Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAI 1974 Drungalegt skíðalandsmót ÞAÐ er ekki hægt að segja að veðurguðirnir hafi verið blfðir í garð skíðamanna um sfðastliðna páska. Þá fór skíðalandsmótið fram í Bláfjöllum og upp á hvern einasta keppnisdag var eitthvað að veðri. Ef ekki var þoka, þá var rigning eða rok — nema öll þessi veður væru f einu. E>51ilega mótaðist öll keppnin af þessum leiðu aðstæðum og heild- arsvipur mótsins var heldur drungalegur. Reykvíkingar héldu nú mótið í fyrsta skipti í 16 ár og stóðu þeir vel að framkvæmd mótsins. Þó er greinilegt að stökk- pallurinn, sem reistur var síðast- liðið sumar, er ekki nógugóður — hvorki staðsetning hans né smíði. Þá ereinnig nauðsynlegt að kepp- endur geti leitað húsaskjóls, milli þess sem þeir eru í keppni. Burt- séð frá þessum annmörkum tókst framkvæmdin vel og satt bezt að segja: mun betur en maður átti von á. Ef litið er á úrslit í álpagreinun- um þá vekur það athygli að Reykjavíkurstúlkurnar skjóta sér inn í hóp Akureyrarstúlknanna, sem drottnuðu á síðasta Islands- móti. Áslaug Sigurðardóttir sigr- aði í svigi og Jórunn Viggósdóttir varð önnur í stórsviginu. Eigi að síður var það Akureyrarstúlkan Margrét Baldvinsdóttir, sem stóð sig bezt kvennanna þó svo að hún hefði ekki sömu yfirburði nú og fyrir ári sfðan. Keppnin í stúlkna- flokkunum var hin skemmtileg- asta og auk þeirra þriggja fyrr- nefndu blandaði Margréti Vil- helmsdóttir sér verulega í þá keppni. 1 flokkasvigi kvenna var Akureyrarsveitin í sérflokki. Isfirðingurinn Hafsteinn Sig- urðsson varð þrefaldur meistari í alpagreinunum, sigraði i svigi, alpatvíkeppni og ásamt félögum sínum frá Isafirði í flokkasviginu. Haukur Jóhannsson keyrði út úr f sviginu en sigraði örugglega í stórsviginu. Árna Óðinsson vant- aði herzlumuninn til að hljóta gull á mótinu, hann varð í öðru sæti í öllum alpagreinunum og í flokkasviginu var hann óheppinn, gerði ógilt og gerði því vonir Ak- ureyrarsveitarinnar að engu. Guðjón Ingi Sverrisson, Reykja- vík, stóð sig vel á mótinu og náði nú sínum bezta árangri á vetrin- um. Guðmundur Söderin keppti sem gestur á rnótinu, honum mis- tókst f sviginu, en vann Hauk með tveimur sekúndum í stórsviginu. I stökkkeppninni sigraði Björn Þór Ólafsson og hann var greini lega hinn sterki maður stökksins enda hefur hann æft mjög vel i Noregi í vetur. I undirbúnings- stökki fyrir keppnina henti þaé óhapp Steingrím Garðarsson. Siglufirði, Islandsmeistarann frá i fyrra, að honum mistókst stökk- ið og fótbrotnaði hann. I ungl- ingaflokki sigraði Rögnvaldur Gottskálksson frá Siglufirði í stökkinu eftir skemmtilega keppni við félaga sinn Sigurjón Geirsson. Sigurjón bætti það upp með því að sigra í norrænni tví- keppni 17—19 ára. I göngunni voru hinir eitil- hörðu Fljótamenn i miklum sér- flokki. Þeir sendu þrjá menn til keppni á mótinu, kepptu þeir í þremur greinum, hlutu þrjú gull og tvö silfur; árangur þeirra gat ekki verið betri. Akureyringur- inn Halldór Matthíasson var eitt- hvað miður sín að þessu sinni og mátti gera sér að góðu að hafa tvo eða þrjá keppendur fyrir framan sig þegar í markið var komið. Annars staðar í blaðinu er greint frá úrslitum í hverri grein mótsins. -áij klááiái Björn Þór Ólafsson frá Ólafsfirði sigraði örugglega f skfðastökkinu á landsmótinu. Islandsmeistari frá í fyrra, Steingrímur Garðarsson frá siglufirði.fótbrotnaði á æfingu daginn fyrir keppnina, en búizt hafði verið við harðri keppni milli hans og Björns Þórs. KR vann alla bikarana TVEIMUR síðari körfuknattleiks- mótum vetrarins lauk eftir að verkfall prentara hófst. Eins og í þeim tveimur mótum, sem áður var lokið, sigraði KR, og er frammistaða liðsins á keppnis- tímabilinu hin glæsilegasta. Liðið lék alls 26 leiki gegn innlendum liðum, vann 23, tapaði 3. Mótin, sem ekki voru búin þegar verk- fallið skall á, voru þessi: BIIL\RKEPPNIN 1974: Fjögur