Morgunblaðið - 28.07.1974, Page 16

Morgunblaðið - 28.07.1974, Page 16
16 MOKGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULI 1974. arsæl afkoma þjóSar byggist á þvi, a8 hún lifi f sátt vi8 land sitt og umhverfi. MaSurinn þarf að virSa þegnrétt annarra Iffvera og umgangast þær þannig. að þeim verði i engum tfma ofboðið. Jafn- vægi þarf að haldast f samspili lands og þeirra Iffvera, sem f land- inu búa, en maðurinn er aðeins einn þéttur f þeirri heild, það er vistkerfí landsins. Eftir 1100 éra búsetu íslendinga f þessu landi er þörf é þvf. að litið sé um öxl og reynt að meta, hvernig okkur hefur farnazt f viðskiptunum við gróður þess og dýralff. Sú úttekt er ekki einungis sögulegur fróð- leikur heldur þarfur lærdómur, sem vert er að hafa hliðsjón af. þegar gera skal áætlanir um fram tíðarafkomu landsmanna. Ósnortið land Þegar landið var numið fyrir 11 öldum hafði það þá sérstöðu meðal Evrópulanda. að I vistkerfi þess voru engin neyzlufrek spen- dýr. sem höfðu afnot af graslendi þess. Sá bás (nitche) var enn óskipaður. Árleg uppskera og gróðurlendis féll þvf á hverju hausti f skaut jarðar. varðveittist að hluta sem mór f mýrum eða myndaði smám saman frjóan skógarjarðveg. Allt frá lokum fsaldar höfðu plöntur og dýr unnið að þrotlausu landnámi. Jökulnúnar klappir, ey8isandar og úfin hraun huldust gróSurþekju, sem sfðan varð at- hvarf fyrir ýmis smærri dýr. Kjörin voru misjöfn f hinum ýmsu vist- um. þannig að sérhæfar tegundir völdust saman og byggðu upp samfélög. sem þróuðust stig af stigi. Birkiskógar voru hámark framvindu gróðurs á þurru lág- lendi. Á vatllendi urðu til starar- flóar, en lyng og harðgerður f jalla gróður teygðust inn á hálendið Fuglar og lægri Iffverur voru einu neytendur þessara samfélaga og f þvf jafnvægi. sem rfkti milli Iffs og lands, höfðu plöntuætur óveruleg áhrtf á brottnám uppskeru eða tilfærstu næringarefna af einu svæSi á annað Plöntur. sem eru framleiðendur, voru rfkjandi þætt- ir samfélagsins, neytendur voru smátækir og rotnun hægfara vegna svalrar veðráttu. Landnám manna i nokkrum staumhörðum ám má enn f dag sjá skógi vaxna hólma, sem árstraumurinn hefur einangrað f aldaraðir. Þannig var island umlukt úthafi, ósnortið af búfé og vaxið skógi milli fjalls og fjöru. Um frjósemi og vfðáttu þess gróðurlendis er til fjöldi skráðra heimilda og munnmæla, en auk þess ber landið sjálft vitni um þennan horfna gróður. Sú saga er skráð með ýmsum hætti, til dæmis berfjöldi birkifrjóa og lurka I fomum mýrarlögum vott 'jm út- breiðslu skóga fyrir landnám manns og til hins sama benda einstæðar skógarvinjar frá þessu blómaskeiði birkisins. Elztu sagnir og munnmæli lýsa gróðursælla landi en nú er. og fjöldi ömefna, sem kennd eru við skóg, bendir til víSéttumeira skóglendis á land- námsöld Áætla má. að flatarmál hins samfellda gróðurlendis hafi þá numið 40 þjisund ferkflómetrum og helmingur þess kann aB hafa veriB skógi vaxinn. Hér var þvf mikil árleg framleiðsla plöntu- vefja, sem nota mátti til búfjár- fóðurs og eldsneytis. Þar sem skógarbotnagróður getur árlega gefið af sér 1.5 — 2 tonn af þurrefni á hektara, en frjósamt graslendiS nokkru minna, var hér um mikil auSæfi að ræða fyrir þá, sem slfkt gátu nytjað, en gróSur mun árlega hafa framleitt um 20 milljón hkg uppskeru við land- nám. Landsmenn fluttu með sér búpening, sem nýtti hluta þessa gródurs, og brátt