Morgunblaðið - 28.07.1974, Page 11

Morgunblaðið - 28.07.1974, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULI 1974. 11 fundin fyrir 1956 og krossinn kuml fundin á árunum 1956 til 1964. v og 10. öld vera frábrugSnar þeim íslenzku I flestum þeim sömu atr- iðum og d sama hátt og þær norsku. Jón dregur þvi þá ályktun, að naumast sé hægt að telja land- nemana hér úr hópi norsku jám- aldarmannanna né hinna fomu kristnu íra, en þar fyrir sé hugsan- legt. að fomlslenzka höfuðlagið sé til komið vegna kynblöndunar milli norsku járnaldarmannanna og hinna fornu kristnu fra. Ennfremur hafa verið gerðar at- huganir á þvi, hvernig skiptingu blóðflokka er háttað hér á landi og það borið saman við blóðflokka- skiptingu ýmissa Norðurálfuþjóða. Voru þar að verki Stefán Jónsson dósent og slðar Niels Dungal og i skýrslu hans um þessa athugun fylgir tafla sem hér er nokkuð stytt: Þjóðir Blóðflokkar% fs * o A B AB lendingar Norð- 56,2 30,6 9,2 4,0 menn 35.6 49,8 10,3 4,3 Svfar 40,2 46,3 8.9 4,6 Danir Englend 43,0 46,3 12.0 3.0 ingar 51.8 33,7 11,3 4.0 Skotar Þjóðverj- 43,6 33,9 16,8 5.7 ar 40,0 43,0 12,0 5,0 Hér eru líkindin mest milli ís- lendinga og Englendinga. Dungal tókst ekki að fá blóðflokkatölur frá frlandi. en Amór Sigurjónsson birtir i bók sinni töflu. sem hann hefur rekist i i riti Seðlabankans, lceland 1966, þar sem er ritgerð um Ibúafjöldann og talningu þeirra ásamt þessari töflu um blóðflokka fslendinga og þriggja annarra þjóð: Þjóðir Blóðflokkar% O A B AB íslendingar 55 32 10 3 frar 55 31 12 2 Norðmenn 39 49 9 3 Danir 42 44 10 4 f stuttri greinargerð Arnórs Sigurjónssonar um þessar athuganir bendir hann á, að þær bendi ótvirætt til minni skyldleika við fólk i Noregi, jafnvel Noregi vestan fjalls en búast hefði mátt við samkvæmt heimildum Land- námubóka, en hins vegar til meiri skyldleika við fólk af Bretlandseyj- um og þé einkum við fra. Sérstak- lega bendi blóðrannsóknir til þessa. En við gildustu rökum eru til gagnrök. Ymsir fræðimenn hafa varað við þvi að dregnar verði of miklar ályktanir af þessum athug- unum. f íslenzkri menningu segir Sigurður Nordal að hafi meiri hluti vestrænna manna. sem til fslands komu, verið ánauðugt fólk, hafi þeir getað borið skarðari hlut frá borði i baráttunni fyrir lifinu meðal þjóðar, sem fjölgaði aldrei eðlilega. Meðan börn hafi verið borin út hafi mátt ætla, að það hafi komið harðar niður á þræl- bornum en frjálsbomum. Harðindi hafi grisjað meir meðal fátæklinga en þeirra, sem betur voru megandi. Það sé þvi engan veginn öruggt. að mannfræðilegar rann- sóknir nú á dögum. mælingar og greining blóðflokka, sýni upphaf- lega samsetningu islenzku þjóðar- innar. Af samtali minu við Bjöm Þor- steinsson gat ég ráðið, að hann hefði svipaðan fyrirvara á gildi þessara athugana og Sigurður. en hann kemst þó að nokkuð annarri niðurstöðu en Sigurður. Hann bendir á. að Landnáma greini frá mörgum landnámsmönnum. er komu vestan um haf og byggðu Vesturland, svo sem Auður djúpúðga i Dölum, Jörundur kristni að Görðum á Akranesi og Ásólfur alskik, er