Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULl 1974. itur maSur hefur sagt, að allar hjóðir, sem eiga sér sögu deyi ekki. Sé mark takandi á slfkri alhæfíngu getur fslenzka þjóðin tæpast verið f andarslitrunum. Sagan er enn lifandi afl með þjóð- inni og við þykjumst enn hafa hana að leiðarljósi við ýmis merki- leg tækifæri. Ekki verður heldur um það deilt, að stærsti viðburð- urinn i sögu þjóðarinnar er land- námið; það hefur raunar ekki ein- ungis sögulega þýðingu fyrir ís- lendinga heldur markar sá atburð- ur tfmamót í sögu heiltar heims álfu. Evrópu. Landnám jslands er þáttur f grósku og útþenslu vfk- ingaaldar Norðurlanda. Með þvt hefst fyrsta varanlega landnám evrópskra manna handan úthafs- ins. Landnám islands leiddi til landnáms á Grænlandi og haldið var uppi beinum siglingum hingað frá Noregi f full 500 ár. Sagan greinir að vfsu frá ferðum til Islands fyrir daga norrænna landnámsmanna og eru heimildir gleggstar um veru Papa hér á landi Það breytir þó engu um gildi síglinga hinna norrænu landnáms- manna. „Pað er mesta siglingaaf- rek miðalda," staðhæfði Björn Þorsteinsson sagnfræðingur f spjalli, sem ég átti við hann út af þessari grein. „ Þetta voru fyrstu skipulegu úthafssiglingamar. þar sem ekki var siglt með guðhræðsl- una eina saman fyrir kompás og kjölfestu heldur studdust vfking- amir við siglingafræði. frumstæða að vfsu en siglingafræði var það engu að sfður. Ég get jafnvel fall- izt á. að það sé f sjálfu sér ekkert stórkostlega afrek að sigla hingað seglskipum að sumarlagi, en það breytir þó ekki þeirri staðreynd. að íslendingar voru hinir einu, sem þessar úthafssiglingar stund- uðu f hartnær fimm aldir og lögðu með þvf grundvollinn að siglingum siðari tfma." fsiands saga hefst er menn koma hingað og taka að byggja landið. í bók sinni fslenzkri menn- ingu vill Sigurður Nordal hins veg ar gera greinarmun á istands sögu og Istendinga sögu og bendir á. að íslands sagan eigi, „ef betur er að gætt, miklu afmarkaðra upphaf en saga íslendinga. Að vfsu verða fslendingar ekki til með þvf nafni fyrr en þeir hafa tekið sér bólfestu á íslandi. en þeir eiga sér samt forfeður jafnlangt aftur og aðrar þjóðir ' Athyglinni verður beint að þessari sögu hér á eftir, hugað að uppruna íslendinga. Raunar segir Nordat i sömu bók. að frum- saga fslendinga f þessum skilningi sé fremur eign þeirra þjóða. sem við höfum kvfslazt frá. en okkar sjálfra. þeim sé skyldara að kanna hana og hafi Ifka gert það eftir föngum. Engu að sfður hafa fs- lenzkir fræðimenn og leikmenn verið nokkuð iðnir við kolann f þessu efni, ýmsar athuganir hafa veríð gerðar og kenningar komið f/am á sfðustu árum. sumar hverj- ar nærtækar. aðrar æði langsótt- ar. Á ég þar við hversu langt aftur f myrkur aldanna rannsóknarfýsn- in teiði menn; hvort þeir þreifi sig allt aftur til Biblfunnar og ætt- kvfslar Benjamfns eins og pýra- midakenningin vitnar um (sem tæplega verður þó eignuð sagn- fræðinni) eða rýni f árdaga Norð- urlandasögu. er Skandza var „móðurskaut þjóðanna" eins og gotneskur söguritari orðar það, f umbrot þjóðflutninganna miklu og hugi að örlögum hulduþjóðar. er Herúlar nefndust. Nærtækast er þó að staldra við á