myndaðist hér nýtt samfélag, sem leitaði jafn- vægis f ákveðnu hlutfalli, að þessu sinni milli gróðurs, búfjár og manna. Talið er, að landið hafi fullbyggzt á 60 árum. landsmenn dreifðu sér þannig um landið. að þeir mættu hafa sem bezt not af gróðri þess og öðrum hlunnindum. Þannig var landnámi háttað, að hæfilegur fjöldi manna nýtti af- markað svæði, hverja bújörð. í lögum þessa samfélags þjóðar- innar var ætlazt til. að hver ein- staklingur skyldi hafa eitt kúgildi. „Þeir eiga að gjalda þingfarar- kaup. er skuldahjón hvert hefur kú skuldlausa eða kúgildi," stendur I Grágás. Vfgslóða. En hver jörð var metin jafn mörg hundruð og hún gat gefið af sér f kýrfóðrum. Heildarjarðarmat landsins var um 80.000 kúgildi og sú mun einnig hafa verið tala landsmanna á elleftu öld. Eftir þessu að dæma þurfti þjóðin einn ig 80.000 nautgripi sér tii fram- færslu. Virðist þetta þó of lág tala. ef reiknað er með almennri fæðu- þörf og viðhaldi búfjárstofnsins. Er sennilegt, að hér hafi verið á þess- um tfma um 100.000 nautgripir og 100.000 fjár. eða alls 700 000 ærgildi, sem þurftu um 5 milljónir heyhesta til árslegs fóðurs. Þetta samsvarar þvf, að um 9 ærgildi hafi verið til afnota fyrir hvern fbúa landsins. Áhrif mannsins á vistkerfi iandsins Með aðflutningi manna frá Norðurlöndum og Bretlandseyjum urðu brátt mikil umskipti f gamal- grónu vistkerfi landsins. Fyrstu menn fundu hér gnægð af fulgi og fiski og veiði var þeim auðfengin. En vegna þessara veiða og ónæðis, sem maðurinn olfi I um- hverfi sfnu fækkaði þessum dýra- tegundum og sum voru hrakin á útsker og eyðisanda. Hæfilegur afrakstur af þessum tegundum var talinn til hlunninda, en með auk- inn sókn var oft svo hart að gengið, að stofnínum var hætta búin. Þannig varð geirfuglinn út- dauður f Eldey 1844 vegna of- nytja, en ránfuglum og refum var fækkað af ásettu ráði. Samfara fækkun sumra inn- lendra dýra og plantna flutti mað- urinn með sér ýmsar aðkomu- tegundir áður óþekktar f vistkerfi landsins. Illgresi barst með að- fluttu fóðri og öðrum varningi. Þessar tegundir námu hér land og breiddust út. Þannig auðgaðist landið smám saman að tegundum jafnframt þvf sem leið á búsetu mannsins. Veigamest áhrif urðu þó við ruðning skóga og innflutning búpenings. Fyrst ruddu menn rjóð- ur f skóginn fyrir landnámsbæ og túnstæði, en sfðan voru skógar sviðnir til þess að fá áburð öskunnar í jarðveginn og auka grasvöxtinn, en viður var notaður til eldsneytis f árefti, til kolagerðar og f ýmis áhöld. Brátt gekk á skóglendið og snemma á öldum voru jáfnvel sum héruð orðin skóglaus að kalla. Að lokum hefur svo farið, að skógarleifar eru orðnar sem vinjar f dalbotnum og þekja nú aðeins einn hundraðasta hluta landsins. Ilmbjörkin. sem var rfkjandi planta í samfélaginu, hefur nú vikið fyrir grasi, móa- gróðri og slæðingum. Hið innflutta búfé setti brátt svip á vistkerfi landsins. Hross, nautgripir og sauðfé hafa helzt nytjað gróður þess. Þessi dýr fjar- lægja mikinn hluta af árlegri fram- leiðslu plöntuvefja úr ýmsum vist- kerfum, afla sér orku, en flytja með þvf einnig næringarefni frá úthögum og engjum til bæja og mismuna tegundum með þvf að velja fremur eina en aðra til beitar. Viðkvæmur gróður þoldi ekki ánfðsluna og varð undan að láta. Veiklaður svörður átti vfða erfitt með að halda jarðvegi f skefjum, þannig að víndur og vatn gátu auSveldlega feykt og skolað