Morgunblaðið - 28.07.1974, Side 8

Morgunblaðið - 28.07.1974, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULl 1974. ikla þakkarskuld á islenzka þjóðin að gjalda þeim mönnum, sem sömdu Landnámabók. Hún er enn i dag merkasta fræðirit, sem samið hefir verið á íslandi. þvi að hön er hinn bjargfasti grundvöllur sögu þjóðarinnar. Landnáma segir frá fæðingu nýrrar þjóðar f Norðurálfu, hvernig hún reis á legg og tók sín fyrstu skref fyrir 1100 árum. Landnáma lýsir landnámi Norð- manna hár og nef nir um 400 land- námsmenn með nöfnum. Hún seg- ir frá þvi hvemig þeir skiftu land- inu milli sfn þar til enginn blettur var ónuminn. Hún segir frá hverju einasta landnámi og hver voru takmörk þess, og það er merkilegt að mörg þessi landamerki haldast enn. svo manni hlýtur að sýnast örskammt á milli landnámsaldar og nútfmans. Vár könnumst við alla landnámsmennina. eins og þetta hafi verið gamlir góðkunn- ingjar, og margir geta enn rakið ættir sfnar til þeirra. Hér er þó ekki öll sagan sögð. þvl að Land- náma rekur framætt margra land- námsmanna um marga liði til ým- issa hofðingja og stórmenna f Nor- egi. Um ýmsa landnámsmenn er þess getið hvaðan þeir voru úr Noregi. en nokkuð skortir þó á að sá fróðleikur sé fullkominn, þvf að örsjaldan er þess getið hvar þeir áttu heima. Og langoftast láta Landnámuhöfundar sér nægja, að rekja ættir landnámsmanna til einhverra nafnkunnra forfeðra. Lfklega hefir þeim fundist að slfk- ar upplýsingar hlysi að nægja. allir mundu kannast við þessa menn og vita hvaðan þeir voru, þegar minnst var á feður þeirra. Þetta ætti að sýna, að enn á 12. öld könnuðust íslendingar við forfeð- ur sfna og vissu hvar ættin hafði átt heima f Noregi. En nú er það gleymt af því það var ekki skráð. Ég veit ekki hvort vér getum áfellst höfunda Landnámu fyrir þetta. Vér skulum Ifta nær oss. Enginn mundi nú fetta fingur út f þótt vér töluðum um Hallfreð vandræðaskáld. Kolbein unga, Gissur jarl. Ara fróða. Loft rfka, Jón lærða. Skúla fógeta eða Jón forseta, án þess að geta samtfmis um heimilisfang þeirra eða ætt- stöðvar. Nöfnin ein „þylja nóglegt efni", allir vita við hverja er átt. Enn eru margir landnámsmenn, sem fátt eitt er sagt um. Um suma er þess getið að þeir hafi komið frá Noregi. en engin deili sögð á þeim. þess aðeins getið hvar þeir námu land. Noregur er furðulegt land, ör- mjór en með firnum langur Gæt um vér rekið tröllaukinn sigur nagla f jörð hjá Osló og snúið öllu landinu á honum til vesturs. mundi það ekki aðeins ná til (s- lands heldur einnig þvert yfir það og langt vestur f Grænlandshaf. Noregur má kallast samfelld keðja háfjalla. sem flest eru snar- brött, en milli þeirra djúpir dalir og mjóir firðir, sem skerast langt inn f land. (Sogn er t.d. 180 km. langur og hyldjúpur inn t botn). Úti fyrir ströndinni er skerjagarður og eya- mor. Ströndin er ákaflega vog- skorin, og sé mælt inn fyrir hverja vfk og fjörð og út fyrir hvert an- nes. þá er strandlengjan 17.000 km. Til samanburðar má geta þess, að mæld yfir miðju er jörðin 12.742 km, og er sú vegarlengd