Morgunblaðið - 28.07.1974, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLI 1974.
19
Oryggi Nor-
egs tryggt
Glundroðaöflin flúin til íslands
Atök út af hreinlætisaðstöðu
Breiðafirði —
Hatrömm deila er upp risin hér
( landnámi Þörólfs heitins
Mostraskeggs, svo að komið hefur
til átaka og nokkrir menn fallið.
Snýst deilan um það, hvar full-
trúar á héraðsþingi skulu ganga
náttúrulegra erinda sinna.
Aðdragandi þessarar deilu er
sá, að Þórólfur mostraskegg tók
upp þá nýlundu að efna til hér-
aðsþings, þar sem dæmt skyldi f
Leifur
Hróð-
marsson
myrtur
Firðafylki —
Þær hryllilegu fréttir
hafa borizt frá tslandi, að
Leifur Hrððmarsson, sem
fðr héðan til tslands ásamt
Ingólfi Arnarsyni, hafi
verið myrtur ásamt öllum
mönnum sfnum. Munu hér
hafa verið að verki þrælar
þeir, er Leifur hafði með
sér frá trlandi. Samkvæmt
sfðustu fréttum hefur
Ingólfur nú fundið þá f
Vestmannaeyjum og drep-
ið þá alla.
Forsaga þessa máls er sú, að sl.
vor og hugðist Leifur plægja jörð
sfna og sá. Beitti hann þrælum
sínum fyrir plóginn, en megn
óánægja reis upp meðal þeirra út
af þeim vinnubrögðum. Duf-
þakur, sem var belzti talsmaður
þrælanna, lagði þá á ráðin um
morðin, en þrælarnir drápu uxa
Leifs og sögðu honum, að skógar
björn hefði verið þar að verki.
Leifur og menn hans brugðu
skjótt við og hófu þegar leit að
birninum. Meðan þeir voru
dreifðir um skóginn létu þrælarn-
ir til skarar skrfða og drápu Leif
og menn hans alla. Sfðan fóru
þeir á brott með konur og lausafé
og héldu út í eyjar þær, sem eru
suður af landinu.
Vífill og Karli þrælar Ingólfs
komu fyrst að Leifi og létu þeir
Ingólf þegar vita. Herma fréttir
að Ingólfur hafi látið illa yfir
drápi fóstbróður síns og er sagt,
að hann hafi látið þau orð falla, að
lftið hafi þar lagzt fyrir góðan
dreng, er þrælar skyldu að bana
verða, en þannig færi fyrir þeim,
sem ekki vildu blóta goðin. Leifur
var eins og kunnugt er Iftill blót-
maður.
Ingólfur bjó um líkin og hóf
sfðan leit áð þrælunum. Eins og
áður segir herma sfðustu fréttir,
að hann hafi fundið þá alla f Vest-
mannaeyjum og séu þeir nú allir
dauðir, þ. á m. Dufþakur for-
sprakki þeirra.
deilumálum, er upp risu. Hrein-
lætisaðstaða var hins vegar engin
á svæðinu, en samstaða náðist
meðal þingfulltrúa um að láta
ekki þann vanbúnað verða til
þess, að menn útbfuðu þingvöll-
inn, heldur skyldu menn fá að-
stöðu til þess háttar athafna f
skeri þvf, sem Dritsker heitir.
Eftir fráfall Þórólfs og er Þor-
steinn sonur hans þorskabitur var
enn ungur að árum, gengu Þor-
grímur Kjallaksson og mágur
hans, Asgeirr, f berhögg við þessa
reglu og neituðu að ganga f skerið
örna sinna. Þórsnesingar töldu
það brot á öllum siðareglum að
saurga helgan völl með þessum
hætti og þess vegna börðust þeir
Þorsteinn þorskabítur og Þor-
geirr kengur við þá Þorgrím og
Asgeir. Féllu þar nokkrir m»nn
en margir særðust, áður en góð-
viljuðum mönnum tókst að ganga
á milli.
Þórður gellir átti mestan þátt í
að reyna að ná sáttum, en á
fundum hans með deiluaðilum
Fundnar
súlur
Ingólfs
FIRÐAFYLKI —
öndvegissúlur þær, sem
Ingólfur Arnarson skaut fyrir
borð suður af Ingólfshöfða, áó-
ur en hann tók land á tslandi,
eru nú fundnar eftir þriggja
ára leit. Það voru þrælar
Ingólfs, Vffill og Karli sem
fundu súlurnar f Reykjavfk.
Það vakti töluverða athygli á
sfnum tfma, þegar Ingólfur
Arnarson, sem er ættaður héð-
an úr Firðafylki, tók sig upp
fyrir rúmum þremur árum og
hélt til Islands með allan sinn
bústofn, en landið var þá með
öllu óbyggt. Þegar Ingólfur
nálgaðist strendur iandsins,
skaut hann fyrir borð önd-
vegissúlum sfnum til heilla og
hét þvf að nema land þar sem
þær kæmu á land. Ingölfur tók
land þar sem nú heitir Ingólfs-
höfði og skömmu sfðar sendi
hann bá Vffil og Karla vestur
með sjó að leita súlna sinna
Eftir þriggja ára leit hafa þeir
nú fundið súlurnar fyrir
neðan heiði, f Reykjavfk.