lið höfðu tryggt sér rétt til þátt- töku í undanúrslitum, og þeir leikir voru leiknir 29. marz. KR vann Ármann auðveldlega með 77:69, og Valur vann UMFN með 86:81. Urslitaleikurinn var því milli Vals og KR, og KRsigraði án teljandi erfiðleika. KR varð því Bikarmeistari í 6. skípti í röð. ISLANDSMÓTIÐ: 17 leikir voru leiknir eftir að verkfallið skall á, og voru úrslit þeirra leikja þannig: IS:HSK 84:68 — lR:Valur 85:93, og skoraði Þórir PUMA Handtðskur. æfingagailar, noiir Magnússon 51 stig í þeim leik. — IS:UMFN 107:89 — Armann:KR 104:100 eftir framlengdan leik. — Ármann:UMFS 92:56 — IR:lS 93:103 annar tapleikur tRgegn IS í mótinu. KR:UMFS 128:65. KR setti hér stigamet. UMFN:HSK 74:87 — Valur: HSK 100:91 — Ár- mann:UMFN 99:81 — UMFS:IS 67:92 — UMFN:ÍR 66:84 — HSK:IS 83:92, UMFN:UMFS 100:70. I þessum leik náði Brynj- ar Sigmundsson vítastyttunni úr höndum Guðmundar Svavarsson- arHSK. Nú voru aðeins tveir leikir eft- ir, og f jögur lið gátu sigrað, nefni- lega IR með því að sigra KR, og Valur með því að sigra Armann. Hefðu þá öll þessi lið haft 20 stig. En leikirnir fóru þannig, að Ár- mann vann Val með 96:80, og KR vann IR með 91:89. Þurfti því aukaleik milli KR og Ármanns um Islandsmeistaratitilinn. ÚRSLITALEIKURINN: Eyrir troðfullu húsi léku Ármann og KR einhvern mest spennandi úrslitaleik, sem hér hefur sézt, og er þó af ýmsu að taka. KR hafði oftast frumkvæðið i fyrra hálfleik, mest 9 stig, en Ármann minnkaði muninn í 2 stig fyrir hálfleik. Ármann náði strax forustu í sfðari hálfleik 53:46, en KR jafnaði og komst yfir 64:61. Eftir það skiptust liðin á um að hafa forustu, og þegar leiktíma var lok- ið var staðann 85:84 fyrir KR. En Ármann átti tvö vítaskot í bak- höndinni. Það var hinn ungi mið- herji liðsins Sfmon Ólafsson, sem fékk það erfiða hlutverk að taka skotin, og raunverulega stóð hann með bíkarinn í höndum sér. Bæði skotin í körfu þýddu Islandsmeistaratitil fyrir félag hans, og ef hann hitti úr öðru þeirra þurfti framlengingu. En þrióji möguleikinn var einnig fyrir hendi, og hann var sá, að Símon „brenndi báðum skotunum af“. Og það var það, sem þessi ungi og efnilegi leikmaður gerði. Hann, sem lék nú sitt fyrsta ár f m.fl. og hefur átt verulegan hlut í velgengni liðsins í vetur var þarna settur upp við vegg ef svo má segja, og ,,pressan“ á honum var meiri en með nokkurri sann- girni er hægt að ætlast til að hann stæðist. Þetta var mjög táknrænn endir á þessu móti, allt gat gerzt fram á síðustu sekúndu. — Hin- um megin á vellinum stigu KR- ingar villtan dans og var form. KR, Einar Sæm., ákaft kysstur og knúsaður enda hefur hann fylgt liðinu vel. Stighæsti maður mótsins var Þórir Magnússon með 416 stig, og hann var einnig kjörinn bezti leikmaður mótsins. Brynjar Sig- mundsson var bezta vítaskyttan með 42:34 = 80,9%. Dómarar kusu prúðasta Ieikmanninn Hallgrím Gunnarsson, Armanni. Næstu verkefni körfuknattleiks- manna verða landsleikir.að öllum lfkindum einir 8 að tölu en þeir verða leiknir gegn Skotum, Irum, Wales og Englandi í haust. gk. Snæfell í 1. deild Körfuknattleikslið SnaF fells frá Stykkishólmi hef- ur áunnið sér rétt ti 1 að keppa í 1. deild í körfuknattleik að ári. Snæfellmgarnir tryggðu sér þetta sæti með því aðsigra Þór frá Akureyri f leik, sem fram fór i íþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi 50:49. Tókst Snæ- felli að vinna upp 2 stiga for- skot Þórs á lokasekúndunum og sigra með stigi, sem skorað var úr vítakasti. Snæfell hefur ekki áður leikið í 1. deild. I 3. deildar keppninni í körfuknattleik varð svo Fram sigurvegari, en þetta var f fyrsta skiptið sem Fram sendi liðtil þátttöku f meistaraflokki í körfuknattleik. HANDBOLTA- 06 ÆFINGA- SKÓR Lslands- og bikarmeistarar KR 1974. IMeð þeim á myndinni er þjálfari þeirra, Einar Bollason, Einar Sæmundsson, formaður KR og Jón Otti Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.