Morgunblaðið - 27.02.1974, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1974
21
Þingkosningar í Bretlandi á fimmtudag:
Jeremy Thorpe, leitogi Frjáls-
lynda flokksins ásamt syni sín-
um.
Óðaverðbólga og hver
á að stjórna landinu
— eru meginmál kosningabaráttunnar
Edward Heath forsætisráSherra ogCarrington lávarður á fundi með fréttamönnum.
Harold Wilson á blaðamannafundi.
KOSNINGABARATTAN I Bret-
landi hefur nú náð hámarki og
beita frambjóðendur miskunnar-
laust sínum sterkustu vopnum I
átökunum um atkvæðin, sem
greidd verða næstkomandi
fimmtudag, 28. febr. 1 upphafi
kosningabaráttunnar komu þrír
stærstu stjórnmálaflokkarnir sér
saman um að halda daglega blaða-
mannafundi f London, hver á eft-
ir öðrum og tryggðu sér þar með,
eins og hægt var, jafnvægi I
fréttaflutningi útvarps og sjón-
varps, sem skiptir meginmáli
ekki sízt þar sem kosningabarátt-
an stendur svo stutt sem raun ber
vitni eða aðeins I þrjár vikur. A
þessum fundum hafa stórlaxarnir
pundað hver á annan og hvergi
sparað stóryrðin. Jafnframt
þeytast frambjóðendurnir um
landið þvert og endilangt til að
komast í návígi við sem flesta
kjósendur, halda fundi sem víð-
ast og taka í sem flestra hendur.
A kjörskrá eru um það bil 40
milljónir kjósenda. Barizt verður
um 635 þingsæti neðri málstof-
unnar og eru frambjóðendur
rúmlega tvö þúsund talsins, frá
sjö flokkum á Englandi, Skot-
landi og VV’ales og ýmsum aðilum
á N-Irlandi, sem hefur tólf full-
trúa í brezka þinginu.
íhaldsflokkurinn býður fram til
631 þingsætis og eru honum þá
einnig reiknaðir frambjóðendur
Sambandssinna á N-Irlandi.
Verkamannaflokkurinn býður
fram tii 625 þingsæta en gerir
jafnframt ráð fyrir stuðningi
frambjóðenda flokks sósial-
demókrata og verkamanna —
SDLP — á N-írlandi. Frjálslyndi
flokkurinn býður fram til 516
þingsæta, fleiri en nokkru sinni
frá lokum heimsstyrjaldarinnar
síðari. Skozkir þjóðernissinnar
bjóða fram til 70 þingsæta í Skot-
landi af 71, sem þar er barizt um;
þeir bjóða ekki fram gegn Jo
Grimmond frá Frjálslynda
flokknum. Flokkurinn Plaid
Cymru í Wales býður fram í öll 36
sætin þar, Þjóðfylkingin (The
National Front) býður fram til 54
sæta, — (bauð fram til tíu sæta í
siðustu kosningum 1970) og loks
hýður brezki kommúnistaflokkur-
inn fram til 44 þingsæta, sem er
fjórtán færri en i siðustu kosning-
um. Nokkrir smáflokkar bjóða
einnig fram á stöku stað, þeirra á
meðal er Byltingarflokkur verka-
manna, sem býður fram leikkon-
una kunnu Vanessu Redgrave, en
hún hefur gerzt ofstækisfullur
trotskyisti með árunum. Hún hef-
ur þó litla von um sigur.
A N-írlandi eru frambjóðendur
annars vegar frá stjórnarflokkun-
um þremur, Allianceflokknum,
sem er þeirra minnstur, SDLP og
Sambandssinnum Faulkners, sem
klofnuðu frá gamla Sambands-
fiokknum I vetur eftir að Brian
Faulkner forsætisráðherra
neyddist til að segja af sér forystu
í flokknum vegna ágreinings um
stjórnarsamstarfið og stofnun ír-
landsráðsins. Sambandssinnar
Faulkners eru þó ekki sérstakur
flokkur ennþá, heldur klofnings-
armur frá þeim gamla, en hefur
sérstaka skrifstofu — en nú bitast
armarnir sem sagt um fylgi kjós-
enda. Hinn armurinn, sem nú er
undir forystu Harrys West hefur
gert kosningabandalag við Lýð-
ræðissinnaða sambandssinna,
sem svo nefnast, en þeir eru
flokkur séra Ians Paisleys, og
Vanguard-samtök Williams
Craigs. Nokkrir óháðir frambjóð-
endur eru á N-írlandi, þar á með-
al Bernadetta McAliskey — áður
Devlin — og tveir smáflokkar
bjóða þar fram, Verkamanna-
flokkur N-írlands og stjórnmála-
samtök official — arms irska lýð-
veldis hersins (marxistar).
Kosningabaráttan á N-írlandi
fjallar í grundvallaratriðum um
önnur mál en baráttan i Bret-
landi; þar er enn á ný deilt um
framtíð landsins, samsteypu-
stjórnina og helztu áform hennar.
