Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1974
t Faðir okkar t Systir mín, ÞORBJÖRG
INGÓLFUR ÁRNASON SIGURÐARDÓTTIR,
frá SiglufirSi andaðist að Hrafnistu 9. maf.
lézt 1 2 april Jarðarförin fer fram frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 16. maí kl. 1 0.30.
Ásdís Ingólfsdóttir. Fyrir hönd systkina og annarra
Jóhanna Ingólfsdóttir, vina
Helgi Ingólfsson, Björn Sigurðsson.
t
KRISTJÁN SIGHVATSSON,
klæðskeri,
lézt að Hrafnistu að morgni 9. maí. Útför hans fer fram frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 1 5 maí kl. 1 5.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkað Þeim, sem vilja minnast hans er
bent á sumarbúðir K.F.U.M íVatnaskógi.
Aðstandendur.
Eiginmaður minn
HELGI F. KRISTJÁNSSON,
Grænuhlíð 4,
Reykjavlk,
lézt i Borgarspítalanum 1 1. maí.
Fyrir hönd aðstandenda
Jarþrúður Þorláksdóttir.
t
Móðir okkar
BJARNEY SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR,
frá Hrafnfjarðareyri,
Grunnavlkurhreppi,
andaðist á Borgarspitalanum 12. þ.m.
Börn hinnar látnu.
Faðir okkar
STURLAUGUR FRIORIKSSON,
frá Patreksfirði,
verður jarðsunginn frá Fossvogskjirkju, miðvikudaginn 15. mai kl.
13 30
Friðrik Sturlaugsson,
Jóhanna Sturlaugsdóttir.
t
Útför föður míns og fósturföður
JÓNS PÉTURSSONAR
frá Flateyri
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1 6. maí kl. 1 3.30. Þeim sem
minnast vildu hins látna er bent á Krabbameinsfélagið.
Kristjana Jónsdóttir,
Ingvar Magnússon.
t
Eiginkona mín, móðirokkarog dóttir,
HILDUR VILHJÁLMSDÓTTIR,
Háaleitisbraut 40,
verður jarðsett frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 1 4 maí kl 1 3.30
Þeim, sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið
Sigurður Þórðarson, Guðrún Þorgeirsdóttir,
og börn.
Hildur Vilhjálms-
dóttir - Minningarorð
Fædd 26. ágúst 1936
Dáin 6. maf 1974.
Hildur var elst „okkar krakk-
anna“ eins og við sögðum ævin-
lega ígamla daga. Hún var um sex
ára skeið dúkkan, sem ég og aðrir
í fjölskyldunni lékum okkur að.
Oft var á orði haft, að ég og aðrir
eyðilegðum telpuna með þessum
látum. Nei, það reyndist ekki svo.
Hún var alla tíð sama yndislega
stúlkan, sem mér þótti alltaf eins
vænt um og mín eigin börn. Þar
kom, að hún varð fullorðin kona,
en var allt í einu kvödd héðan
aðeins 37 ára gömul. Gjafvaxta
var hún falleg, yndisleg stúlka,
sem ég hlaut að viðurkenna, að ég
hafði ekki lengur neitt með að
gera. Éfe dró mig í hlé. Það var
kominn á vettvang maður, sem
átti hug hennar allan. Mér varð að
fullu ljóst, að betri dreng gat
Hildur mín ekki fengið. Bg hélt
mig víkja allri umhugsun um vel-
ferð hennar frá mér, en gladdist
samt iðulega, þvf alltaf fylgdist ég
með henni og heimili hennar, þó i
laumi væri. Lff hennar varð stutt,
allt of stutt. Við skiljum ekki til-
gang lífsins en huggum okkur við
þau orð, að þeir, sem guðirnir
elska, deyja ungir. Vist var ýmis-
legt að þakka. Hún átti yndisleg
ár með eiginmanni sínum, Sigurði
Þórðarsyni, og þremur börnum
þeirra, svo dásamleg ár að ég
held að ég minnist þess ekki að
hafa nokkurn tíma fylgst með
hjónum sem voru eins ánægð
hvort með annað og Hildur mín
með Sigga sinn. Sambúð tveggja
elskenda getur verið eins dásam-
leg, en ekki dásamlegri.