Norðurlöndum og nýbyggðum norrænna manna á Bretlandseyj- um f þann mund sem landnám ístands hefst. Um þann þáttinn höfum við traustustu heimildirnar. Landnámu. sem upphaflega er tal- in rituð á þriðju öld eftir að fyrsti landneminn sté á land. „Við sagn- fræðingar erum bundnir af heim ildum," segir Bjöm Þorsteinsson mér, „þessum elztu rituðu heim- ildum og fornleifafræðinni nú á síðari tfmum. Svo vill til. að fom- leifafræðinni og hinum rituðu heimildum ber mjög vel saman og benda eindregið til þess. að land- námsmennrrnir hafí komið af Norðurlöndum og Bretlandseyj- um, en þó að verulegu leyti úr Vestur-Noregi. Með þjóðernisupp- runann f huga er þá kannski vert að bend á. að fbúar Noregs voru á þessum tfma ekki samkynja held- ur var þar raunverulega um þrjá kynstofna að ræða — Norðmenn, Kelta og Lappa eða Finna, eins og þeir nefndust að fornu og ekki ómerkari landnámsmaður en Skalla-Grfmur er fulltrúi fyrir." Um þetta leyti var Vestur-Noreg- ur vfkingabæli Þar voru land- þrengsli og þaðan herjuðu menn aðallega á irland og skozku eyj- arnar, stofnuðu þar vfkingarfki, tengdust keltnesku fólki, en hnepptu sumt f ánauð og fluttu heim með sér til Noregs. „Þar höfðu menn þvf bæði blandazt keltnesku fólki og orðið fyrir margs konar menningaráhrifum vestan yfir Norðursjó á landnáms- öld íslands," svo að ég vitni nú til fstandssögu Björns Þorsteinsson- ar. Það er atkunna að ráða má af hinum fyrstu rituðu heimildum. að út hingað hafi flutzt frá Noregi höfðingbornir og stórlyndismenn, sem ekki vildu þola „ofrfki Har- alds konungs hárfagra". Sigurður Nordal hefur eftir norska sagn- fræðingnum Ernst Sars: „Land- námsmennirnir voru af höfðingja- ættum norskra hclda og hersa. Þeir voru ósveigjanlegustu og strfðlyndustu mennirnir af þessum ættum ..." og „að þeir ættbálk- ar, sem flentust á fslandi, hafi verið norskastir allra Norðmanna, la créme de la créme (kjarninn úr kjarnanum), sá hluti þjóðarinnar, er tekið hafði sérstæðustum þroska". Sigurður nefnir einnig brezkan rithöfund, sem Ifkir mann- vali fslenzkra landnámsmanna við, að með Mayflower hefðu hrakizt undan harðstjórn f Englandi menn með sams konar skaplyndi og hæfileika sem Raleigh og Drake, Sidney og Marlow. Björn Þorsteinsson sagði mér hins vegar, að ákaflega erfitt væri að fullyrða nokkuð um, hversu miklu hinar pólitfsku forsendur f Noregi hefðu ráðið um landnám íslands Þó væri Ijóst, að f kring- um 900 hefðu veröldin verið vfk- ingunum ákaflega andstæð. „Á þessum tfma eru að verða breyt- ingar á I Noregi, rfkisvald er að eflast á vissum svæðum. Segja má, að á 9. öld hafi verið komnar tvær valdamiðstöðvar f Noregi, annars vegar voru Hlaðajarlar norður f Þrándheimi og hins vegar Ynglingarnir við Vfkina. Frá báðum þessum stöðum var ótvfræð viðleitni f þá átt að koma á lögum og reglu á valdasvæðum sínum og óbeint bandalag þar á milti f þessu skyni. Nú, sama var upp á teningnum á Bretlandseyj- um, vfkingamir voru þar sem óð- ast að missa tökin." Óþarfi er að tfunda hér. hvernig Haraldi hárfagra tókst sfðan að brjóta Noreg undir sig. velta smá- kóngum úr tignarsessi og taka völdin á skozku eyjunum. Það er hins vegar óhjákvæmilegt, að efl- ing konungsvaldsins