Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAl 1974 ptijiripttM&foifö Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrýi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsinga r hf Arvakur. Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson Þorbjorn Guðmundsson Bjorn Jóhannsson Arni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6. sími 10 100 Aðalstræti 6. sími 22 4 80 Askriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands I lausasolu 35,00 kr. eintakið Annan sunnudag verður kosið til borgarstjórn- ar Reykjavíkur. Enn einu sinni standa Reykvíkingar frammi fyrir því vali, að tryggja áfram samhentan meirihluta sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykjavíkur eða leiða vinstri öflin til áhrifa á stjórn höfuðborgarinnar. Að þessu sinni er þetta val auðveldara en það hefur verið nú um nokkurt árabil vegna þess, að í tæplega 3 ár hefur vinstri ríkisstjórn setið við völd í landinu og af störfum hennar og starfsháttum má draga nokkra ályktun um það, hvað við mundi taka í Reykjavík, ef Sjálfstæðis- flokkurinn missti meiri- hluta sinn í borgarstjórn og vinstri stjórn tæki við í höfuðborginni. Verkin tala í Reykjavik. Þau eru vitnisburöur um meirihlutastjórn sjálfstæð- ismanna í höfuðborginni. Tæpast blandast nokkrum Reykvíkingi hugur um, að Reykjavík er vel stjórnað. Einu gildir, hvort um er að ræða verklegar fram- kvæmdir eða félagsleg mál- efni borgarinnar. Allir vita, að varanleg gatnagerð í Reykjavík skarar langt fram úr því, sem tíðkast utan höfuðborgarinnar. Allir vita, að Reykvíkingar búa við betri kjör en flestir aðrir landsmenn, vegna hitaveitunnar. Allir vita, að uppbygging og skipulag nýrra byggingahverfa er fastmótaðra og betur und- irbúið f Reykjavík en ann- ars staðar, þótt auðvitað gæti alltaf fyrstu árin nokkurra vaxtarverkja í uppbyggingu nýrra hverfa eins og t.d. f Breiðholti nú. En þótt verklegu fram- kvæmdirnar tali sínu máli má vera, að færri geri sér grein fyrir því, að undir forystu sjálfstæðismanna i borgarstjórn Reykjavíkur hefur verið rekin fram- farasinnaðri stefna í fé- lagslegum málefnum en annars staðar á landinu og félagslegar umbætur f Reykjavík hafa verið meiri undir stjórn sjálfstæðis- manna en á vettvangi landsmála, þar sem vinstri stjórn hefur verið við völd, og hampa vinstri flokkarn- ir því þó mjög, að áhugi þeirra á félagslegum mál- efnum sé meiri en sjálf- stæðismanna. En stað- reyndirnar tala þar öðru máli. í skólamálum hefur Reykjavík verið i farar- broddi með nýjungar, en oft átt undir högg að sækja hjá skammsýnu ríkisvaldi. í heilbrigðismálum er sömu sögu að segja, einnig í dagvistunarmálum, og höfuðborgin hefur enn- fremur haft forystu í öðr- um félagslegum málefnum, aðstoð borgarinnar við sjúka og vanmegnuga. En er ekki samt sem áður kominn tími til að breyta um stjórn í Reykjavík, kann einhver að segja. Hafa ekki sjálfstæðismenn verið svo lengi við völd, að tími sé til kominn að skipta um menn? Nú er það svo, að í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna hefur jafnan orðið mikil endur- nýjun og svo er einnig nú. Með þeim hætti hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn tryggt, að aldrei verði stöðnun i borgarmálum Reykjavíkur. Sjálfstæðis- flokkurinn er eini flokkur- inn, sem felur fólkinu að velja frambjóðendur í þessum borgarstjórnar- kosningum með opnu