burt gróðurmoldinni. Uppblástur hófst. sem varð einkum geigvænlegur á móbergssvæðum landsins. Gróðurlendi gaf minni uppskeru og flatarmál þess minnkaði ár frá ári. Fólksfjöldi háður framleiðslu Við landnám komu nýir þættir inn f fæðubrautir vistkerfisins. Sólarorkan, sem bundin var af plöntum. flæddi nú um búfé til manns. Hér á landi getur gróður vart notað meira að jafnaði en 0.1% þeirrar sólarorku, er á hann fellur til nýmyndunar plöntuvefja. Þessi tala er mjög lág. enda eiga tegundirnar vfða örðugt um nýtingu, en ástand jarðvegs og lágur meðalhiti valda því, að Ijós- tiflffun er mjög tfmabundin hér á landi. Búpeningur á beit gat með góðu móti notað 40% af ofanvexti plöntugróðurs, en aðeins 5% af etnu fóðri fór f nýmyndun dýra- vefja. Afrakstur af búfé kom að lokum manninum að notum og ákveðið hlutfall rfkti milli gróðurs, búfjárog fólksfjölda. Þegar leið fram á miðaldir breyttist búfjáreignin þannig, að meira varð um sauðfé en naut- gripi. Sauðkindin var þurftarminni búfjárreining en nautgripur og þvf auðveldara að jafna sauðfé niður til ásetnings á mismiklar heybirgðir. Fjölgunarhæfni þess er tiltölulega ör og þvf er það einnig hagkvæmur bústofn eftir fellivet- ur. En jafnvel sauðfjáreignin fór minnkandi, þegar fram f sótti. Harðindi steðjuðu að og jafnt og þétt gekk á gróður landsins, orku- verksmiðju þjóðarbúsins. Og þegar kom fram á 18. öld hafði gróðurhulan minnkað um helming. Afrakstur landsins gat þá vart borið meira en 500 þúsund ærgildi, sem ekki gátu framfleytt nema um 55 þúsund manna þjóð. Við eldgos, kuldaskeið og aðra óáran féll fólksfjöldinn f landinu jafnvel niður fyrir 40 þúsund manns. Viðreisnartímar Nítjánda og tuttugasta öldin eru tfmar mikilla tæknilegra framfara. Hér á landi verða þær breytingar. að íslendingar verða fremur fisk- veiði- en landbúnaðarþjóð. Aukin veiði og verzlun hafa áhrif á dreifingu byggðarinnar. Inn- flutningur matvæla eykst og þjóð- in verður ekki eins háð afrakstri landsins. Við það bætist, að ný tækni er viðhöfð við ræktun fóðurs. Mýrar eru ræstar fram og flatarmál túna er aukið f 100.000 hefctara, en uppskera eykst af hverri flatareiningu með notkun áburðar, valinna nytjaplantna og vegna gróðurfarsbreytingar mýranna við þurrkun þeirra. Þessi ræktun hefur aukið árlegt upp- skerumagn um 5 milljónir hey- hesta og gert landsmönnum kleift að auka búfjáreign sfna um helming f rá sfðustu aldamótum. Framtíðarhorfur Fæðuþörfin f heiminum hefur farið sívaxandi með aukinni fólks- fjölgun og keppzt er við að auka fæðuframleiðslu. Með land- búnaðarrannsóknum er stefnt að þvf að auka hagræna afurðafram- leiðslu gróðurs og búfjár og gera hana enn nýtilegri en áður tíl viðurværis og ýmissa annarra nauðsynja mannsins. Leitazt er við að kynna framfarir f ræktunarháttum, svo að hver framleiðandi geti orðið enn virkari aðili en áður f afurðafram- leiðslunni. Veigamikið átak f þá átt hefur verið gert meðal þróunarþjóða með hinni Svo- nefndu grænu byltingu. Græn vakning hefur einnig átt sér stað á fsiandi og nú I þessu hátfðarári er enn get átak til þess að auka og bæta gróður landsins, til þess fyrst og fremst að fá aukið fóður fyrir búfé og þar með aukið viðurværi fyrir landsmenn, Mönnum er Ijóst. að til þess að fóðurfarmleiðsla geti haldizt f Hugmyndin um þörf fyrir árlega nýrækt samfara fjölgun þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.