f Noregi og annars staðar á Norðurlöndum hafi bitnað óþyrmilega á ýmsum einstaklingum. Margir þeirra hafa vafalaust fremur kosið að flýja land en þola áþján og álögur Har- alds hárfagra og ísland þannig orðið hæli fjölmargra pólitfskra flóttamanna Reynt hefur verið að kasta tölu á landnámsmenn eftir Landnáma- bókum og sýna með hlutfallstöl- um, hvernig þeir skiptust eftir upprunalöndum. í Islandssögu sinni telur Bogi Th. Melsteð 5/6 allra landnámsmanna vera komna beint austur um haf frá Noregi. en um 1/6 kominn vestan um haf af Bretlandseyjum. Tafning hans er annars sem hér segir: Eigi tilgreint hvaðan landnáms- um uppruna íslenzkra landnámsmanna: samantekl: Biðrn Vignlr Slgurpáisson Björn Þorsteinsson: Staðfastur f trúnni á norrænan uppruna ís- lendinga. Kristján Eldjárn: Fornleifafræðin hleypir stoðum undir heimildargildi Landnámu. Sigurður Nordal: Hlutdeild Kelta i þjóðerninu meiri en heimildir gefa til kynna Þess ber að jieta varðandi þá, sem ekki er i tilgreint hvaðan komu, að þeir báru allir norræn nöfn, sem a.m.k. gátu verið norsk. að þv! er Arnór Sigurjónsson segir f bók sinni Frá árdögum fslenzkrar þjóðar. Dr Kristján Eldjárn nefnir einnig f bókinni Kuml og haugfé talningu Guðmundar Hannesson- ar, sem reyndi að áætla tölu allra þeirra frumbyggja, sem vart verð- ur f Landnámu. Reiknaðist honum til. að 846 hefðu komið frá Nor- egi, 30 frá Svfþjóð og 126 vestan um haf. Kristján bendir hins vegar á. að jafnvel þó að notaðar séu tölur Guðmundar þá sé það fólk, sem vottar fyrir f Landnámu, ekki nema 5% allra þeirra. sem taldir eru hafa flutzt til landsins á land- námsöld. Liggi þvf f augum uppi, hve varhugavert sé að fara með hlutfallstölur um uppruna land- námsmanna eftir Landnámabók- um. Þar með er þó komið að spurn- ingunni miklu: Hvaðan komu frumbyggjarnir, sem hvergierget- ið? Fræðimenn hallast allir að þvf, að mefr landnámsmönnunum vest- an um haf og jafnvel austan af hafi komið margt manna af keit- neskurn uppiuna. mun meira en getið er f Landnámu. Voru þeir ef til vill f meiri hluta og getur Land- náma aðeins tignustu landnáms- mannanna, sem nær undantekn ingalaust voru af norrænu bergi. Þessi skoðun hefur vissulega átt vaxandi fylgi að fagna á sfðari árum, töluverð tfzka er að hampa einmitt þessum uppruna íslend- inga og gera hann sem mestan. Fræðimenn fara þó varlega f sak- rinar. Kristján Eldjárn segir t.d : „Eru allmiklar Ifkur til, að þetta fólk hafi verið mun fleira en bein- línis kemur fram f Landnámu og benda mannfræðirannsóknir sterklega til þess." Sigurður Nor- dal segir einnig: „Þv! hefur verið haldið fram af ýmsum fræðimönn- um. að ! fornritunum væri of mikið úr þvl gert. hversu yfirgnæfandi hinn norræni kynþáttur hefði ver- ið á íslandi, og hinu alltof Iftill gaumur gefinn, sem benti til mik- ils innflutnings frá Vesturlönd- um." i nýútkominni bók Arnórs Sigur- jónssonar, sem vitnað var til hér á undan, er að finna aliftarlegt yfirlit um athuganir og rannsóknir á hlutdeild brezkra manna og þá einkanlega frskra f landnáminu. Að þvf er Amór segir var sú um- ræða fyrst hafin af Guðbrandi Vig- fússyni, sem hafði mikla trú á brezkum uppruna fslenzku þjóðar- innar og studdi þá trú