, Hafnarfirði, endurkjörinn for- maður Kjördæmisráðsins. Fund- urinn sendi Jóhanni Hafstein skeyti með svofelldri kveðju: ,AðaIfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi sendir þér og fjöl- skyldu þinni bezt kveðjur, með þakklæti og virðingu fyrir störf þín fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrr og sfðar. Megi gæfa og blessun margfaldast þér til handa.“ Hér fer á eftir frásögn af fundinum: Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi var haldinn f félags- heimilinu á Seltajrnarnesi 23. þ.m. Fundurinn hófst kl. 10 árdegis. Fundarstjóri var Snæbjörn Ás- geirsson, Seltjarnarnesi. Fundar- ritari Ásthildur Pétursdóttir, Kópavogi. Að loknum skýrslum formanns og gjaldkera hófst kosning stjófn- ar, varastjórnar og endurskoð- enda. Formaður var endurkosinn Jó- hann Petersen, Hafnarfirði. Með honum í stórn voru endurkosin: Sigríður Gisladóttir, Kópavogi, Jón Sæmundsson, Keflavík, Páll Ölafsson, Brautarholti, Kjalar- nesi, og Albert K. Sanders, Njarð- víkum í stað Péturs Antonssonar flutningsmiðstöðvar frá Sovét- ríkjunum taka þátt í sýningunni auk mikillar þátttöku frá öðrum sósíalistalöndum, en þessi lönd sýna jöfnum höndum iðnaðar- og neyzluvörur. Þróunarlöndin munu og hafa fjölbreyttar sýning- ar og 2300 fyrirtæki frá vestræn- um þjóðlöndum munu taka þátt í sýningunni. Er þar um að ræða framleiðendur frá 26 ríkjum, þ. á m. fjölda heimsþekktra aðila, t.d. frá Vestur-Þýzkalandi, Frakk- landi, Italiu, Bretlandi, Belgíu, Svíþjóð, Austurríki, Hollandi, Sviss og Bandaríkjunum. Sýning Japana í ár er mun stærri en áður og hafa þeir deildir í hinum ýmsu vöruflokkum auk myndalegrar samsýningar. Kaupstefnan í Leipzig, sem fyrst hóf göngu sína fyrir átta öldum var endurreist með stofn- un Þýzka alþýðulýðveldisins fyrir 25 árum og hefur síðan gengt mikilvægu hlutverki í alþjóðavið- skiptum og þá sérstaklega sem miðstöð verzlunar milli austurs og vesturs. Kjörorð sýningarinnar er: „Fyrir frjálsum heimsvið- skiptum og tæknilegum framför- um“. Grindavík, er baðst undan endur- kosningu. I varastjórn voru kosin: Jakobína Mathiesen, Bragi Michaelsson, Óskar Guðjónsson, Sesselja Magnúsdóttir og Sigur- geir Sigurðsson. Endurskoðend- ur: Stefán Jónsson og Reynir Eyjólfsson. I flokksráð Sjálf- stæðisflokksins voru kosnir: Jón Kr. Jóhannesson, Ólafur St. Sigurðsson, Karl B. Guðmunds- son, Ellert Eiríksson, Aðalsteinn Gíslason. i sambandi við fundinn var málverkasýning. Sýnd voru 35 verk félaga í Listaklúbbi Sel- tjarnamess. Félagar úr lista- klúbbnum heimsóttu fundinn og ávarpaði formaður kjördæmis- ráðs, Jóhann Petersen, klúbbfé- laga og þakkaði þeim ánægjulega sýningu. Formaður listaklúbbsins þakk- aði. Frú Guðríður Magnúsdóttir skrifar bréf í Morgunblaðið ný- lega um leitina að gömlu altaris- töflunni frá Þingvöllum. Frúin telur skaða að því, að i sjónvarps- frétt um endurheimt altaristöfl- unnar hafi ekki verið minnzt á hina- réttu upphafsmenn leitar- innar, þar sem þess var aðeins getið, undirritaður hefði haft upp á töflunni samkvæmt beiðni Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar. Frú Guðríður heldur því fram, að hugmyndin að leit umræddrar