Morgunblaðið - 28.07.1974, Qupperneq 15
15
liil;
\\
Teikning Harðar Ágústssonar, er sýnir hvernig hann hefur hugsað sér uppbyggíngu skálans i Stðng A innstafir, B
útstafir. C hliðásar eða brúnásar, D vagl, E dvergur, F mænisás eða mænitróða, G raftar, H langbönd, I súð, J
nautshúðir, K torf, L syllur, M aursyllur, N þvertré, 0 stuttbitar, P þilborð, R þverþil, S set eða pallur. T
stoðarstemar.
brast niður undir honum. Skarp-
hóðinn kom fótum undir sig og róð
þegar til f annað sinn og rennur
upp vegginn. Þá reið að honum
brúnásinn. og hrataði hann inn
aftur." Hér virðist eldurinn vera
farinn að vinna á súlunum. þannig
að ásinn sem á þeim liggur fellur
ofan."
Enn má vitna f sögurnar. Al-
gengt mun hafa verið, að kamr-
ar hafi verið við anddyri I elda-
skálann. f Sturlungu segir á
einum stað frá aðför
Sturlu Sighvatssonar að
Þórði föðurbróður hans. sem þá
bjó að Hvammi. Menn ráðast inn f
anddyrið og einn staðarmanna
„Þorsteinn Finnbogason hörfaði f
anddyrinu fyrir kamarsdyrr". í
Hvammi f Dölum árið 1227 er
innangengt úr anddyri f kamar líkt
og I Stöng. Og Hörður Ágústsson
heldur áfram: „Dæmi um klefa við
eða f anddyri höfum við f Eyr-
byggju, þar sem segir frá Fróðár-
undrum: „Útar af eldaskálanum
áru klefar tveir, á sfna hönd
hvár." „Skreiðinni var svá hlaðit f
klefann, at hann var svá fullr, at
eigi mátti hurðinni upp Ijúka, ok
tók hlaðinn upp undir þvertré, ok
varð stiga til at taka at rjúfa hlað-
ann ofan." Við getum ágætlega
hugsað okkur klefann I Stöng
geyma skreið á sfnum tfma. Eitt er
vfst. að skilja má betur sögusviðið
f Eyrbyggju, þegar við Iftum á
klefann f Ifkaninu, sem óg hefi
gert af sögualdarbænum og verið
er að reisa nú f Þjórsárdal. Þar
hefði reyndar verið rúm fyrir ann-
an klefa gegnt hinum eins og ver-
ið hefur á Fróðá,
í Skálanum hafa og verið svefn-
klefar, svo sem glöggt kemur fram
í sögunum. Þessi svefnklefar voru
nefndir lokrekkjur. Frægt er dæm-
ið úr Egilssögu. þegar Egill missir
son sinn Böðvar. Hann gengur til
rekkju sinnar harmi lostinn, en frá
þvf segir sagan á þennan hátt:
„Eptir þat reið Egill heim til Borg-
ar, ok er hann kom heim, þá gekk
hann þegar til lokrekkju þeirrar, er
hann var vanr at sofa f; lagðisk
niðr ok skaut fyrir loku. Hann
ætlaði að svelta sig f hel. Kölluðu
þá heimamenn eftir Þorgerði dótt-
ur hans. Hún kemur snarlega og
beitir brögðum til þess að fá föður
sinn til þess að Ijúka upp fyrir sór
lokrekkjunni: „Faðir lúkupphurð-
inni, vil ek, at vit farim eina leið
bæði. „Egill spretti frá lokunni;
gekk Þorgerður upp f hvflugólfit
ok lét loku fyrir hurðina; lagðisk
hún niðr f aðra rekkju er þar var."
Hörður Ágústsson segir:
Ýmsar llfsvenjur þjóða geta verið
ótrúlega Iffseigar, átt sór langan
aldur. Nefna mætti fjölda dæma,
en drepið verður af handahófi á
þrennt. Til skamms tfma hafa
menn sagt ef einhver hnerrar: Guð
hjálpi þór." Þessi siður er talinn
eiga uppruna sinn frá tfmum
svarta dauða. Stutt er sfðan sjá
mátti skeifur settar yfir dyr húsa
eða herbergja og átti góðri lukku
að stýra. Sú venja er komin úr
grárri forneskju, er menn höfðu
goðahöfuð yfir útidyrum, húsguði
til að varna illum vættum inn-
göngu. Má þar til nefna tvfhöfða
goðið Janus hjá Rómverjum. Og
enn signa sumir sig þegar þeir fara
f skyrtu. Þetta köllum við minni.
Slfk minni má finna f húsagerð
ekki sfzt á islandi. þar sem er svo
stutt I fornt. fhaldssamt bænda-
samfélag og einangrað I þokkabót.
Við skulum t.d. Ifta á mynd af
hlöðu austur I Skaftafelli f Öræf-
um. Hlaðan sú arna speglar I stór-
um dráttum grindasmlð á skálum
þjóðveldisaldar: Tvfsettar stoðir
bera uppi langtré, sem til skamms
tfma voru ýmist kölluð hliðásar
eða brúnásar. Þvertrón, sem
skorða ásana. hafa fram að þessu
verið nefnd vagfbitar eða einungis
vögl, og stubbarnir, sem hvfla á
vaglbitunum og bera mænisásinn,
dvergar Við nánari aðgæzlu má
rekja nöfn þessi langt aftur f aldir.
Það vill reyndar svo skemmtilega
til, að á elzta handritsbroti fs-
lenzku koma þessi byggingahluta-
heiti fyrir, meira að segja flest
þeirra, er nota þurfti við Ifkans-
smlðina og smfði sögualdarbæjar-
ins. Handritið er brot úr hinni
svonefndu kirkjudagspródikun,
þar sem verið er að útlista sjálft
kirkjuhúsið sem tákn kristninnar.
Og hver, sem lesið hefur Njálu
vel, kannast ekki við orðið brúnás.
sem getið er á örlagarlkasta stað
sögunnar eins og áður hefur verið
getið hér að framan."
Þannig mætti lengi telja. Niður-
staðan er sú, að híbýli landnáms-
Séð ofan I jarðhús sem grafið var
upp I Hvftárholti Ofn hússins er
fjærst, en hrúga af kollóttum smá-
steinum og hellubrot á gólfi
Grunnmynd þessi er af bæjarrúst-
unum I Stöng I Þjórsárdal Bærinn
fór I eyði I Heklugosi 1104 I
anddyri, II skáli. III stofa, IV búr, V
kamar.
mannanna hljóta að hafa verið
reisuteg hús. Þá mun hafa vantað
timbur til smlða, en þeir hafa þá
sótt sór timbur til Noregs. enda
má á mörgum stöðum finna þess
dæmi, að menn hafi sótt timbur
til annarra landa. Lfka var notast
við rekavið. Nútfma íslendingar
hafa kannski oft og einatt leiðzt til
þess að fmynda sór þessi hús sem
lága torfkofa — en þar villir
örbirgð sfðari kynslóða og
kotungsbúskapur mönnum sýn. I
slfkum hfbýlum bjuggu ekki þeir
hofðinqjar, sem fyrstir byggðu fs-
land mennimir. sem ekki þoldu
ofrfki Haralds hárfagra og vildu
heldur halda út f óvissuna, til
landsins f norðri, þar sem af-
komendur þessara manna halda
nú hátfðlegt minni þess. að þeir
sigldu út til fslands.