fluttist undan Eyjafjöllum á Kjalames, þar eð hann undi ekki sambýlinu við heiðna nágranna. Það er einnig viðurkennd skoðun. að með þess- um landnámsmönnum hafi komið töluvert af keltnsku fólki. leysingj- um, þrælum, ambáttum og jafnvel hjákonum, — og eðlilegast að ætla. að þetta fólk eða niðjar þess hafi tekið sér bústað i landnámi forsvarsmanna sinna. Bjöm bendir siðan á, að Breiðifjörðurinn hafi frá öndverðu verið sérstaklega búsældarlegur, þar sem saman fer gott landbúnaðarhérað, eyjanyt og fiskigegnd. Sagnir eru um það frá ýmsum öldum, að I Breiða- fjörðinn hafi fólk úr öðrum lands- hlutum leitað i harðærum og mannfelli, þar sem breiðfirzkir höfðingjar heldu lifinu i örbjarga fólki með matargjöfum. Breiði- fjörðurinn hefur þannig frá upp- hafi verið athafnasvæði, þar hefur fólkinu fjölgað mun meira en i flestum öðrum landshlutum og straumurinn legið þaðan út um aðrar byggðir landsins. Stór hluti Breiðfirðinga hefur þá verið af keltneskum stofni og Bjöm telur þvi, að vel geti verið að rekja megi hin keltnesku áhrif i blóði þjóðar- innar nú á tímum til þessa að- stæðna i Breiðafirðinum. Þessi skoðun Björns sækir stuðn ing I formleifafræðina. Hérlendis hafa fundizt samtals 145 kuml eða kumlateigar (grafir heiðinna manna) með leifum 287 manna. Mikill fjöldi kumla hefur fundizt á Mið-Norðurlandi. Suðurlands- undirlendi og á Héraði. Á Vestur- landi hafa hins vegar fundizt ein- kennilega fá kuml, eða aðeins 1 3 og við athugun hafa þau reynzt hvert öðru fátæklegra. Hin óeðli- lega fáu kuml á Vesturlandi gætu þvi bent til trúarbragðaskiptingar eftir landshlutum á landnámsöld, þar sem Vesturlandið er all kristið svæði i samanburði við aðra landshluta og á vafalaust rætur að rekja til mikils landnáms manna af Bretlandseyjum þarum slóðir. Annars segir Kristján Eldjárn f bók sinni Kuml og haugfé, að islenzk kuml séu sem heild likust norskum kumlum af fátæklegri gerð og mundu ekki þykja framandleg. ef þau hefðu fundizt i Noregi. Eins sé um flest kuml norrænna manna ( Vesturhafs- löndum. eindregnast á Skotlandi, Hjaltlandi og I Orkneyjum. Kristján segir þó, að sitthvað sé það í norskum grafsið, sem ekki eða sjaldan finnist á fslandi eða byggðunum fyrir vestan haf. Þar finnist ekki stórhaugar, bátagrafir séu sjaldgæfar, sömuleiðis likkist- ur og likbrennsla hafi verið fátlð. Eftirtektarverðast sé þó. að Ifk- brennsla hafi alls ekki tíðkazt i islenzkum grafsið úr þvi að hið jákvæða f grafsið forfeðra okkar bendi til Noregs, þar sem lik- brennsta hélzt öðrum þræði allt til loka heiðins siðar. Skýringuna á þessu telur Kristján helzt vera áhrif frá hinum vestrænu kristnu þjóðum og Ifkbrennslan hafi orðið að vikja fyrir þessum áhrifum þegar i upphafi landnáms, þvi að hún hafi ekki átt sér lifandi trú að bakhjalli i heiðninni. Um haugféð segir Kristján, að nokkur atriði þess samsvari bezt norsku menningarumhvérfi, en nokkrir hlutir séu upprunnir i Vesturhafslöndum og eins bendi nokkrir islenzkir forngripir til austurnorræna sambanda, Svfþjóðar eða jafnvel Eystrasalts- landa. Fundizt