Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 6
ánægju af starfinu, búinn að vera við þetta svo lengi. — Já, hér hefur verið gott að vinna og ég vil hvergi annars staðar vera Maður hefur lika kynnzt mörgu góðu og skemmtilegu fólki gegnum starfið og haft gaman af. Ég hafði alltaf gaman af samkeppni milli kaupmannanna, er þeir voru að spyrja mig hvað hinn eða þessi hafði tekið mikið kaffi hverju sinni Ann- ars hefur sjaldnast verið timi til að stoppa lengi á hverjum stað, því að allir þurftu að fá sitt nýja kaffi á réttum tlma." Með það er Ólafur rokinn, léttur á fæti þrátt fyrir 66 ára aldur. því kaffið þaf að komast i búðirnar. „ÉG ÆTLAÐI upphaflega aðeins að vinna hjá Kaffibrennslunni i viku við útkeyrslu, en sú vika er nú orðin að 41 ári" sagði Ólafur Þ Guðmunds- son bilstjóri hjá Kaffibrennslu Kaab- er, er við náðum i hann í nokkrar minútur milli þess, sem hann þeytt- ist um bæinn með nýbrennt og malað Kaaberkaffi Ólafur er mörg- um Reykvikingum að góðu kunnur enda daglegar ferðir hans með kaffi i verzlanirnar trygging fyrir þvi að 'það kaffi, sem á boðstólum er. sé glænýtt „Þær voru eitthvað um 40 verzl- amrnar, sem ég keyrði út í fyrsta árið, en nú sé ég um helmingin af verzlununum i Reykjavík og eru um 100 á minni könnu i dag Ég man hér áðúr fyrr, er ég fór alltaf á sama tima í búðirnar, að konurnar i hverf- inu fóru ekki út í búð til að kaupa kaffið fyrr en eftir að ég var búinn að koma — Hvað heldur þú, að þú sért búinn að fara margar ferðir með kaffi í búðir í Reykjavik? — Það hef ég ekki mínnstu hug- mynd um Ég var lika með Hafnar- fjörð á minum snærum i 1 5 ár og það eina sem ég get sagt um þetta, er að ég er búinn að slíta út 7 bílum, þann tima, sem ég hef unruð hjá fyrirtækinu — Þú hefur greinilega haft wOkkar kaffi hefur alltaf verið af beztu gæð- um,semvöl hefurveriðá” Átjándi júní var merkisdagur fyrir Ólaf Hjartarson hjá O. Johnson og Kaaber í gær voru nefnilega liðin f50 ár frá þvi að Ólafur hóf störf hjá i fyrirtækinu, þar sem hann starfar ' enn við ýmis skrifstofustörf, en hann lét af starfi verksmiðjustjóra hjá kaffibrennslunni eftir 44 ár fyrir 6 árum, er hjartað gaf honum merki um að timi væri kominn til að hægja aðeins á ferðinni Ólafur er 75 ára að aldri, fæddur i Reykjavik 10. ágúst 1898 Hann hefur alið allann sinn aldur i höfuðborginni, enda kominn af Reykvikingum i marga ættliði Við hittum Ólaf að máli i höfuðstöðvum Kaaber i Sætúni og spjölluðum stuttlega við hann um þá hálfu öld, sem hann hefur starfað hjá fyrirtækinu og spurðum hann fyrst, hver hefði verið aðdragandinn að þvi að hann réðst til kaffibrennsl- unnar. — Ég var verzlunarmaður á þeim tima og hafði verið i 12 ár Byrjaði 13 ára hjá fyrirtækinu Zoéga, sem var með stóra verzlun og var þar við ýmis störf i 10 ár Þá verzlaði ég sjálfur i 1 ár, er ég fór að vinna hjá verzluninni Geysi. Eftir að hafa starf- að þar i 1 ár bauðst mér starf við kaffibrennsluna, sem Kaaber var þá að setja á stofn og þar hóf ég störf 18 júni 1924 — Byrjaðir þú strax sem