Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1974 Sigfús vann yfirburðasigur r í Víðavangshlaupi Islands KULDAGJÖSTUR og rigningar- skúrir koj u ekki f veg fyrir, aö mjög vel var mætt til leiks f Vfða- vangshlaupi Islands, sem fram fðr í Vatnsmýrinni 24. marz s.l. Hingað til hefur hlaup þetta farið fram f Laugardalnum, en keppn- isstaðurinn að þessu sinni virtist miklu betur valinn en áður, sér- staklega að því leyti, að áhorfend- ur gátu betur fylgzt með hlaupur- unum en áður. Aberandi var hversu langbezt þátttaka var frá þremur félögum og samböndum: Héraðssamband- inu Skarphéðni, FH og IR, enda unnu sveitir þessara félaga til allra þeirra verðlaunagripa, sem keppt var um í hlaupinu. Hlaupin var mismunandi löng vegalengd. Kvennaflokkur og piltaflokkur hlupu sömu vega- lengd, drengjaflokkur nokkru lengri og karlaflokkur lengstu vegalengd, eða um 5 km. Færð | var nokkuð erfið, for og bleyta og var auðséð, að þeir þátttakenda, sem ekki voru í nægjanlegri æfingu, tóku hlaupið nokkuð nærri sér. Keppnin í karlaflokki vakti mesta athygli. Búizt var við skemmtilegri baráttu iR-inganna Sigfúsar Jónssonar og Agústs As- geirssonar og fylgdust þeir að lengi vel, eða fram yfir mitt hlaup, en þá varð Ágúst fyrir því óhappi að missa af sér skóinn, og tafði hann það töluvert. Náði Sig- fús afgerandi forystu og kom langfyrstur í mark, léttur í spori — greinilega í betri æfingu en nokkru sinni fyrr. — Ég stefni að því aðná metinu nwíKAW N í 10 km hlaupinu í sumar sagði Sigfús í viðtali við Mbl. að hlaupi loknu, en sem kunnugt er, stund- ar Sigfús nám í Englandi í vetur, og hefur æft þar vel. Sagðist Sig- fús mundu freista þess að ná met- inu í keppni á skozka meistara- mótinu í júní n.k., en þar mun hann keppa ásamt Agústi. Keppni í drengjaflokki var hin skemmtilegasta og var ekki séð fyrr en á síðustu metrunum hver yrði sigurvegari. Nýtt nafn í hlaupum, Stefán Gíslason úr Hér- aðssambandi Strandamanna, hreppti sigurinn, en þarna er á ferðinni bráðefnilegur piltur, sem gaman verður að fylgjast með i framtíðinni, haldi hann á- fram æfingum og keppni. Annar í hlaupinu varð FH-ingurinn Sig- mundur P. Sigmundsson, Islands- meistarinn í 800 og 1500 metra hlaupi innanhúss, en hann er einnig í geysimikilli framför og er orðinn kröftugur hlaupari. 1 piltaflokki urðu þau mistök, að einn eldri piltur hljóp með, en eigi að síður kom Guðmundur Geirdal, UMSK, fyrstur í mark. Guðmundur hefur sigrað i þess- um flokki undanfarin ár og er í stöðugri framför. Þetta var fjöl- mennasti keppnisflokkurinn, og þegar á heildina er litið, verður ekki annað sagt, en að sá fríði flokkur, sem lauk þessu hlaupi, gefi góð fyrirheit um framti'ð frjálsra íþrótta á íslandi. Sá yngsti, sem keppti, var aðeins 5 ára, Lárus Öskarsson, og lauk hann hlaupinu með miklum sóma. I kvennaflokki var ekki um Félagarnir Sigfús Jónsson og Agúst Ásgeirsson. Yfirburðamenn f víðavangshlaupunum og hafa bætt metið f lOkm hlaupinu. Stórbættu r Islandsmetið ÍR-ingarnir Sigfús Jónsson og Ágúst Ásgeirsson stórbættu Islandsmetið í 10.000 metra hlaupi á fyrsta mótinu, sem þeir taka þátt f utanhúss í sumar, en það fór fram á Crystal Palace í Lundúnum 17. apríl sl. Var þar um að ræða