hefur beizlishringur sænskkynjaður að þvi er talið er, sverð og spjót austumorræn að uppruna. óvenjumargir döggskór F samanburði við Noreg og ýmsir skartmunir mjög I samræmi við sænsk-baltneskan smekk eins og Kristján orðar það. Ýmsum hefur orðið býsna star- sýnt á þessa austrænu hluti og ýmsar vangaveltur verið um veru þeirra i fslenzkum haugum. f tengslum við þessa muni er einnig kenning dr. Barða Guðmunds sonar um uppruna íslendinga, sem hann varpaði fram á norrænu sagnfræðiþingi árið 1939 og er á þá leið, að Islendingar eigi að verulegu leyti uppruna sinn að sækja til Herúla, norður- germanskrar þjóðar. sem fyrir þjóðflutningana miklu átti heim- kynni suður við Askovshaf i Rúss- landi. Arnór Sigurjónsson gerir grein fyrir tilgátu dr. Barða í fyrr- greindri bók sinni og rekur hana eins og hún birtist f ritinu Uppruni fslendinga frá 1959. Verður hér byggt á frásögn Arnórs: Herúlar eiga að hafa hrakizt við upphaf þjóðflutninganna vestur eftir álfunni, áttu um skeið at- hvarf og riki i Ungverjalandi, en lutu þar i lægra haldi fyrir Lang- börðum um 500 e.Kr. Týndist þjóðin eftir það úr sagnfræðinni þar til dr. Barði fann hana sem hulduþjóð, en jafnframt sem yfir- þjóð auðuga að menningarlegri snilli F Danmörku, Hörðaland og Sogn. eigandi drjúgan þátt i land- vinningum Norðmanna um Suður- eyjar og frland og loks i siðustu baráttunni gegn einingu Noregs, orustunni i Hafursfirði. En eftir það taldi Barði, að hún hefði aðeins átt athvarf á fslandi. Hún hefði trúað á Óðin, Frey og Freyju, lagt alúð og kunnáttu t skáld- mennt, „blótað þeilög goð" I trúnni á frjómagn og frjósemd, kennt bæi sina og sveitir við saur sem imynd frjósemi, sagt ævintýri um fjölgun svfna og skreytt hjálma sfna myndum af svinshöfð- um. Skáld þjóðar þessarar eftir að leyfar hennar fluttust til fslands voru fleiri kenndir við mæður sfnar. og fleiri bæir voru hér kenndir við konur en annars staðar á Norðurlöndum. Amór bendir á, að kenningar dr. Barða verði raktar til merkilegra heimilda, fomra, þar sem sé sagn- fræðirrgurinn Snorri Sturluson, bæði I Eddu sinni og Heims- kringlu. f Heimskringlu er það ágrip sögu Snorra um upphaf Ynglingaættar. Samkvæmt þeirri sögu voru Ynglingar lengi konungsætt I Svfþjóð, en festu siðan rætur austan fjalls I Noregi. Leið forfeðra þeirrar ættar. Ása og Vana, segir Arnór að verði rakin sömu leið austan frá Askovshafi um Garðarfki og Saxland og leið Herúla verður rakin eftir þjóð- flutningana norður til landamæra Norðurlanda. Konungsættir séu fmynd eða tákn þjóða eða þjóða- brota. Ekki virðist fórnleifafræðing- urinn Kristján Eldjárn telja þessa tilgátu sagnfræðingsins Barða Guðmundssonar, eða öllu heldur þann þátt hennar, sem að fom- leifunum snýr, fuflnægjandi skýringu á tilvist hinna austur- norrænu muna f Fslenzku haugfé. f spjalli minu við Björn kom einnig fram að ætla má. að gripir F haug- um séu ættargripir haugnáans, hlutir, sem honum hafa verið sér- lega kærir eða á einhvern hátt einkennandi fyrir hann. Slíkir munir ættu þvi einmitt að gefa visbendingu