Morgunblaðið - 28.07.1974, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULl 1974.
23
- Norskir
landnemar
Framhald af bls. 9
5. Gnúpa-BárSur var sonur
Hevanaurs-Bjarnar. Hann kom út
og nam BárSardal og bjó aS
Lundarbrekku fyrst. Þá merkti
hann af veSrum aS tlSarfar mundi
betra sunnan lands. Fór
hann þá meS allt sitt suSur yfir
„heiSar" og nam land aS nýu I
Fljótshverfi. Hann bjó aS Gnúpum
og þvl var hann kallaSur Gnúpa-
BárSur.
6. Helgi Heyangurs-Bjarnarson
fór til Islands og nam land gegnt
Öræfasveit og bjó aS RauSalæk.
Þarna var slSar kallaS Litla HéraS
en er nú komiS I eySi.
7. Ásbjörn, þriSji sonur
Heyangurs-Bjarnar ætlaSi til
fsland en dó I hafi. Ekkja hans
ÞorgerSur kom út og nam Ingolfs-
höSfahverfi (Öræfin). Hún var ætt-
móSir FreysgySlinga.
8. ÞórSur skeggi sonur Hrapps
Bjarnarsonar bunu, fór til islands
og nam fyrst land I Lóni austur.
Bjó hann þar nokkur ár. Þá frétti
hann aS öndvegissúlur slnar hefSi
komiS á land I Leirvogi I Mosfells-
sveit. Fluttist hann þá þangaS.
fekk land hjá Ingolfi og bjó á
SkeggjastöSum I Mosfellssveit.
Tengdasynir hans voru þeir Ketil-
bjöm gamli og Eiríkur I GoSdölum.
9. Örlygur hinn gamli var bróSir
ÞórSar. Hann bjó á Esjubergi á
Kjalarnesi og átti margt barna. —
Valþjófur sonur hans var talinn
landnámsmaSur f Kjós.
10. Vébjörn Sygnakappi. Geir
hét maSur ágætur f Sogni. Hann
var kallaSur Végeir, þvl aS hann
var blótmaSur mikill. Börn hans
voru —: Vébjöm Sygnakappi,
Vésteinn, Véþormur. Vémundur,
Végestur. Véþorn og Védfs dóttir.
Vébjörn varS fyrir konungsreiSi
svo þau systkinin fóru öll á einu
skipi til íslands og brutu þaS undir
hömrum á Hornströndum. Komust
þau upp viS illan leik og heitir þar
slSan Sygnakleif. — Vébjörn nam
land milli SkötufjarSar og Hest-
fjarSar, svo vftt sem hann gengi
um á dag og þvl meir sem hann
kallaSi Folafót. — Þau systkinin
staSfestust öll hér.
11. Þórolfur fasthaldi hét ágæt-
ur maSur f Sogni. Hann fór til
íslands „meS ráSi Haralds
kenungs". Hann nam land milli
Sandeyrar og Gýgjarsporsár og
bjó aS Snæfjöllum.
12. Ævar Ketilsson hét maSur.
dótturson Haralds konungs gull-
skeggs f Sogni. Ævar fór til
íslands og nam Langadal f Húna-
vatnssýslu. Hann átti marga syni:
Véfröð. Karla, Þorbjörn strjúg og
Þór8 mikil. Þeir bjuggu þar f daln-
um sfðan.
13. Gunnolfur hinn gamli var
son Þorbjámar Þjóts f Sogni.
Gunnolfur kom út og nam Ólafs-
fjörS og bjó aS Gunnolfsá.
14. — 15. Eilffur og Björn voru
bræSur. Þeir fóru úr Sogni tíl
fslands og námu land á Rangár-
völlum efri. Björn bjó f Svfnhaga
og var vi8 þann bæ kenndur.
(Svfnhagi er bæarnafn á Roga-
landi).
16. Özur hinn hvfti. sonur Þor-
leifs úr Sogni, fór til Islands og
nam milli Þjórsárog Hraunslækjar
og bjó I Kampaholti.
