Alþýðublaðið - 12.08.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.08.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 :: :: Vanti yður bifreið, þá gjörið svo vel að hringja í síma 716 eða 880. :: :: Afgreiðsla fclaðsins er í Alþýðuhúsinu við ^ogólfsstræti og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað *ða í Gutenberg í síðasta lagi kl. *0, þann dag, sem þær eiga að ^oma í blaðið. reynslu undanfarinna ára. Kaup- sýslumenn eru þegar búnir að sýna það, að þá skortir bæði dugnað °g veizlunarhyggindi til þess að geta kept við Landsverzlun í inn- kaupum og sölu á nauðsynjavör- u®. Hætti Landsverzlunin væri ^•þýðunni bakað ómetanlegt tjón hærra vöruverði og vöru- skorti, sem óhjákvæmilega mundi feiða af þeirri breytingu, að kaup- sýslumenn tækju við hennar starfi, Þegar athuguð er sú reynsla, sem þegar er fengin í þeim efnum. Mér þótti vænt um það, þegar eg sá það í Alþýðublaðinu f fyrra- ^ag, hvernig það tók í tundur- ^uflahættuna fyrir Austurlandi. Sé það rétt, sem því miður Verður varla rengt, að þegar hafi ^itt skip farist þarna eystra, þá er Því meiri ástæða fyrir okkur sjó- ^ennina að vera árvakra. Við er- Ut*» ekki of margir samt. Eg sé að vitamálastjórinn hefir Sefið út auglýsingu, sem varar við k^ttunni. En það er ekki nóg, að auglýsa það í blöðunum hér, sem ekki komast út um land fyr ei> eftir dúk og disk. Það þarf að auglýsa það f hverjurn einasta kaupstað norðan og austan lands °8 auk þess, eins og Alþbl. stakk uPp á, er nauðsynlegt að koma koðUm til allra bæja er að sjó %gja á hættusvæðinu, — og vfð- ar þó — um það að varast að f®erta þá hluti, er líklegir séu til Pess að vera tundurdufl, og gera j^ferlaust stjórnarráðinu eða við- 0tnandi yfirvöldum viðvart. En ^ þess að ekki verði tómt kák r þessu, þyrfti að gefa út Iýsingu ^ví> hvernig tundurdufl líta út. Eins og sjómennirnir mega ekki við því að fækka, eins mega þeir er við sjóinn búa ekki heldur við því. Það getur varla verið mjög kostnaðarsamt að koma sltyndi- boðum milli sjávarsveitanna eystra, en meðan það ekki er gert, er hætta á því að einhverjir í granda- leysi fari sér að voða, ef þeir fyndu tundurdufl rekið. Eg mælist því til þess, að þessi orð mín verði tekin til greina, þó eg sé bara sjótnaáur. ?yrkja|ríðnr. Khöfn, 12. ágúst. Símað frá Sevres að friðarsamn- ingurinn við Tyrki hafi nú verið undirskrifaður. Veðrið í morgun. Vestm.eyjar ... SSV, hiti 9,7. Reykjavík .... SSV, hiti 10,0. ísafjörður .... logn, hiti 8,0. Akureyri .... logn, hiti io.o. Grímsstaðir . . . logn, hiti 10,0. Seyðisfjörður . . logn, hiti 13,6. Þórsh., Færeyjar SV, hiti 10,5. Stóru stafirnir merkja áttina. Loftvægislægð fyrir norðan land loftvog fallandi á Austurlandi, suð- vestlæg átt með úrkomu. Útlit fyr- ir svipað veður. lhlaiar fréttir. býzfeir yerfeamcnn rannsafea grnnsaman flntning. „Hamburger Fremdenblatt” skýrir frá því, að vagnlest með fyrverandi czekoslavneskum her- sveitum, sem voru á heimleið, hafi verið stöðvuð í Hamborg af mörg þúsund verkamönnum, sem grunuðu að hér væru franskar hersveitir á ferð. Þegar þeir höfðu leitað af sér allan grun, leyfðu þeir lestinni að halda áfram. Fyrst tóku þeir þó burtu öll vopn er þeir fundu og leistu þá vagna aftan úr, sem hergögn voru í. Betur að verkamenn í öllum löndum gerðu slíkt hið sama tit þess að hindra stríð. Sænsk TÍsindarannsófenarferð. Frá Tokyo berst sú fregn að sænskt skip hafi strandað við Lapatka höfða. Ætlaði það að fara til Kamtchatkaskagans með sænska rannsóknarnefnd. Vísinda- mennjrnir björguðust og einnig tæki þeirra. Mr. Lansbury og bolsivisminn. I ræðu sem G. Lansbury rit- stjóri enska verkamannablaðsins Daily Herald, hélt nýlega í Eng- landi, sagði haún að hversu mikið sem Englendingar kynnu að vera á móti byltingum og blóðsúthell- ingum, þá álitu þeir þó að rétt væri að drepa menn þegar ríkis eða persónulegir hagsmunir þeirra væri í voða, það sýndi stríðið. Því skyldu þeir þá áfellast aðrar þjóðir fyrir að gera slíkt hið sama. Bolsivíkar hefðu þó hags- muni heildarinnar einnar fyrir augum, en ekki berðust þeir fyrir persónulegum hagsmunum, Járnbrant milli Bahn og Rostoff. Fregn frá Moskva hermir, að járnbraut sé gerð og hafi verið opnuð milli Baku og Rostoff. Yoldugnr skipasknrður í Pýzkalalandi. Þýzku stjórninni hefir verið falið að láta gera skipaskurð mikinn á milli Doná og Main. í Bratislava (Pressburg) við Doná er verið að gera geysistóra höfn, á að vera hægt að afgreiða árlega skip að 6 milj. tonnatali. Ástralsfeir rúningamenn gera verkfall. Ástralía er, sem kunnugt er, land auðugt að sauðfé. Þar hefir því heil stétt manna m. a. atvinnu af því að rýja sauðkindur. Þeir hafa nú nýlega gert verkfall og Iítur nú svo óefnilega út sökum þess, að hætta er á að ekkeit verði rúið af sauðunum f þetta skifti. (Nú fer að líða að „vori“ f Ástralíu, eins og mönnum mun kunnugt).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.