Stjórnin var lítt hrifin af því, að
Heath skyldi efna til kosninga nú,
því að hún taldi ekki sanngjarnt
að þurfa að ganga undir dóm kjós-
enda strax — eftir aðeins um
tveggja mánaða virka starfsemi,
sömuleiðis voru ráðherrarnir lítt
hrifnir af því að þurfa enn á ný að
verja dýrmætum tíma í kosninga-
baráttu; þetta er í fjórða sinn á
einu ári, sem N-írar ganga til
meiri háttar atkvæðagreiðslu og
ástandið er slíkt í málefnum
landsmanna að forystumönnum
stjórnarsamstarfsins finnst þeir
hafa annað þarfara áð gea en
standa í fleiri kosningaslögum.
Anstæðingar stjórnarinnar
hlakka hins vegar yfir þessu
óvænta tækifæri til að efla and-
stöðuna gegn henni.
Breytingar á
kjördæmaskipan
Um úrslit kosninganna í Bret-
landi spá menn varlega. Skoðana
kannanir benda til þess, þegar
þetta erskrifað, að thaldsflokkur-
inn standi heldur betur en Verka-
mannaflokkurinn, en jafnframt
er Frjálslynda flokknum spáð
miklum uppgangi nú, jafnvel að
hann fái allt að fimmtiu þingsæti.
Gerir það horfurnar tvisýnni og
spár flóknari en þegar einungis
tveir flokkar bitast um obba at-
kvæðanna. Þá eykur það á óviss-
una, að verulegar breytingar hafa
verið gerðar á kjördæmaskipun í
Bretlandi frá síðustu kosningum.
Þær hafa haft i för með sér breyt-
ingar á starfsemi flokkanna og
framboðum og þar sem tilfærsl-
urnar eru mestar, koma þær til-
finnanlega við starfsemi flokk-
anna, sem höfðu ekki búizt við
þingkosningum fyrr en á næsta
ári.
Sem kunnugl er af frétlum, eru
þessar kosningar i Bretlandi af-
leiðingar verkfalls 270.000 verka-
manna i brezku ríkisreknu kola-
námunum. Langvinnar launadeil-
ur höfðu staðið miiii verkamanna
og stjórnvalda, sem sett höfðu
launahækkunum í landinu ákveð-
ið hámark i samræmi við heildar-
áætlanir efnahagsmála, er mið-
uðu af því að reyna að stemma
stigu við vaxandi verðbólgu. Kola-
námaverkamenn töldu sig svo
miklu verr setta en aðrar launa-
stéttir, að þeir vildu ekki við una,
settu á yfirvinnubann, sem stóð
vikum saman og leiddi til þess að
komið var á þriggja daga vinnu-
viku til að spara orku, en 70%
raforku i Bretlandi byggist á kol-
um. Eftir margítrekaðar en
árangurslausar samningaumleit-
anir var boðað allsherjarverkfall
námaverkamanna og ákvað þá
stjórn Edwards Heaths að efna til
kosninga.
Fyrir helgina bárust þær frétt-
ir, að hugsanlega stafaði allt þetta
öngþveiti af reikningsskekkju.
Hvernig slíkt má vera er ekki rétt
glöggt orðið, þegar þetta er skrif-
að en i fljótu bragði sýnist ósenni-
legt að svo mikilvæg reiknings-
skekkja skuli hafa farið framhjá
hlutaðeigandi aðilum, — að hægt
sé að eiga í deilum vikum og
mánuðum saman án þess að
mönnum verði ljóst, að þær séu
háðar á vitlausum forsendum.
En hvað sem liður öllum reikn-
ingsskekkjum virðast fréttaskýr-
endur á einu máli um, að Bretar
hafi ekki frá því á árum heims-
kreppunnar miklu staðið frammi
fyrir jafn miklum efnahagsvanda-
málum og nú. Enda þótt iðnaður-
inn hafi komizt betur út úr stytt-
ingu vinnuvikunnar en óttast var
í up.phafi eru fyrirsjáanlegar
hækkanir á öllum gréinum vegna
m.a. hækkunar á orkuverði og
hráefnum svo og meiri halli á
viðskiptum við útlönd en nokkru
sinni. Þar við bætist alls konar
óáran innanlands, og ágreining-
ur m.a. um afstöðuna til verka-
lýðsfélaganna, en vinnubrögð
þeirra hafa löngum verið umdeild
í Bretlandi.
Af hálfu stjórnar íhaldsflokks-
ins eru kosningarnar nú fyrst og
fremst spurning um það hver eigi
að stjórna landinu, réttkjörin
rikisstjórn eða verkalýðsfélögin.
Heath hefur haldið þvi fram, að
verkalýðsforystan hafi stefnt að
þvi fyrst og fremst að fella stjórn-
ina og grafa undan lýðræðislegum
stjórnarháttum. Neikvæð afstaða
leiðtoga námaverkamanna til
allra tillagna stjórnarinnar um
lausn á deilunum segir Heath, að
sýni, að hagur, verkamanna skipti
þá minna máli en viðleitnin til að
Framhald á bls. 24.