17. Hallsteinn mágur Hásteins
Atlasonar jarls kom úr Sogni og
fékk land hjá Hásteini. ytra hlut
Eyrarbakka og bjó á Framnesi.
„Noregs fjarSa fjörSur" sagSi
Jakob Thorarensen skáld um
Sogn og er þaS réttmæli. Sygna-
fylki var stórt og náði yfir héruSin
beggja megin fjarSarins. Nor8-
menn telja a8 Björn buna muni
hafa átt heima á Belaströnd.
Nokkru utar skerst ÞverfjörSur út
úr Sogni. Þa8 er Heyangur, þar
sem Björn bjó, fa8ir Gnúpa-
BárSar.
Firðafylki
Fyrst skal frægan telja:
1. Ingolfur Arnarson. Hann var
frá Fjölum f OalsfirSi og segja
norsk munnmæli a8 hann hafi
búiS á Hrffudal. Næsti bær utar
me8 firSinum er Kleppsnes, sem á
a8 hafa veriS bústaSur Hjörelifs
fóstbróSir hans. i báSum túnum
standa enn háir bautasteinar, sem
sagt er a8 þeir hafi reist til minn-
ingar um feSur sína. Ingolfur var
hinn fyrsti norski landnámsmaSur
hér og bjó f Reykjavfk.
2. Skallagrfmur. TaliS er a8
Kveldulfur faSir hans hafi búiS I
Sunnfirði. Þeir feðgar flýðu land
er þeir höfSu náð hefndum á
Haraldi konungi fyrir það. a8 hann
drap Þórolf Kveldulfsson. Þeir
voru góðir vinir Ingolfs og fóru þvl
til fslands a8 dæmi hans. Kveldulf-
ur lézt f hafi, en Skallagrlmur nam
Mýrar og bjó á Borg.
3. Hrosskell Þorsteinsson.
frændi Arinbjamar hersis. fór til
íslands. Hann ætlaSi fyrst að
nema Akranes. en þeir Bresasynir,
sem áður höfSu numið þar. ráku
hann á brott. Slðan nam hann
Hvltárslðu og bjó á HallkelsstöS-
um. Gaf hann mönnum sfnum
lönd: Þorvarði Fljótsdal. en hann
var faðir SmiSkels. föður þeirra
Þórarins og AuSunar. er voru fyrir
Hellismönnum. Þorganti gaf hann
land niður f SIBu og bjó hann á
Þorga utsstöSum.
4. Flosi hét maður, sonur Þor-
bjarnar hins gaulverska, sem varð-
veitti hof á Gaulum. Flosi kom út
og nam land um Rangárvelli
eystri. Hann var forfaðir GuSrúnar
konu Sæmundar fróða.
5. Loftur gamli var systursonur
Flosa. Hann kom ungur af Gaulum
og nam land f Flóa og bjó I Gaul-
verjabæ
6. Þórarinn Þorkelsson úr Al-
viSru kom skipi sfnu f Þjórsárós.
Hann hafði þjórshöfuð f stafni og
af þvf tók áin nafn. Nam hann
land fyrir ofan Skúfslæk.
7. Steinunn gamla, frændkona
Ingolfs kom út. Hún hafði veríð
gift herlaugi bróður Skallagríms.
Ingolfur gaf henni Rosmhvalanes
allt inn að Hvassahrauni og bjó
hún að Holmi f Leiru.
8. Eyvindur. Hann var fóstur-
sonur Steinunnar og gaf hún hon-
um af landi sfnu frá Vogastapa inn
að Hvassahrauni. Bjó Eyvindur
fyrst f Stóru Vogum, en var
flæmdur þaSan og var seinast á
Býskerjum.
9. Ásbjöm Özurarson, bróSur
sonur Ingolfs, nam land milli
Hvassahrauns og Hraunsholts-
lækjar. Alftanes allt, og bjó á
Skúlastöðum.
10. Herjólfur Sigurðarson svln-
höfða á Kvernvágaströnd f Fjörð-
um kom til fslands f elli sinni og
nam land milli Búlandshöfða og
GrundarfjarBar. Hann var forfaðir
Þórarins svarta MáhlfSings.
