Alþýðublaðið - 12.08.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.08.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ i Piltur. Ábyggilegur piltur, sem hefir áhuga fyrir verzlunarstörfum, getuf fengið góða atvinnu við afgreiðslu og sendiferðir hjá einni af stærstu verzlunum borgarinnar. — Umsóknir merktar »Ábyggi' legur«, sendist afgreiðslu þessa blaðs sem fyrst. ■■■. .......... ........... — Nýkomið í skóverzlun 5tefári5 Guaaarssoriar ■ Austurstræti 3. Margskonar skófatnaður, þar á meðal Ungbarnaskófatnaður, sem lengi hefir vantað, á börn á fyrsta ári og þar yfir. Xoli konangur. Eftir Upton Sinclair. Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konungs. (Frh.). „Eg heimta að fá vitneskju um þetta máll“ hélt Hallur áfram. „Já, já, Hallur, þú skalt fá að vita alt sem þú vilt, en í Guðs bænum ekki hér. Ef þú vilt telj- ast fullorðinn, þá sýndu að þú hafir gáfur fullþroska mannsl Pét- ur gamli Harrigan kemur heim aftur til Western City í kvöld. Veistu ekki, að hann mun ráðast á mig eins og mannýgt naut? Veistu ekki, að ef eg segi honum, að eg hafi farið hingað og engu fengið um þokað; að hann mun ráðast á pabba?“ Edward var aftur kominn að því einasta atriði, sem einhverja þýðingu hafði. „Þú verður að verja pabba fyr- ir honuml* hrópaði Hallur. „Þetta getur þú sagtl“ hrópaði hinn. „Og þó þekkir þú Pétur gamlal Þú veist, að hann fer inn til hans, þó hann þurfi að brjóta hurðina! Hann mun láta.alla reiði sína bitna á veslings öldungnum! Þú hefir verið aðvaraður nægilega, þú veist að um lífið er að tefia, að pabbi verði ekki fyrir geðs- hræringu. Eg veit ekki hvað hann mundi gera — ef til vill mundi hann verja þig, vegna aldur síns og veikleika. Hann hefir mist til- finninguna fyrir slíku — ef til vill héldi hann, að þú hefðir unnið dáðríkt verk. Hann mundi að minsta kosti ekki hlusta á Pétur skamma þig — og líklega ditti hann dauður niður þegar sennan stæði sem hæðstl Ætlarðu kann- ske að hafa það á samvisku þinni auk ógæfu verkamannanna, vina þinna?“ Hallur sat kyr og horfði í gaupnir sér. Var í raun og veru eitthvað það í lífi manna, sem lamaði arm þeirra og gerði þá vanmegna, þegar þeir ætluðu að berjast fyrir réttlæti í þjóðfélaginu. Þegar hann tók aftur til máls, talaði hann fremur við sjálfansig, eins og hann væri að sannfæra sig um eitthvað. „Edward, eg hugsa til ungs írlendings, sem vinnur hér í námunni. Hann á iíka föður, og þessi faðir hans var niðri í námunni, þegar spreng- ingin varð — fjóra sólarhringa var hann lokaður inni í námunni, og læknarnir segja nú, að hann verði aumingi alla æfi. Og félagið hefir gint hann til þess, að afsala sér tuttugu og fimm dala skaða- bótum. Eg held líka, að krafa hans hefði orðið lítis virði, þegar eg hugsa um, hvernig G. F. C. ræður hér algerlega yfir dómstól- unum. Svona er nú komið fyrir þessum öldung með konu og sjö börnum auk Tim, unglingsins sem eg mintist á. Hann er ágætis piltur og Rafferty er bezti karl — og sjáðu nú til, hvernig Pétur Harrigan hefir farið með þál“ „Jæja þá“, sagði Edward, „þú getur hjálpað þeim. Þeir þurfa ekki að svelta“. „Veit eg vel“, mælti Hallur, „en þeir eru margir fleiri, og eg get ekki hjálpað þeim öllum. Og auk þess — sérðu það ekki Ed- ward? það, sem eg vil, er ekki góðgerðasemi, ,það er réttlæti. Það, sem eg er að grafast eftir, er að reyna að botna í þvf, hvað er skylda mín gagnvart þessu fgrirkomulagi. Eg ábirgist það, að Tim þykir eins vænt um föður sinn og mér um pabba minn, og hér eru fleiri gamlir menn, sem eiga syni, sem líka þykir vænt um þá —“ Ford-bifreið næstum ný til sölu. Góð- ir borgunarskilmálar. —- : : Afgreiðsla vísar á. : : cTSoíaéur faínaéur, svo sem: yfirfrakkar, diplomat- föt, jaquetföt, jakkaföt, erfiðis- fatnaður, barnabuxur og margt : : fleira til sölu. : : O. Rydelsborgf* Sparié peningaf Kaupið í búðinni á Berg- staðaslræti 1 kvenn- og barnafatnað, sem skemcb ist í brunanum 26. f. fyrir óheyrilega lágt verð. Búðin verður opnuð a morgun kl. ] eftir hádegi* IVýr frákki á 4 ára gaml' an dreng til sölu og sýnis á af- greiðslu blaðsins. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafar Friðríksson. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.