Morgunblaðið - 17.07.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.07.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JULl 1974 15 Eriendar bækur MYLIFEWm ..Know Your Own I.Q” eftir H. J. Eysenck BEATRICE Greindarpróf hafa aldrei rutt sér að neinu marki til rúms hérlendis og því er bók H.J. Eysenck sennilega mörg- um nokkuð framandleg. Þar er gerð allítarleg grein fyrir greindarpróf- um, að vísu hvetur höf- undur til nokkurrar var- færni í niðurstöðum, sem úr þeim fást, og síðan eru lagðar fyrir lesanda 8 tegundir greindarprófa og á öðrum stað í bókinni gerð grein fyrir réttum lausnum svo og, hvernig samkvæmt þeim á að reikna út greindarvísi- tölu þess, sem í hlut á. Sýnist mér I fljótu bragði, að auðvelt ætti að vera fyrir hvern og einn að prófa sig með þeim aðferðum, sem þarna er lýst, enda þótt ekki séu allar þrautirnar jafn meðfærilegar. „„My Life with Brendan” FYRIR nokkrum mánuðum kom út í Bretlandi bókin „My Life with Brendan" eftir Beatrice Behan, ekkju hins fræga írska leikritaskálds. Brendan Behan lézt fyrir rúm- um tíu árum, í marz 1964, lang- drukkinn og eyðilagður á sál og líkama hin síðustu ár. Islenzkir leikhúsgestir mættu minnast verks hans, „Gísls“, sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir all- mörgum árum, en önnur verk hans held ég að hafi ekki verið tekin til sýninga. Brendan Behan var enda ekki afkastamikið leikskáld. Hann lauk við þrjú leikrit og það fjórða hefur verið tekið til sýninga, enda þótt honum auðnaðist ekki að ljúka því. Hann ritaði og nokkrar bækur og tilurð þeirra lýsir kona hans f bókinni. Beatrice var gift Brendan í níu ár. Hann var orðinn háður víni, þegar þau giftust, en þeirra fyrstu hjónabandsár virðast hafa gengið fyrir sig stórslysalaust. Einkum og sér í lagi vegna þess takmarkalausa umburðarlyndis, sem hún sýndi, og vegna þeirrar elsku, sem þau báru hvort til annars alla tfð, þrátt fyrir allt. Hún deilir með honum öllum kjörum þessi ár, hún er við hlið hans, þegar leikritum hans er fagnað í stórborgum heimsins og hún er hjá honum í niður- lægingunni; þegar landar hans og andstæðingar, m.a. í stjórn- málum, afneita honum, þegar gistihús taka ekki lengur á móti hinu fordrukkna leikskáldi vegna fyrri framkomu, hann fær ekki inngöngu á „pubbana" sína og hvarvetna verða fyrir honum lokaðar dyr. Hún heldur dauðataki í þá von, sem allar eiginkonur drykkjumanna sleppa ekki fyrr en allt um þrýtur, að eitthvert kraftaverk gerist og maðurinn hennar fái lækningu. Nokkrum sinnum fer hann á sjúkrahús til afvötnunar, en slíkt ber tak- markaðan árangur, enda vilji hans ekki sterkur. Upp á þvf er stungið af lækni, sem hefur með Brendan að gera, að skáld- ið gangist undir mjög nákvæma rannsókn, ef vera kynni að æxli þrýsti á heilann, eða einhverjar meðfæddar heilaskemmdir valdi hinni afbrigðilegu fram- komu hans. En hann fellst ekki á slíkt og hún getur ekki fengið af sér að beita hann þvingun- um. Ekki skortir vinina, þegar vel gengur. Beatrice Behan lýsir á fallegan hátt þakklæti sínu í garð þeirra, sem sýndu Brendan þolinmæði og hjálp- fýsi gegnum þykkt og þunnt. En þvf er ekki að neita, að þær raðir voru ekki fjölskipaðar á stundum. Enda þótt hún beri augljósa virðingu fyrir hæfileikum hans gerir hún sér ljóst er árin líða, að hann getur ekki lifað á þeirri frægð, sem „Gísl“ aflaði honum og hún tekur þátt í ang- ist hans, er hann tekur að ótt- ast, að hann sé þurrausinn með öllu. I bókinni segir frá ferðalög- um þeirra hjóna út um hvipp- inn og hvappinn, til Ibiza, til Frakklands og ótal ferðir til Bandarfkjanna. Hún segir einn- ig hreinskilnislega frá síðustu ferð hans til New York, en eftir ýmsu að dæma virðist sú dvöl hafa brotið hann niður andlega sem Ifkamlega, svo að eftir það átti hann sér ekki viðreisnar von. Um þær mundir uppgötvar Beatrice, að hún á von á lang- þráðum erfingja eftir átta ára hjónaband. Hjónabandið er f rúst og Brendan