Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAI 1974 3 Haraldur var maður mótsins HARALDUR Kornelfusson, TBR, var sannkallaður kóngur badmin- tonsfþróttarinnar á Islandsmeist- aramótinu, sem fram fór í Laug- ardalshöllinni 4. og 5. maf sJ. Haraldur hlaut þarna þrjá meist- aratitla, sigraói í einliðaleik karla, tvfliðaleik og tvenndar- keppni. Komu yfirburðir hans f mótinu nokkuð á óvart, þar sem hann virðist hafa verið f heldur minni æfingu í vetur en oft áður, og komst ekki f úrslit f einliðaleik á Reykjavfkurmeistaramótinu. Miklar sviptingar urðu annars f íslandsmeistaramótinu, og fleiri en Haraldur, sem komu þar á óvart. Var það einkum Sigurður Haraldsson, sem lítið sem ekkert hefur æft badminton í vetur. Sig- urður komst f úrslit í einliðaleikn- um, eftir að hafa sigrað Braga Jakobsson, Reyni Þorsteinsson og Steinar Pedersen. Var leikur Sig- urðar og Steinars einn sá tvfsýn- asti og skemmtilegasti í mótinu. Sigraði Sigurður eftir framleng- ingu í oddaleik. Mikið má vera ef þessi erfiði leikur hefur ekki setið í Sigurði er hann mætti til úrslitaleiksins við Harald daginn eftir. Að minnsta kosti fór svo, að hann megnaði ekki að veita honum keppni. Haraldur hafði yfirburði, en leikurinn var i heild fremur daufur og ekki vel leikinn. I tvíliðaleiknum léku til úrslita Haraldur og Steinar og Garðar og Sigurður, sem komið höfðu á óvart í undankeppninni með því að vinna fyrst Reyni Þorsteinsson og Friðleif Stefánsson og síðan Helga Benediktsson og Magnús Magnússon. Var úrslitakeppnin þarna mun skemmtilegri en í ein- Islandsmeistarar I badminton: Steinar Pedersen, Lovfsa Sigurðar- dóttir.Hanna Lára Pálsdóttir og Haraldur Kornelíusson. Hartono sigraði Margt af bezta badmintonfólki heims mættist f keppni, sem fram fór í Gladsaxe-höllinni í Dan- mörku um mánaðamótin. I úrslit- um einliðaleiks karla sigraði Indónesíumaðurinn Rud.v Hartono Svend Pri frá Danmörku 15—7, 7—15 og 15—11 og f ein- liðaleik kvenna sigraði Hiroe Yuki frá Japan Lene Köppen frá Danmörku í úrslitaleik 11—8 og 11—2. liðaleiknum, og í honum töluverð barátta, þrátt fyrir að Haraldur og Steinar sigruðu nokkuð örugg- lega. í tvenndarleiknum sýndi Har- aldur svo áberandi hvers hann er megnugur, en þar lék hann oft frábærlega vel í úrslitaleiknum.' Hanna Lára Pálsdóttir lék með Haraldi, en mótherjar þeirra voru Steinar Pedersen og Lovísa Sig- urðardótúr, sem einnig léku þennanleik með ágætum. í einliðaleik kvenna var nú keppt aftur efúr langt hlé, kepp- endur voru þó aðeins f jórir og fór svo, að Lovfsa Sigurðardóttir vann yfirburðasigur yfir Svan- björgu Pálsdóttur í úrslitaleikn- um. Hið sama varð uppi á ten- ingnum í tvíliðaleik kvenna. Lov- ísa Sigurðardóttir og Hanna Lára Pálsdóttir höfðu öll tök í úrslita- leik sínum við Sigrfði M. Jóns- dóttur og Steinunni Pétursdóttur. 1 old boys leik karla brá oft fyrir skemmúlegum leikköflum, og sýndu gömlu mennirnir, að badminton er ekki bara íþrótt hinna ungu. Sigurvegarar urðu Karl Maack og Lárus Guðmunds- son. Mikill fjöldi keppenda var í A- flokknum og þar mátti sjá marga bráðefnilega badmintonleikmenn á ferð — menn, sem vel hefðu sómt sér f meistaraflokknum. Ber þar fyrst að nefna hinn hávaxna Ottó Guðjónsson, TBR, sem er furðu snöggur i hreyfingum og útsjónarsamur leikmaður. Hann sigraði í einliðaleiknum, en mót- herji hans þar var Sigurgeir Er- lendsson frá Siglufirði. Sigurgeir hafði leikið mjög vel i undan- keppninni, en byrjaði illa í úr- slitaleiknum og náði sér ekki á strik. Hann vann hins vegar sigur í tvíliðaleiknum, ásamtfélaga sfn- um Sigurði Steingrímssyni. Athyglisvert var hversu þátt- taka frá Siglufirði var góð í þessu móú, og þá ekki síður hversu Sigl- firðingar eru að verða sterkir. Má vera, að badminton sé að verða „þjóðaríþrótt" þar, eins og hún var Hólminum í gamla daga. Haraldur Kornelíusson — varð þrefaldur Islandsmeistari á bad- mintonmeistaramóti Islands. Ólafur Olafsson tvffaldur Islandsmeistari fborðtennis Olafur stal sen- unni frá Hjálmari — á Islandsmeistara- mótinu í borðtennis Úrsliún í íslandsmótinu í borð- tennis komu vægast sagt nokkuð á óvart. KR-ingurinn Hjálmar Aðalsteinsson, sem verið hefur illsigrandi undanfarið, reið ekki feitum hesú frá þessu móti, hann hreppti aðeins ein gullverðlaun, í tvenndarkeppni. Bæði i einliða- og tvíliðaleik mátú hann sjá af gullverðlaununum úl Arnar- manna. Hinn eiúlharði Olafur H. Ólafsson varð Islandsmeistari í einliðaleiknum og reyndar einnig i tvíliðaleiknum, en þar keppti hann með Birki Þ. Gunnarssyni. Fyrirkomulag Islandsmótsins var nokkuð öðru vfsi að þessu sinni en áður og var keppandi ekki úr leik fyrr en efúr tvö töp nú. Lengdi það keppnina talsvert og tókst þetta fyrirkomulag ekki eins vel og búizt var við, þannig að ólfklegt er, að þetta kerfi verði notað aftur. Alls tóku rúmlega 100 þátttakendur þátt í keppninni í unglingaf lokkunum, en helmingi færri í elztuflokkunum. 1 kvennaflokkunum varð Sólveig Sv. Sveinbjörnsdóttir tvö- faldur Islandsmeistari. Ilún keppir fyrir Gerplu og kom það greinilega fram í mótinu, að Gerpla er að eignast hóp harðsnú- inna borðtennisspilara, einkum þö í kvennaflokki og yngri flokkunum. I 1. flokki karla sigraði Björgvin Jóhannesson, Gerplu, og flyzt hann ásamt tveimur næstu mönnum i flokkn- um upp f meistaraflokk. I drengjaflokki börðust þeir grimmilegri baráttu Jón Sigurðsson frá Keflavík og Gunnar Finnbjörnsson, Erninum. Hafði Jón vinninginn í einliða- leiknum, en Gunnari tókst að sigra í tvíliðaleiknum ásamt félaga sínum Jónasi Kristjáns- syni. Annars staðar í blaðinu er þess getið, hverjir urðu í þremur efstu sætunum í hverjum flokki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.