Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ1974 --------------------------------------------------^ Sorpbrennsluofninn á Flúðum. Eins og sjá má er hann ekki stór, en þó tekur aðeins hluta úr degi að brenna vikusorpi frá 200 manna byggð. Talinn henta litlum byggðarkjörnum vel Tilraun- ir með sorp- brennslu ofná Flúðum SETTUR hefur verið upp til reynslu að Flúðum f Hrunamannahreppi sorp- brennsluofn, sem smfðaður er eftir hugmyndum Heilbrigðis- eftirlits rfkisins og f samráði við það. Er öllu sorpi frá 200 manna byggðarkjarna á Flúð- um brennt í ofninum og tekur það verk hluta úr degi einu sinni f viku. Ekki þarf að nota olíu við brennsluna, heldur er hitinn frá umbúðum f sorpinu nægilegur til að brenna önnur úrgangsefni, sem erfiðara er að brenna, og verður aðeins lítið magn gfers og já'rns, svo sem dósa, eftir að brennslu lokinni. Er talið, að um eða yfir 90% sorpsins (að rúmmáli) hverfi með öllu við brennsluna, en afgangurinn ergrafinn f jörð. Ingólfur Pétursson hjá Heil- 1 brigðiseftirliti ríkisins sagði í samtali við Mbl. um þessa til- raun, að með þessu væri verið að leitast við að finna hag- kvæma úrlausn á sorpeyðingar-1 vanda lítilla byggðarkjarna, þorpa, skóla, tjaldstæða og fleiri aðila. Þessi sorpbrennslu- ofn væri einfaldur og ódýr í smíði og uppsetningu og reynsl- an af honum á Flúðum hefði verið mjög góð þann stutta tfma, sem hann hefði verið í notkun. „Eðli þessa máls er, að þegar kveikt er í sorpi í gryf jum, eins og tíðkast vfða um land, næst ekki nægilegt súrefni til að glæða eldinn, svo- að eðlileg brennsla verði, enda er alkunn- ur lélegur árangur af þessu,“ sagði Ingólfur. „Komist sorpið í brennsluaðstöðu, þar sem nægi- legt súrefni nær til og hita- myndunin í brennsluofninum endurnýjar loftstreymið hratt og í beinu hlutfalli við þörfina, þá virðist ekki verða neitteftir nema gler og járnefni." Ingólfur sagði, að geysilega mikið af sorpi væri umbú&r, sem brynnu auðveldlega og gæfu nægilegan hita án olíu til að eyða öðrum efnum, sem ekki brynnu eins auðveldlega. Raun- ar væri mjög gott að geta látið fylgja með ýmiss konar olíu, sem til félli frá bílaverkstæðum og fleiri stöðum, og henni þar með eytt, því að olían væri vandamál í öllum jarðvegi og vissulega ennþá meira vanda- mál enflest önnur úrgangsefni. Ingólfur kvað megin kost brennsluofnsins þann, að þetta væri ódýr iausn og auðveld í framkvæmd. „Það er dýrt að aka sorpi langan veg til brennslu," sagði hann, „og það er dýrt að hafa jarðýtu við að breiða svo oft yfir sorpið, að vindurinn verði ekki fyrri til og feyki því út um allt.“ Landssmiðjan hefur hannað og gert teikningu af sorp- brennsluofnum sem þessum og er hægt að hafa þá af ýmsum stærðum. Rúmtak minnstu ofn- anna, eins og þess, sem er á Flúðum, er um 1000 lítrar, og eru þeir um einn metri í þver- mál og einn metri á hæð. Þeir standa á stöplum og loft streymir inn f þá að neðan gegnum rist. Stærstu ofnarnir eru yfir 4000 lftrar að rúmtaki og um tveir metrar á hæð, að stöpium undanskiidum. Lögun og stærð ofnanna er ákveðin með það í huga, að hægt sé að nota tilfallandi olíugeyma frá húsum, en einnig getur Lands- smiðjan smíðað slfka ofna úr eldföstu stáli, þannig að hitinn skemmi það ekki. Þyngd ofn- anna er ekki meiri en svo, að þeir eru auðveldlega færanleg- ir eftirþörfum. Mbl. hafði samband við Danf- el Guðmundsson oddvita Hrunamannahrepps og spurði hann álits á þessum nýja ofni og gildi hans. Daníel kvað ofn- inn einungis hafa verið í notk- un í þrjár vikur, en „reynslan er góð það sem hún er,“ sagði hann. Hann sagði, að áður