verk- smiðjustjóri? — Ég held við verðum að segja það, þvi að ég var eini starfsmað- urinn — Hvernig var tækjakosturinn? — Brennsluvélin var þýzk og hingað kom með henni danskur maður til að sjá um uppsetninguna og kenna mér á hana, en honum lá nú svo mikið á að komast heim, að hann fór úr landi svo til á samri stundu eftir að uppsetningunní lauk. — Hvernig komstu þá inn í starf- ið? — Ég vissi nú ekkert um kaffi, þegar ég byrjaði þarna, annað en það, að ég hafði verzlað með það Kaffibrennsluvélin var ákaflega gott og vandað tæki Hún var kynt með koksi og framleiddi heitt loft, sem kaffið var brennt víð Um leið og kaffið brenndist, hreinsaðist úr því KAFFIBRENNSLA 0.J0HNS0N & KAABER H.F Spjallað við Ólaf Hjartarson, sem var verk- smiðjustjóri kaffi- brennslunar í 44 ár allt kusk, allt sem var léttara en kaffið. Ég komst undireins upp á lagið með það að vita hvenær baun- in var orðin hæfilega brennd. en það er liturínn, sem segir til um það — Hve mikið var magnið sem framleitt var til að byrja með? — Það var nú ekki nema einn sekkur, sem er 60 kg Úr þvi fást 48 kg af tilbúnu kaffi, því að kaffið léttist við brennsluna Þegar það kom úr vélinni var það malað og pakkað i 5 kg poka og þannig var það selt Á þeim tima var ekki mikil sala i tilbúnu kaffi, þvi að fólk keypti baunirnar mest hráar og brenndi þær heima hjá sér Þetta breyttist þó fljótt, þvi að sölumennirnir hjá okkur voru ákaflega duglegir við að fá kaupmenn til að reyna nýbrennt og malað kaffi frá okkur Einkum var það Gido Bernhöft, sem þar skaraði fram úr, en hann var þá sölumaður hjá 0 Johnson & Kaaber — Þetta hefur verið algert braut- ryðjendastarf hjá ykkur — Já, það má segja það Það var reyndar önnur kaffibrennsla á þess- um timum, en eigendur hennar lokuðu fljótlega, þegar við byrjuð- um, þvi að við vorum með betra kaffi og fallegri pakkningar. Við byrjuðum fljótlega að pakka í 1/4 kg poka úr pergamenti og þá var bundið fyrir hvern poka með segl- garni. Þetta var óneitanlega allt ákaf- lega frumstætt hjá okkur svona til að byrja með. Ég var eins og áður sagði eini starfsmaðurinn og sá um brennsluna, mölunina og pakkning- una, en siðan fór strákur á reiðhjóli með böglabera framaná með kaffið i búðirnar — Fóruð þið ekki fljótlega að auka framleiðsluna? — Jú, kaffið frá okkur öðlaðist fljótt vínsældir og framleiðslan jókst jafnt og þétt. Ég var í brennslunni i 44 ár og þegar ég hætti i nýju verksmiðjunni við Tunguháls gat dagsframleiðslan komist upp í 1 00 poka eða 6 tonn Þess má til gamans geta, að fyrsta vélin brenndi bara 1/2 poka i einu og var þrjú korter að þvi Nú er þetta allt orðið svo fullkomið, að mannshöndin kemur hvergi nálægt kaffinu í verk- Ólafur Hjartarson í fyrstu kaffibrennslu Kaaber, sem var til húsa í Hafnarstræti 3 og var stofnuð 1924. smiðjunni. Það kemur úr tönkunum beint inn i brennsluna, þaðan í mölunina og svo i pökkunarvélina — Það hefur komið fljótlega að þvi að þið þurftuð bila við út- keyrsluna —- Eftir þvi sem framleiðslan jókst fyrstu árin fengum við fleiri stráka á