Það er skammt stórhBgganna á
milli. Aðeins tæp tvö áreruliðin
síðan faðir hennar og bróðir minn
var kallaður héðan. Mér fannst
hann vera ungur maður, aðeins
sextugur, en hvað var það, þótt
mjög sárt væri í samanburði við
að eiga von á því, að dóttir hans
yrði burtu kvödd 37 ára f blóma
lífsins frá þremur smábörnum og
glæsilegum eiginmanni. Yfir það
eru engin orð.
Hildur Vilhjálmsdóttir fæddist
í Reykjavík 26. ágúst 1936 og lést
6. maí síðastliðinn. Hún var dóttir
t
Þakka auðsýnda samúð við and-
lát og jarðarför móður minnar
ÞÓRÖNNU EINARSDÓTTUR
frá Sjávarborg,
Seyðisfirði.
Fyrir hönd vandamanna
Dagmar Eirlksdóttir.
Guðrúnar Þorgeirsdóttur og Vil-
hjálms Eyþórssonar. Hildur gift-
ist Sigurði Þórðarsyni tannlækni
2. júlf 1960. Þau eignuðust þrjú
yndisleg börn; Guðrúnu Hrund,
13 ára, Arnar Þór, 8 ára, og Andra
Vilhjálm, sem er eins árs. Svo
fljótt. verða æviatriði hennar rak-
in. En að baki þeirra er líf henn-
ar, ríkt og göfugt og ógleymanlegt
öllum, semtil hennarþekktu
Ég get ekki skilist við þessi fá-
tæklegu orð án þess að þakka
Hildi allar þær ánægjustundir,
sem ég átti með henni alltfrá því
hún fæddist. Fyrstu sex ár ævi
hennar voru einn fallegur sólar-
geisli í augum okkar, sem þótt-
umst eiga ofurlftið í henni. Sá
sólargeisli ljómaði allt þar til yfir
lauk.
Ég veit, að á ströndinni hinu-
megin er hennar beðið. Margir
taka þar á móti henni, — faðir,
ömmur og afar. Éfe efa ekki, að
vel muni fara um Hildi nú. Eg
verð svo að sætta mig við að bíða
enn um stund, en veit, að hún
mun fylgjast með mér og vísa mér
veginn. Þetta er kannski eigin-
girni, en hvað er lífið?
Einar Benediktsson segir, að
orð séu á islandi til um allt, sem
er hugsað á jörðu. Eigi að síður
drúpir maðqr höfði á hinstu
kveðjustund og getur alls ekki
tjáð tilfinningar sínar öðru vfsi.
En huggunin mikla er að ljósið
lifir, þó að skuggi dauðans byrgi
það í svip. Sölargeislinn skín á
bak við tjaldið dimma í endur-
minningu okkar og þökk.
Baldur Eyþórsson.
Mér er tregt um tungutak og
harmur í hjarta, þegar ég nú lyfti
penna til að kveðja bernskuvin-
konu mína, Hildi Vilhjálmsdótt-
ur, sem í dag er borin til grafar.
Það reynist torvelt að skilja lífið
og dauðann, þegar ung kona er
kölluð burt frá þrem ungum börn-
um, eiginmanni og heimili á miðj-
um starfsaldri, eða varla það.
Hins vegar er það huggun að trúa
og vita, að um endurfundi verður
að ræða, og það er sennilega hið
eina, sem hægt er að hafa að
leiðarljósi á slíkum sorgardegi.
Ötal ánægjustundir bernsku og
æsku áttum við saman. Ótal leikir
barnsins og ótal hugmyndir ungl-
ingsins renna framhjá hugskots-
sjónum, þegar upp er runnin
skilnaðarstundin. Það verður
skyndilega svo margt að minnast
á. Ekki skal heldur gleymt tryggri
og hlýrri vináttu, sem aldrei hef-
ur skugga á borið allt frá því að
leikjum bernskunnar sleppti,
fullorðinsár tókuviðog lífsstarfið
var hafið.
Lífsstarf okkar beggja varð
heimiUsstjórn og barnauppeldi.
Hildur giftist 1960 eftir lifandi
eiginmanni sínum, Sigurði Þórð-
arsyni tannlækni, og eignuðust
þau þrjú börn, svo sem fyrr er
getið. Yngsta barnið er ekki nema
rúmlega ársgamalt nú, er það
missir móður sína. Ekki verður
t
Þökkum innllega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar
JÓHÖNNU JÓNSDÓTTUR.