meistaramöt Suður-Englands. Sigfús hljóp á 30:56,0 mín., en Ágúst á 31:19,0 mín. Gamla metið átti Kristján Jóhannsson, ÍR, og var það 31:37,6 mín., sett f Moskvu árið 1957. Alls kepptu 39 J hlaupinu á Crystal Palace og voru þeir Ágúst og Sigfús um miðjan hópinn. Sigurvegarinn hljóp á frábærlega góðum tíma, 28:44,0 mín. Ekki er að efa, að þeir félagar eiga eftir að bæta þennan árangur sinn verulega í sumar, og ekki er ólíklegt, að þeir geri einnig atlögu að metinu f 5000 metra hlaupi, en millitfmi þeirra í hlaupinu í Lundúnum var röskar 15 mfn. Islandsmetið í 5000 metra hlaupi er 14:32,0 mín. og er f eigu Kristleifs Guðbjiirnsson- ar.KR. 1. DEILD I HEIMA UTI STIG 1 Leeds Utd. 42 12 8 1 38:18 12 6 3 28:13 62 Liverpool 42 18 2 1 34:11 4 10 6 17:19 57 Derby 42 13 7 1 40:16 4 7 10 12:26 48 Ipswich 42 10 7 4 38:21 8 4 9 29:37 47 Stoke 42 13 6 2 39:15 2 10 9 15:27 46 Burnley 42 10 9 2 29:16 6 5 10 27:37 46 Everton 42 12 7 2 29:14 4 5 12 21:34 44 Q.P.R. 42 8 10 3 30:17 5 7 9 26:35 43 Leicester 42 10 7 4 35:17 3 9 9 16:24 42 Arsenal 42 9 7 5 23:16 5 7 9 25:34 42 Wolves 42 11 6 4 30:18 2 9 10 19:31 41 Sheffield Utd. 42 7 7 7 25:22 7 5 9 19:27 40 Tottenham 41 9 4 8 26:27 4 10 6 17:23 40 Man. City 42 10 7 4 25:17 4 5 12 14:29 40 Newcastle 41 9 6 5 28:19 4 6 11 21:27 38 Coventry 42 10 5 6 25:18 4 5 12 18:36 38 Chelsea 42 9 4 8 36:29 3 9 9 20:31 37 West Ham 42 7 7 7 36:32 4 8 9 19:28 37 Birmingham 42 10 7 4 30:21 2 6 13 22:43 37 Southampton 42 8 10 3 30:20 3 4 14 17:48 36 MaaUtd. 42 7 7 7 23:20 3 5 13 15:28 32 Norwich 42 6 9 6 25:27 1 6 14 12:35 29 2. DEILD HEIMA Uti STIG Middlesbrough 42 16 4 1 40:8 117 3 37:22 65 Luton 42 12 5 4 42:25 7 7 7 22:26 50 Carlisle 42 13 5 3 40:17 7 4 10 21:31 49 Orient 42 9 8 4 28:17 6 10 5 27:25 48 Blackpool 42 11 5 5 35:17 6 8 7 22:23 47 Sunderland 42 11 6 4 32:15 8 3 10 26:29 47 Nottingham 42 12 6 3 40:19 3 9 9 17:24 45 West Bromwich 42 8 9 4 28:24 6 7 8 20:21 44 IIuII City 42 9 9 3 25:15 4 8 9 21:32 43 Fulham 42 11 4 6 26:20 5 6 10 13:23 42 Aston Villa 42 8 9 4 33:21 5 6 10 15:24 41 Portsmouth 42 9 8 4 26:16 5 4 12 19:46 40 Bristol 42 9 5 7 25:20 5 5 11 22:34 38 Oxford 42 8 8 5 27:21 2 8 11 8:25 36 Cardiff 42 8 7 6 27:20 2 9 10 22:42 36 Sheffield W. 42 9 6 6 33:24 3 5 13 18:39 35 Crystal P. 42 6 7 8 24:24 5 5 11 18:31 34 Preston 42 7 8 6 24:23 2 6 13 16:39 31 Swindon 42 6 7 8 22:27 1 4 16 14:45 25 Ragnhildur Pálsdóttir, sigraði bæði í Vfðavangshlaupi Islands og Víðavangshlaupi ÍR. keppni að ræða. Ragnhildur Páls- dóttir tók forystuna þegar eftir að lagt var af stað og hélt henni síðan örugglega alla leiðina f mark. Nokkur barátta var hins vegar um annað sætið milli FH- stúlknanna Önnu Haraldsdóttur og Láru Halldórsdóttur. Þær fylgdust að lengst af, en Anna var greinilega mun sterkari á enda- sprettinum. Elzta sveitin í hlaupinu kom frá Héraðssambandinu Skarphéðni, Og frá því sambandi var einnig elzti þátttakandinn, sem lauk hlaupinu, Tryggvi Sigurbjarnar- son. Leeds meistari — Liverpool vann bikarinn LEEDS United varð enskur meistari í knattspyrnu í ár. Illaut liðið 62 stig, 5stigum meira en meistarar fyrra árs, Liverpool, sem nú urðu í öðru sæti. Sem kunnugt er byrjaði Leeds mjög vel í keppntnni að þessu