próf- kjöri, sem þúsundir Reyk- vfkinga tóku þátt f. Valið er auðvelt. Berum saman stjórn Reykjavíkur undir forystu samhents og styrks meirihluta sjálfstæðis- manna og stjórn landsins undir forystu vinstri flokk- anna. Tveimur árum og tíu mánuðum eftir myndun vinstri stjórnar splundrað- ist hún f augsýn alþjóðar eftir að ráðherrarnir höfðu í tæplega tvo mánuði reynt að koma sér saman um að- gerðir i efnahagsmálum — en árangurslaust. Allur ferill þessarar splundruðu vinstri stjórnar einkennist af óheilindum í samstarfi milli ráðherranna. Hver flokkur um sig hefur reynt að ná ávinningi á kostnað hinna, ráðherrar hafa ítrekað gert tilraun til að auðmýkja samstarfsmenn sína f rffeisstjórn, trúnaðar- brot hafa verið framin og kommúnistaráðherrarnir stöðugt verið með pólitíska rýtinginn uppi íerminni og einu sinni a.m.k. stungið honum í bak forsætisráð- herra í sambandi við lausn landhelgisdeilunnar. Ár- angurinn er sá, að full- komið stjórnleysi hefur ríkt í efnahags- og atvinnu- málum landsmanna með þeim afleiðingum, að við- skilnaður vinstri stjórnar- innar er nú hrikalegri en jafnvel þrotabú hinnar fyrri vinstri stjórnar. Meö þessa mynd i huga ætti ekki að vera erfitt fyr- ir Reykvíkinga að velja trausta meirihlutastjórn sjálfstæðismanna í borgar- stjórn næsta kjörtímabil. En það verða menn að hafa hugfast, að sá meirihluti verður ekki tryggður með atkvæðum sjálfstæðis- manna einna. Þar verða fleiri til að koma. Það hef- ur jafnan verið svo, að fjöl- margir þeirra, sem kjósa aðra flokka í þingkosning- um, hafa stutt Sjálfstæðis- flokkinn í borgarstjórnar- kosningum til að tryggja samhenta meirihlutastjórn f Reykjavík. Svo þarf einn- ig að verða nú, ef tryggja á hag Reykjavíkur og trausta, heiðarlega og ein- arða stjórn höfuðborgar- innar á næstu fjórum ár- um. VALIÐ ER AUÐVELT Hvað verður nú um austurstefnu Willys Brandts? ENDA þótt talsvert hafi verið um það rætt og ritað á undan- förnum mánuðum, að Willy Brandt, kanslari V-Þýzkalands, væri farinn að þreytast á starfi sínu og kynni að segja af sér, áður en langt um liði, kom flest- um mjög á óvart, þegar að þvf kom. Þess var f fyrstu vænzt, að hann mundi standa af sér það fjaðrafok, sem mál a-þýzka njósnarans Gunthers Guillaum- es hafði valdið og eru stjórn- málafréttaritarar margir þeirrar skoðunar, að fleira hafi haft áhrif á afstöðu hans, svo sem minnk- andi fylgi flokks sósíal- demókrata heima fyrir, erfið- leikar vegna aukinna um- svifa og áhrifa róttækra ung- sósíalista, sem Brandt hefur þótt sýna full mikla linkind, tregða Austur-Þjóðverja við að sýna í verki raunverulegan vilja til bættra samskipta rikj- anna — og jafnvel heilsufar kanslarans. Þeir, sem næstir Brandt standa halda því þó fram, að afsögn hans stafi eingöngu af njósnamálinu og afleiðingum þess. Hann hafi talið heiðarieg- ast að segja af sér, taka sjálfur á sig ábyrgðina enda þótt aðrir hafi átt þar engu minni hlut; hann hafi ekki kært sig um að láta líkja sér við Nixon eða mál- inu við Watergate-hneykslið f Bandaríkjunum. Hvort sem menn hafa verið Willy Brandt fylgjandi um árin eða andsnúnir í einstökum póli- tfskum málum, virðist sú skoó- un rfkjandi, að brotthvarf hans af vettvangi v-þýzkra stjórn- mála- og alþjóðamála — sé mik- ið áfall hinum frjálsa heimi, ekki einasta eða fyrst og fremst vegna pólitískra sigra hans um árin, heldur fullt eins