Alþýðublaðið - 11.08.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.08.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ C.s. Suðurlanó fer héðan til Borgarness 17. á-g-iist og : : : tekur farþega og flutning þangað. : : : H.f. Eimskipafélag- íslands. Auglýsing um siglingahættu. Samkvæmt tilkynningu frá Skálum á Langanesi hefir orðið vart við sprengidufl á reki á svæðinu út af Langanesi, Eru sjómenn alvarlega varaðir við að koma við duflin eða bjarga þeim að landi; það getur verið hættulégt. Reykjavík 10. ágúst 1920. Vitamálastjórinn. Xoli konnngnr. Eftir Upton Sinclair. ' Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konunqs. (Frh.). „Erum við ekki nógu sterkir til þess að þurfa ekki að vera komnir upp á Pétur Harrigan?" spurði Hallur. „ Við þurfum að vera Iausir við svo marga aðra, og við ættum heldur ekki blátt áfram að afla okkur óvina". Edward talaði ekki að eins sem eldri bróðir, heldur líka sem æðsti maður ættarinnar í verzlunarsök- um. Þegar faðir þeirra hafði orðið hreinasti ómagi, al of mikilli vinnu og áhyggjum, hafði Hallur glaðst af því, að það var þó einn til í fjölskyldunni, sem hafði verzlunargáfur. Hann hafði verið fús til þess, að leggja birgðina á herðar bróður síns, en fara sjálf- ur á skólann til þess að skemta sér við það að yrkja vísur. Hallur bar enga ábyrgð, enginn krafði hann reikningsskapar — nema honum var bannað að setja fleiga inn í fyrirtækin, sem bróðir hans stjórnaði. „Þú lifir sjálfur á kola- iðnaðinuml" hrópaði Edward. „Hver einasti dalur, sem þú eyð- ir, er þaðan fenginn!“ „Já, það er nú einmitt það“, svaraði Hallur. „Það er þess vegna, að eg fór hingað, og þess vegna verð eg kyr. Eg er búinn að lifa á kolanámum í tuttugu og tvö ár, án þess nokkurntíman að hafa komið nálægt þeim — nema einu sinni þegar eg var strákur, kom eg þangað af forvitni, eins og þegar eg af sömu hvötum skoð- aði málverkasöfn, eða fór í fjall- göngur". „Er það kannske mín sök?“ „Nei, ef til yill ekki. Eg segi að eins það, að héðan af breyti eg um — eg vil fá vitneskju um, hvernig farið er með tólkið, sem vinnur fyrir mér. Eg er ekki leng- ur „litli bróðir* þinn, sem lætur sér nægja málmynda mælgi þína“. „Þú veist, Hallur, að okkar náraur eru íélagsnámur —“ „Já, en hvað þýðir það? Hvern- ig rekum við þær? Látum við verkamennina fá vigt sína?* „Auðvitað. Þeir hafa vogareftir- litsmann". „Er það satt?“ En hvernig getum við þá kept við Harrigan, sem borgar laun að eins fyrir þúsund pund af hverri smálest?* „Með nákvæmum, niðurskipuð- um fjármálum“. „Fjármálum? Hverskonar fjár- málum ? Eg get ekki séð, að Harrigan ausi hér fé á báðar hliðar". Hallur beið eftir svari, en fekk ekkert. „Kaupum við vogareftirlitsmanninn? Mútum við verkamannaforingjunum ?“ Edward roðnaði. „Því ert þú svona svívirðilegur, Hallur? Þú veist vel, að eg hefst ekki að slík óþokkabrögð". „Það var ekki ætlun mín að vera svívirðilegur, Edward, en þú veist kannske, að til eru menn, sem ekki aðhafast sjálfir neitt ljótt, vegna þess að þeir láta aðra gera það fyrir sjg. Og hvað um stjórnmálin? Höfum við það líka til siðs, að láta skrifstofuþjóna vora og verkstjóra í embætti hér- aðsins?" Edward ansaði ekki. Ford-bifreið næstum ný til sölu. Góð- ir borgunarskilmálar. — :: Afgreiðsla vísar á. : : Faíaefní, svört, grá og blá. Góð og ódýr. Fata- og frakkaefni tekin til að sauma. ’ / Saumastofan Lgv. 32 B. kaupendur blaðsins, sem hafa bú- staðaskifti eru beðnir að tilkynna afgreiðslunni það. Sömuleiðis eru menn ámintir um að gera að- vart, ef vanskil eru á blaðinu. Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: Ólafur Friðríksson. PrentsmiOjan Gutenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.