töflu hafi fyrst komið fram síð- sumars 1971, er Frank Ponzi list- fræðingur fór til Þingvalla til að skoða predikunarstól kirkjunnar, og hin týnda altaristafla komst til tals. Séra Eiríkur Eiríksson þjóð- garðsvörður upplýsti þá, að taflan hefði verið seld rétt fyrir alda- mótin tiltekinni skozkri konu, og eins og stendur í athuga- semd frúarinnar: „Verður Frank glaður við, skrifar nafnið á servi- ettu sína og kveðst sjálfur vilja hefja leit að töflunni ^a snúa sér til þjóðminjavarðar og fá honum málið í hendur.“ Allt þetta kann vel að vera sannleikanum samkvæmt frá hennar sjónarmiði. En hafa ber það, sem réttara reynist. Svo vill til, að búið var að finna töfluna nærri ári áður en frúin hyggur, að Frank Ponzi hafi tekið málið að sér. I nóvember 1970 fékk ég fyr- irspurn frá þjóðminjaverði um, hvort nokkuð væri vitað um feril töflunnar í Bretlandi, og að þrem vikum liðnum gat ég sagt honum, að ég hefði fundið hana á eynni Wight fyrir sunnan England. Að loknum aðalfundarstörfum hófust þegar fjörugar umræður, en að loknu matarhléi er fundur hófst á ný hófust stjórnmálaum- ræður. Geir Hallgrímsson alþingismað- ur, form. Sjálfstæðisflokksins, hóf umræður og flutti mjög þrótt- mikla og athyglisverða ræðu, þar sem hann rakti gang helstu mála er á dagsskrá eru með þjóðinni. Var gerður framúrskarandi góður rómur að máli Geirs og honum fagnað vel og iengi. Fjöldi ræðumanna tók til máls að ræðu Geirs lokinni. Jóhann Petersen, formaður Kjör- dæmisráðsins í Reykjaneskjör- dæmi ávarpar fundarmenn og meðlimi mynd listarklúbbs Sel tjarnamess, er opnuð var mynd- listarsýning á vegum klúbbsins I tengslum við aðalfund Kjör- dæmisráðsins. Vel kann að vera, að frú Guðríð- ur Magnúsdóttir hafi ruglazt í ár- tali eða prentvillupúkinn hafi verið á ferðinni, og þá er eins gott að birtaþað, sem réttara er. Þá vil ég ennfremur láta þess getið, að í sjónvarpsþætti um töfl- una, sem ég hef nýlokið við fyrir brezka sjónvarpið og sýndur verð- ur bráðlega í Bretlandi og á Is- landi, er skýrt tekið fram, að séra Eiríkur Eiríksson er sá maður, sem fyrst hreyfði þessu máli og hrinti því af stað þannig að það er nú farsællega til lykta leitt með því að taflan er, eftir nokkurt þóf loksins komin heim til íslands. En að minni hyggju er það aukaatriði, hverjum tókst að koma altaristöflunni góðu heim. Hins er meira vert að minnast, að við tslendingar stöndum í mikilli þakkarskuld við kirkjuna á eynni Wight, fyrir það höfðingslund að telja sjálfsagt að gefa Is- landi aftur grip, sem var orðinn hluti af þeirri eigin kikjusögu og arfi. Gott væri nú að muna forna speki: Æ sér gjöf til gjalda, og hugleiða, hvernig bezt má endur- gjaldaþetta einstæða vinarbragð. Kirkjan á eynni Wight er þekkt fyrir það að eiga merkilegt safn af gömlum biblíum. Hver er sá höfð- ingi meðal okkar, sem vill gangast fyrir því, að þessi kirkja eignist t.d. ljósrit af Guðbrandsbiblíu? Hvað segir frú Guðríður sjálf? Skotlandi 18. febrúar 1974. Séð yfir hluta sýningarsvæðisins 1 Leipzig. Islenzkar sjávarafurðir á Vorkaupstefnu í Leipzig Magnús Magnússon: Altaristaflan góða frá Þingvöllum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.