Mjög skiptar skoðanir eru
um landsvæði það, er súlurnar
rak á land. Karli lét svo um
mælt við fréttamenn, að til lft-
ils hefðu þeir farið um góð
héruð, er þeir skyldu byggja
útnes þetta. Skömmu sfðar
hvarf hann úr liði Ingólfs og
ambátt með honum, en hann
fannst fyrir skömmu við ölfus-
vatn. Vffill, lét hins vegar vel
af landinu, og hefur Ingólfur
nú gefið honum frelsi og hefur
hann húsað bæ sinn að Vffils
stöðum og er Vffilfell við hann
kennt.
þokaðisf ekkert í samkomulags-
átt. Varð þingvöllurinn þvf sjálf-
krafa óheilagur af heiftarblóði og
var það ráð tekið að flytja þingið
brott þaðan og inn f nesið. Ekki
hefur komið til frekari átaka eftir
þá ráðstöfun, enda hefur verið
gert myndarlegt átak til að skapa
viðunandi hreinlætisaðstöðu á
nýja þingstaðnum.
Víkinni —
Haraldi hárfagra hefur nú tek-
izt að tryggja öryggi Noregs um
ókomna framtfð. Er hann nú ný-
kominn úr sigursælli herför um
Suðureyjar og Orkneyjar og
þurfa landsmenn ekki að óttast
frekari skærur af hálfu ofstopa-
manna, sem þangað fiýðu eftir
Hafursfjarðarorustu og herjuðu
þaðan á Noreg.
Uppistaðan í hópi þessara of-
stopamanna hefur verið stór-
eignamenn, sem mest beittu sér
gegn sameiningaráformum Har-
alds og töldu sérhagsmunum
sínum bezt borgið með þvf að við-
halda glundroðanum í Noregl.
Gengu þar fremstir vestanfjalls-
menn, sem ekki vildu una við-
leitni Haralds til að koma á lögum
og reglu f landinu og skattlagn-
ingu konungs til að tryggja fjár-
hagsafkomu rfkisins. Töldu
vestanfjallsmenn, að með fyrir-
mælum konungs um algjört hern-
aðarbann í Noregi væri brostinn
rekstrargrundvöllur undirstöðu-
atvinnugreinar vestanfjalls-
manna og að skattheimtan væri
frekleg skerðing á persónufrelsi.
Stóreignamenn þessir hafa sem
fyrr segir margir hverjir hlaupizt
af landi brott og þeir allmargir
haldið norðvestur til tslands, svo
og þeir, sem Haraldur konungur
svfnbeygði í Orkneyjum og á
Suðureyjum. Hérlendir frétta-
skýrendur eru samdóma um, að
það muni verða næsta einkenni-
legt þjóðfélag, sem þessir ofstopa-
menn mynda á tslandi — ein-
kennast af glundroða, óforbetran-
legri einstaklingshyggju og
óreiðu í allri fjársýslu.
Stórþjófnaður framinn
Stórþjófnaður var nýlega
framinn hjá Ketilbirni Ketilssyni
á Mosfelli f Grfmsnesi. Málið er f
rannsókn.
Atvik máls þessa eru þau, að
Ketilbjörn bauð sonum sfnum
gnótt silfurs f hof það, er þeir
voru að reisa, en Ketilbjörn er
mjög auðugur að lausafé. Synir
hans vildu eigi þiggja silfrið og
ók hann þá silfrinu upp f fjallið á
tveimur uxum ásamt þræl sfnum
Haka og ambátt sinni Bót. Með
einhverjum hætti tókst þeim að
ræna silfrinu og hurfu á brott
með þýfið.
SÍÐUSTU FRÉTTIR:
Þjófarnir hafa nú hlotið makleg
málagjöld. Ketilbjörn fann Haka í
Hakaskarði og Bót I Bótarskarði
og drap þau bæði, en þýfið er enn
ófundið.
„ÍSLAND er rétt-
nefni á þessaeyju
1)
— sagði Flóki
Vilgerðarson
við komuna
til Noregs
Noregi —
Vfkingurinn Flóki Vilgerðar-
son, sem fyrir þremur árum fór
með búslóð sfna til eyju þeirrar f
norðri, sem Garðar Svavarsson
fann fyrir nokkrum árum, er nú
kominn aftur til Noregs. Lætur
hann illa yfir landinu og full-
yrðir, að þar sé ekki Iffvænlegt að
setjast að. Skoðanir um þetta
atriði eru þó skiptar og segja
sumir samferðarmenn Flóka, að
þar drjúpi smjör af hverju strái.
Flóki Vilgerðarson fór fyrir
þremur árum að leita Garðars-
hólma, hafði hann með sér
skyldulið sitt og kvikfé og hugðist
setjast þar að. Aður en hann lagði
af stað blótaði hann þrjá hrafna,
er honum skyldu vísa leið.