ísleifur Arason,
Guðmundur Arason og fjölskyldur.
t Útför t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eigin-
EYÞÓRS ÞÓROARSONAR, konu minnar, móður okkar og tengdamóður
Hraunstíg4, Hafnarfirði GUÐLAUGAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
er andaðist 5 maí, hefur farið fram í kyrrþey eftir ósk hins látna Klapparstfg 44.
Sérstaklega viljum við þakka hjúkrunarfólki Borgarspítalans fyrir frá-
Þökkum auðsýnda samúð. bæra hjúkrun og umhugsun þann tima er hún dvaldist þar.
Bjartmar Eyþórsson, Lilja Gunnarsdóttir, Sigríður Eyþórsdóttir, Ársæll Pálsson, Ásta Eyþórsdóttir, Jón Kristinsson, Guðmundur Eyþórsson, og barnabörn. Hannes Arnórsson Guðmundur Hannesson Halldóra Hannesdóttir Arnór Hannesson Stefanía Guðmundsdóttir.
annað sagt um Hildi en að hún
hafi rækt sitt lffsstarf með sóma.
Meira að segja með þvílfkri prýði,
að öðru eins heimili og þeirra
hjóna er leitun á. Hún var alla
stund vakin og sofin í því að fegra
og bæta heimili sitt, annast börn-
in og standa við hlið eiginmanns-
ins. Það var henni eðlilegt og
sjálfsagt og f það lagði hún alúð
sfna.
En í blóma lífsins barði vágest-
urinn aó dyrum. Ógnþrunginn
sjúkdómur leiddi hina ungu og
glæsilegu konu í dauðann. Sár er
nú söknuðurinn og stórt það
skarð, sem hoggið hefur verið í
unga fjölskyldu. Megi góður guð
veita huggun sína börnunum
ungu, eiginmanni, móður, systur
og allri fjölskyldunni, sem nú á
um sárt að binda. Þess vildi ég
mega biðja að lokum um leið og
ég kveð með meiri söknuði en orð
fá lýst mína góðu vinkonu, en þó í
þeirri vissu, að einhvern tíma
munum við hittast á ný.
Lóla.
Það er komið að kveðjustund.
Sú stúrúl'er sár — óvenjulega sár.
Stuttri — alltof stuttri — en fag-
urri lífsgöngu er lokið. Við, sem
eftir stöndum, drúpum höfði i
vanmætti okkar. Spurningunni
stóru er enn ósvarað. Hvers
vegna? Hverer tilgangurinn?
Hildur Vilhjálmsdóttirerlátin í
blóma lífsins. Hún lézt í Landspít-
alanum að morgni 6. maí sl. eftir
stutta sjúkdómslegu.
Hildur fæddist f Reykjavík 26.
ágúst 1936. Foreldrar hennar
voru þau hjónin Guðrún Þorgeirs-
dóttir og Vilhjálmur Eyþórsson,
en hann lézt f ágústmánuði 1972.
Bernsku- og æskuheimili Hildar
stóð að Öldugötu 25A. Það hús
var sannkallaö fjölskylduhús þar
sem bjuggu þrír ættliðir, afi og
amma, sonur þeirra Einar, dæt-
urnar þrjár, Guðrún, Sigrfður og
Guðmunda, ásamt eiginmönnum
sfnum, og yngsta kynslóðin, stór
og myndarlegur barnahópur. 1
þessu umhverfi ólst Hildur upp
f ástrfki samhents fjölskyldna-
og frændahóps. Það fór heldur
ekki hjá því að lff hennar og
framkoma öll mótaðist af þessu
uppeldi og þarna byrjaði hún lfka
sín fyrstu hjúskaparár.
Ung stúlka í foreldrahúsum,
eiginkona og móðir. I öllum þess
um hlutverkum fylgdist ég með
henni og í sérhverju þeirra var
hún stjarna.
Hildur giftist 2. júlí 1960 Sig-
urði Þórðarsyni tannlækni, sem
þá var við nám. Þau eignuðust
þrjú börn, Guðrúnu Hrund, Arn-
ar Þór og Andra Vilhjálm, sem öll
eru á unga aldri. Samheldni
þeirra og dugnaður kom skjótt í
ljós í mynd'fallegs heimilis og að
námi loknu stækkaðra húsákynna
og áfram var haldið á þeirri braut
unz yfirlauk.
Þegar nú er komið að Ieiðarlok-
Framhald á bls.27.
S. Helgason hf. STEINIDJA
Elnholti 4 Slmar 76677 og 142S4