Morgunblaðið - 27.02.1974, Page 17

Morgunblaðið - 27.02.1974, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1974 17 Morgunblaðið mun í dag og á morgun kynna frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fram fer um næstu helgi. Þess hefur verið óskað að þeir skrifi örstuttar greinar, þar sem þeir lýsa helztu áhugamálum sínum á vett- vangi borgarmála og brýnustu viðfangsefnum á næstu árum, frá sínum sjónarhóli. Fyrri hluti þessa greinaflokks fer hér á eftir. Síðari hlutinn birtist á morgun. Prófkjör Sjálfstæðismanna Aðalsteinn Norberg: Vönduð fjár- hagsáætlun grundvallar- atriði Að vinna að heill Reykjavík- ur og hagsmunum borgara hennar er hugleikið verkefni, en jafnframt vandasamt og reynslan ein sýnir jafnan og sannar hverjir eru vandanum vaxnir. Þeir, sem stýra málefnum borgarinnar, verða að hafayfir- sýn yfir alla hin fjölþættu mála- flokka, sem fjalla þarf um hverju sinni og er þá mikilvægt að ekki sé lagt ofurkapp á einn þeirra á kostnað annars. Hafa ber í huga, þegar unnið er að velferðarmálum borgar- innar, að þau snerta hvern einasta borgara, ungan sem ald- inn, athaf namanninn sem öryrkjann og því vandasamt að gera svo öllum líki, jafnframt því að skynsamlegt jafnvægi ríki i milli hinna margvíslegu málaflokka. Éfe tel grundvallaratriði i stjórn borgarmálefna vera, að vandað sé til undirbúnings fjár- hagsáætlana og þeim síðan fylgt fast eftir. Gæta þarf hóf- semi i útgjöldum borgarsjóðs, þvi við skulum ávallt vera þess minnug að ekkert verður fram- kvæmt, nema fyrir það fé, sem kemur frá okkur borgarbuum sjálfum. Þess vegna verða borgaryfirvöld ávallt að gæta þess að aka seglum eftir vindi og einbeita sér að þeim málefn- um sem eru mest aðkallandi á hverjum tíma. Þrátt fyrir hinn gífurlega vöxt og margfaldan ibúafjölda síðustu áratugi, hefur borgin okkar blómgazt i hvívetna, vegna öruggrar og góðrar stjórnar borgarmálefna. Verulegum framkvæmdum hefur miðað mjög áfram. Félagsmálin hafa stöðugt verið að færast í nýtt og betra horf og eru að verða með umsvifamestu þáttum í störfum borgarstjórn- ar. En betur má ef duga skal og tel ég nauðsynlegt að dagheim- ilum og leikskólum fjölgi veru- lega. Einnig tel ég brýna þörf á því að auka stórlega margvís- lega aðstoð við aldraða. í þvi sambandi vil ég benda á að vel hefur verið af stað farið hvað snertir byggingu íbúða og er nauðsyn á, að haldið verði áfram á þeirri braut. Fræðslu- og heilbrigðismál eru málaflokkar, sem stöðugt þarf að huga að og reyna verður eftir megni að uppfylla eðlileg- ar kröfur borgarbúa varðandi þau mál. Heilbrigður og öflugur at- vinnurekstur er og hefur verið undirstaðan og velmegun höfuðborgarbúa. Borgaryfir- völd hafa Iátið í té aðstöðu og greitt á margvíslegan hátt fyrir atvinnuvegunum og má þar nefna iðnað, sjávarútveg og verzlun. Reykjavfk er orðin sannköll- uð verzlunarmiðstöð landsins ekki sízt fyrir tilstuðlan borgar- stjórnar, sem ætíð hefur haft frjálsa verzlun í hávegum og hefur það orðið til mikilla hags- bóta fyrir borgarbúa og lands- menn alla. Að lokum vil ég óska þess, að Reykvíkingar hvar í flokki sem þeir standa, taki höndum saman um að tryggja áfram trausta og samhenta borgar- stjórn. Aðalsteinn Norberg ritsfmastjóri Árni Bergur Eiríksson: Vinnum að heill Reykjavíkur Um eitt munu allir sjálfstæð- ismenn sameinast á kjördegi í vor: Að tryggja sigur Sjálf- stæðisflokksins og forystu hans í borgarmálunum á þann far- sæla hátt, sem Reykvíkingar hafa kynnzt í sjón og reynd undanfarna áratugi. Nú standa fyrir dyrum próf- kosningar um frambjóðendur flokksins til þeirra kosninga. Vænta má þess, að verulega skiptar skoðanir séu á því, hverjir eigi að skipa framboðs- lista