sökum mannlegra eiginleika hans sem stjórnmálamanns, hjartahlýju hans, góðvildar og sáttfýsi, trú- ar hans á, að þjóðir heims geti lifað í sátt og samlyndi þrátt fyrir ólfk Iffsviðhorf og mis- munandi þjóðskipulag eða hag- kerfi — og vegna heiðarleika í pólitískri afstöðu til mála. Kímnigáfa Brandts, leiftr- andi gáfur og kannski ekki sfzt mannlegir breiskleikar hafa átt verulegan þátt í vinsældum hans heima fyrir og erlendis. Ibúum Norðurlanda hefur hann jafnan staðið sérstaklega nærri, vegna dvalar hans í Nor- egi og Svíþjóð á árum heims- styrjaldarinnar sfðari. Hann talar vel norsku enda kvæntur norskri konu. Sem kunnugt er hefur Willy Brandt komið til íslands oftar en einu sinni og munu margir hugsa með ánægju og hlýhug til heim- sókna hans. Willy Brandt heitir að réttu nafni Herbert Ernst Karl Frahm og er kenndur við móð- ur sfna, því að hann var barn óskilgetið og þekkti aldrei föð- ur sinn. Hann ólst að verulegu leyti upp hjá móðurömmu sinni og afa í Lubeck, en þar fæddist hann árið 1913. Ungur sýndi Herbert Ernst góðar námsgáfur og fékk því styrk til náms í framhaldsskóla — og var þar, að sögn eini nemandinn, sem haldinn var hugmyndum jafn- aðarstefnunnar. Sú stjórnmála- og lífsskoðun hans mótaðist mjög fyrir áhrif jafnaðar- mannaforingjans Julius Leber, sem tekinn var af lífi árið 1945 fyrir aðild að samsæri gegn Hitler. Á uppgangsárum nasista tók Herbert Ernst sér nafnið Willy Brandt. Hann starfaði f neðan- jarðarhreyfingu jafnaðar- manna gegn nasistum um hríð, en flúði sfðan til Danmerkur og Noregs, þar sem hann varð norskur ríkisborgari. Arið 1938 var hann um hríð aftur f Þýzka- Iandi og starfaði að neðanjarð- arstarfsemi, en sneri aftur til Noregs skömmu áður en heims- styrjöldin braust út. I Noregi var hann handtekinn sem norskur hermaður, en tókst að flýja til Svíþjóðar. Að styrjöld- inni lokinni sneri hann enn á ný heim til Þýzkalands og hellti sér af fullum krafti út í stjórn- málabaráttuna. AUSTURSTEFNANOG KALD- HÆÐNIÖRLAGANNA Framan af voru margir and- snúnir honum m.a. fyrir að hafa barizt gegn nasistum og flúið land og báru menn honum gjarnan föðurlandssvik á brýn. En smám saman vann hann bug á slíkri andstöðu og áhrif hans og vegsemd á vettvangi stjórn- mála fór stöðugt vaxandi. Heimskunnur varð Willy Brandt sem borgarstjóri í Vest- ur-Berlín og síðan sem utanrfk- isráðherra. Árið 1969 tók hann við embætti kanslara og þar hefur hann verið hvað kunnast- ur fyrir stefnu bættra sam- skipta við ríki Austur-Evrópu — svonefnda ,,ostpólitik“, sem hefur verið býsna umdeild heima fyrir en notið öllu meiri viðurkenningar á alþjóðavett- vangi. Fyrir þessa stefnu sína hlaut hann friðarverðlaun Nó- bels árið 1971, en árangurinn af henni hefur orðið sá m.a. að V-Þjóðverjar hafa gert mikil- væga samninga við Sovétríkin, PöIIandjTékkóslóvakíu og Aust- ur-Þýzkaland. Þykir það því kaldhæðni örlaganna, að aust- ur-þýzkur njósnari skyldi verða honum að falli eftirþetta mikla starf, sem hefur að öllum lfk- indum verið austantjaldsríkj- unum til meiri hagsbóta en Vestur-Evrópu. Þykir V- Þjóð- verjum hart til þess að vita, að austantjaldsmenn hafi, meðan á samningaviðræðum stóð vitað allt um afstöðu kanslarans og annarra leiðtoga v-þýzkra jafn- aðarmanna. Á þetta eflaust eft- ir að auka mjög á efasemdir Framhald á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.