Morgunblaðið - 28.07.1974, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 28.07.1974, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLl 1974. 3 honum runniS. Sýnir þetta ailt hvfKkur brautryðjandi hann hefur veriS, sem hinn traustasti sagn- fræðingur og fyrsti rithöfundur é islenzka tungu. Timatal og aBrar frásagnir varSandi Noregskonunga sem raktar verSa til Ara munu allar komnar frá (slendingabók eldri, sem týnd er I sinni upphaflegu mynd. Sumir ætla a5 sú „konungaævi" hafi verið sérstak- ur þáttur i bókinni og þá ef tH vill nokkuð efnisdrjúgur; en Ifklegra er að um hafi verið að ræða gagn- orðar smágreinar likt og ævi lög- sögumanna i hinni varðveittu bók, þar sem aðeins hafi verið getið um rfkisstjórnarár og einstaka merkis- viðburði ( tið hvers konungs. Snorri Sturluson hefur vel kunnað að meta konungaævi Ara, tekur efni hennar upp ( Heimskringlu og fylgir timatali Ara. „Þykir mér hans sögn öll merkilegust," segir hann. Formáli Heimskringlu er meginheimild um um hina glötuðu eldri fslendingabók. Rit það sem nefnt er LANDNÁMABÓK er varðveitt I ýmsum mismunandi gerðum. Elzta gerðin er STURLUBÓK, samin af Sturlu lögmanni Þórðarsyni. lik- lega á efri árum hans (d. 1284). Næst i röðinni er HAUKSBÓK, samin af Hauki lögmanni Erlends- syni laust eftir aldamótin 1300. Haukur kveðst fara eftir Sturlubók „og eftir þeirri bók annari er ritað hafði Styrmir hinn fróði (d. 1245). og hafði eg það úr hvorri er framar greindi, en mikill þorri var það er þær sögðu eins báðar." Þriðja miðaldagerðin er MELABÓK, en af henni eru aðeins varðveitt litil brot. Siðaldagerðir eru tvær, sam- steypur eftir Björn á Skarðsá og Þórð Jónsson ( Hftardal. Sam- bandið milli þessara gerða virðist vera svo samkvæmt niðurstöðu Jóns Jóhannessonar sem mest og bezt hefur rannsakað uppruna og þróun Landnámu: Ekkert bendir til að Haukur hafi stuðzt við aðrar gerðir en Styrmisbók og Sturlubók, en hann hefur vitað — eða að minnsta kosti talið — að aðrir menn enn eldri höfðu lagt þar hönd að. „Nú er yfir farið um landnám þau er verið hafa á Islandi." skrifar hann, „eftir þvl sem fróðir menn hafa skrifað. fyrst Ari prestur hinn fróði Þorgilsson og Kolskeggur hinn vitri," Helzt gera menn ráð fyrir að Haukur hafi þessa vitneskju úr hinni týndu Styrmisbók. I Aust- firðingafjórðungi norðarlega, þegar komið er til Húsavfkur. segir svo i Landnámu (Sturlubók): „Nú hefir Kolskeggur fyrir sagt héðan frá um landnám." Skiptir þarum svip á Landnámu og koma fram ein- kenni i frásögn sem mjög gætir f næstu köflum og slðan öðru hvoru allt til endimarka Austfirðinga- fjórðungs. Er liklegast að Kol- skeggur hafi sagt fyrir um ritun þessa hluta Landnámu, eða jafn- vel skrifað hann sjálfur, en á þessu tvennu væri aðeins stigs munur. Ætt Kolskeggs er rakin ( Landnámu, og má ráða af likum að hann hafi verið öllu eldri maður en Ari fróði; til dæmis er hann ömmubróðir Finns Hallssonar prests og lögsögumanns sem deyr 1145. Úr þvf að vfst má telja að Kol- skeggur vitri hafi stjórnað ritum Landnámu um Austfirðinga- fjórðung, þá styður það vitnisburð Hauks um að Ári hafi einnig ritað um landnám. Sumir geta þess til að Ari hafi verið aðalhöfundur hinnar elztu Landnámu, þótt hann hafi notið styrks annara fróðra manna, svo sem Kolskeggs. Aðrir telja Ifklegra að hann hafi einung- is samið þátt eða þætti um land- nám, máski aðeins i íslendingabók eldri. „Það er trúlegt að land- námaskrif Ara hafi eigi náð yfir allt landið, þvf það var ærið örðugt fyrir einn mann þvi til leiðar að koma," segir Árni Magnússon. f Landnámu hefur mannfræðin verið aukin stórkostlega frá fyrstu gerð, ættir raktar niður til síðari kynslóða. Til dæmis eru ( Sturlu- bók mjög raktar ættir til Sturlunga, en ( Melabók til Mela- manna kringum 1300, einkum til Markúsar Þórðarsonar, og dregur bókin nafn sitt af þvi. í Frum-Land- námu virðast þegar hafa verið ýmsar gagnorðar frásagnir fléttað- ar inn ( ættartölumar. Frásagnir þessar eru mjög forneskjulegar, ekki aðeins að orðfæri sem þó mun breytt nokkuð frá uppruna- legri gerð, heldur og að efni sem vitnar um myrka hjátrú og lög- laust þjóðfélag. Til sýnis skal hér birt stutt frásögn af Loðmundi ( Sólheimum sem mun vera komin frá Kolskeggi fróða: „Þá er Loðmundur var gamall bjó Þrasi i Skógum; hann var fjöl- kunnugur. Þat var eitt sinn að Þrasi sá um morgun vatnahlaup mikið. Hann veitti vatnið með fjöl- kynngi sinni austur fyrir Sól- heima. en þræll Loðmundar sá og kvað falla sjó norðan um landið að þeim. Loðmundur var þá blindur. Hann bað þrælinn færa sér i dæli- keri það er hann kallaði sjó, og er hann kom aftur sagði Loðmundur: „Ekki þykir mér þetta sjór." Síðan bað hann þrælinn fylgja sér til vatnsins, „og stikk stafsbroddi mfnum i vatnið." Hringur var ( stafnum. og hélt Loðmundur tveim höndum um stafinn, en beit ( hringinn. Þá tóku vötnin að falia vestur aftur fyrir Skóga. Sfðan veitti hvor þeirra vötnin frá sér, þar til er þeir fundust við gljúfur nokkur; þá sættust þeir á það að áin skyldi þar fatla sem skemmst væri til sjóvar. Sú er nú kölluð Jökulsá og skilur lands- fjórðunga." I hinum varðveittu gerðum Landnámu hefur enn verið aukið við margvislegum frásögnum sem einkum eru útdrættir úr islend- ingasögum. Er talið að þessir viðaukar séu mestmegnis verk Sturlu Þórðarsonar. Þannig hefur varðveitzt efni úr ýmsum sögum sem nú eru glataðar, en sumsstað- ar vitnar Landnáma um eldri gerð- ir sagna en þær sem varðveitzt hafa. Þessir viðaukar skapa fjöl- breytni og lifga uþp hinar þurru ættartölur; en vitanlega hefðum við kosið að eiga jafnframt Frum- Landnámu ómengaða — eða þó ekki hefði verið nema Styrmisbók eða Melabók. I Landnámu eru taldir um 430 sjálfstæðir landnámsmenn, karlar og konur, og greint frá bústað hvers þeirra og landnámi. Ætla má að nöfnum og ættrakningu frá landnámsmönnum1 megi treysta ( stórum dráttum, en siður er að reiða sig á framættir sem gjama eru raktar til konunga sem eiga að hafa lifað i grárri forneskju. Frá- sögnum af atburðum er einnig vartega treystandi, jafnvel þeim sem staðið hafa i Landnámu frá upphafi, þvi margar þeirra eru með augljósum þjóðsagna- eða ýkjusvip. Frásagnirnar gera Land- námu að bókemnntum. en auka ekkiheimildargildihennar að sama skapi. Engu að síður er Landnáma, f sfnum varðveittu gerðum, merki- legt fræðirit. Hún skýrir að nokkru orsakir landnámsins og lýsir upp- runa landnámsmanna, og fær þessi fróðleikur staðfestingu af ýmsum öðrum heimildum og rann- sóknum. Hún geymir geysilegt safn af mannfræði og birtir okkur svipmyndir úr manniifi og þjóðtrú á fyrstu timum fslands byggðar. Engin þjóð i veröldu á þvflikt heimildarrit um uppruna sinn. Nú á dögum eru menn efagjarn- ari um fornar heimildir heldur en áður var. og þegar halda skal hátiðlegt ellefu alda afmæli Is- lands byggðar heyrist þvi stundum fleygt að þetta ártal sé nú ekki meir en svo öruggt. Vitneskja okkar um timasetningu hinnar fyrstu landsbyggðar er komin úr þeim tveimur ritum sem hér eru til umræðu. og virðist þvi ekki úr vegi að rifja upp það sem þau hafa til málanna að leggja. Ari segir svo f islandingabók: „ísland byggðist fyrst úr Noregi á dögum Haralds hins hárfagra. Hálfdánarsonar hins svarta, i þann tfð — að ætlun og tölu þeirra Teits fóstra mins. þess manns er ég kunni spakastan, sonar Isleifs biskups, og Þorkels föðurbróður mfns Gellissonar er langt mundi fram. og Þurfðar Snorradóttur goða er bæði var margspök og óljúgfróð — er fvar Ragnarssonur