Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAPIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1974 • • Olvun við akstur evkst SAMKVÆMT nýútkominni skýrslu Umferðarráðs voru 2154 ökumenn teknir fyrir meinta ölv- un við akstur árið 1973. Er hér um að ræða 12.5% aukningu frá árinu 1972 en þá voru 1825 öku- menn grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Af þeim 2154, sem teknir voru á sl. ári reyndust 1877 ökumenn hafa yfir 0.63 0/00 í hlóðinu, en það er það lágmark, sem miðað er við til að maður teljist fær um að stjórna ökutæki. Marxistar- Leninistar i framboð til alþingis- kosninga 1 kvöldfréttum rfkisútvarps- ins í gærkvöldi kom m.a. fram, að Kommúnistasamtök- in Marxistarnir-Leninistarnir ætla að bjóða fram til næstu alþingiskosninga. Kristján Guðlaugsson tals- maður samtakanna sagði þá, að Marxistarnir-Leninistarnir myndu bjóða fram í Reykjavík og ef til vill víðar á landinu. Aðalslagorð Marxistanna- Leninistanna íkosningaharátt- unni verðurgamalkunnugt orð á Islandi, „Alræði öreiganna." D-listamenn frá Eyjum Skyrsla Umferðarráðs tekur til allra lögsagnarumdæma landsins en jafnframt hefur ráðið gert yf- irlitsskýrslu um ölvun við akstur frá árinu 1966. Kemur þar fram, að fjöldi ökumanna, sem teknir eru grunaðir um ölvun, fer vax- andi með ári hverju. Frá því í ársbyrjun 1966 til loka ársins 1973 hafa 11.104 ökumenn verið teknirfyrir meinta ölvun við akst- ur, þar af 5762 af lögreglunni í Reykjavík og i þjóðvegaeftirliti. Flestir ökumannanna, sem teknir voru á sl. ári, voru kærðir af lög- reglunni í Reykjavík, eða 967, þar af 88 af lögreglumönnum i þjóð- vegaeftirliti. Næstflestir voru kærðir af lögreglunni á Kefla- víkurflugvelli eða 207 ökumenn. Er það mikil aukning í þvi um- dæmi frá árinu áður en þá voru þeir 137. Það er eftirtektarvert, að júlf, ágúst og september mán- uðir hafa áberandi hæstu hlut- fallstölu í þessu sambandi en i ágúst voru 243 teknir grunáðir um ölvun, 236 í júlí og 200 í september. Næsti mánuður þar fyrir neðan er október með 188 ökumenn tekna grunaða um ölv- un við akstur. Sjálfboðaliðarnir keppast við gróðursetninguna I Breiðholti. Hræddir við friðuðu syæðin: Skipstjórunum sagt upp störfum og útgerð togaranna dauðadæmd BREZKIR togarar á Islands- miðum munu nú vera á milli 50 og 60, og flestir eru á veiðum við Norður- og Austurland eða yfir 50. Tveir til þrír togarar eru þó yfirleitt á Vestfjarðamiðum, en þar hefur afli verið mjög tregur. Leiðrétting I fyrirsögn á forsfðu Mbl. sl. föstudag voru eftirfarandi orð innan gæsalappa höfð eftir Ölafi Jóhannessyni forsætisráðherra: „Þarf að losa mig við þingið. . .“ Þetta er ekki nákvæmlega rétt eftir haft. Forsætisráðherra sagði orðrétt: „Ef ríkisstjórn þarf að losa sig við þingið. . .“ Eins og sjá má er hér tæpast um efnismun að ræða — en hafa skal það, sem réttara er. Að sögn Gunnars Ölafssonar hjá Landhelgisgæzlunni hafa nokkrir v-þýzkir togarar verið að veiðum við landið og hafa þeir rey.nt einstöku sinnum að fara innfyrir 50 mílna mörkin. Togararnir hafa þó verið reknir jafnóðum út fyrir og varðskip hafa orðið vör við þá, eða Land- helgisgæzlunni tilkynnt um þá. Frekar erfitt hefur verið að fylgjast með erlendum togurum við landið að undanförnu, þar sem lítið hefur verið hægt að fljúga vegna mikilsdimmviðris. Sagði Gunnar, að brezkir skip- stjórar væru mjög pössunarsamir um að fara ekki inn á bannsvæði, því það væri dauðadómur yfir þeim og togurunum um leið. Skip- stjórum á þeim togurum, sem hefðu lent inn á bannsvæði og misst hefðu veiðiheimild