Morgunblaðið - 27.02.1974, Síða 34

Morgunblaðið - 27.02.1974, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1974 IÞMFRETTIR MORGUIVBLAÐSIIVS Handknatt- leiksmenn- irnir undir smásjá þýzkra liða íslenzku handknattleiks- mennirnir sem keppa í loka- keppni HM í A-Þýzkalandi verða undir smásjánni hjá forráða- mönnum vestur-þýzkra hand- knattleiksliða. Frammistaða Geirs Hallsteinssonar með Göppingen hefur orðið til þess að mörg þýzk félög hafa nú mikinn áhuga á því að fá islenzka handknattleiks- menn til liðs við sig, og munu þau senda menn til þess að fylgjast með landsliðsmönnunum i heims- meistarakeppninni og e.t.v. reyna að leita samninga við þá. Ami l*órHelgason,KK. r Tvö Islandsmet Unglingameistaramót Islands f lyftingum var háð f anddyri Laugardal.v hallarinnar sl. laugardag. Tvö íslandsmet voru sett á mótinu og það þriðja jafnað. Kári Ellsson, Ármanni, setti tslandsmet f snörun dvergvigtar, lyfti 72,5 kg. Gamla Dveigvigt: Sigurður Grétarsson, UMFS Kári Elisson, Á Fjaðurvigt: Kristinn Asgeirsson, UMFS Stefán Larsen, UMFS Léttvigt: Hörður Sveinbjörnsson, UMFS Jón Pálsson, UMF'S Millivigt: Pálmi Egilsson, UMFS ÞorvaldurStefánsson, A Léttþungavigt: Guðni Guðnason.Á Pétur Hermannsson, UMFS Ámi 1». Helgason, KK Þungavigt: Sgurður Stefánsson, KR metið var 70,0 kg. Kári jafnaði einnig Islandsmetið f samanlögðu, lyfti lfiO kg. Árni Þór Helgason, KR, bætti eigið met í jafnhöttun f léttþungavigt, um 2,5 kg lyfti 145 kg. (Jrslit f mótinu urðu annars sem hér segir: snörun jafhn. sa man 1 ag ( 65 ófi. 160 72,5 87,5 132,5 55,0 77,5 130,0 57,5 72,5 145,0 60,0 85,0 147,5 62,5 85,0 150,0 65,0 85,0 170,0 75,0 95,0 200,0 82,5 117,5 245,0 77,5 óg. 185,0 100,0 145.0 75,0 110,0 Eins og skýrt hefur verið frá í Mbl. hefur Axel Axelsson þegar fengið tilboð frá Dietzenbach og munu forráðamenn liðsins koma til samninga við Axel í heims- meistarakeppninni. Tvö önnur félög munu einnig hafa áhuga á „stórskyttu“ frá Islandi, en ekki hefur fengist staðfest hver þau eru. Þá er einnig liklegt að Gunnar Einarsson, leikmaður með FH, fari til Göppingen eftir stúdents- próf f vor. Hefur Geir Hallsteinsson haft milligöngu um aðGunnarfái aðstöðu til náms við íþróttaháskóla þarlendis, gegn því að hann leiki með Göppingen. Afmælismót í badminton Afmælismót KR í badminton fer fram dagana 9. og 10. marz n.k. Keppt verður í einliða- tvíliða- og a-fiokki karla og tví- liðaleik kvenna. Þátttaka til- kynnist Reyni Þorsteinssyni, símar 38177 eða 82398 fyrir 5. marz n.k. Dómaraskorturinn segir til sín — segja norsku blöðin um — Við vorum að gera okkur þær vonir að íslenzka landsliðið kæmist ekki til heimsmeistara- keppninnar vegna allsherjarverk- fallsins á íslandi og við fengjum þar með sæti þeirra. En það hefði verið í senn synd og skömm, ef þetta lið hefði ekki verið meðal sextán beztu í A-Þýzkalandi. Éins og það lék í gærkvöldi er aðeins hægt að jafna því saman við það allra bezta, sem við höfum séð á handknattleiksvellinum. Þannig segja norsku blöðin m.a. frá landsleik íslands og Noregs í handknattleik