11. Skjöldolfur Vémundarson.
bróðir Berðlu-Kára. nam Jökuldal
og bjó á Skjöldolfsstöðum. Berðla
heitir ey í Brimangri f Fjörðum.
Salbjörg kona Kveldulfs var dóttir
Berðlu-Kára, og Eyvindur lambi
var bróðir hennar (Sjá Egilssögu)
12. Hásteinn Altason jarls hins
mjóva á Gaulum kom út á Stokks
eyri og nam land milli Rauðár og
Ölfusár og Breiðamýri alta.
Mæri og Raumsdalur
Hér verður ekki gerður greinar-
munur á Sunnmæri og Norðmæri,
en Raumsdælafylki var á milli
þeirra.
1. Hrollaugur sonur Rögnvalds
jarls á Mæri fór til íslands að ráði
Harald konungs. Hann nam fyrst
Hornafjörð og Suðursveit, en seldi
siðan jarðirnar I Hornafirði og bjó
á Breiðabólstað I Suðursveit.
2. Einar Þorgeirsson kalufa var
dóttursonur Torf-Einars jarls,
Rögnvaldssonar og var fóstraður á
Mæri. Hann fór til Orkneya að
finna fraBndur sfna, en þeir vildu
ekki við hann kannast. Þá brá
hann til íslandsferðar og nam land
f Öxarfirði. Dóttir hans var Ljót,
móðir Hróa Arnsteinssonar f Klifs-
haga.
3. Dýri hét maður ágætur. Hann
fór af Sunnmæri til íslands að ráði
Rögnvalds jarls. Hann nam Dýra
fjörð og bjó að Hálsum.
4. Skagi Skoftason hét ágætur
maður á Mæri. Hann fór til íslands
og nam að ráði Hetga magra Eya-
fjarðarströnd eystri frá Varðgjá til
Fnjóskadalsár og bjó f Sigluvfk.
5. Ásgerður Asksdóttir. Ófeigur
hét maður ágætur f Raumsdæla-
fylki. Hann átti Ásgerði
Asksdóttur hins ómálaa. Haraldur
konungur lét taka Ófeig af Iffi, en
Ásgerður fór með börn sln til
islands. og með henni Þórolfur
bróðir hennar laungetinn. Hún
nam land undir Eyafjöllum, en
giftist slðan Þorgeiri hörðska I
Holti og var Holta Þórir sonur
þeirra — sonur Ásgerðar og
Ófeigs var Þorgeir gollnir faðir
Njáls á Bergþórshvoli.
6. Þórolfur bróðir Ásgerðar nam
land vestan Markarflóts og bjó f
Þórolfsfelli.
7. Ingimundur gamli. Ketill
raumur hét ágætur hersir I
Rumsdal. Sonur hans var Þor-
steinn er átti Þórdfsi dóttur Ingi-
mundar jarls af Gautlandi. Sonur
þeirra var Ingimundur gamli.
Hann fór til fslands og nam
Vatnsdal f Húnaþingi. — Með
honum voru félagar hans, er námu
lönd 1 nánd við hann: Jörundur,
Hvati. Ásmundur, Friðmundur og
Eyvindur sörkvir.
8. Molda Gnúpur nam fyrst land
I Alftaveri, en Kötlugos flæmdi
hann þaðan og nam hann þá
Grindavfk. Faðir hans var Hrólfur
höggvandi f Moldatúni á Norð-
mæri.
9. Þorbjörn súrr faðir Gfsla, var
frá Stokkum I Súrnadal. Þeir
feðgar keyptu lönd f Dýrafirði.
10. Eilffur örn sonur Atla Skfða
sonar hins gamla. Bárðarsonar f
Ál, kom til fslands og nam frá
Mánaþúfu til Laxárdals f Skaga
firði. Hann var afi Þorvalds
Koðránssonar vfðförla. — (Ég hefi
talið Eilff hér, vegna þess að eg
hygg að Áll sá. er Báður var
kenndur við, sé á Mæri, en öruggt
er það ekki).
