Morgunblaðið - 27.02.1974, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.02.1974, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1974 öryggi, sem einkennt hefur stjórn Reykjavíkurborgar um langt skeið undir samhentri forystu Sjálfstæðisflokksins, eins og vöxtur, viðgangur og þróun höfuðborgarinnar ber ljósast vitni um. Það er lítill vafi á því, að Reykvíkingar munu þjappa sér saman um það, að hér verði VARIN BORG gegn sundrung, ósamlyndi og hrossakaupum pólitiskra trúða, sem ýmist segja já, já — eða nei, nei. Farsæl, ábyrg og skynsamleg stjórn Sjálfstæðisflokksins á hinum ótalmörgu málaflokkum hinnar ört vaxandi höfuðborg- ar, sem allir eru að mínu viti jafn þýðingarmiklir og mikils háttar, er bezta tryggingin fyrir því, að í borginni riki i framtíð- inni hið góða og eftirsóknar- verða andrúmsloft, sem ein- kennt hefur lifið í Reykjavik á undanförnum áratugum og fætt hefur af sér vaxandi vel- megun og þróun á öllum svið- um borgarlífsins. Ogþað er ein- mittþessi staðreynd, sem víkur sundrungunni og kommúnist- unum til hliðar og tryggir enn við næstu kosningar til borgar- stjórnar að Reykjavík verði vel varin borg. Jakob V.Hafstein lögfræðingur. Jóhannes Proppé: Aðstaða fyrir áfengissjúklinga ER ég samþykkti að verða í framboði í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík við væntanlegar borgarstjórn- arkosningar, var það vegna þess, að ég eygði möguleika á að fylgja eftir því aðal áhuga- máli minu, að vinna að mál- efnum þess fólks, sem væri á hraðri leið með að eyðileggja líf sitt og sinna nánustu með of- notkun áfengra drykkja. Borgin gerir stórt átak í því að hjálpa þeim, sem ekki eru færir að hjálpa sér sjálfir, bæði vegna ofnotkunar áfengis og annarra sjúkdóma. En því miður hefur lítið verið gert af því að koma til móts við þá, sem enn eru einhvers megnugir til að hjálpa sér sjálfir. Alltof mörg heimili eru ofur- seld hörmungum áfengissýk- innar, bæði beint og óbeint. Þvi miður hefur alltof fáum skilist, að hér er um sjúkdóm að ræða, sem þarf að meðhöndla eins og hvem annan hættulegan sjúk- dóm, t.d. berkla eða krabba- mein. Nauðsynlegt er, að hér væri komið á fót, t.d. innan borgar- spítalans, aðstöðu til að veita slíkum sjúklingum skyndihjálp og i framhaldi af því ætti þetta fólk kost á endurhæfingu, sem gæti gert það aftur að nýtum og heilbrigðum borgurum, sem hefðu ánægju af að lifa lifinu án áfengis. Élg tel mig bezt geta unnið að þessum málum og annarra borgarmálefna, innan þess flokks, sem ég hef mest álit á, Sjálfstæðisflokksins. Jóhannes Proppé, deildarstjóri. Loftur Júlíusson: Ný fiskiskip — betra athafnasvæði FYRIR innfæddan Reykvíking eins og mig, sem búsettur hefur verið hér í Reykjavík s.l. 54 ár, er afar auðvelt að tjá sig um málefni höfuðborgarinnar í fáum orðum. Með sanni má segja, að ég hafi séð tímana tvenna, þ.e. þegar Reykjavík var aðeins smábær á mínum unglings- og uppvaxtarárum, og það, sem hún er í dag. Þegar mér verður litið yfirþetta tima- bil, verður mér á að segja við sjálfan mig, að hér hafi gerst hreint kraftaverk, sem ekki hefði getað gerst nema með sér- staklega góðri, samhentri og vel skipulagðri stjórn borgarmála, með forystu Sjálfstæðisflokks- ins í fararbroddi öll árin. En þar hefur flokkurinn haft á að skipa framúrskarandi forystu- mönnum í