um uppruna haug- náans, ættartengsl og hvert hann hefur stundað verzlunarferðir. Skýringin á hinum austurnorrænu fornmunum hér getur þess vegna allt eins verið sú, að þeir hafi verið eign austurnorænna landnáms- manna. sem voru fáeinir svo sem greinir t Landnámu og kannski öllu heldur. að þeir séu komnir i eigu haugnáans úr verziunarferð- um á austurnorrænar slóðir. Björn taldi að minnsta kosti ekki óeðli- legt, að menn, er hrökkluðust úr landi og ynnu hervirki i heimahög- um sfnum eins og i kveðjuskyni (sbr. Egla) hefðu árin á eftir leitað fanga annars staðaren i Noregi. Bjöm Þorsteinsson er ákaflega staðfastur I skoðun sinni á vestur- norrænan uppruna þorra fslenzku landnámsmannanna og gengur þar á marga hátt skrefi lengra en ýmsir aðrir fræðimenn. f fslands- sögu sinni orðar hann það svo. að allmargt manna hafi komið sunnan af Bretlandseyjum. skozku eyjunum, Katanesi, nyrzta hluta Skotlands og frlands. en foringjar þeirra hafi flestir verið norrænir að uppruna. Með þeim hafi komið „talsvert af keltnesku fólki. vinnufólki og þrælum". Hann vitnar til þess, að fornminjafræðin styðji eindregið frásagnir Land- námu um norrænan uppruna land- námsmanna; að islenzk tunga sé komin af þvf máli, sem talað var f Noregi og norskum víkingabyggð- um á 9. öld, og ömefni styðji einnig undantekningalitið frásagnir Landnámu um uppruna fslendinga. f rabbi okkar Björns bætti hann þvi við, að mikilvæg visbending um upprunalönd okkar væii einnig samanburður á húsdýraleifum. Slikar rannsóknir eru skammt á veg komnar hér á landi, en Björn kvaðst þó hafa rætt við brezkan fræðimann á þessu sviði, er hér rannsakaði íslenzku sauðkindina. Taldi sá sauðkindina okkar blöndu af norsku fé og Shetlandsfé og gráa litinn hefði hún þegið frá skozku eyjunum. Hvað örnefnin áhrærir sagði Bjöm, að hér væru að visu allmörg keltnesk heiti, en þau væru yfirgnæfandi norræn og kvaðst hann ekki muna eftir neinu höfuðbóli með keltnesku nafni. Eins sagði Bjöm, að svokölluðum félagslegum erfðum, svo sem stofnunum, lögum og öðru i þá veru, svipaði hér langmest til Noregs. Þessi sfðasttalda staðreynd ásamt tungunni, örnefnum og fornleifafundum sker úr um svo ekki verður um það deilt, að hin norræna vikingaaldarmenning hefur verið algjörlega drottnandi, þegar landið byggðist. Hvaðan sem landnámsmenn komu voru foringjar þeirra og meginhfuti liðs- manna þeirra mótaðir af norrænni menningu. „Kristin áhrif verða þó þegar allrik og kannski rikari en við vitum," segir Bjöm mér. „Það hefur þó ekki þurft að leiða til neinna átaka, trúarbrögðin -— kristnin og heiðnin — gátu lifað i nábýli, þar eð kristnin var ekki orðin kerfi, er hér var komið. frska kristnin er ekki skipulögð undir eina stjórn heldur er hver söfn- uður sjálfsagður og þess vegna dugir hún ekki sem pólitfskt afl til að setja mark sitt meira á iand- námsöldina en raun ber vitni." Aftur á mðti er það samdóma álit allra, a.m.k. flestra fræði- manna, að hlutur Kelta i þjóð- erninu sé meiri en ráðið verður af menningarsögu landnámsaldar. Menn greinir aðeins á