hefur farið til Bandarfkjanna án þess að kveðja konu sína. Hún reynir að sannfæra sig um að barnið muni breyta öllu í sambúðinni og fer á eftir honum full eftir- væntingar að segja honum tíð- indin. Þá verður hún þess vís, að enn á ný hefur Brendan ver- ið henni ótrúr og menn eru farnir að ræða um skilnað þeirra. Beatrice lætur þó ekki bugast. Hún lítur svo á, að unga stúlkan, sem er keppinautur hennar, hafi látið hrffast af frægð hans, en hún verði kannski ekki eins hrifin, þegar hún þarf að hlúa að honum sjúkum eftir drykkju dögum saman. leita að honum á krám, bfða f stöðugri óvissu um hvar hann er niðurkominn og hvort hann hefur enn á ný brugðizt öllum heitum og loforðum. Hún hefur þá trú, að hún ein sé nægilega sterk til að standast þær raunir, sem hún sér fram á, að í vændum eru. Telpan Blanaid verður ekki til að bjarga neinu. Eftir fæð- ingu hennar í nóvember 1963 sleppir Brendan svo gersam- lega fram af sér beizlinu, að hann hverfur dögum saman, umgengst nú aðeins slarkaralýð og er algerlega óvinnufær. Hann er fluttur á sjúkrahús nokkrum mánuðum síðar og þaðan á hann ekki afturkvæmt. Ljómi hefur verið um líf Brendans Behans, eins og oft verður um gáfaða drykkju- menn og listfenga. Enda lifði hann hátt og ævintýralega og brennir kerti sitt í báða enda. Svall hans hlýtur að kosta sitt að lokum. Lesandi þessarar bókar verð- ur snortinn af einlægri og hispurslausri frásögn, sem er laus við alla viðkvæmni. Eins og rauður þráður um alla bók- ina gengur væntumþykja henn- ar til hans. Sú ein er skýring á því, að hún þoldi án þess að brotna niður það, sem hún varð að reyna. Sú ein er skýringin á því, að hún getur þrátt fyrir allt litið til baka beizkjulftið og sagt þessa sögu. Beatrice Behan til aðstoðar við gerð bókarinnar voru Des Hickey og Gus Smith. Margar ágætar myndir prýða bókina, sem er gefin út hjá Leslie Frewin forlaginu. h.k. Höfundurinn H.J. Eysenck er meðal fremstu sálfræðinga heims og nýtur mikils álits meðal sérfræðinga. Hann hefur haldið fyrir- lestra í fjölmörgum löndum og skrifað tugi greina og bóka um sál- fræðileg efni og önnur skyld. Hann er í betra lagi ritfær og hefur þá gáfu til að bera, sem sér- fræðingum er ekki alltaf jafn lagið, að koma hávís- indalegum kenningum til skila til venjulegs les- anda svo að vel skilst og æ meiri forvitni er vakin. Bókin er gefin út hjá brezka Pelican-forlaginu, en hún hefur einnig ver- ið þýdd á fjölmörg tungu- mál önnur. Svaner og nátid — Epistler fra Island Eftir Astrid Hjertenæs Andersen Norska skáldkonan Astrid Hjertenæs Ander- sen er mjög þekkt í heimalandi sínu og er þessi bók, sem hér er vik- ið að, 11. bók hennar. Flestar hafa verið ljóða- bækur. Svaner og nátid eru þættir frá íslands- dvöl skáldkonunnar fyrir 4 árum og myndskreytir hana eiginmaður hennar, Snorre Andersen, en hann var með henni í Is- landsheimsókninni. Bókin er yfirlætislaus við fyrstu sýn, en þætt- irnir eru fagrir og sýna næma tilfinningu skáld- konunnar fyrir því um- hverfi, sem hún kynntist hér og virðist hafa haft mikil áhrif á hana. Mynd- skreytingar Snorre Andersen eru mjög í stíl við þættina, afar þekki- legar í sínum einfald- leika. Bókin skiptist í eftir- talda kafla: Lavamarken, Kildene, Vinden í Ultima Thule, Falketuen pá Þingvellir, De sorte strendene, Bilde med hest, Te-tid ved Snorralaug, Svaner og nátid og Tidenes morgen. I síðasta kafla bókar- innar segir frá gosinu við Heklu vorið 1970 og flug- Astrid Hjertenæs. Myndin var tekin I norræna húsinu vorið 1970, meðan hún dvaldist hér- lendis. ferð skáldkonunnar yfir eldstöðvarnar. Hinir þættirnir eru allir einnig ferða- eða stemmnings- lýsingar. Lítil bók, en smekkleg og hefur ljúf og góð áhrif á lesandann. Það er H. Aschehout & Co í Osló, sem gefur þessa bók út og kom hún út seint á árinu 1973. Ein af myndskreytingum Snorre Andersen f bók- inni Frá Snorralaug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.