við ísland, hefði verið sagt upp störfum sem skipstjórum við komuna til Bretlands. Mikil vand- kvæði væru á að gera út þá togara, sem misst hefðu veiði- heimildina, því þeir væru of litlir til að stunda veiðar við Noreg, í Hvfta hafinu eða við Nýfundna- land og of stórir til að stunda veiðar f Norðursjó. Þeir geta aðeins stundað veiðar við Fær- eyjar, en það þykir mjög hæpið að gera út togara frá Bretlandi, sem aðeins getur stundað veiðar á einum miðum. Brezka eftirlitsskipinu Hausa, sem fylgir brezka togaraf lotanum á íslandsmiðum, kom til Akur- eyrar á sunnudaginn með tvo veika sjómenn af brezkum togurum og á laugardag kom það einnig til Akureyrar með sjúkan togaramann. Breiðholtsbúar í skógrækt íbúar við Stekkina f Breiðholti lögðu ræktun í hverfi sfnu lið laugardaginn 4. maf. Þá unnu um 100 sjálfboðaliðar úr húsunum við Stekkjagöturnar við að setja niður plöntur í siálfboðavinnu sunnan Stekkjabakka og austan, milli einbýlishúsabyggðarinnar og Stekkjabakka. Lagða borgin til plöntur, en sjálfboðaliðarnir mest af vinnunni, undir leiðsögn garð- yrkjustjóra borgarinnar og verk- stjóra borgarinnar. Leitað hafði verið til eins manns í hverri götu um að at- huga, hvort sjálfboðaliðar hefðu áhuga á þessu og vildu leggja fram sjálfboðavinnu og streymdu að um 100 manns, karlar, konur og börn, sem vildu prýða hverfið sitt. Voru sjálfboðaliðarnir mjög ánægðir, og ræktun mundi að sjálfsögðu ganga mun fyrr í vinnuaflsskortinum, ef íbúarnir hefðu slíkan áhuga á að koma niður plöntum og öðrum gróðri. 12 manna Rithöfundaráð Islands leysir sundrunguna af hólmi Orðsending til stuðningsmanna D-li sta ns í Vest ma n na eyj um. Svo sem öllum er kunnugt verð- ur stór hluti kjósenda í Vest- mannaeyjum utan heimabyggðar á kjördag. Það eru því vinsamleg tilmæli ti 1 ykkar, að þið kjósið hjá sýslumönnum, þið sem eruð úti á landi, og í Hafnarbúðum þeir, sem eru í Reykjavík og nágrenni, en þar er opið daglega frá 10—12, 14—18 og 20—22 og á sunnudög- um frá 14 — 18. Til að létta störfin fyrir kosn- ingarnar er þess vænzt, að stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins kjósi eins f ljótt og mögulegt er. D-listinn í Eyjum. TVEIR karlmenn og ein kona tóku hús á öldruðum manni á sunnu- daginn. Settist fólkið upp í íbúð gamla mannsins og sleit sfmann úr sambandi er hann hugðist hringja eftir hjálp til að fjarlægja hina óboðnu gesti. Eftir hervirki þetta hurfu úr fórum hins aldraða tæplega 50 þús. krónur f pen- ingum og einhverjir munir þ.á m. málverk. Það mun hafa verið um tvöleytið á sunnudaginn þegar fólkið rudd- ist inn á heimili Páls Sigurðssonar, 83ja ára, í Eskihlíðinni. Var Páll þessari heimsókn óviðbúinn og vildi hann losna við hina óboðnu gesti úr íbúð sinni. Var þá síminn RITHÖFUNDAR stofnuðu form- iega stéttarfélag sitt á þingi sfnu sl. sunnudag og ber það eftir sem áður heitið Rithöfundasamband tslands. Er þvf eingöngu ætlað að fjalla um hagsmunamál rithöf- unda, hvorki stjórnmál, trúmál eða önnur þau mál, er misklíð slitinn úr sambandi svo að hann fékk ekki hringt f hjálp. Er fólkið hafði setið um hríð, bættust tveir karlmenn í hópinn, en þeir hurfu á braut seinna um daginn. Skömmu seinna fór annar hinna tveggja úr íbúðinni, en hin tvö sátu eftir. Maðurinn, sem síðast hvarf úr fbúðinni, var handtekinn um kvöldið, er hann var að selja muni, sem hann hafði í fórum sín- um, og skömmu síðan voru hjúin, sem eftír voru, handtekin í íbúð Páls, sem þá hafði tekizt að ná sambandi við lögregluna. Rann- sókn málsins stóð yfir, er blaðið fór í prentun