Morgunblaðið - 17.07.1974, Side 25

Morgunblaðið - 17.07.1974, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JULI 1974 25 BRÚÐURIN SEM HVARF Eftir Mariu Lang Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir 3 Kruse, sem virtist eiga hug hennar allan, tölti á eftir henni. Dina Richardsson hristi regn- hlffina og ákvað að fara inn I verzlunina og segja Anneli, að hún hefði alls ekki tíma til að hanga eftir henni endalaust. Það var svalt og dimmt inni I verzlununni og ilmur af grænmeti og blómum blandaðist saman. Fanny Falkman stóð við afgreiðsluborðið, stór og ábúðar- mikil og Jóakim var hinum megin við borðið og þegar hann sá Dinu koma inn, sneri hann sér að henni og sagði fjögur stutt orð, sem I einfaldleika sfnum hljómuðu vægast sagt fráleitlega: — Hún er ekki hér. Dina starði á hann og át upp eftir honum: — Er ... er hún ekki hér? Hann yppti öxlum og vottaði fyrir óþolinmæði f hreyfingum hans. — Frú Falkman segir, að hún hafi alls ekki komið hér inn fyrir dyr... Dina varð gripin svimakennd og varð að þrífa í afgreiðsluborðið sér til stuðnings. Augu hennar voru full af ótta og undrun, þegar hún sagði lágt: — En ... en þetta er alveg frá- leitt. Ég sá hana með eigin augum ganga inn í verzlunina. Og ég hef staðið fyrir utan allan tímann og fylgzt með dyrunum..... Þögnin var næstum ógnandi. Þau virtust öll þrjú halda niðrí sér andanum. Loks sagði Dina í uppgjafartón, að hún skildi ekki, hvers vegna Anneli hefði haft áhuga á að vera í feluleik um hábjartan dag. Og svo sagði hún hikandi: — Hún hlýtur.. .hún hlýtur að hafa farið út um aðrar dyr.. .Eru ekki bakdyr á húsinu? Hún horfði fast á blómasölu- konuna og hún sá í augnaráði hennar, að þar var engrar vonar að vænta. — Til að komast út bakdyra- megin, verður að fara í gegnum geymsluherbergið. Og þar hef ég verið sfðasta klukkutfmann ... 2.kafli. Frá og með þessu furðulega andartaki Var leyndardómurinn orðinn staðreynd. Leyndar- dómurinn, sem æsti fólkið f Skógum upp umfram allt, sem þar hafði gerzt í mannaminnum: leyndardómurinn, sem síðan átti eftir að lykta með jarðarför ekki eins heldur tveggja, í staðinn fyrir brúðkaup. Leyndardómur, sem frægasti sonur þessa bæjar, Christer Wijk fékk að glfma við og um langa hríð sá hann ekki, að til lykta yrði leiddur. Sem betur fer vissi hann ekki um þetta enn. Hann hafði verið þreyttur og illa sofinn á leiðinni frá Stokkhólmi og hafði einmitt verið að velta fyrir sér á leiðinni, hvort það svaraði kostnaði að eyða dýrmætum frídögum í að fara í brúðkaup, þar sem hann þekkti hvorki brúðina eða brúð- gumann neitt sérlega vel: en Anneli Hammar var guðdóttir móður hans og móðirin var sú kona, sem hann var jafnan hvað veikastur fyrir. Og þreytan hvarf eins og dögg fyrir sólu, þegar hann ók svarta Mercedesbílnum sínum eftir innkeyrslunni við stóra húsið móður sinnar, brún- málað með hvítum svölum og upsum. Móðir hans, fíngerð, öldruð kona, stóð á hlaðinu til- búin að fagna syni sínum. Hann faðmaði hana að sér og sagði glað- lega: — Þú ert alltaf að yngjast? Hvað ertu eiginlega ung? — Eg komst á ellilaun í ár, skal ég segja þér. Og fæ hrúgu af peningum um hver mánaðamót. Það er sældarlíf, eins og þú getur fmyndað þér. Þau horfðu brosandi hvort á annað og hver maður gat séð ættarmótið með þeim. Sami strfðnisglampinn í augunum, hennar voru að vísu brún, en hans blá. En bæði höfðu dökkt hár, hátt enni og ákveðinn munn- svip. Christer gekk um garðinn og hélt undir handlegginn á henni. — Eg sé, að þú notar ekki peningana til að ráða garðyrkju- mann. Mér sýnist ekki af veita að karlmaður taki hér til hendi. — Ég er nú með karlmann í vinnu, sagði Helene Wijk, en ekki veit ég hvort hann er nógu duglegur til að slá gras. En það gerir svo sem ekkert til. Ég kann prýðilega við þetta eins og það er. Christer gægðist forvitnisleea inn um gluggana á neðstu hæðinni. Þar var lítil tveggja her- bergja íbúð, sem móðir hans leigði út sfðustu árin. Venjulega hafði hún leigt íbúðina einhleypu kvenfólki. — Ég