i Oslo i fyrrakvöld. Eru þau á einu máli um að ís- lenzka liðið hafi sýnt algjöra yfir- burði, og sum taka svo djúpt í árinni að segja að íslendingarnir hafi slakað viljandi á undir lokin, einungis til þess að niðurlægja ekki norska liðið. Meira að segja fréttastofan NTB, sem löngum hefur haft af- sakanir á reiðum höndum, þegar Norðmenn hafa beðið lægri hlut fyrir íslendingum í iþrótta- keppni, segir að þarna hafi verið um hreina handknattleikssýningu að ræða af hálfu gestanna. — Leiki íslenzka liðið eins vel í HM og það gerði lengst af í gær- kvöldi, á það góða möguleika á því að komast á verðlaunapall í Þýzkalandi. — Við höfum séð norska landsliðið í keppni við beztu handknattleikslið heims að undanförnu, en aldrei hefur það átt eins litla möguleika og á móti íslenzku leikmennina íslendingunum, segja blöðin og bæta því við að þrátt fyrir glæsi- legan leik sinn sé islenzka liðið langt frá þvi að vera gallalaust. Það séu fyrsta og fremst frábærir einstaklingar sem beri liðið uppi og eru þar nefndir þeir Axel, Björgvin, Ólafur Jónsson, Ólafur Benediktsson, Geir og Auðunn. — Þessir leikmenn eru stórkost- legir, geta allt með knöttinn og skot þeirra eru óviðjafnanleg. I vörninni berst liðið svo upp á líf og dauða, og gefur aldrei neitt eftir. Blöðin greina einnig frá þeim mikla handknattleiksáhuga sem þau segja að nú sé á íslandi og nefna til marks um hann að efnt hafi verið til fjáröflunarleik- kvölds fyrir landsliðið fyrir skömmu, þar sem færri hafi kom- izt að en vildu, og hafi þó leikur- inn farið fram í stærsta íþrótta- húsi á Islandi. — Handknattleik- urinn er að verða þjóðaríþrótt Is- lendinga, og þeir virðast svo sann- arlega hafa árangur sem erfiði. Það verður gaman að fylgjast með árangri þessa skemmtilega liðs í HM, segja blöðin. FRESTA varð leik FH og KR í 1. deildar keppni Islandsmótsins í handknattleik kvenna, en leikur- Þjálfarar liða FH og KR, Birgir Finnbogason t.v. og Heinz Stein- mann t.h. bíða eftir því, að dómar- ar gefi sig fram f Hafnarfirði á sunnudaginn. Sú bið varð árang- urslaus. inn átti að fara fram í íþróttahús- inu í Hafnarfirði sl. sunnudags- kvöld. Astæðan til frestunarinnar var sú, að hvorugur dómaranna, sem dæma áttu leikinn, mætti og aðrir fengust ekki til þess að hlaupa í skarðið. Virðist dómara- vandamálið vera orðið ískyggi- legt, hvað varðar kvennakeppn- ina og eins keppnina i yngri ald- ursflokkum. Nauðsynlegt er, að stjórn HSÍ taki mál þessi föstum tökum nú þegar, þar sem núverandi ástand hlýtur að vera niðurdrepandi fyr- ir íþróttina. Eftir þann eina leik, sem fram fór í 1. deildar keppninni í kvennamótinu um helgina, er staðan í deildinni þessi: Fram 7 7 0 0 97:61 14 Valur 8 7 0 1 121:87 12 FH 8 3 2 3 106:99 8 Ármann 6 2 2 2 76:74 6 KR 6 2 0 4 70:78 4 Víkingur 7 1 0 6 58:88 2 Þór 6 0 0 6 50:96 0 Markhæstu stúlkurnar eru eft- irtaldar: MÖRK Sigrún Guðmundsd., Val 51 Svanhvít Magnúsd.,FH 40 Guðrún Sigurþórsd.,Á 40 Erla Sverrisd., Á 39 Þeir eiga möguleika á verðlaumim í HM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.