hefði verið allur gangur á frágangi sorps; sumt hefði fokið, en graf- ið hefði verið riiður það, sem hægt var. „Eftir aðplastið kom, var erfitt við þetta að eiga og það fauk talsvert," sagði Daní- el. Hann kvað ofninn brenna sorpinu ágætlega og enginn vandi væri að grafa niður það, sem ekki brynni. Taldi hann, að þetta kynni að vera heppileg lausn á sorpvandamálum smærri staða. Nú er verið að undirbúa upp- setningu slíkra ofna í Vík f Mýrdal, á Laugarvatni og í Laugaráshverfinu í Biskups- tungum. Heilbrigðiseftirlits- menn víða að af landinu, sem voru á námskeiði hjá Heilbrigð- isefti rliti ríkisins í sfðustu viku, fóru austur að Flúðum og kynntu sér notkun ofnsins og kvað Ingólfur þá hafa sýnt mál- inu mikinn áhuga. Arsrit Sögufélags ísfirðinga komið Sautjándi árgangur af Arsriti Sögufélags ísfirðinga er komið út. Það flytur margs konar þjóð- legan fróðleík frá Vestf jörðum. Meðal efnis þessa heftis má nefna grein Halldórs Kristjáns- sonar á Kirkjubóli um séra Sigurð Tómasson, samda eftir dagbók séra Sigurðar og öðrum frum- heimildum. Jóhannes Ðavíðsson skrifar um Sparisjóði í Vestur-Isa fjarðarsýslu. Hjörleifur Guð- mundsson á Sólvöllum ritar grein um þegar þeir Garóarfeðgar fluttu kol til prestsins í Holti. Guðjón Friðríksson, menntaskóla- kennari á ísafirði á þarna ritgerð um upphaf þorps á Patreksfirði. Er það fyrri hluti greinarinnar, en síðari hlutinn kemur í næsta hefti. Ýmsar fleiri greinar eru í þessu hefti og auk þess nokkrar myndir. Ritstjórn ársritsins skipa Jó- hann Gunnar Ölafsson, Kristján Jónsson frá Garðsstöðum og Ölaf- ur Þ. Kristjánsson, en afgreiðslu- maður er Eyjólfur Jónsson á ísa- firði. GASOLIA HÆKKAR UM ALLT AÐ 20% VERÐLAGSNEFND ákvað á fundi sfnum 24. aprfl hækkun á gasolfu, en á henni hafa verið auglýst 5 verð, eftir þvf til hverra nota gasolfan er ætluð. Gasolían hækkaði um 19 til 19,9%, nema gasolfa til skipa, sem hækkaði ekkert og kostar enn 5,80 krónur hver lítri. Gasolía á bfla (dfsilolía) hækkaði í 17,70 krónur hver lítri, og nemur hækkunin þar 19,6, en áður kostaði olían 14,80 krónur hver iítri. Olía til húsahitunar, án söluskatts, hækkaði úr 11,50 krón- um hver lítri í 13,70 krónur og nemur hækkunin þar 19,1%. Olía til annarra nota en húsahitunar, þ.e.a.s. olían með söluskatti hækkaði um 19,0%, úr 13,40 krón- um hver lítri í 15,95 krónur. Þá hækkaði gasolía til annarra nota en húsahitunar með akstursgjaidi til neytandans úr 13,45 krónum í 16,00 krónur, og nemur sú hækk- un 19,0%. Séra Sigurður Haukur fékk ekki að lesa morgunbænina SERA Sigurður Haukur Guðjóns- son sóknarprestur f Langholts- prestakalli flutti hlustendum út- varpsins morgunhugvekju fyrri hluta aprflmánaðar en helgina 13. aprfl hætti séra Sigurður skyndi- lega morgunbæn sinni og annar prestur tók við. Astæðan var sú, að útvarpsráði féll ekki lestur séra Sigurðar Hauks og þvf hætti hann að lesa morgunbænina. Séra Sigurður Haukur sagði í viðtali við Mbl., að fyrir nokkrum árum hefði hann haft morgun- bænina með höndum og voru bænirnar þá í því formi, að lesið var upp úr ritningunni, sfðan voru flutt nokkur orð og prestur- inn fór með sálmavers. Séra Sigurður sagðist hafa breytt til — lesið eina ritningargrein og síðan lagt út af henni. Forráðamenn útvarpsins höfðu þá á orði við séra Sigurð, að um breytingu væri að ræða og iauk þessari viðureign með því, að núverandi útvarpsráð samþykkti, að ekki skyldi leyfður flutningur á neinu nema ritning- argreinum og bæn. „Mér fannst þetta ákaflega dauft form og lélegt," sagði séra Sigurður og bætti við, að fengi útvarpið mann til þess