man þú skrifaðir mér, að þú hefðir leigt hana piparsveini, svona til tilbreytingar. Er það ekki sá, sem ætlar að ganga í það heilaga á morgun. Jóakim Kruse? Seinna um kvöldið, þegar Christer hafði borðað heimatil- búna sultu, sfld og buff með Iauk og auk þess drukkið ótal kaffi- bolla með mikilli velþóknun, tróð hann f pípu sína, hallaði sér aftur í bezta stólnum og sagði: — Jæja, mamma, komdu nú með pínulítið af kjaftasögum! Hvernig er þessi maður, sem Anneli ætlar að giftast? Er hann boðlegur handa eftirlætinu þínu? Helena andvarpaði. Það er ófært að sitja inni i svona góðu veðri. — Eigum við ekki að bregða okkur í bíó? VELVAKAIMDI Velvakandi svarar ! sima 10-100 kl. 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 „fslenzkar lækninga- og nytjajurtir“ Eftirfarandi bréf er frá Helga Tryggvasyni, kentiara: „I nýlegri blaðagrein sá ég fjall- að um ágæti fffilsins, meðal annars að blöð hans væru ágætis- matur samkvæmt reynslu Frakka og Bandarikjamanna (og hefði mátt telja Breta þar með og sjálf- sagt fleiri þjóðir). Datt mér þá í hug að vitna í islenskar „kerlinga- bækur“, nefnilega reynslu ömmu minnar, en hún var fædd 1825. Þegar hún var komin nálægt nf- ræðu, sagði hún okkur drengjum frá ráðleggingu, sem hún hafði gott af, þegar hún var ung, að éta fíflablöðkur rakleitt af jörðinni, til þess að losna við máttleysi, sem stundum ásótti hana við erfiðis- vinnu." 0 Reyndu ráð ömmu „Þvi næst er frá þvf að segja, að á öndverðum túnaslætti þótti okkur bræðrum á barnsaldri óhæfilega langt að þrauka til mið- dagsverðar, þegar við stóðum við slátt á sléttu túni. En með þvf að á 2. degi sláttarins var ljánum sveiflað yfir þann mesta fiflagróð- ur, sem i túninu var, ákváðum við eitt sinn að reyna ráð ömmu, enda var hún heilráð f besta lagi. Öþol- andi bragðið skyldi þolað og með illu illt út rekið. Þegar við höfð- um geiflað okkur á nokkrum blöðum hver í kapp við annan, tuggið þau vandlega og rennt niður, meðan við skáruðum og brýndum — þvi að ekki mátti slaka á vinnunni, fór sultar- og magnleysistilfinningin að hverfa eins og dögg fyrir sólu. Og bragðið fór að skána! Ég fyrir mitt leyti brá sfðan iðulega á þetta ráð, bæði við túnasláttinn og þegar ég þurfti að rölta lengi í fjallinu í leit að hrossum.“ # Blaðaðí nýrri bðk „Þegar ég held á nýlegri bók frá Náttúrulækningafélagi ts- lands samnefndri fyrirsögn þessa greinarkorns, og velti fyrir mér, hvernig I ósköpunum fólk hafi farið að þvf að prófa gildi ýmissa drykkjarjurta, koma f hug ofan- nefnd atvik, og raunar margt fleira úr minni eigin reynslu og fólks, sem ég hef þekkt, svo sem hressandi áhrif af ýmiss konar íslenskum (og útlendum) jurtum, sem ráðlagðar voru fyrir jurtate og til græðslu útvortis. Meðan ísland var eitt „iæknis- hérað", og þar áður, fæddust vissulega margir með læknishæfi- leika, karlar og konur, og löngun til að Ifkna, alveg eins og nú. Mörg voru tækifærin til að prófa sig áfram um notkun jurta til lækninga og afla þannig meiri og meiri reynslu f aldaraðir. Slíkt gerðist í mörgum löndum. Þetta fólk áttaði sig á, að við mennirnir erum börn jarðar og sólar eins og jurtirnar, njótandi vatnsmettunar frá „dóttur lofts og vatns“, dögg- inni að ofan, eins og þær. Vatnið getur sfðan hlaðist af efnum jurt- arinnar, þegar jurtadrykkur er gerður, og borið þau inn í lifkerfi mannsins." # Margt áhugavekjandi „Bæði forn og ný fræði af þvi tagi, sem hér hefur verið minnst á, og margt annað áhuga- vekjandi, er að finna i ofan- nefndri bók. Þetta er 13. rit Nátt- úrulækningafélags íslands, og hefur Björn L. Jónsson læknir tekið saman. Er bókin skýr og skipuleg, sem vænta mátti, og fróðleikur sóttur i margar áttir. Ýmsir heimildarmenn eru nefnd- ir, þar á meðal nokkrir nafn- kunnir fræðimenn íslenskir. For- mála ritar forseti NLFÍ, frú Arn- heiður Jónsdóttir. Bókin er 79 bls., í góðu bandi, með mörgum myndum og smekkleg að öllum frágangi. Kaflar eru þessir: I Inn- gangur; II Söfnun; III Þurrkun og geymsla; IV Notkun; V Verkanir; VI Jurtablöndur; VII íslenskar lækninga- og drykkjar- jurtir. Skrá yfir jurtaheiti. Skrá yfir verkanir jurtanna. Það gæti orðið bæði gagn og gaman að Ifta í þessa bók meðan gróður sumarsins er f fullum blóma. Helgi Tryggvason." 