Alþýðublaðið - 11.08.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.08.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Greíið tit af Alþýðuflokknum. 1920 Midvikudaginn 11. ágúst. 181. tölubl. Stríðshættan liðin hjá? Khöfn, 10. ágúst. Frá London er símað að bandamenn tilkynni opinberlega að ]>eir séu á eitt sáttir um að styðja Pólland með góðum hernaðarráðum '°g hergögnum, og ef til vill með hernaðarráðstöfunum á sjó, en ekki með þvf að veita þeim liðstyrk á landi. Frá Berlín er símað að Bolsivíkar hafi slitið beinum járnbrautar- samgöngum milli Danzig og Varsjá. Frá Varsjá er símað að stjórnin sé ekki farin úr bænum. Enska stórblaðið Daily Expres álítur að hættan á því að banda- *nenn fari í stríð við Rússa sé hjá liðin, svo framarlega sem Rússar ábyrgist sjálfstæði Póllands. Landsverzlun, Eftir Verkamanninum. Nú þegar Landsverzlunin er bú- in að starfa í nokkur ár, er ekki úr vegi að Iítá yfir starfið og at- huga hvort hyggilegra sé að leggja Landsverzlunina niður með öllu, eða láta hana halda áfram að tneiru eða minna leyti. Þegar byrjað var á Landsverzl- úninni 1914 hófu kaupsýslumenn f Reykjavík og út um land miklar æsingar gegn þessum alþjóðar bjargráðum. Þessar æsingar kaup- sýslumanna mögnuðust svo með ári hverju, samhliða því sem Lands- verzlunin óx og þroskaðist, þang- nð til erfiði og æsingur var sýni- íega orðið árangurslaust. Framan af leit tíðum út fyrir að háreistin ogFglamrið í andstæðingum Lands- verzlunar ætlaði að ríða henni að fullu, meðan hún var á því bernsku- skeiði að innkaup hvíldu á lands- stjórninni sjálfri og úthlutun innan- lands á sýslumönnum og bæjarfó- getum. Það fyrirkomulag var bæði á veikum grundvelli bygt, enda feynt af alefii að grafa undan því máttarstoðirnar. Þau bjargráð sem Landsverzlunin veitti alþýðunni, voru í augum vöruprangaranna hrifsuð bráð frá þeirra eigin munni. ^eir töldu sig hafa óskorinn rétt «1 þess að nota sér neyðina eins uppboðshaldarar á lífsnauðsynj- uot fólksins. Vörur voru lokaðar inni þar til verðið var orðið tvö- falt eða þrefalt við það sem verið hafði. Eitt pund af tóbaki var selt fyrir 20 sauðarhöfuð og hnefastór sykurmoli var Iátinn sem náðar- brauð, ef keypt var önnur vara fyrir tugi og hundruð króna, sem kaupmanninum var útföl. Eftir að reynslan var búin að sýna það ótvírætt, að kaupsýslu- menn vantaði bæði viljann og máttinn til þess að sjá landinu fyrir nauðsynlegum varningi, fóru stóryrði þeirra að verða áhrifa- minni til hnekkis Landsverzluninni. En þó hefir máttleysi þessara glamurmanna aldrei verið eins ber- sýnilegt eins og nú síðan verzlun- in var gefin frjáls. Athafnaleysi og dugleysi kaupsýslumanna í því að útvega landinu nauðsynjavöru er svo bersýnilegt að ekki verður um það deilt. Einkasala eða einkainn- flutningur landsverzlunar er ekki Iengur til á nokkurri vöru. Kaup- sýslumönnum stendur því viðskifta- heimurinn opinn og hefir staðið það í meira en hálft ár, svo gera má ráð fyrir að einhver alvarleg bót til batnaðar hafi orðið á þessu síðasta hálfa ári, sem verzlunar- þekking og framkvæmdaafl kaup- sýslumanna landsins hefir verið óbundið af hálfu Landsverzlunar. En þeir, sem í einfeldni sinni trúðu skruminu úr andstæðingum hennar, hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum. Samanburðurinn er auðsær. Landsverzlunin heldur áfram að flytja inn sömu vörur og hún hafði einkarétt til innflutnings á á stríðsárunum. Hún tekur þátt í samkepninni, og hvarvetna verð- ur hún ofaná í viðskiftunum við andstæðingana. Svo ramt kveður að þessu, að sumar vörutegandir, sem heildsalar bjóða þeim sem eitthvað fást við verzlun, eru að verði langt fyrir ofan það, sem Landsverzlunin selur sömu vöru samtímis. Nokkur dæmi mætti nefna: Fyrir mánuði síðan var rúgmjöl boðið af einni elztu og stærstu heildsölunni í Reykjavík á 70 kr. tunnan, og það látið fylgja með, að ekki fengist innflutningsleyfi frá Danmörku á rúgmjöli. A sama tíma flutti Landsverzlunin rúgmjöl frá Danmörku og seldi á 60 kr. tunnuna. Strausykur hefir verið boðinn af heildsölum í Reykjavík á 3,90 kg. Á samu tíma selur Landsverzlun hann á 2,20 kg- Munurinn kr. 1,70 á einu kg. Hveiti hefir verið boðið af heild- sölum fyrir hærra verð en það er selt út í smásölu hér, raeð því að taka það hjá Landsverzlun.' Með aðrar vörutegundir, sem Lands- verzlunin hefir, verður samanburð- urinn lfkur þessu. Verðið hjá Landsverzlun sumstaðar langt fyr- ir neðan það sem kaupsýslumenn bjóða. (Frh.) Mexikanar láta undan síga. Þess var getið í Alþýðublaðinu um daginn, er steinolían í Mexico var til umræðu, að hin nýja stjóm Mexico myndi leiðitamari ame- rískum auðmönnum en sú er áður sat. Hefir það nú að nokkru komið á daginn. Mexikanska hermálaráðuneytið hefir skipað að láta breyta öllum mexikönskum herskipum í Mexicoflóanum, í kaupskip þegar í stað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.