11. Eysteinn digri fór af
Sunnmæri til Islands og nam land
austur á Sfðu og bjó á Geirlandi.
Þrándheimur
1. Eyvindur vápni, sonur Þor-
steins þjokkubeins á Strind. nam
Vcpnafjörð.
2. Steinbjörn körtur bróðurson
hans nam Ifka um Vopnafjörð og
bjó að Hofi.
3. Hróaldur bjóla var fóstbróðir
Eyvindar vápna — hann nam
Selárdal I Vopnafirði og bjó á
Torfustöðum.
4. Hrafn heímski, sonur Val-
garðs, Vémundarsonar orðlokars,
fór úr Þrándheimi og nam land
undir Eyafjöllum Hann bjó að
Rauðafelli „Hann var hið mesta
göfugmenni". Hann var faðir
Jörundar goða, föður Svarts, föð-
ur Loðmundar, föður Sigfúss, föð
ur Sæmundar fróða.
5. — 6. Ketill og Graut Atli
synir Þóris jarls Þiðranda úr Vera-
dal fóru til fslands og námu Lagar-
fljótsstrendur báðar. Ketill bjó á
Framhald á bls. 27.
Ásmundur svarar: „Þú skalt gæta
heimgása minna."
Grettir svarar og mælti: „Lítið
verk og löðurmannlegt."
Ásmundur svarar: „Leys þú þetta
vel af hendi. og mun þá batna með
okkur."
Sfðan tók Grettir við heimgás-
unum. Þær voru fimm tugir og með
kjúklingar margir. Eigi leið langt.
áður en honum þóttu þær heldur
bágrækar, en kjúklingarnir seinfærir.
Honum gerði mjög hermt við þessu,
þvl að hann var Iftill skapdeildar-
maður. Nokkru sfðar fundu föru-
menn kjúklinga dauða úti og gæs-
irnar vængbrotnar. Þetta var um
haustið. Ásmundi Ifkaði stórilla og
spurði, hvort Grettir hefði drepið
fuglana. Hann glotti að og svarar:
Það geri ég vfst, er vetrar.
vind ég háls á kjúklingum.
Enn þótt eldri finnist,
einn ég ber af sérhverri.
Ásmundur kvað hann ekki mundu
lengur af þeim bera og sagðist
mundu fá honum annað starf. —
„Fleira veit sá, er fleira reynir."
sagði Grettir, „eða hvað skal ég nú
gera?" Ásmundur svarar: „Þú skalt
strjúka bak mitt við eld. sem ég læt
jafnan gera."
„Heitt mun það um hönd," sagði
Grettir, „en þó er verkið löðurmann-
legt."
Grettir tók við starfa þessum og
fór svo fram um hrlð. Er leið á
haustið gerðist Ásmundur heitfengur
mjög og eggjar Gretti að strjúka fast
bak sitt. Kvöld eitt er Grettir skyldi
hrffa bak Ásmundar. mælti karl: „Nú
muntu verða af þér að draga slenið,
mannskræfan," segir hann.
Grettir segir: „lllt er að eggja óbil-
gjarnan."
Ásmundur mælti: „Aldrei er dugur
f þér."
Grettir sér nú. hvar stóðu ullar-
kambar f setinu. tekur upp kambinn
og lætur ganga ofan eftir baki Ás-
mundar. Hann hljóp upp og varð
óður og vildi Ijósta Gretti með staf
sfnum, en hann skauzt undan. Ekki
batnaði sambúð þeirra feðga við
þetta.
Nokkru sfðar fói Ásmundur Gretti
að gæta hrossa sinna. Grettir kvað
sér það betra þykja en bakelda-
gerðin. Ásmundur átti hryssu bleik-
álótta. sem hann kallaði Kengálu.
Var hún svo veðravfs, að það brást
ekki, að hrfðarveður skylli á ef hún
vildi ekki ganga f haga. Sagði Ás-
mundur Gretti að fara eftir hryssunni
og byrgja hrossin f húsi ef Kengála
vildi ekki fara út. en halda þeim
norður á hálsi annars, — „þætti mér
þurfa, að þú leystir þetta verk betur
af hendi en þau tvö, sem ég hef áður
skipað þér," sagði karl.
