Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 7
KAFFIBRENNSLA O.JOHNSON & KAABER H.F Ingólfur Jónasson verksmiðjustjóri við brennsluvélina i nýju verksmiðjunni á Tunguhálsi. Pökkunarvélin fyrir Ríókaffið í nýju verksmiðjunni. ÞAÐ ER notaleg tilfinning fyrir gest- inn, að koma i heimsókn í hina glæsílegu og fullkomnu kaffi- brennslu 0. Johnson ,og Kaaber á Tunguhálsi i Árbæjarhverfi, er ilm- andi kaffilyktin umvefur hann, er staðnæmst er fyrir utan verksmiðju- bygginguna, sem stendur á sérlega fallegri og snyrtilegri lóð. Það fyrsta, sem gripur athyglina, þegar inn er komið er viðurkenningarskjal frá Reykjavíkurborg fyrir snyrtilegan og fallegan lóðarfrágang Mættu marg- ir atvinnurekendur taka Kaaber sér til fyrirmyndar i þessu efni og stuðla þannig að því að gera Reykjavik að fegurri borg i verksmiðjunni ræður nú rikjum Ingólfur Jónasson, sem tók við starfi verksmiðjustjóra fyrir 6 árum, er Ólafur Hjartarson lét af því eftir að 1 hafa veitt kaffibrennslunni forstöðu i 44 ár Erindið var að biðja Ingólf að sýna okkur verksmiðjuna og skýra frá þvi, hvernig framleiðslan gengur fyrir sig Ingólfur segir okkur, er við göngum gegnum verksmiðjuna, að hann hafi nú starfað við verk- smiðjuna i 20 ár, hóf þar störf 1. marz 1 954, er hún var til húsa niður i Sætúni. Verksmiðjan á Tunguhálsi var tek- in í notkun árið 1967 og er búin fullkomnustu tækjum, sem völ er á, þar sem mannshöndin kemur vart nærri kaffinu frá því að tekið er á móti þvi á brettum frá skipafélagmu Brettunum er staflað í vörugeymslu verksmiðjunnar og koma yfirleitt 2000 sekkir i einu og vegur hver . sekkur 60 kg Þegar kaffið fer i brennsluna, er þvi fyrst hellt í trekt i enda vörugeymslunar, þar sem það fer i gegnum hreinsunarvél, sem hreinsar i burtu allt lauslegt, sem kann að hafa slæðst i sekkina með baununum.Þaðan erbaununumdælt upp í siló fyrir ofan brennsluofninn. Þetta síló er með 1 5 hólfum, sem hvert um sig tekur 1 'h tonn, eða 22,5 tonn i allt Úr þessum hólfum er svo baununum dælt niður i brennsluna, 180 kg i einu Vélin getur brennt 240 kg. en reynslan hefur sýnt að 180 kg er bezti skammturinn. Er hún 14—15 rninútur að brenna kaffið við um 220 stiga hita á celcius. Brennslan er öll sjálfvirk, en brennslumaðurinn fylgist þó nákvæmlega með, tekur sýnishorn reglulega, þvi að auðvitað geta vélar bilað og þá eru verðmæti i húfi og Kaabergæðin Þegar brennslu lýkur skilar vélin baunun- um úr sér i trekt, þar sem þær eru kældar niður og tekur kælingin 7—8 minútur. Eftir að baunirnar hafa verið kældar er þeim dælt eftir leiðslum upp á efri hæðina. þar sem þær fara í tanka og biða þess að fara i kvörnina, sem malar þær Þegar þærhafaverið malaðar .fara þæreftir enn óðrum leiðslum i aðra tanka, fyrir ofan pökkunarvélarnar, en þær eru tvær, önnur fyrir Riókaffið en hin fyrir sértegundirnar, Mokka, Santos og Java, en þeim kaffiteg- undunum er pakkað i lofttæmdar Sagt frá heitnsókn í kaffi- brennsltma og spjallað við Ingólf Jónasson verksmiðj ustj óra Þessi vél pakkar Java.Mokka og Santoskaffinu í lofttæmdar umbúðir. umbúðir. Pökkunarvélin fyrir Rió- kaffið fyllir þrjátiu og fjóra 250 gr poka á minútu, brýtur þá og lokar Þvi næst taka pökkunarstúlkurnar við og setja í 5 kg poka og þá er kaffið tilbúið til afgreiðslu. Á hverjum morgni koma svo út- keyrslubilarnir og aka nýbrenndu og möluðu kaffi i búðirnar i Reykjavík og nágrenm, en annað kaffi er keyrt niður á lager fyrirtækisins i Sætúni, þar sem önnur afgreiðsla fer fram — Hvað er það helzta, sem þið þurfið að fylgjast með i framleiðsl- unni? — Við þurfum að fylgjast mjög vel með því að kaffið sé rétt brennt og tökum sifellt sýni frá vélinni Nú, við brögðum einnig á framleiðslunni daglega, þvi að konan. sem sér um kaffið, sem við drekkum hér, tekur það beint úr vélinni, þannig að ef eitthvað færí úrskeiðis, ættum við að verða vör við það strax. Annars er raunar ekki mikið, sem þarf að gera, vélarnar eru algerlega sjálfvirkar og mjög fullkomnar. en það verður auðvitað að fylgjast vel með, að þær vinni rétt Sem dæmi um sjálfvirkn- ina má nefna að við störfum hér aðeins 7, 3 karlmenn og 4 stúlkur — Hvað brennið þið mikið á dag? — Það eru um 50 sekkir, eða 3 tonn, sem við pökkum, en við brennum oft mikið meira, því að við sjáum um brennslu á baunum fyrir nokkrar verzlanir Af þessu er Rió- kaffið langstærsti hlutinn og oft eina tegundin, sem við framleiðum, þvi að hinar tegundirnar, sem pakkað er i lofttæmdar umbúðir hafa miklu meira geymsluþol og við gætum þess að eiga alltaf nægilegt magn á lager og kippum þvi þá inn i fram- leiðsluna, eftir því sem þörf krefur — Hver er helzti munurinn á þessari verksmiðju og þeirri. sem var mðri í Sætúni? — Það er geysilegur munur og þá auðvitað öll aðstaða Við getum 'tekið sem dæmi móttökuna. Þegar við vorum niður í Sætúni, þurfti hverju sinni af fá 20 verkamenn af eyrinni, er við tókum á móti kaffi. Þá þurfti fyrst að stafla sekkjunum á hlera, sem síðan fóru í lyftu upp á loft og þar þurfti að aka því inn eftir gangi og inn I geymsluna og stafla þvl þar. Hér tek ég einn á móti kaffinu með vörulyftara Munurinn á brennslunni er líka gifurlegur. þar var allt brennt eftir auganu og allt gert með höndunum, þannig að þessi verksmiðja er alger bylting. frá því sem var. Að visu vorum við búnir að fá aðra pökkunarvélina, áður en við komum hingað uppeftir Hún kom 1958 og leysti þá 5 stúlkur af hólmi — Er eitthvað sérstakt, sem þér er minnisstætt úr starfinu? — Það held ég ekki. þetta gengur allt sinn vanagang hér, við keyrum alltaf á fullu, þvi að það má ekkert stoppa, ef undan á að hafast Hópur- inn, sem hér vinnur er mjög sam- stilltur og margir, sem hafa unnið i verksmiðjunni i áratugi, sem gerir starfið ánægjulegt og auðveldara Þar kemur manns- nöndln vart nálæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.