að annast þessar 5 mínútur, ætti hann að fá að ráða því, á hvern hátt hann notaði þær. „Svo ég byrjaði aftur — þeir höfðu að vísu beðið mig áður, en ég færzt undan, og féll þeim þá ekki það, sem ég sagði, og þeir hreinlega skrúfuðu fyrir. Telja þeir ekki að fara megi með morgunbænina á þann veg, sem ég gerði." Séra Sigurður Haukur Guðjóns- son sagði, er hann var spurður að því, hvort eitthvað sérstakt, sem hann hefði sagt, hefði orðið þess valdandi, að honum var sagt upp, að honum hefði verið tilkynnt það miðvikudaginn 10. apríl, að hann skyldi víkja. Þá sagðist Sigurður Haukur hafa verið að tala um hlut, sem ef til vill hefði hvekkt útvarpsráð, en hann ræddi þá ein- mitt um það, að fólk yrði að gera sér grein fyrir, á hvern hátt það keypti sér skoðanir og fengi aðra til þess að mata sig á skoðunum. Hann sagðist hafa bent á það, hver hætta því fylgdi, að slfk möt- un færi fram aðeins á einn veg. „Hvort það var þetta — eða eitt- hvað annað, eða að þeir kæra sig ekki um þetta sérstaka form, veit ég ekki,“ sagði séra Sigurður, „þeir vildu alla vega ekki hafa mig í þessum þætti.“ Sigurður Haukur Guðjónsson sagðist hafa orðið var við það, að fjöldi fólks væri mjög óánægður með þessa ráðstöfun, „og kannski aðrir mjög glaðir, því að ég dyl ekki, að ég fæ stundum skammir fyrir það, sem ég segi, enda væri fráleitt, að ég gæti sagt allt svo öllum líkaði, en ég hef aiia tíð álitið, að það væri frekar eitt- hvert umhugsunarefni fyrir dag- inn, sem koma ætti fram í þessari stund, takmarkið væri ekki að svæfa mannskapinn aftur.“ Séra Sigurður fékk að halda tvær morgunbænir eftir þetta, þar eð ekki var unnt að fá annan prest svo fyrirvaralaust til þess að taka við. Einnig gat verið, að skipti um helgi væru ekki álitin eins áberandi. „Það, sem mér gremst mest,“ sagði séra Sigurður Haukur Guðjónsson, „er, að unnt sé að segja við kirkjuna: Svona skaltu hafa það og ekki öðru vísi.“ í raun sagði séra Sigurður Hauk- ur, að um væri að ræða, að hánn hefði viljað tala við menn í þess- ari morgunstund, en útvarpsráð gerði kröfu til, að viðkomandi klerkur talaði aðeins við guð. 35 þús. símaskrár töfðust vegna prentaraverkfallsins NV sfmaskrá tók gildi 20. aprfl sl. Vegna prentaraverkfallsins tókst ekki að Ijúka við prentun alls upplags nýju sfmaskrárinnar og verður því enn bið á þvf, að sfm- notendur úti á landsbyggðinni fái sín eintök af símaskránni. 1 Reykjavfk og nágrenni tókst hins vegar að koma skránni til not- enda. Sama dag og nýja skráin tók gildi, var tekin í notkun 1000 númera stækkun Breiðholts- stöðvarinnar í Reykjavík. Einnig var mikið um númerabreytingar á höfuðborgarsvæðinu og því þótti rétt að dreifa þar þeim hluta upp- lagsins, sem náðist úr vinnslu fyrir verkfall. Upplag nýju símaskrárinnar er fyrirhugað 85,000 eintök, og er þegar búið að afhenda 50,000 ein- tök. Brot skrárinnar er óbreytt, en hún er nú 24 blaðsíðum stærri en símaskráin 1973. Sú breyting er gerð á skránni nú, að ein nafnaskrá er fyrir alla símnotend- ur í Reykjavik, Bessastaða- og Garðahreppi, Hafnarfirði, Kópa- vogi og Seltjarnarnesi. Danir minnast Islandsbyggðar KAUPMANNAHÖFN — Dansk-is lenzka félagið minnist 1100 ára afmælis íslandsbyggðar með út- gáfu á endurminningum Eiríks frá Brúnum. Afmælisins var minnzt á fundi í félaginu 23. apríl. Dr. Jakob Benediktsson talaði þar um land- nám Islands. Afmælisins verður aftur minnzt 13. júni. Próf. Gylfi Þ. Gislason fyrrv. menntamálaráðherra talar og próf. Erling Blöndal Bengtsson og Bodil Kvaran óperusöngkona skemmta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.