Grettir svarar: „Þetta er kalt verk
og karlmannlegt. en illt þykir mér að
treysta merinni, þvf það veit ég eng-
an fyrr gert hafa."
Grettir tekur nú við hrossageymsl-
unni, og leið svo fram yfir jól. Gerði
þá kulda mikla með snjóum og tók
Gretti að kala I hrossagæzlunni,
enda var hann Iftt settur að klæðum
og óharðnaður, en hann var aðeins
10 ára eins og áður segir. Kengála
lét engan bilbug á sér finna og stóð
úti hvernig sem viðraði. Grettir
hugsar þá með sér. að hann skuli
gera eitthvert bellibragð til að gjalda
Kengálu fyrir útiganginn.
Einn morgun er Grettir kom út f
hrosshús. stóð Kengála þar fyrir
stalli. Fór Grettir þá á bak henni með
hnlf i hendi og risti tvo skurði beggja
megin hryggja. Hrossið fældist og
jós og féll Grettir af baki. Grettir
leitaði aftur á bak hryssunni og varð
þar viðureign hin snarpasta, sem
lauk með þvf, að Grettir fló af hryss-
unni alla baklengjuna aftur á lendar.
Slðan rak Grettir hrossin f haga. Eigi
vildi Kengála bfta nema til baksins
og er skammt var af hádegi brá hún
vio og hljóp heim f hús. Grettir
byrgði húsin, er hrossin vildu eigi
standa f þvflíku veðri.
Lfður nú nóttin, og kom eigi hrfð-
in. Næsta dag rekur Grettir hrossin f
haga en Kengáia þolir ekki við frekar
en fyrri daginn. Þótti Ásmundi þetta
undarlegt þvf að veðráttu brá ekki
frá þvf sem áður hafði verið.
Hinn þriðja morgun fór Ásmundur
til hrossanna og að Kengálu og
mælti: „llla þykir mér hrossin við
hafa orðið að jafngóðum vetri, en þú
munt sfzt bregðast að bakinu, Bleik-
ála."
„Verður það. er varir," sagði
Grettir, „og svo hitt. ereigi varir."
Ásmundur strauk bakið á hross-
inu, og fylgdi þar húðin. Honum
þótti það undarlegt og kvað Gretti
þessu valda mundu. Grettir glotti og
svaraði engu. Er heim kom sagði
Ásmundur, að ekki mundi hann fá
Gretti fleiri starfa og gera verr við
hann en áður.
Frásögninni af Gretti Ijúkum við
með lokaorðum 14. kafla Grettis
sögu:
—• Mörg bernskubrögð gerði
Grettir, þau, sem eigi eru f sögu sett.
Hann gerðist nú mikill vexti. Eigi
vissu menn gjörla afl hans, þvf að
hann var óglfminn. Orti hann jafnan
vfsur og kviðlinga og þótti heldur
nlðskældinn. Eigi lagðist hann f elda-
skála og varfátalaður lengstum.
AUÐSÉÐ, AÐ ÞÚ
MUNT ÓFYRIR-
LEITINN VERÐA
Stórólfur hét maður, sem bjó að
Stórólfshvoli á Rangárvöllum. Stór-
ólfur var allra manna sterkastur, og
var það allra manna mál, að hann
væri eigi einhamur. Hann var fróður
maður og margvfs og var hann af þvf
kallaður fjölkunnugur. Hann átti son
með Þórörnu konu sinni, er Ormur er
nefndur. Ormur var snemma bæði
mikill og sterkur og vel að fþróttum
búinn. þv! að þá er hann var sjö
vetra samvægði hann hinum sterk-
ustu mönnum um afl og allar íþróttir.
Ekki hafði hann ástrfki mikið af
föður sfnum, enda var hann honum
ódæll og vildi ekki vinna, en móðir
hans unni honum mikið. Ekki lagðist
Ormur f eldaskála. Óx hann nú upp
þann veg, þar til er hann var tólf
vetra gamall.