og var þá ekki ljóst hver væri valdur að hvarfi fjár- muna gamla mannsins. geta valdið. Það, sem mestu réð um sameininguna, var, að á sfð- ustu stundu kom fram tillaga um rithöfundaráð Islands, sem fékk fljótt stuðning allra þingfulltrúa. Rithöfundaráðið er æðsta stofnun samtakanna. Það skipa 12 menn, fulltrúar hinna ýmsu greina inn- an samtakanna, en þeireru kjörn- ir á ri thöfundaþingi, sem fer með æðsta vald rithöfunda. Áður en gengið var til atkvæða- greiðslu um stofnun stéttarfélags- ins hafði verið samþykkt tillaga um rithöfundaráð Islands og er hún efnislega á þessa leið: Rithöfundaráð Islands skal gæta menningarlegra hagsmuna rithöfunda. Það er kosið á rithöf- undaþingi, sem fer með æðstu mál rithöfunda. Rithöfundaráðið skal marka sér starfssvið innan árs og leggja fyrir næsta aðalfund stéttarfélagsins. Akveðið verður um tfðni rithöfundaþinga á aðal- fundi samtakanna að ári liðnu. Kjörgengirí ráðið eru allir rithöf- undar. Það skipa 12 menn og er kjörtímabil þeirra á milli rithöf- undaþinga. Ráðið skiptir sjálft með sér verkum. Fyrsta verkefni ráðsins og stjórnar stéttarfélagsins, sem kjörin verður á þinginu, er að leggja fyrir næsta aðalfund stétt- arfélagsins hugsanlegar breyt- ingar á stéttarfélagslögunum og ganga formlega frá slitum fyrra Rithöfundasambandsins. Vegna slita Rithöfundasambandsins og meðferðar á eignum hins niður- lagða sambands, skal bera þessa tillögu um rithöfundaráð Islands undir aðalfund eða almennan fund f báðum rithöfundafélög- unum — innan hálfs mánaðar frá rithöfundaþinginu — til sam- þykkis eða synjunar á því efni, sem tillagan felur f sér og rithöf- undaþing hefur samþykkt. I rithöfundaráði Islands eiga sæti fulltrúar allra greina bók- mennta, eins og áður greinir, og voru kjörnir: Skáldsagnahöfund- arnir Indriði G. Þorsteinsson, Guðmundur Daníelsson og Guð- bergur Bergsson, ljóðskáldin Matthías Johannessen, Þorsteinn frá Hamri og Einar Bragi, leik- ritaskáldin Gunnar M. Magnúss og Jökull Jakobsson, barnabóka- höfundarnir Ármann Kr. Einars- son og Vilborg Dagbjartsdóttir og þýðendurnir Andrés Kristjánsson og Þorgeir Þorgeirsson. I stjórn hins nýja stéttarfélags voru nú kjörnir: Sigurður A. Magnússon, formaður, en auk hans Ingimar Erlendur Sigurðs- son, Ólafur Haukur Símonarson, Stefán Júlíusson og Vésteinn Lúðvfksson en varamenn þær Jenna Jensdóttir og Ása Solveig. Stjórnin mun síðar skipta með sér verkum. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Jónas Guðmundsson og Elfas Mar en fulltrúi rithöf- unda í stjórn Bandalags ís. lista- manna var kjörinn Thor Vilhjálmsson. Þá voru og kjörnir heiðursfélagar sambandsins, þeir Guðmundur G. Hagalín, Gunnar Gunnarsson, Halldór Laxness, Sigurður Nordal, Tómas Guðmundsson og Þórbergur Þórðarson. Rithöfundar ályktuðu um fjöl- mörg málefni og verður sagt frá ályktununum síðar. Sigurður A. Magnússon, formaður hins ný- stofnaða sambands, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að hann væri sérlega ánaegður með þingið og stofnun stéttarfélags- ins. ,^g neita þvf ekki, að ég var kvíðinn alltfram á sfðustu stund, að einhver snurða kæmi í þráð- inn, en þegar gengið var til sam- einingar heyrðist enginn hjáróma rödd, er mælti gegn henni. Mig leikur grunur á, að sú staðreynd hversu illa rithöfundar eru stadd- ir í kjaramálum sínum hafi átt sinn þátt f því hversu vel gekk að koma þessu saman, við vitum allir hversu gffurlega sundrungin hef- ur spillt fyrir okkur fram til þessa.“ RÁÐIZT INN Á ALDRAÐAN MANN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.