loðbrókar lét drapa Játmund hinn helga Engla- konung, en það var 870 eftir burð Krists. að þvf er ritað er ( sögu hans." Ennfremur segir Ari: „Ingólfur hét maður norrænn er sannlega er sagt að færi fyrst þaðan til islands þá er Haraldur hinn hárfagri var sextán vetra gamall, en ( annað sinn fám vetrum siðar. Hann byggði suður í Reykjavik." Ar! telur að Haraldur hárfagri hafi andazt árið 931 eða 932 og orðið áttræður. Hefur hann þá að tali Ara verið fæddur 851 eða 852 og verið sextán vetra gamall 867 eða 868 — árið sem Ingólfur fer fyrri för sina til fslands. Ljóst virðist af þessu að Ari hefur ekki talið sig vita nákvæm- lega hvaða ár Ingólfur settist að i Reykjavik. Andlát Haralds hár- fagra leikur hjá honum á tveimur árum, og hefur hann þá naumast haft nánari fregnir af fæðingu konungs. Þegar hann miðar við ártalið 870 segir hann „i þann tfð", og meinar þá liklega „um þær mundir". Og hann segir að Ingólfur hafi farið siðari förina fám vetrum sfðar en hina fyrri, hefur sýnilega ekki vitað nákvæm- lega hve langur tfmi leið á milli. En allir reikningar stefna að þvl að hann hafi talið fyrri förina fama UM 867 og siðari ferðina UM 870. En með þessum fyrirvara má segja að timasetning Ara sé mjög traust. Hann sækir að henni úr þremur áttum og miðar við: 1) aldur Haralds hárfagra, 2) dráp Játmundar hetga (870) og 3) lengd landnámstimans sem var 60 ár að sögn „spakra manna" og lokið þegar Hrafn Hængsson varð tögsögumaður (930). Ari leggur ávallt mikla rækt við rétt tfmatal, eins og fyrr segir og Ijóst er að hann hefur reynt að grafa vand- lega eftir landnámsértalinu. þvf hann vitnar f senn til þriggja hinna traustustu heimildarmanna sinna. Elzta heimild sem greinir land námsárið 874 er Landnámabók Sturlu Þórðarsonar, og raunar er sama ártal greint f einum fornum annál, en þangað getur það verið komið úr Sturlubók. Ekki er kunn- ugt hvernig þetta ártal er fengið. en helzt dettur mönnum f hug að það sé útreikningur samkvæmt tfmatali Ara i fslendingabók. Menn hafi talið að ártalið 870 ætti við fyrri ferð Ingólfs. og láti sfðan Ifða „fáa vetur". það er að segja fjögur ár, á milli ferðanna En engar Ifkur eru til þess að nokkur sfðari sagnaritari hafi haft réttari vitneskju um landnámsár- talið heldur en Ari fróði. Nú hefur orðið venja að miða upphaf landnámsins við árið 874, enda þótt 870 væri Ifklega nær réttu lagi. Engin ástæða er til að mæðast ofmjög yfir þessu. Margur maðurinn heldur upp á afmælið sitt nokkrum dögum fyrir eða eftir réttan mánaðardag ef það hentar betur. Fjögur ár eru ekki langur tfmi f ellefu alda þjóðarsögu. og breyta litlu við rannsóknir á fomri menningu þjóðarinnar. Um hitt er meira vert að við höfum frábær- lega trausta heimild fyrir þvf að norrænir menn hafi fyrst byggt fsland árið 870 — eða fám vetr- um fyrr eða sfðar. Matthlas Jochumsson: íslands mlnnl ísland, þig elskum vér alla vora daga; byggð vor við brjóst þitt er, brauð og líf og saga, blikeldar braga, brýnir lífið frost og glóð; heimilishaga hér gaf drottinn vorri þjóð; hér blessast heitt og kalt, hér er oss frjálsast allt. Faðmi þig himinn fagurblár, föðurleifð vor í þúsund ár. ' É6 - ■ ' ÍÉÍK stelngrimur Thorstelnsson: Fjallavísur Þú bláfjallageimur með heiðjökla hring, um hásumar flý ég þér að hjarta. Ó, tak mig í faðm, minn söknuð burt ég syng um sumarkvöld við álftavatnið bjarta. Þín ásjóna, móðir, hér yfir mér skín með alskærum tárum krystallsdagga. Und miðsumars himni sé hvílan mín. Hérskalt þú, ísland, barni þínu vagga. Hér andar guðs blær og hér verð ég svo frjáls, í hæðir ég berst til Ijóssins strauma, æ, lengra, æ lengra að lindum himinbáls, unz leiðist ég i sólu fegri drauma. .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.