Morgunblaðið - 19.06.1974, Síða 5

Morgunblaðið - 19.06.1974, Síða 5
KAFFIBRENNSLA O.JOHNSON & KAABER H.F Kaffitími, koparstunga. þremur árum eftir gróðusetningu, en verður ekki fullþroska fyrr en á 5. ári. Kaffitréð getur gefið af sér arð ! allt að 50—60 ár, en flestir framleiðendur skipta um tré á 12 —15 ára fresti, til að fá sem mesta uppskeru og bezt gæði. _________________Ræktunin. Ræktun kaffiplöntunnar er með nokkuð mismunandi hætti, en þó eru tvær aðferðir algengastar. Annaðhvort að kaffibaun er sáð, eða greinum af fullvöxnu tré er sveigt niður á við og topparnir grafnir ! jörðu. Fjórum mán- uðum síðar myndast rætur og nýtt tré byrjar að vaxa. Þegar baunum er sáð, er það fyrst gert i sérstaklega byggðum gróðurhúsum, til þess að vernda fyrstu angana fyrir of mikilli sólu þegar þeir skjóta kollinum upp úr jörðinni. Þegar jurtin er orðin 4—6 mánaða. er hún flutt til i húsinu til að gefa henni meira vaxtarpláss. Ári seinna er svo jurtin orðin 50 cm á hæð, og þá er hún loks flutt á þann stað, sem henni er ætlað að standa á kaffiekrunni. Eftir því sem tréð vex úr grasi og þroskast, þarf það á meiru sólskini aðhalda.og því þarf að klippa trén, sem notuð eru til að varpa skugga á kaffiplöntuna, nokkuð oft. En eins og sézt á einni myndinni hér, eru hávaxin tré á kaffiekrunni, sem gróður- sett eru í þeim tilgangi að skýla kaffi- plöntunni fyrir of mikilli sólu, meðan hún er ung, og einnig til að varna þvi að kaffitréð verði hærra en 5 m. Uppskerutíminn. I sumum löndum er kaffiberinu leyft að þroskast svo lengi á trénu, að það byrjar að þorna og húðin að flosna af því, unz hægt er að hrista það af trénu niður á stóran segldúk. Sllkt gefur hins vegar lélegri gæði. Ber, sem framleiða á úr gæðakaffi, eru alltaf handtýnd af trénu, er þau hafa náð æskilegum þroska. Trén eru aldrei hreinsuð alger- lega, aðeins tekin þau ber, sem þrosk- uð eru orðin. Siðan er farið aftur, og næstu ber tekin, þegar þau hafa náð sama þroska. Þarf þvi að fara nokkrar umferðir, áður en uppskeran er öll komin I hús. í sumum löndum er uppskerutíminn árstíðabundinn, en I öðrum er verið að týna ber allan ársins hring. Við góðar aðstæður getur hver verkamaður tínt að meðltali 50 kg. af berjum á dag, en það þarf rúm 2'/2 kg. af berjum til að fá 'h kg af grænum kaffibaunum, þannig að segja má að hver verkamaður skili sem svarar 10— 1 2 kg af kaffi á dag. Að meðaltali skilar eitt kaffitré af sér um 1 kg af baunum á ári, þannig að það þarf talsvert stóra plantekru, eigi hún að skila af sér einhverju kaffimagni að ráði ___________________Vinnslan. Þegar kaffið er komið heim I hús frá akrinum, er um tvær aðferðir að ræða til að vinna baunina úr berinu. Þvotta- aðferðin eða þurrkaðferðin. í þurrkað- ferðinni eru berin fyrst þvegin vand- lega og siðan dreift yfir steinpalla undir berum himni, þar sem þaueru þurrkuð I sólinni. Meðan á þessu stendur fara berin margoft gegnum sérstakar vélar, sem smám saman hreinsa alla húð utan af þeim, unz baunirnar verða hreinar eftir. Þvottaaðferðin er allt öðruvlsi. Berin fara fyrst I gegn um afhýðingarvélar, sem kreista baunirnar út úr berinu. Siðan eru baunirnar settar I