flokksins. Þarf það engan að undra, að jafn stór flokkur, langstærsti flokkur landsins, eigi margra kosta völ um fram- bjóðendur. Ég er einn þeirra manna, sem gefið hefi kost á mér til fram- boðs og einn þeirra manna, sem leita stuðnings ykkar kjósenda. Ég legg engan dóm á það, hvort ég sé hæfur eða hæfari en aðrir frambjóðendur til þess að hljóta stuðning ykkar. Mér gengur það fyrst og fremst til, að taka þátt í þessu prófkjöri, að halda áfram að starfa að þeim hugsjónum, sem hrifu mig þegar á mjög ungum aldri og hafa síðar náð æ fastari tökum á mér. Ég vil vinna fyrir mitt um- hverfi, mitt samfélag og mína samferðamenn eins og mér er bezt fært, og leggja fram minn fyllsta skerf til þess að koma áhuga- og hagsmunamálum þeirra fram. I Langholtshverfi, þar sem ég er búsettur, einu stærsta hverfi borgarinnar, hefi ég átt þess kost um tveggja áratuga skeið að kynnast vexti og viðgangi þess undir forystu borgar- stjórnarmeirihluta Sjálfstæðis- flokksins. Ég hefi átt þess kost að kynnast lífi og starfi íbúa hverfisins, vandamálum þeirra, áhugamálum, vonum og vel- ferð. Þau kynni hafa veitt mér miklu meiri möguleika en ella til þess að vinna að þeirra hag, og honum tel ég bezt borgið í höndum meirihlutastjórnar sjálfstæðismanna i borgar- stjórn. Ég tala hér um kynni mín af Langholtshverfi. Mætti ætla, að ég hugsaði einungis um það hverfi. En því fer fjarri. Þótt borgin skiptist í hverfi, er að mestöllu leyti við sömu vanda- málin að etja í hverju fyrir sig. Því lít ég svo á, að kynni af vandamálum eins hverfis séu að heita má kynni af var.damál- um þeirra allra. Sem Reykvíkingar hugsum við allir um hag Reykjavíkur sem heildar, og ég er þess full- viss, að hver og einn þeirra, sem nú gefur kost á sér til framboðs, er sama sinnis. Fyrst og, fremst eigum við sjálfstæðismenn framundan baráttu um málefni en ekki menn. Hvernig sem framboðs- listinn verður skipaður, geta Reykvíkingar treyst þvi, að samhentur meirihluti mun verða myndaður að borgar- stjórnarkosningum loknum, sigri Sjálfstæðisflokkurinn. Að þ^im sigri skulum við öll vinna. Arni Bergur Eiríksson, tollþjónn. Baldvin Jóhannesson: Atvinnumálin í öndvegi Viðfangsefni borgarstjórnar eru og verða mjög fjölþætt, þau hljóta að mótast af þeim mál- um, sem til úrlausnar eru hverju sinni. Hvenær sem er geta óvelkomin atvik borið að höndum og verður því að ríkja frelsi til skoðanamyndunar eft- ir atvikum og kringumstæðum. Kjarni frelsis er einmitt fólgin i hreyfanleika. Lifið sjálft- þessi einstæða orkulind — birtist ævinlega sem framrás og hefur i för með sér þau margslungnu tengsl, sem ekki verður hjá komizt. Afkoma fólks er háð þeim möguleikum, sem hvert byggðarlag hefur upp á að bjóða, atvinnumálin eru því það öndvigi, sem byggja verður á. Það er því mál málanna, að uppbygging atvinnuveganna sé sem mest og hin öra tækni- þróun sé nýtt til hins ýtrasta i þeim efnum, leggja þarf áherzlu á eflingu hagnýtrar menntunar sem miðast við þarfir atvinnuveganna, ekki einungis þeirra greina, sem fyrir eru, einnig þarf að hafa vakandi auga fyrir nýjum greinum. Á þann hátt þarf að búá vel í haginn fyrir alla, ekki sízt unga fólkið svo þvi sé þar með gefinn kostur á ræktar- semi við hugðarefni sín sjálfu sér og byggðarlaginu til heilla. Þjónustustarfsemi við borgarbúa verður að standast þarfir hverju sinni og má þar t.d. nefna aðstöðu við áhuga- samtök ýmis s.s. björgunar- sveitir og önnur samtök áhuga- manna sem vinna að liknarmál- um. Félagsstarfsemi ungs fólks þarf að gefa góðan gaum og ef la aðstöðu þess til tómstundaiðk- ana og skémmtanalífs. Málum aldraðraþarf aðsinna svo samfélginu sé sómi að, það er ómaklegt að þeim, sem lagt hafa