sfna ýmsum rökum. Meiri athygli vöktu þó skoðanir Jóns sagnf ræðings Aðils, sem hann birti f ritinu íslenzkt þjóðerni árið 1903. en þar er þvf haldið fram, að hlutur fra f land- námi íslands hafi verið svo mikilf. að fslendingar hafi þegar að land- námi loknu verið alveg sérstök þjóð, litlu eða engu sfður frsk en norsk að uppruna. Amór getur þess, að þessi skoðun hafi þegar fengið meiri byr undir vængi af þeim sökum, að er hún kom fram hafi sjálfstæðismálið verið f brennidepli og það þótt málinu til stuðnings, að þjóðin hafi verið sérstök þjóð alveg frá byrjun. Má vera, að hér sé komin skýringin á almenningshylli hins keltneska uppruna á okkar dögum. Ekki er þó stætt á þvf að af- greiða þessa skoðun sem ósk- hyggju eða þjóðernishyggju á villi- götum, þvf að hún styðst þrátt fyrir allt við ýmis rök, einkum á sviði mannfræðirannsókna. Þar reið fyrstur á vaðið fyrrnefndur Guðmundur Hannesson og bar hann saman viss útlitseinkenni fs- lendinga og skyldra þjóða. m.a. gerði hann samanburð á hára- og augnalit fslendinga og Norð- manna. Segir Amór Sigurjónsson. að þessar athuganir virðist benda til minni skyldleika fslendinga við Norðmenn en ætla mátti. Þannig hafi mjög fátt fólk verið hér með verulega Ijóst hár eða aðeins 0,9% á móts við 22,3% I Noregi, en hins vegar voru um 52% fólks- ins hér með Ijósbrúnt hár, en 38,4% Norðmanna, rauðhært fólk er 2.8% á fslandi, en 3,7% I Noregi. dökkbrúnt hár höfðu 35% fólksins á íslandi, en 31.2% f Noregi og svarthærð eru 9.3% fólks á fslandi, en 4,2% f Noregi. Munurinn á augnalit þjóðanna er ekki eins mikill samkvæmt þess- um athugunum Guðmundar. Flest fólk er talið bláeygt f báðum lönd- unum — eða 68.9% á íslandi, en 74% f Noregi, kembd auau eða millilit hafa 26.8% fólks á íslandi, en 17,3% f Noregi. Sfðustu rann- sóknir benda þó til allt annars, eins og lesa má f viðtali við Jens Pálsson, mannfræðing, hér f blað- inu. Önnur mælingaathugun var gerð af prófessor Jóni Steffensen. Jón tók þar til athugunar og gerði mælingar á hauskúpum, sem fundizt hafa frá heiðni hér á fs- landi og um 50 málum og vfsitöl- um frá Skeljastöðum f Þjórsárdal (Ifklega frá 11. öld) og bar saman við mál á hauskúpum frá jarnöld Norðurlanda og mál á hauskúpum frð frlandi. Niðurstaða þeirraathug ana og mælinga var, að „grfðar- munur" reyndist vera á „fornfs- lenzku 0g norsku hauskúpunum" og segir prófessor Jón, að „sér- staklega er þessi munur athyglis- verður þegar jafnframt er haft f huga, hve Ifkar járnaldarhauskúp- urnar frá Danmörku, Svfþjóð og Noregi eru.". Við samanburð á frsku og fslenzku hauskúpunum hafði Jón aðeins mál á 9 haus- kúpum frskum frá járnöld og 22 hauskúpum frá 9. og 10. öld. Seg- ir hann frsku járnaldarhauskúp- urnar svipa mest til hinna fornfs- lenzku hvað mál og vfsitölu snertir „af öllum þeim hauskúpum Norð- urálfunnar. er ég hef séð tilfærð mál og vfsitölu á". Hins vegar segir hann hauskúpurnar 22 frá 9. vopum við kjarnl menn komu .202 Frá Noregi vestan fjalls sunnan — — ■ _ — ■ _ S — — — 96 nnnci#Q ifiQnnonc ||III oH(l Hlul lldllo Upplöndum) . 7 Frá Svíþjóð, Gautlöndum og Dan is=^eöa erum við af ðræÍDornum Keltum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.