um það, hversu stór sú hlutdeild er. Voru norrænu landnámsmennimir aðeins fámenn yfirstétt, en Irskt þrælalið eða búalið í miklum meirihluta? Bjöm Þorsteinsson telur öll gild rök hniga I aðra átt. Hann benti mér á, að búskapar- hættir vfkinga á þessum árum hefðu naumast verið af þvi tagi, að þeir krefðust heils þræfastóðs. Þetta var enginn stórbúskapur. landnámsmönnum fylgdu aðallega einkaþrælar. húskarlar. ambáttir og kannski stöku frilla, an þetta lið hefði aldrei getað orðið yfir- gnæfandi. Til gamans sagði Bjöm frá ertendum fræðimanni. sem heldur þvi fram, að þrællinn I islenzkum sögum hafi verið nauð- synleg andstæða i bókmenntum okkar fremur en að landnáms- mennimir hafi nauðsynlega þurft á vinnu afli hans hatda tit búskapar. „Menn hafa kannski þurft eitthvert þrælalið yfir slátt- inn og til garðhleðslu, en ekki á öðrum árstimum; við skulum hafa það hugfast að islenzkur land- búnaður var frá öndverðu frum- stæður og einstaklingsbundið trúnaðarstarf," segir Björn. Niðurstaðan hlýtur þvi að vera sú, að fyrstu Islendingamir hafi verið blandaðir, i ættemislegu og eins menningarlegu tiffiti. „Flutningamir yfir úthafið. nýjar aðstæður i landinu og kynblöndun einkum við Kelta varð til þess, að þrjóðarbrotin, sem hér settust að, urðu ekki smækkuð mynd af neinni annarri þjóð. Mjög snemma urðu Islendingar sérstök norræn þjóð. sem bar á nýjar leiðir f þjóð- félags- og menningarmálum," segir Björn. i spjatli okkar lagði Björn mikla áherzlu á þátt hinna nýju aðstæðna hér i landinu, sem mótað hafi nýja siðu og þjóð- félagsform. í þvi sambandi er mikilsvert öryggið fyrir utanað- komandi árásum. Hervarnir voru óþarfar og þess vegna urðu ekki til hernaðarleiðtogar, sem siðan hefðu orðið forsvarsmenn þjóðar- innar — valdhafar. f þess stað varð hér jafnt svigrúm fyrir ein- staklingana. Bjöm bendir á að ekkert hérað á íslandi liggi þannig við, að þaðan sé hægt að eflast til hernaðarlegs allsherjarvalds á landinu. „fsland varð þvi frá upp- hafi land málamiðlana." segir Björn. Kristján Eldjárn tekur mjög i sama streng um sérstæði islenzku þjóðarinnar. Hann segir. að islendingar og menning þeirra sé algjörlega innan þeirra um- gjörðar. sem auðkennir allar norrænar þjóðir á lokaskeiði jám- aldar og kennd er oftast við vfk- inga. „En þeir hafa sin sérkenni mjög snemma og eru ekki spegil- mynd neinnar annarrar þjóðar. Sérfslenzkt tilbrigði hafa skapazt þegar f upphafi byggðar. Mjög snemma hafa Islendingar orðið sérstök norræn þjóð." Kynblöndunin hefur heldur ekki rýrt þjóðernið ef marka má þessa tilvitnun I islenzka menningu Sigurðar Nordal: „Eftir þvi, sem reynslan hefur viða leitt f Ijós bæði um þjóðir og einstakar ættir væri ekki óliklegt að svo mikil blöndun hefði gert fslendinga i fjölhæfara lagi, vel gefna og kvik- láta að eðlisfari. Og hún getur gert það skiljanlegra, þótt hún endist engan veginn til fullrar skýringar þess, að þeir voru snemma að ýmsu leyti frábrugðnir frændum sinum á Norðurlöndum og fóru sinar eigin götur."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.