hornsteininn að því sam- félagi, sem við búum við, sé ekki sinnt, svo að elliárin geti orðið þeim létt og ánægjuleg. Þetta eru lauslegar hugleið- ingar en margt mætti meir segja, sem ekki verður sagt i stuttu máli, en forsenda þess, að vel megi takast um lausn á viðfangsefnum borgarstjórnar hverju sinni er, að frelsi ríki til tjáningar og skoðanamyndana svo skynsemi og samvizka manna ráði en ekki steinrunnar kennisetningar, sem í engu falla að þeim aðstæðum, sem ríkja hverju sinni. Baldvin Jóhannsson. sfmvirkjameistari Birgir ísl. Gunnarsson: Prófkjörið er mikilvægt KJÖRTlMABIL Borgarstjórnar Reykjavíkur eins og reyndar annarra sveitarfélaga er senn á enda. Fyrir dyrum stendur að velja nýja borgarstjórn. Það verður gert eftir u.þ.b. 3 mán- uði. Urslit þeirra kosninga verða mikilvæg fyrir Reykja- vík. Aðstandendur núverandi rikisstjórnar og aðrir vinstri menn munu sækja hart fram og ekkert til spara til að ná þeim árangri i kosningunum, að Reykvikingar megi fá að „njóta“ sams konar stjórnar- fars í sinum málum og lands- menn allir hafa búið við undir vinstri stjórn sfðustu árin. Ef Reykjavík félli vinstri mönnum í skaut, yrði það stærsti sigur þeirra glundroðaaf la, sem ábyrgð bera ástjórn landsins. Sjálfstæðismenn hafa lengi borið ábyrgð á stjórn Reykja- víkur. Stjórn þeirra á borginni hefur einkennzt af festu, víð- sýni og ferskleika. Þar hefur aldrei nein stöðnun rikt, enda hafa við hverjar kosningar orðið þær breytingar á fram- boðslistum, að nýir menn með nýjar hugmyndir hafa valizt til setu í borgarstjórninni fyrir ■ iálfstæðismenn og tekið upp törf við hlið þeirra, sem fyrir /oru og reynslu höfðu. Enginn borgarstjóri Sjálfstæðisflokks- ins hefur heldur setið lengur i þvi starfi en svo, að tryggð hef- ur verið nauðsynleg endur- nýjun. Nú stendur svo á, að fjórir af átta borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins munu hverfa úr borgarstjórn samkvæmt eigin ósk. Þeir gefa því ekki kost á sér til prófkjörs að þessu sinni. Þegar af þeirri ástæðu væri tryggð nægileg endur- nýjun í borgarfulltrúaliði Sjálf- stæðisflokksins. En við hinir, sem fyrir erum og áfram gefum kost á okkur til þessa starfs, þurfum og að ganga fyrir þann dóm, sem prófkjörið er. Allir Reykvíkingar, sem styðja vilja Sjálfstæðisflokkinn í borgar- stjórnarkosningunum, geta tekið þátt í prófkjörinu og þar með haft áhrif á það, hvernig hinn endanlegi framboðslisti verður. — Við leggjum það því undir dóm almennings, hverjir eigi að verða borgarfulltrúar flokksins næstu 4 ár. Á næsta kjörtímabili biða úr- lausnar eins og endranær mörg og mikilvæg verkefni. Þau verða ekki gerð að umtalsefni hér og væntanlega gefst tæki- færi til þess síðar. Lausn þeirra vandamála ræðst að miklu leyti af þvi, hverjir veljast úl fram- boðs. Prófkjörið er því mikil- vægt. Ég hvet alla, sem hafa lifandi áhuga á borgarmálum og styðja vilja Sjálfstæðisflokk- inn í borgarstjórnarkosningun- um, til að taka þátt í prófkjör- inu. Birgir ísi. Gunnarsson, borgarstjóri. Björg Einarsdóttir: Jafnrétti MIÐAÐ við íslenskar aðstæður hefur Reykjavík sérstöðu. Hún er mesta þéttbýlissvæði lands- ins og hýsir æðstu stjórn þess. Hér koma í einn stað flestir þræðir þjóðlífsins og hingað eiga nær allir landsmenn erindi, beint eða óbeint. Þessi sérstaða gefur borginni e.t.v. réttindi umfram aðra staði, en jafnframt auknar skyldur. Um Reykjavik gildir, sem og önnur jarðarinnar fyrirbrigði, að trausta undirstöðu þarf til þess að hagnýta réttindi og upp- fylla skyldur. Kostur einstakl- ingsins til þess að sjá sér far- borða grundvallast á lffvæn- legri atvinnu. Fjölþætt og Sjá nœstu síðu A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.