Alþýðublaðið - 12.08.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.08.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Gutenberg 16 ára, Fyrirtæki algerlega stjörnað af verkamönnum. í dag eru liðin 16 ár frá því að prentsmiðjan Gutenberg var stofnuð. Upphaflega voru það prentarar úr ísafoldar- og Féiags- prentsmiðjunni, sem áttu mestan þátt í því, að hún var stofnuð, en þó voru ýmsir fleiri þá þegar hluthafar. Meðal þeirra var svo að hún stendur ekki að baki beztu prentsmiðjum í Þýzkalandi. Gutenberg er sönnun þess, hve fjarri það er öllum sanni, að halda því fram að verkamennirnir sjálfir séu ófærir til þess að stjórna sín- um eigin fyrirtækjum. Hún sannar það Hka, að hún er sfzt ver rekin Poryarður Poryarðssou, sem átti litla prentsmiðju sem var keypt og aukin siðar smátt og smátt. Frá stofnun prentsmiðjunnar hefir Þorvarður verið framkvæmd- arstjóri hennar og rekið það starf með framúrskarandi dugnaði. Nú er svo komið, að prentar- arnir, eiga sjálfir því nær öll hlutabréfin, og prentsmiðjunni er algerlega stjórnað af þeim, án ihlutunnar nokkurra utanað kom- andi manna. Um þessar mundir er prentsmiðj- an, sem óhætt er að segja að sé. stærst og fullkomnust íslenzkra prentsmiðja, að endurnýja letrin, en hinar prentsmiðjurnar hér á landi. Vafalaust væru kjör prentara- stéttarinnar ekki komin það á veg sem þau nú eru, ef Gutenberg hefði aldrei verið til. Prentarastétt- in á að keppa að því marki, að reka sjálf prentsmiðjurnar og papp- írsverzlunina. Ef svo væri, er tví- mælalaust að íslenzkar bækur væru ódýrari en nú eru þær. Alþýðublaðið árnar Gutenberg og verkamönnum hennar allra heilla, og væntir þess, að hún megi ætíð vera fyrirmynd íslenzkra prentsmiðja. : Landsverzlun. Eftir Verkamanninum. Andstæðingar Landsverzlunar hafa margenduríekið þá staðhæf- ingu að varan yrði dýrari með því að Landsverzlunin útvegaði hana, heldur en ef þeir reyndu fagmenn í verslunarsökum fengj- ust við kaupin. Þeir hafa haldið því fram að Landsverzlunin keypti vörurnar af innlendum heildsölum og að Landsverzlunin væri því óþarfur milliliður á milli seljenda og kaupenda. Sannindi þeirra stað- hæfinga verða bezt reynd með því að bera saman verð hjá þeim heildsölum, sem talið er að hafi selt Landsverzlun að undanförnu, og verð hjá Landsverzlun á sama tíma, eins og bent er á hér að framan. Miklum óhróðri var dreift út um einkasölu Landsverzlunar á kol- um. Margar og glæsilegar sögur um lágt kolaverð í útlöndum voru géfnar út á trúgirni almennings og sendar út um landið eins og hvalsögur. Ef Landsverzlunin hætti að útvega kol, átti kolaverðið að lækka svo tugum eða jafnvef hundruðum króna skifti á smálest- inni. Sú margþráða stund að einka- salan á kolum hætti rann upp um; síðasta nýjár. Skrumararnir og skáldsagnahöfundarnir standa nú frammi fyrir alþýðunni aðgerða- lausir og máttlausir. Öll loforð um» lægra verð eru svik, og ekkert annað en svik. Kolaverðið hækk- ar og Landsverzlun er neydd ti?; þess að halda áfram að útvega kol til þess að bjarga við atvinnu- vegum landsins, og fólkinu í kaup- stöðunum frá því að líða skort á nauðsynlegum þægindum. En skrumararnir eru líka hættir að búa til kviksögur um Laudsverzlunina. Hún er búin að kveða þá alla niður sfðan á hólminn kom. . Sú reynsla sem nú er fengin með Landsverzlun, bendir ótvírætt . í þá átt, að hún eigi að hafa einkasölu á sumum vörutegundum. Erfiðleikar á að útvega sumar vör- ur, og siglingavandræði, fégræðgi kaupsýslumanna og erfiðleikar að útvega hæfilega mikið af vöru, mun bæði valda vöruskorti og óþatflega háu verði, nema lands- verzlun hafi einkasölu á þeim. Þegar um nauðsynjavöru er að. ræða, getur þetta orðið þjóðinni stórhættulegt. Verðfall á vörum, sem vonandi kemur áður en langt lfður, gerir kaupsýslumenn raga við innkaup jafnt á nauðsynjavöru sem öðrum varningi. Landsverzlun getur ein dæmt um það, hvað mikið þarf að flytjast inn af hverri vöru. Hún getur séð um það, að ekki liggi fyrir í landinu meira af vöru en nauðsynlegt er, og á þann hátt forðast óþarft verðfall. Hún getur einnig séð um það að ekki verði vöruskortur í landinu, ef var- an er á annað borð fáanleg, þar sem' hún hefir við að styðjasL

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.