Skömmu eftir að hann lagði af
stað lét hann lausan fyrsta hrafn-
inn og fló sá aftur um stafn til
Noregs. Annar flaug upp I loftið
og aftur til skips og vissi Flóki þá,
að jafnlangt mundi til allra
stranda. Sá þriðji flaug fram um
stafn I þá átt, er þeir fundu land-
ið. Af þessu hefur Flóki nú fengið
viðurnefnið Hrafna-Flóki.
Flóki kom skipi slnu austan að
Horni og sigldi fyrir sunnan
landið vestur um Reykjanes og
Snæfellsnes og inn á Breiðafjörð.
Tóku hann og menn hans land,
þar sem heitir Vatnsfjörður við
Barðaströnd. Þá var fjörðurinn
fullur af veiðiskap og gáðu þeir
eigi fyrir veiðum að afla heyja um
sumarið og dó allt kvikfé þeirra
um veturinn. Vorið kom seint og
gekk Flóki þvi upp á f jall eitt hátt
til að skyggnast um. Sá hann þá
fjörð einn fullan af hafís og kall-
aði landið Island. Það nafn virðist
nú ætla að festast við landið.
Ekki eru allir á einu máli um
landgæði á þessari eyju. Flestir
skipverja Flóka eru á öndverðri
skoðun við hann og einn þeirra,
Þórólfur, segir, að þar drjúpi
smjör af hverju strái. Hafa menn
siðan sin í milli kallað hann Þór-
ólf smjör.
Fóstbræður
farnir til
Islands
Dalsfirði á Fjölum.
Fóstbræðurnir Ingðlfur
Arnarson og Leifur Hróðmars-
son, nú oft kallaður Hjör-
leifur, hafa ýtt skipum sfnum
úr vör og hyggjast sigla til
tslands. Telja þeir landið vel
fallið til þess að hefja þar nýtt
lff.
Þeir fóstbræóur voru sem
kunnugt er elnn vetur á ls-
landi og könnuóu þá landkosti.
Sfðan hefur Ingólfur verið að
undirbúa tslandsferðina, en
Hjörleifur fór f vfking vestur
um haf til að afla fjár og
mannafla og varð vel ágengt
Bæði Ingólfur og Hjörleifur
hafa átt við veruleg fjárhags-
vandræði að etja vegna hinna
háu skaðabótagreiðslna og
eignaupptöku, er þeir urðu að
gjalda Atla jarli og syni hans
Hásteini.
Svo sem menn rekur minni
til urðu ósættir með þeim fóst-
bræðrum og jarlssonum, Há-
steini, Hersteini og Hólm
steini, er hinn sfðastnefndi
strengdi þess heit, að hann
skyldi fá Helgu Arnardóttur
systur Ingðlfs fyrir konu.
Hjörleifur tók þessa heit-
strengingu óstinnt upp, þar eð
hann mun einnig hafa lagt hug
á Helgu. Urðu lyktir þessa
ósættis, að fóstbræðurnir fóru
f hernað gegn jarlssonum og
féll þar Hólmsteinn. Her-
steinn hugðist sfðar leita
hefnda, en örlög hans urðu hin
sömu. Fyrir tilstylli góðvilj
aðra manna var komið á sátt-
um með þeim fóstbræðrum og
feðgunum Atla og Hásteini
gegn þvf að þeir Ingólfur og
Hjörleifur greiddu háar skaða-
bætur.
Fregnritari er með þeim
fóstbræðrum f ferðinni og
mun hann senda fréttir af
landnámi þar nyrðra.
NY LOG UM LAND-
NÁM Á ÍSLANDI
Rauðsokkur
óánægðar
Vegna ágreinings, sem
upp hefur komið varðandi
landnám á tslandi, hafa nú
verið sett ný lög um þetta
atriði. Skal enginn maður
vfðara land nema en hann
má eldi yfir fara á einum
degi með skipverjum
sfnum. Um konur gilda þó
aðrar reglur, en þær mega
ekki nema vfðara land en
sem leiða má um tvævetra
kvfgu, vorlangan dag sól-
setra á milli.
A fyrstu árum íslandsbyggðar
var landnám helgiathöfn. Algeng-
ast var að helga sér land með eldi
en á þann hátt töldu menn sig
hafa unnið landið frá land-
vættum. Sumir, eins og t.d. Helgi
magri, kveiktu bál við árósa og
helguðu sér allt vatnasvæði ár-
innar. Margir þeirra, sem fyrstir
komu til Islands, námu geysistór
landsvæði og hefur mörgum, sem
síðar hafa komið, þótt hinir of
frekir á land. Málinu var skotið til
Haralds hárfagra og hefur honum
tekizt að sætta deiluaðila með
þessum nýju Iögum, Hefur
þannig tekizt að gera trúarlega
athöfn að réttarvenju.
Eins og áður segir, gilda ekki
sömu lög yfir konur og karla.
Herma fréttir frá Islandi, að ekki
séu allar konur á eitt sáttar með
þetta misræmi. Einkum munu
þær sem f rauðum sokkum ganga
vera óánægðar vegna þessa, og
hefur þvf verið fleygt, að þær
hyggist boða til útifundar um
málið nú á næstunni.