nær þriðjungi styttri heldur en strandlengja Noregs. Láglendi get- ur varla talist nema upp frá Vfk inni, á Jaðri og í Þrándheimi. Þarna eru geisimiklir skógar allt sunnan af landsenda og norður á Finnmörk. Landið er talið 333.000 ferkm. að flatarmáli. en af þessu er ekki nema þriðjungur talinn byggilegur, þrátt fyrir mikla ræktun og framkvæmdir á sein- ustu öld. Á landnámstfð hefir Noregur verið eitt hið harðbýlasta land f álfunni. Samgöngur voru engar nema á sjó, þv! að engar leiðir voru færar yfir háfjöllin og skóg- ana. Þá voru skógarnir landplága. þvf að hvergi var hægt að rækta blett nema skógi væri fyrst rutt af honum. Eina gagnið sem Norð- menn höfðu af skógunum þá. var að þar fengu þeir efni f bjálkahús sfn og til skipasmfða. Bændur hreiðruðu um sig á smáblettum f fjörðunum eða á eyunum. Vfða var baslbúskapur, fátt um búpening og akrar sem lófastórir blettir. Fiskveiðar voru mikið stundaðar þá. eins og enn er, en fornsögur virðast benda til þess. að helzta tekjuöflun þjóðarinnar hafi verið hernaður, vfkingaferðir til annara landa Þetta er aðeins skyndimynd, en sé skyggnzt nær. kemur f Ijós að lífskjör og atvinnuhættir hefir verið mjög breytilegt eftir héruð- um. enda voru landkostir mjög mismunandi og harla ólfkir á suð- urlandinu og f nyrstu héruðum. á Vesturlandinu og f dölunum aust- an fjalla. Vegna landnámssögu vorrar væri þvf fróðlegt að athuga úr hvaða héruðum Noregs flestir landnámsmenn hafa farið til is- lands. Þetta hefir ekki verið gert, svo að ég viti, og þess vegna hefi eg dregíð saman upplýsingar um þetta, eftir heimildum Landnámu. Er þá rétt að geta þess. að sagt er frá ýmsum ættbálkum, en sumir af þeim ættum höfðu farið úr Nor- egi til Vesturlanda og dvalist þar nokkra hrlð áður en þeir færi til íslands. Þessa menn hefi eg talið til byggðar ættföðursins. Agðir Ætt Ölvis barnakarls: — Ölvir barnakarl hét ágætur maður og bjó f Hvinisfirði á Ögðum. Hann var víkingur mikill. Hann lét eigi henda börn á spjótsoddum. sem þá var vfkingum tftt. Þvf var hann Árni Óla: Norskir landnem ará isiandl Hvaðan voru Deir ættaðír barnakarl kallaður. Frá honum eru miklar ættir komnar á fslandi. 1. Þormóður skafti, sem nam land f Gnúpverjahreppi, var sonur Ólafs breiðs, Einarssonar. Ölvis- sonar barnakarls. Hann bjó f Skaftaholti. 2. Ófeigur grettir, Einarsson, Ölvissonar nam einnig f Gnúp- verjahreppi og bjó I Steinholti. 3. Hrollaugur Einarsson Ölvis- sonar nam fyrst við Ölfusvatn og bjó f Heiðarbæ, en skifti á jörðum við Eyvind f Kvfguvogum og bjó sfðan f Stóru Vogum til ævikoka. Sonur hans var Svertingur faðir Grfms lögsögumanns á Mosfelli. 4—5. Bröndolfur og Már námu Hrunamannahrepp. Þeir voru syn- ir Naddodds vfkings og Jórunnar Ölvisdóttur. 6. Steinolfur lági, sem nam innra hluta Skarðsstrandar og Saurbæ i Dölum, var sonur Hrolfs hersis af Ögðum og Öndóttar syst- ur Ölvis. 7. Kolgrímur gamli, sem nam inni f Hvalfirði og bjó á Ferstiklu, var bróðir Steinolfs. Systir þeirra var Astrfður, sem var gift Kjallaki gamla f Bjarnarhöfn. 