stóra geyma, þar sem þær eru látnar vera I einn sólarhring. Á þessum tíma losnar um gulleita hlaupið, sem er utan um sjálfar baunirnr, þannig að það skolast auðveldlega I burtu, er það aftur sett I þvottavélina, sem er raunar mörg hundruð metra langur skurður, með mismunandi vatnsþrýstingi Þegar hér er komið sögu eru baunirnar settar út undir bert loft, þar sem þær eru látnar þorna I sólinni I 2—3 vikur. Á þeim tíma þarf að snúa þeim stöðugt við, svo þær þorni á öllum hliðum og allar baunirnar nái að þorna jafnt. Ef lofts- lagið gefur ekki kost á slikri þurrkun, eru sérstakar þurrkvélar notaðar. Þegar baunirnar eru orðnar nægilega þurrar, eru þær settar i sérstaka vél, sem pillar af þeim yztu húðina, og þá eru þær loks tilbúnar til flokkunar. Áður en hægt er að senda á markaðinn kaffi I hæztu gæðaflokkum verður að hand- týna gallaðar baunir I burtu og þá fyrst eru baunirnar tilbúnar til útflutnings. Sextlu kg er hin almennt viðurkennda þyngd á sekkjunum, sem kaffið er settt i. Matsmennirnir. Milt, Brazil og nobusta. Brazil er notað um nær allt það kaffi, sem ræktað er I Brazillu Milt um það kaffi, sem ræktað er I Mið-Ameriku, S- Ameriku og Afriku. Þessir flokkar koma af Caffea Arabicaplöntunni. Robusta kemur frá Coffea Robustaplöntunni, sem nær eingöngu er ræktuð i Afríku. Það kaffi er talið lélegra en kaffið frá Arabicaplöntunni, en Robustaplantan hefur meira viðnám gegn sjúkdómum. í viðskiptum er kaffinu lýst eftir ein- kennum, sem seljendur og kaupendur þekkja, t.d. mýkt eða hörku baunarinn- ar, hvort hún var þvegin eða þurrkuð, hversu hátt yfir sjávarmáli plantekran var o.s.frv. Það er hlutverk matsmann- anna að finna út úr þessu blöndu, sem fullnægir ströngustu gæðakröfum. ______Nýbrennt og malað. Ilmur og bragð kaffisins kemur ekki fram, fyrr en við brennslu. Það er brennslan, sem framkallar litinn og breytir efnasamsetningu baunarinnar, þannig að efnin gefi það bragð og þann ilm, sem kaffið er frægt fyrir. Mjög mikla aðgát verður að sýna I brennslunni til þess að baunin verði ekki of litið eða of mikið brennd, þvi að þá er kaffið ekkí drekkandi. 1 0 dropa takk. í flestum Evrópulöndum kaupa kaffi- verksmiðjurnar hráefnið i heilum baun- um, og er þá farið eftir stærð, lit og öðrum útlitseinkennum baunanna, þegar pöntun er gerð. Þetta var hin algenga aðferð fram til ársins 1946, en nú er meira byggt á bragðprófun þjálf- aðra manna, sem er sú aðferð, er Bandaríkjamenn nota, en þeir drekka um helming alls þess kaffis, sem fram- leitt er í heiminum Kaffibragðarar (matsmenn) þurfa margra ára þjálfun, áður en þeir eru hæfir til starfsins. Flestir byrja þjálfunina á unga aldri og halda henni áfram óslitið, vegna þess að þeir verða eingöngu að treysta á bargðvísi og lyktnæmi. Kaffi er nefni- lega þannig að engar vélræðar leiðir til að ákveða bragð þess og lykt hafa fundist, það er einungis lyktnæmi og bragðvisi mannsins, sem getur kveðið á um gæðin. Kaffi er næstum eins mismunandi á bragðið og fjöldi plantekranna, sem það er ræktað á. í kaffivið- skiptum er kaffinu hins vegar skip- að i þrjá alsherjarflokka. Þegar eftir brennsluna er kaffið mal- að og það er gert á mjög