borgarstjórastöðum. Með sanni má segja, að strax uppúr striðslokum hafi hin mikla uppbygging höfuð- borgarinnar hafizt af fullum krafti, sem staðið hefur sam- fleytt framá þennan dag, og mikilsverð verkefni óleyst framundan. Má þar til nefna t.d. hið nýja skipulag fiski- hanarinnar í vesturhöfninni og athafnasvæði þar um kring varðandi þjónustu skipanna og fleira. En merki þess, að verkið er nú þegar hafið, er hið nýja, myndarlega frystihús ís- bjarnarins, sem hafin er bygg- ing á f norðurenda vesturhafn- arinnar. Að ég minnist sérstaklega hér á Reykjavíkurhöfn fram- yfir aðrar stórframkvæmdir á öllum sviðum á stórborgarsvæð- inu, er vegna þess, að mér er málefnið afar hugleikið þar sem ég hefi um 30 ára skeið stundað sjómennsku, flest árin á togurum héðan frá Reykjavík. Enginn er sá hlutur til, sem er allfullkominn og ekki má betrumbæta og laga. Varðandi framtiðarskipulag hafnarinnar í heild, og um framkvæmd fiskihafnar í vesturhöfninni, ber að leggja áherzlu á að full- gera hafnar- og vörugeymslu- svæðið við Sundahöfn til at- hafna fyrir flutningaskipin okkar, og við Sundahöfn þarf að koma upp fullkominni þurr- kvi fyrir stærri skipin okkar og fullkominni þjónustu varðandi þau. í framhaldi eða samhliða því, að rýmkað verði til í vestur- höfninni þannig að hið nýja skipulag þar nái tilgangi sínum sem fyrst. Hinir nýju skuttogarar okkar, sem nú er farið að gera út frá Reykjavík, og þeir sem koma á næstunni, og minni fiskiskip af ýmsum stærðum og gerðum, kalla á stærra og betra athafnapláss og fullkomnari þjónustu, sem reiknað er með í fyrrgreindri áætlun. Ekki má heldur gleyma smá- bátaútgerðinni héðan frá Rvk., sem fer vaxandi, sjá verður henni einnig fyrir öruggu skipalægi og þjónustu. Eitt er það tnál, sem mikið hefur verið rætt um innan borgarstjórnar og utan, en það er öflun neyzlufisks fyrir borg- arbúa. Það er slæmt, að ekki skuli vera til ætur fiskur í fisk- búðum borgarinnar stóran hluta af árinu, og fisksalar neyddir til að hætta störfum vegna erfiðleika á öflun fisks- ins, nema með ærinni fyrirhöfn með langtúrum í fjarlæg fiski- þorp úti á landi. Þessum málum þarf að kippa í lag sem fyrst, og eru vel framkvæmanleg ef rétt er haldið á málunum. Ég tel, að með hinu nýja skipulagi vesturhafnarinnar, opnist möguleiki fyrir opnum fiskimarkaði, sem ég tel tima- bært að komið verði á fót, sam- hliðaöflugri fiskvinnslu, á svip- aðan hátt og þekkist i hafnar- borginni Hull á Englandi, þar sem saman fer stórverzlun og fiskiðnaður. Reykjavík er ört vaxandi borg og þéttbýlt henn- ar nágrenni, þar sem fæða þarf marga munna. Að endingu vil ég óska fæð- ingarborg minni, sem mér þykir vænt um, allrar blessunar í framtiðini, og að hún megi njóta gæfu til að vera áfram stjórnað af stórhuga og fram- sýnum atorkumönnum um ókomna tíð, en ekki að falla í hendur á sundurlausum vinstriflokkamönnum, sem alltaf stýra í sitthvora áttina. En orðtak sjómanna er: það er aðeins einn skipstjóri á skip- inu, og hann einn ræður stefn- unni. Loftur Júlfusson, skipstjóri. Olafur Jensson: Jafnrétti borgaranna A UNDANFÖRNUM áratugum hefur uppbygging Reykjavikur farið ört vaxandi. — Ný fbúða- hverfi rísa, sem kalla á aukna þjónustu og framkvæmdir af hendi borgarinnar, svo sem gatnagerð, vatnsveitu, hita- veitu, skólabyggingar, íþrótta- og