8. Þrándur mjóbeinn var ættað- ur af Ögðum. Hann nam Flatey f Breiðafirði. 9. Eyvindur kné fór af Ögðum og Þurfður rymgylta kona hans og námu Alftafjörð og Seyðisfjörð vestra. 10. Ormur hinn gamli, sem nam land undir Ingólfsfjalli og bjó I Hvammi, var sonur Eysteins jarls sem barðist með Kjötva auðga Agðakonungi f orustunni f Hafurs- firði. Bræður tveir af Ögðum, Grfm- úlfur og Álfur egðski fóru til fr- lands og gengu f landvarnarlið Ey- vindar Austmanns hjá Kjarval kon- ungi. Eyvindur var giftur Raförtu dóttur konungs, en Grfmúlfur fékk Kormlaðar systur hennar. Þau áttu tvo sonu, Grfm og Þorgrfm. Synir Grfms hétu Böðólfur og Böð- móður gerpir. Þeir fóru til (slands. 11. Böðólfur Grfmsson nam Tjörnes allt inn að Kaldakvfsl. 12. Böðmóður gerpir nam vest- urhluta Kelduhverfis. 13. Skeggi Böðólfsson nam Garðsland f Kelduhverfi og bjó ! Míklagarði. 14. Álfur egðski nam land f Ölfusi og bjó að Núpum. Þorgrfm- ur Grímúlfsson, bróðursonur hans, erfði hann. Sonur Þorgrfms var Eyvindur. faðir Þórodds, föður Skafta lögsögumanns á Hjalla. Ætt Öxna-Þóris: Hann bjó á Ögðum og átti þrjár eyar og 80 yxna i hverri. En er Haraldur kon- ungur hárfagri bað hann strand- höggs, gaf hann konungi eina eyna og öll yxnin með. Af þvf fékk hann viðurnefnið. Frá honum er margt stórmenni komið á ís- landi. 15. Þorsteinn hinn hvfti keypti land f Vopnafirði og bjó að Hofi. Hann var sonur Ölvis hvfta f Alm dölum. Ósvaldssonar Öxna-Þóris- 16. Þorvaldur Ásvaldsson. Úlfs- sonar, Öxna-Þórissonar, nam Drangaland á Ströndum. Hann var faðir Eirfks rauða. Sagt er að þeir feðgar Ásvaldur og Þorvaldur hafi komið frá Jaðri. 17. Kráku-Hreiðar nam land f Skagafirði og dó I Mælifell. Hann var sonur Ófeigs lafskeggs, Öxna- Þórissonar. 18. Eysteinn Rauðúlfsson, Öxna-Þórissonar, nam land f Eya- firði og bjó á Skipalóni. Sonur hanns var Gunnsteinn tengdafaðir Viga-Glúms. 19. Eyvindur hani kom út f Eya- firði og nam land f Kræklingahlfð Hann kallaði bæ sinn Tún, en f munni manna varð það brátt að Hanatúni og svo var lengt við- urnefni Eyvindar og hann kallaður túnhani. Hann var giftur Þóreyu Stórolfsdóttur, Öxna-Þórissonar. 20. Þórir dúfunef nam land austan vatna f Skagafirði og bjó að Flugumýri. Hann var leysingi Öxna-Þóris, og þess vegna er hann talinn hér með Egðum. (Þó má vera að hann hafi ekki verið norskur). 21. Auðolfur hét maður, er fór af Ögðum og nam Hörgárdal f Eyafirði. Hann fekk Yngveldar dóttur Helga magra og var af þeim kominn Gissur jarl. Frá Öndótt kráku: Öndóttur kráka bjó í Hvinisfirði á Ögðum og var rfkur maður. Hann gaf Helgu systur sfna Birni Hróffssyni frá Ám (föður Eyvindar Austmanns) og áttu þau einn son er Þrándur hét. Hann fór til frlands. Þrjá syni átti Öndóttur, Ásgrfm, Ásmund og Öndótt. Þegar Bjöm Hrólfsson andaðist gerði Öndóttur orð Þrándi að hann skyldi vitja föður- arfs. Sigldi Þrándur þá slfkt hrað- byri til Noregs að hann fékk nafn- ið mjögsiglandi. Hann tók arf sinn og fór sfðan til fslands. En af þvf að konungur þóttist eiga þetta fé. lét hann drepa Öndótt. Synir hans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.