0 Fjarvistir I Velvakanda í sfðustu viku var rætt um fjarveru tveggja ráð- herra, menntamálaráðherra og sjávarútvegsráðherra, er fyrstu nemendurnir úr Fiskvinnsluskól- anum voru brautskráðir. Þetta vakti þó nokkra athygli við- staddra. í Velvakanda sagði m.a. orðrétt: ....þó að hitt skuli að vísu játað, að vfst getur maðurinn (þ.e. menntamálaráðherra) hafa for- fallazt af einhverjum sökum. En þá hefði það líka gjarnan mátt koma fram í fréttum." Nú hefur menntamálaráðherra skýrt fjarveru sfna^ athugasemd, sem birtist f blaðinu s.l. laugar- dag. Hann var á samri stundu og skólanum var sagt upp í heimsókn f Raunvísindastofnun Háskólans. Þá er bara eftir að heyra frá sjávarútvegsráðherra, hvað hafi tafið hann. Sprengingar í Bretlandi Manchester, 15. júl^AP Tvær manneskjur hlutu meiðsl er sprengja sprakk f miðborg Manchester í gærkveldi og miklar skemmdir urðu á opinberri skrif- stofubyggingu, þar sem spreng- ingin varð. Sömuleiðis urðu skemmdir á nærliggjandi byggingum, en tekizt hafði að flytja alla þaðan burt. Lögregl- unni hafði verið gert viðvart með símhringingu skömmu áður en sprengingin varð. önnur sprengja sprakk í Birmingham um svipað leyti í mannlausri verzlunarbyggingu og urðu þar engin meiðsl á fólki. Lögreglan hefur grun um, að írski lýðveldisherinn h->fi verið þarna að verki. Nemendasam band Staðarfells skóla 26. MAt sfðastliðinn komu saman að Staðarfelii margir fyrrverandi nemendur húsmæðraskólans þar, stofnuðu nemendasamband skól- ans og sömdu stefnuskrá. For- maður sambandsins er Brandfs Steingrímsdóttir, ritari Sigur- björg Björnsdóttir og féhirðir Margrét Sigurðardóttir. Nemendurnir voru viðstaddir guðsþjónustu f Staðarfellskirkju, !þar sem Haukur Hafstað afhenti skólanum höfðinglega gjöf, kr. 100.000.00 frá Magnúsi Stefáns- syni, Alviðru. Er gjöfin í minn- ingu konu hans, Margrétar Árna- dóttur, sem var nemandi Staðar- fellsskóla fyrsta veturinn, sem hann starfaði, 1927—’28. !í ræðu, sem forstöðukona skól- ans hélt við þetta tækifæri, þakk- aði hún þessa höfðinglegu gjöf og færði þakkir nemendum fyrir gjafir og tryggð við skólann. Þá afhenti frú Lydía Kristóbertsdótt- ir fyrrverandi handavinnukenn- ari skólans, Staðarfellskirkju að gjöf forkunnarfagran altarisdúk, |J sem hún sjálf hafði saumað. ! 239 líflátnir ! á 2 1/2 ári | Teheran, 15. júlf AP ■ 239 manns hafa verið teknir af ! lífi í Iran á sfðustu tveimur og I hálfu ári fyrir aðild að eiturlyfja- I sölu, að því er franska ríkisstjórn- ■ in skýrði frá um helgina. Segir í ■ tilkynningu stjórnarinnar, að með | þessum ströngu ráðstöfunum hafi ■ tekizt að minnka eiturlyfjasölu í z landinu um helming frá því sem I var fyrir þennan tfma. Jafnframt I var skýrt frá stofnun nýrrar I nefndar undir forsæti Amirs I Abass Hoveida, forsætisráðherra, | sem á að fylgjast með baráttunni ■ gegn eiturlyfjasmygli og nautn í J Iran. Fimm aðrir ráðherra eiga I aðild að nefndinni. Carl Spaatz látinn Washington, 15. júlí AP CARL Spaatz, fyrsti forseti bandarfska herráðsins úr flug- hernum, lézt á sunnudag f Walter Reed sjúkrahúsinu f Washington, 83 ára að aldri. Banamein hans var hjartaslag. Það var f september 1947, sem Carl Spaatz varð forseti herráðs- ins að skipan þáverandi Banda- ríkjaforseta, Harrys Trumans. Um þær mundir hafði flugherinn orðið sérstök grein bandaríska hersins, en áður var hann hluti landhersins. Spaatz hafði yfirumsjón með loftárásum Bandarfkjanna á öll- um vígstöðvum í styrjöldinni, þar á meðal gegn Þjóðverjum f Norð- ur-Afríku, Sikiley og Evrópu og síðustu árásunum á Japan, þar á meðal þeim tveimur, þegar kjarnorkusprengjunum var varpað á Hiroshima og Nagasaki. Hann var viðstaddur allar upp- I gjafarathafnirnar f stríðslokin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.