leiksvæði, dagvistunarstofn- anir o.fl. Samtímis verður að hyggja að ýmsum öðrum mikilvægum þáttum í þágu borgaranna eins og til dæmis atvinnumálum, fræðslumálum, heilbrigðismál- um og málefnum ungra sem aldinna svo eitthvað sé nefnt. Traustur og samhentur meirihluti sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hefur leyst þessi mál á farsælan hátt með tilliti til hagsmuna heildarinnar fyrir augum. — En það er einmitt megin styrkur Sjálfstæðis- flokksins, að innan hans vé- banda er fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins með margar skoð- anir á hlutunum. Þetta tryggir, að öll sjónarmið koma fram, þegar á að taka afgerandi ákvarðanir og tryggja þar með best jafnrétti borgaranna í stjórn borgarinnar. Á næstu árum verður vöxtur Reykjavíkur enn hraðari en hingað til og stærri og viða- meiri verkefni bíða úrlausnar. Heill og farsæld Reykjavíkur í framtíðinni byggist á hag- sýnni og einhuga stjórn borgar- málanna. — Það er aðeins á færi eins flokks — Sjálfstæðis- flokksins — að mynda slíka for- ystu undir öruggri stjórn okkar unga og framsýna borgarstjóra, Bírgis ísleifs Gunnarssonar. Ólafur Jensson, stórkaupmaður. Ottar P. Halldórsson: Nýir bygging- arhættir ÞAU mál, er mér eru hugleikn- ust á sviði borgarmálanna, eru byggingamálin, en þau eru tví- mælalaust meðal mikilvægustu málaflokka borgarmálanna. Málaflokkur þessi er víðtæk- ur og snertir önnur borgarmál- efni á margvíslegan hátt. Borgarskipulag er að sjálfsögðu eitt af veigamestu undirstöðum byggingamálanna, sé höndum til skupulags kastað, er þess ekki að vænta, að höfuðborgar- svæðið byggist upp með þeim hætti í framtíðinni, sem æski- legt væri. Reykjavík hefur frá stríðslok- um vaxið og þanizt út með ótrú- legum hraða. Á síðustu 10 árum hafa mjög fjölmenn fjölbýlis- húsahverfi sprottið upp, bæði í Árbæjarhverfi og Breiðholti. Sú spurning hlýtur oft að hvarfla að, hvort ekki sé löngu tímabært, að gerð verði ýtarleg félagsleg könnun á sambýlis- háttum borgaranna í þessum nýju hverfum. Þetta er að mín- um dómi þeim mun brýnna, að islendingar hafa afar litla reynslu af því að búa í þéttbýli af þessu tagi. Varðveizla gömlu Reykjavikur er mál, sem oft ber á góma og sýnist sitt hverj- um, sem vonlegt er. Ég hygg, að erfitt muni reynast að finna algilda reglu, sem geti veitt svör við þvi, hvað skuli varð- veitt og hverju skuli farga. Ég tel hins vegar, að leggja eigi áherzlu á að varðveita gamla miðbæinn í öllum aðalatriðum og setja beri srangari reglur um nýbyggingar þar en verið hefur. Hin öra tækniþróun í bygg- ingariðnaði erlendis undanfar- in ár hefur ekki enn náð hingað til lands nema að óverulegu leyti. Má heita, að sú byggingar- aðferð, sem hér er almennt við- höfð, sé sú hin sama og var fyrir 30 árum. Margt bendir þó til þess, að breyttir byggingar- hættir ryðji sér tilrúmshérá landi á næstu árum. Er mikil- vægt, að byggingarsamþykktir sér á hverjum tima þannig úr garði gerðar, að þær standi eðli- legriþróun ekki fyrirþrifum. En hvað sem öðru líður hljóta fjármálin að hafa afgerandi þýðingu í málefnum borgarinn- ar. Borgarbúar eiga heimtingu á því að hinir kjörnu fulltrúar þeirra sýni ýtrustu hagsýni í ráðstöfun þeirra fjármuna, sem þeim er trúað fyrir. Það er aug- ljóst, að fjármunir eru og verða ævinlega takmarkaðir. Þar af leiðandi