hjólum og 1 928 voru þeir orðnir 4. Þá fengum við fyrsta út- keyrslubilinn, sem vakti mikla at- hygli í borginni vegna þess að hann var á þremur hjólum Þetta fannst fólki hið mesta furðutæki og alls staðar, þar sem billinn stanzaði safnaðíst að honum múgur og marg- menni. Upp frá þvi fjölgaði bilakosti fyrirtækisins ört og þar með voru kaffistrákarnir hjólríðandi úr sög- unni Það var Kristinn Símonarson, sem var með þríhjólabílinn. — Hversu lengi notuðuð þíð fyrstu brennsluvélina? — Hún var í notkun í 1 2 ár. en þá var hún lika alveg úr sér genginn Þá fengum við nýja og miklu full- komnari vél og fluttum einnig úr Hafnarstrætinu i nýtt húsnæði upp i Höfðahverfi Sú vél brenndi 1 poka í einu, en hún hreinsaði kaffið miklu betur. Hún gekk lika fyrir koksi og brennsluaðferðin var sú sama i Höfðahverfi vorum við i 10 ár þar til við fluttumst hingað í Sætún í stærra húsnæði og með stærri og betri vél, sem brenndi tvo sekki i einu og var ekki nema 15—20 minútur að þvi Hitagjafinn i þeirri vél var olia en brennsluaðferðin var sú sama Þá var dagskammturinn kominn i 40—50 sekki — Hvað var starfsliðið orðið þá? — Við vorum orðnir 4 karl- mennirnir og stúlkurnar voru átta og unnu aðallega i pökkuninni Þá var mikið að gera hjá okkur og mikíl eftirvinna unnin Það var ekki óal- gengt að við ynnum tvöfaldan vinnudag Eftirspurnin var þá orðin það mikil og erfitt um vik að fá nýjar og afkastameiri vélar Árið 1 967 var svo nýja verksmiðjan á Tunguhálsi tekin i notkun og þar er að finna fullkomnustu og beztu tæki, sem völ er á Þau brennslutæki hreinsa kaffið svo vel, að það er ekkert nema kjarninn, sem fer í kvörnina — Var Kaaberkaffið sem þú framleiddir fyrir hálfri öld jafn gott og það kaffi, sem framleitt er i dag? — Okkar kaffi hefur alltaf verið af beztu gæðum, sem völ hefur verið á Hins vegar er hráefnið i dag betra en það var og kaffið miklu betur hreinsað. Það er orðinn mikill mun- ur á, frá þvi að ég var með fyrstu koksvélína Þá var kaffið geymt í pakkhúsinu og maður þurfti að fara þangað og sækja sekkinn, bera hann á bakinu upp i brennsluna, setja hann þar á gólfíð og skipta honum i tvennt Siðan að moka kaffinu upp í vélina og fylgjast með brennslunni, en það gerði maður með því að taka út sýni með reglu- legu millibili og skoða litínn. Þegar kaffið var svo orðið nægilega brennt, losaði ég vélina, malaði það og pakkaði Nú kemur mannshöndin hvergi nærri — Þegar þú nú litur yfir 50 ára starf, hvað er þér efst í huga? — Það eru góðir og dugmiklir húsbændur, sem oftast unnu allra manna mest og þeír voru alltaf harð- ir á þvi að öll framleiðslan væri T flokks og var alveg Ijóst, að það sem lengi á að standa, það þarf vel að vanda Ég á einnig góðar minningar af samstarfsmönnum, sem unnu með mér i áratugi Nú vinn ég hér hálfan daginn í bezta yfirlæti við ýmis skrifstofustörf, því að það er nóg að gera á stóru heimili :A/ikan er orð- in að 41 ári” Hraðsamtal við Olaf Guðmunds- son kaffi- keyrslumann hjá Kaaber

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.