Alþýðublaðið - 11.08.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.08.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreidsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við lagólfsstræti og Hverfisgötu. 8íml 988. Auglýsingum sé skilað þangað cða í Gutenberg í síðasta lagi kl. ZO, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Þegnvinna, Borgararnir vinna ókeypis fyrir bæinn. Þegnvinnu hafa Siglfirðingar verið að inna af hendi undanfarið. Eftir uppástungu frá lögreglustjóra fór rafijósanefnd kaupstaðarins þess á leit við borgarana, að þeir flyttu sand, sem nota þyrfti til aðgerðar á vatnsþró rafstöðvar- innar í Hvanneyrarskál, endur- gjaldslaust þangað upp ettir. Brugðust menn vel við þessari málaleitun og mátti sjá fjölda fólks, karla og konur, kvöld eftir kvöld, á ferðinni upp í Hvann- eyrarskál, alt með sandpoka á bakinu. Safnaðist nægur sandur til aðgerðarinnar á þennan hátt. Síðar á að setja þak á vatnsþróna, og þarf því að koma efni í það uppeftir, og er búist við að flutn- ingi þess verði hagað á líkan hátt. Það stendur sjaldan á samhjálp fólksins, sé um sameiginleg áhuga- mál fj'óldans að ræða. (V.m.) Um daginn og vepn, Samsæti héldu nokkrir Alþýðu- flokksmenn í gær, Borgbjerg rit- stjóra og frú hans. Samsætið var haldið hjá Rosenberg, og var hið ánægjulegasta. Síldarafli er nú ágætur norðan lands. Til dæmis um það, hve mikið berst að af síld á Siglufirði, var í íyrradag tunnan boðin á 3 kr., heldur en að fleygja henni. Sbjöldnr á að fara til Borgar- ness á föstudagsmorguninn, kemur við á Akranesi. Lögjafnaðarnefodin hefir nú Iokið störfum sínum. Fara dönsku nefndarmennirnir heimleiðis i dag á Fálkanum, sem flytur þá til Bergen. Geir og Sfeúli Fógeti, komu í morgun frá Englandi hlaðnir kolum. Es. Magnhild kom í morgun með kol til Landsverzlunarinnar. Áldan, skonnorta, kom í morg- un með timburfarm frá Noregi. Meiðsli. Um helgina féll sand- bakki ofan á fætur Þórhallar Sæmundssonar stud. jur., sem var að vinna við húsagerðina við Elliðaár, og meiddi hann allmikið. Hann liggur nú rúmfastur. Hætta á ferðnm. Sjómenn eru mintir á það, að setja vel á sig áuglýsingu Vitamálastjórnarinnar um tundurduflahættuna fyrir Aust- urlandi. Einnig ættu þeir að hafa það hugfast, að vel geta duflin verið komin víðar, hér umhverfis land. Verði einhverjir varir við dufl, er mjög áríðandi að gera stjórnarráðinu tafarlaust viðvart. Jarðaríör Pálma Pálmasonar fór fram í fyrradag. Hannvar hinn öruggasti flokksmaður vor og hinn bezti drengur í hvívetna. €rlenð símskeyti. Khöfn, 9. ágúst, Undirritun tyrknesku friðarsamn- inganna hefir enn verið slegið á frest. Fréttastofa Letta tilkynnir að baltiski fundurinn sem ráðgerður hafði verið hafi verið settur í Riga á föstudaginn. Khöfn, 10. ágúst. Símað frá París, að Grikkir og ítalir hafi komið sér saman. Læt- ur Ítalía af hendi Dodecanisku eyjarnar nema Rhodos, þar sem fram á að fara þjóðaratkvæða- greiðsla eftir 15 ár. Friðurinn við Búlgaríu var und- irskrifaður í gær. lítlenðar jréttir. Sbortur á höðlmu. Þýzka blaðið Berliner Neue Zeitung segir frá því að nú sé svo mikill skortur á böðlum í Þýzkalandi að morðingi nokkur að nafni Screppel hafi ekki enn orðið tekinn af Hfi. Morðingi þessi hafði það til saka unnið að hann hafði myrt 11 ára gamalt stúlku- barn, etið nokkuð af líkama henn- ar sjálfur en selt afganginn sem kindakjöt. Þetta hryililega ódæðí drýgði hann í Rodack í Thiiring- en í fyrra. Böðlarnir í Halle og Miinchen hafa verið kvaddir tii að lífláta hann en skorast undan. Þetta mun eifct hið hryllilegasta • grimdarverk, sem sögur fara af nú á síðstunni. Púðursprenging í Bukarest. Nýlega sprungu í loft upp 10 járnbrautarvagnar hlaðnir púðri, á járnbrautarstöðinni í Bukarest í Rúmeníu. Yínbann í Bazilíu. Öflug barátta hefir nýlega verið hafin til að koma á vínbanni í- Brazilíu. Merkur vísindamaður látinn. Alexander Supan prófessor er nýlátinn í Þýzkalandi. Hann var formaður landafræðisstofnunarinn- ar í Breslau. Bolsivíkabanki í London. Verzlunarnefndin rússneska hefir stoínað banka í London, sem nefndur er „Banki verzlunarnefnd- arinnar". Búist er við því, að Krasin verði forstjórinn. Sagt er að 2 milj. pund sterling í rúss- nesku gulli séu komnar til London. Verkfall meðal olíuverkamanna í Mexico. Tíu þúsund verkamenn við olíunámurnar í Tampico (í Mexico) hafa hafið verkfall og krafist 7$°l° kauphækkunar. Notre Dame. í Frakklandi hefir nýlega verið ákveðið að allar vegalengdir þ*f skuli mældar út frá Frúarkirkjunní f París (Notre Dame). Er í þv‘ skyni verið að breyta öllutn merkjavörðum og vegamerkjum^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.