er jafnan nauðsynlegt, að forgangsraða þeim málum, sem æskilegt er, að séu fram- kvæmd, eftir mikilvægi, og þá séu ekki sízt langtímasjónarmið höfð í huga. Óttar P. Halldórsson verkfræðingur. Páll Gíslason: Eflum frjálst æskulýðsstarf Þegar efnt er til prófkjörs, er von að spurt sé, hver séu þau mál, sem frambjóðandi telur að leggja beri áherzlu á. Ég vil leggja fram 5 stutta punkta: I. Ég tel það óheillavænlega þróun, sem orðin er í tíð núver- andi ríkisstjórnar, að ríkisvald- ið með ráðuneytin og „stofnan- irnar“ dragi til sín fram- kvæmdastjórn á fleiri og fleiri málaflokkum í stað þess að fela stjórn þeirra mönnum, sem eru í nánara sambandi við verkefn- in hver á sínum stað. Þetta á ekki hvað sízt við um fræðslu- mál, heilbrigðismál, löggæzlu auk ýmissa félagsmála. Jafn- framt hefur ríkið dregið til sín fjármagnið frá sveitarfélögun- um og allt of stóran hluta tekna þjóðfélagsþegnanna í heild. Þessari þróun þarf að snúa við. Skýrari mörk þarf að draga i hlutverkaskiptum rikis og bæja og auka hlut hinna síðar- nefndu. Tekjustofna sveitarfélaga þarf því að treysta að sama skapi á kostnað ríkisins. 2. E5tt af megin verkefnum borgarstjórnar er að skapa at- vinnuvegum borgarbúa sem bezt skilyrði til vaxtar og þroska. Borgin þarf þvf að veita þeim þá fyrirgreiðslu, sem hægt er, en jafnframt gera þær kröfur til þeirra, að umgengni sé góð. Við alltof mörg fyrirtæki hér í borg er þannig umhorfs, að maður gæti haldið, að rusla- haugur væri. Aðhald það, sem frystihús Iandsins hafa nú fengið, hefur reynzt vel, svo að umhverfi fjölmargra þeirra er nú til fyrirmyndar. Sama ætti að geta orðið víðar. 3. Aðal áhugasvið mitt hefur lengi verið æskulýðsstarf, Hér i borg er mikið og vel unnið að þeim málum, en öllum er ljóst, að mikið verk er og verður alltaf þar fyrir höndum. Mark- miðið er, að öll börn og ungl- ingar geti fundið tómstunda- starf við sitt hæfi, sem forði þeim frá „slysum“ á þeim erfiðu þroskaárum. Hér er slysavörn betri en nokkur björgun. Meginstefna borgarstjórnar tel ég, að eigi að vera sú, að ef la hina frjálsu æskulýðsstarfsemi, en varast að borgin taki að sér með launuðum starfskröftum framkvæmd einstakra þátta starfsins. Bæði verður þetta óeðlilega kostnaðarsamt og svo dregur ósjálfrátt úr framtaki borgaranna, þegar þeir eiga þannig að keppa við fjármagn, sem þeir hafa greitt til borgar- innar með útsvörum sínum. Hver króna, sem varið er til frjálsrar æskulýðs- og íþrótta- starfsemi, margfaldast þar fyrir framtak einstaklinga, en vafasamt hvað kemur út úr fjöldastarfsemi á vegum borgarinnar. 4. Borgarfulltrúa er ekkert mannlegt óviðkomandi. Hann þarf að taka afstöðu til hinna ólíkustu mála. Er hann þá aðeins fulltrúi borgaranna f heild, en ekki neinnar einstakr- ar stéttar. Ég vil þó leggja áherzlu ámikilvægi heilbrigðis- mála í borginni. Bætt aðstaða fyrir umönnun þeirra, er langrar dvalar þurfa á sjúkrahúsi, og aukin þjónusta heimilislækna eru þeir þættir, sem brýnast er að leysa. 5. AS lokum: Hvemig sem úrlit prófkjörs verða, er þó eitt mikilvægast, en það er; að Reykvfkingum takist enn að tryggja ábyrga og styrka stjórn borgarinnar með meirihluta Sjálfstæðisflokksins undir for- ustu Birgis Isleifs Gunnarsson- ar borgarstjóra. Páll Gfslason læknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.