Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 5
fyndist. VitaS er af heimildum. a8 menn lögSu ýmsir leiS slna um England eSa frland á ferSinni hingaS út. höfSu þar veturvist eSa tóku sér þræla. Slfk viSdvöl hlýtur aS láta einhver merki eftir sig I fornminjum, menn hafa haft meS sér einhverja hluti frá þessum löndum, ránshluti eSa annaS, sem þeim hafa keypt, og vitaS er. aS á vlkingaöld voru mikil verzlunar- viSskipti milli Noregs og frlands. Allmargir Irskir forngripir finnast meSal vlkingaaldarminja I Noregi og tilvist þeirra er skýrS meS verzlunarferSum milli landanna. Á vfkingaöld stofnuSu norrænir menn borgir á frlandi og rlki á eynni Mön. Þvl er ekki nema eSli- legt, aS allmiklar samgöngur hafi veriS milli þessara landa. Þau samskipti láta eftir sig þessar fáu minjar, þrjár smábjöllur úr bronsi, ensk sverS og blýmet meS (rsku skrautverki, og þar meS er vlst nær allt upptaliS af þeim hlutum, en Ifklegt má telja, aS hin borg- hlöSnu steinbyrgi, fjárborgir og fiskhús, beri Irsk einkenni. Paparnir. sem Ari talar um f fslendingabók aS veriS hafi hér. er norrænir menn komu, virSast ekki hafa látiS eftir sig aSrar minjar en þær, sem Ari hafSi spurnir af og nú eru týndar, bækur, bjöllur og bagla. Þrátt fyrir skipulegar rann- sóknir virSist ekki ætla aS auSnast aS finna áþreifanlegar minjar um þessa frsku einsetumenn, sem héldust e'kki viS hér innan um heiðna menn. Og þótt hingað muni hafa komið sitthvaS af frsku fólki út á vfkingaöld, þrælar eða frjálsir menn. þá virðist það fólk ekki hafa lát- ið eftir sig margt áþreifanlegra minja f menningu þjóðarinnar. Vera má, að eitthvaS eigi eftir að koma f Ijós viS nánari rannsóknir, sem rétti hlut frska kynstofnsins, en hans verSur enn harla IftiS vart f fornminjum. HefSum viS engar ritaðar heim- ildir um upphaf íslandsbyggðar og ættum aS styðjast eingöngu við fornminjar f landinu við að skýra upphaf þjóðarínnar yrSi útkoman f fáum orðum þessi: Hingað komu norrænir menn, einkum frá Vest- ur-Noregi, á sfSara hluta vfkinga- aldar. Þeir komu að óbyggðu landi, námu láglendi og dali víðast hvar og settut sums staðar að uppi á hálendinu. Hús þeirra voru af norrænni gerS, áhöld, skartgrip- ir og vopn einnig og grafsiðir norrænir. Þeir voru heiðinnar trú- ar eins og aðrir Skandinavar á þeim tfma, en f lok vfkingaaldar kemur kristni f landið, grafsiðir breytast og byggingarhættir smám saman. Séreinkenni nýs þjóðlffs f nýju landi taka smám saman að koma f Ijós, en norræn menning lifir enn f landinu og norræn tunga. Þetta væru í stuttu máli svar fornleifanna. Þær styðja I meginat- riðum frásagnir Ara og annarra höfunda forn- irtanna. Hitt er svo annað mál, að forn- leifafræðin er þess sjaldnast umkomin að skýra frá eða styðja rás einstakra atburða. Þær fræða okkur ekki um það, hvort hann hét Ingólfur eða eitthvað annað, bóndinn, sem fyrstur settist að í Reykjavík, eða hvort maður lifði hér á vík- ingaöld, sem Egill hét og orti dýr kvæði. Fornleifafræðin er hin þögla frásagnargrein, hlutirnir segja aðeins lítið eitt af því, sem við vildum spyrja að. f því birtist kannski einkum hið dulúðuga seið- magn þessarar fræði- greinar. Fjósið í Gröf í Öræfum, sem fór í eyði 1362. — Ljósm.: Gfsli Gestsson. Malthlas Jochumsson: Ingolfur Himinfjöll, földuð mjöll, fránu gulli brunnu. „Fram til sjár" silungsár sungu, meðan runnu. Blóm á grund, glöð í lund, gull og silki spunnu, meðan fuglar kváðu allt, sem kunnu. Lýsti sól stjörnu stól, stirndi á Ránar klæði, skemmti sér vor um ver, vindur lék í næði. Heilög sjón! hló við Frón: Himinn, jörð og flæði fluttu landsins föður heillakvæði. Blíð og fríð frelsistíð! Frægur steig á grundu, Ingólfur Arnarbur, iturhreinn í lundu. Disafjöld hylltu höld, heill við kyn hans bundu. Blessast Ingólfs byggð frá þeirri stundu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.