sinni og þegar mótið var um það bil hálfn að hafði liðið náð góðri forystu Henni var svo nokkuð ógnað und ir lokin af Liverpool, en Leeds tókst f lokaleikjum sfnum f deild inni að sanna hvers liðið er megn ugt og stóðst atlöguna. Spennan var mun meiri í botnbaráttunni i 1. deild, en þar börðust mörg lið hatrammri baráttu. Upp úr sauð ergranna- liðin Manchester City og Manchester United mættust á Yfirburðir ÍR lR-ingar unnu mikla sigra í hinu árlega vfðavangshlaupi sem fram fór á sumardaginn fyrsta. Sigruðu iR-ingar í öllum sveita- keppnunum í karlaflokki, og áttu auk þess tvo fyrstu menn að marki íhiaupinu. Það voru félagarnir Sigfús Jónsson og Ágúst Ásgeirsson sem börðust jafnri baráttu í hlaupinu, og höfðu þeir algjöra yfirburði yfir aðra þátttakendur í því. Þegar komið var út úr Hljóm- skálanum hófst barátta þeirra fyrir alvöru, og tókst Ágústi að verða skrefinu á undan í mark, og hefna þar með fyrir ósigurinn í Víðavangshlaupi Islands. F’H-ingar voru þeir einu sem veittu ÍR-ingum keppni í hlaup- inu, og munaði t.d. aðeins einu stigi á 5-manna sveitum félaganna, og reyndar lfka litlu í 3-manna keppninni. Vöktu hinir ungu FH-ingar óskipta athygli, en þar eru á ferðinni bráðefnilegir hlauparar. FH vann svo örugg- lega 3 kvenna sveitarkeppnina, en Ragnhildur Pálsdóttir úr UMSK, sigraði f einstaklings- keppninni eins og í fyrra. Þó með ininni yfirburðum en þá, þar sem Anna Haraldsdóttir fylgdi henni lengst af vel á eftir. Mikill aldursmunur var á yngsta og elsta þátttakandanum i hlaupinu, en sá elsti var Jón Guð- laugsson, HSK, sem er 47 ára og hefur hann tekið þátt í víðavangs- hlaupi IR í mörg ár. Var Jón heiðraður sérstaklega af ÍR-ing- um að hlaupinu loknu. leikvelli síðarnefnda liðsins.en þar var dómurinn yfir hinu fornfræga Manchester United liði endanlega innsiglaður af fyrrverandi leikmanni með lið- inu, Denis Law, sem nú leikur með Manch. City. Hin liðin tvö sem féllu voru Southampton og Norwich. Síðarnefnda liðið er búið að vera á eða við botninn í allan vetur, en Southampton fór mjög illa út úr endasprettin- um í mótinu og tapaði þá hverj- um leiknum af öðrum, og hafn- aði að lokum fyrir neðan þau iið sem búin voru að berjast fallbaráttu í allan vetur: West Hamog Birmingham. I 2. deild vann lið Jackie Charltons, Middlesbrough, yfir- burðasigur, en með því fylgdu Luton og Carlisle upp í 1. deild. Liðin sem féllu í 3. deild voru Swindon Town, Preston North End og Crystal Palace, en sem kunnugt er.lék Palace í 1. deild á næst liðnu keppnistímabili og hefur fall liðsins því verið mikið. Það voru Liverpool og Newcastle sem mættust í úr- slitaleik ensku bikarkeppninn- ar á Wembley-leikvanginum að þessu sinni. Sá leikur var næsta ójafn. Allt frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu haföi Liverpool umtalsverða yfirburði, og skor- aði 3 mörk gegn engu. Þetta var í annað skiptið sem Leeds United vann til enska meistaratitilsins og einnig f annað skiptið sem Liverpool vann ensku bikarkeppnina. Leeds og Liverpool hafa verið yfirburðalið í ensku knatt- spyrnunni í vetur, og fór því vel á þvi að þau skiptu þessum æðstu verðlaunum sem þar er keppt um á milli sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.