svipaðan hátt og gert var i kaffikvörninni, sem notuð var á heimilunum hér í gamla daga, og er sums staðar notuð enn. Hér er bara um risastóra kvörn að ræða Margir minnast þess Ifklega, er þeim var skip- að kannski daglega að mala baunir, svo hægt væri að hella upp á könnuna Þær baunir, sem ekki eru malaðar fyrir kaupandann á staðnum, eða hann tekur þær með sér heim, sem er frem- ur óalgengt á þessum tíma tækni og hraða. Kaffiverksmiðjurnar mala baun- irnar mismunandi fínt, eftir því hvaða tegundir þær setja á markaðinn. Þegar hér er komið sögu er farið að styttast i það lesandi góður að þú getir farið að hella upp á könnuna. Við erum búnir að fylgjast með kaffinu frá bvi að það var fyrst uppgötvað af geitahirði fyrir rúmum 1 100 árum, og nú er búið að brenna það og mala og aðeins eftir að pakka þvi i neytendumbúðir. Mjá bjóða þér upp á kaffisopa? Xannsk/ . >ld og urðu fljótt miðstöðvar menningar, lista og ím opnuð var í Vín 1683. trésins yfirleitt takmarkaður við 5 metra i kaffiframleiðslulöndum, þar sem kaffibaunin er tínd með handafli, til að gera tínsluna auðveldari. Laufum kaffitrésins svipar til lárviðar og eru 10—15 cm á lengd og 4—6 cm á breidd Þau eru dökkgræn og yfirborð- ið glansandi. Kaffitré i blóma þykir fögur sjón, þar sem snjóhvit blómin ber við dökkgrænan lit laufblaðanna En blómatiminn stendur aðeins nokkra daga, er dökkgræn ber skjóta upp kollunum. Gulur litur tekur við af þeim græna og þegar berin eru fullþroskuð eru þau hárauð. Rauða húðin utan á kaffiberinu er þykk og seig. Fyrir innan hana er sinskonar gulleitt hlaup, sem umvefur xaffibaunirnar tvær, sem liggja með flötu hliðarnar saman. Kaffibaunin er á þessu stigi grænblá á lit með þykka og harða húð Ræktun kaffitrésins hefur tekið tals- verðum breytingum á sl. öldum, eftir því um hvaða land er að ræða. Litur kaffibaunarinnar, stærð og lögun eftir að uppskerutimanum lýkur, sker úr um hvaða baunir er hægt að setja á mark- aðinn og gæði þeirra Gæði kaffisins eru meiri eftir því sem tréð er ræktað hærra yfir sjávarmáli. Kaffibaunin, sem ræktuð er á svæði frá 1 000 m upp í 2000 metra yfir sjávarmáli gefur af sér mildasta kaffið. Kaffiplantan er ræktuð við mismunandi veðurskilyrði frá 300 m upp í 2000 metra yfir sjávarmáli. Loftslag þarf að vera hlýtt og rakt, og best er ef sólin skýn aðeins hluta úr degi á plöntuna. Það er ástæðan fyrir þvi að kaffi er yfirleitt ræktað i fjalllendi eða hæðóttu landi. Æskilegt er að hitastigið sé frá 22—26 gráður á celcius allan ársins hring, þó að dæmi séu til, að kaffi sé ræktað við hærra og lægra hitastig. Þess skal getið að i hitabeltislöndunum verður ekki mjög kalt á fjöllunum, þótt komið sé upp I 2000 m hæð, eins og er i löndunum utan hitabeltisins. Það hefur þó komið fyrir I kaffiræktunarlöndum, að hitinn hafi farið niður fyrir frostmark og valdið gifúrlegu tjóni á kaffiuppskerunni. Kaffiplantan er gróðursett eftir ákveð- inni reglu, og er breitt bil haft á milli plantnanna, þvi að þegar þær vaxa, breiða þær svo mikið úr sér, að engu er likara en að þær vaxi viltar. Tréð gefur fyrst af sér lítið magn af berjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.