Stórólfur var iðjumaður mikill og
sfvinnandi. Það var einn dag um
sumarið. að Stórólfur lét færa hey
saman, og gengu fernir eykir. Stór-
ólfur hlóð heyi, en handfátt varð upp
að bera. og þótti honum verkið
ganga seint. Kallaði hann þá á Orm
son sinn, og bað að hjálpa til við að
leggja upp heyið. Ormur gerði svo.
En er I tók að draga skúrirnar,
gerðist Stórólfur mikilvirkur á hey-
inu og eggjaði Orm fast, að hann
skyldi duga og neyta aflsins, og
sagði hann bæði slyttinn og linan og
meir gefinn vöxtur en afl eða harka.
Þessu reiddist Ormur og bar upp
fúlguna alla á skammri stundu, og
kom vagninn að I þvf. Greip Ormur
þá upp hlassið og hestinn með öllum
akfærum og kastaði upp á heyið svo
snart. og Stórólfur karl féll út af
heyinu og ofan f geilina. Varð það
svo þungt fall, að brotnuðu f honum
þrjú rifin.
I
Stórólfur mælti þá: „lllt er að
eggja ofstopamennina. og er það
auðséð, að þú munt ófyrirleitinn
verða."
Ekki verða hér rakin fleiri bernsku-
brek Orms sterka, en frá honum
segir gjörr I Orms þætti Stórólfs-
sonar.
HVERJUM
MANNI VAR HANN
LÍTILLÁTARI
Hér hafa aðeins verið tilgreind fá
dæmi af mörgum um erfiða unglinga
I sögunum. Af þeim má þó glöggt
merkja, að uppeldi bama þá hefur
ekki verið vandalaust fremur en nú.
en einkum virðist það áberandi, að
feðrum og sonum hefur samið illa.
Enginn skal þó ætla af frásögnum
þessum. að þannig hafi þvf verið
farið I öllum tilvikum á þessari öld
vopnfimi og vigamennsku. Soguold
in átti Ifka sfna fyrirmyndarunglinga,
sem öllum tóku fram um mannkosti
og góða siðu. Þykir Slagsfðunni rétt,
svona f lokin, að tilgreina einn slíkan
til að halda frásögn þessari f jafn-
vægi og forða henni frá of mikilli
slagslðu. Fyrir valinu varð Kjartan
Ólafsson. sonur Ólafs pá Höskulds-
sonar og konu hans Þorgerðar. f 28.
kafla Laxdæla sögu segir svo frá
Kjartani:
— Kjartan Ólafsson vex upp
heima I Hjarðarholti. Hann var allra
manna f rfðastur. þeirra er fæðzt hafa
á íslandi. Hann var mikilleitur og vel
farinn f andliti, manna bezt eygður
og Ijóslitaður. Mikið hár hafði hann
og fagurt sem silki, og féll með
lokkum, mikill maður og sterkur.
eftir sem verið hafði Egill, móður-
faðir hans, eða Þórólfur. Kjartan var
hverjum manni betur á sig kominn.
svo að allir undruðust, þeir er sáu
hann. Betur var hann og vfgur en
flestir menn aðrir. Vel var hann
hagur og syndur manna bezt. Allar
fþróttir hafði hann mjög um fram
aðra menn. Hverjum manni varhann
Iftillátari og vinsælli, svo að hvert
barn unni honum. Hann var létt-
úðugur og mildur af fé. Ólafur unni
mest Kjartani allra barna sinna.
Mikill munur er á þessari lýsingu
og frásögnunum af hinum þremur.
Hefur þetta vakið Slagsfðuna til um-
hugsunar um öfgana milli góðs og
ills I gullaldarbókmenntunum. og
þykir henni Ifklegt, að fleiri leiki sár
við slfkar hugleiðingar. — og ekki er
úr vegi f leiðinni að gera samanburð
é æskunni á söguöld og nú I dag.
sv.g.
Óláfr unni mest
Kjartani allra barna
sinna.