Morgunblaðið - 28.07.1974, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULl 1974.
29
Grtmur Thomsen flytur konungi ávarp Þingvallafundar. Myndin er úr
lllustratet Tidende.
var hinsvegar bókmenntirnar,
einkum og sér I lagi Ijóðlistin.
Fyrir hundrað árum var óhugsandi
að halda veglega þjóðhátíð én
þess að yrkja ættjarðarljóð. þar
sem hreysti fornra kappa var veg-
sömuð og hið norræna hetjublóð.
Þjóðhitiðarnefndin efndi ekki
til samkeppni um þau 6 eða 7
hátlðarljóð. sem hún vildi fá. Eitt
helzta skáld þjóðarinnar, Stein-
grlmur Thorsteinsson. var fjarver-
andi. svo nefndin fór með
„pöntunina" til séra Matthlasar.
sem lét til leiðast með semingi,
enda var fyrst hafið máls á þessu
daginn fyrir konungskomuna og
hátlðarljóðin skyldu liggja full-
kláruð á borðinu daginn eftir,
takk.
Lengi hefur landinn verið á
veiku svelli, þar sem skipulagning
er annars vegar. En það bjargaði
málinu og þessari „listahátlð". að
séra Matthias var enginn meðal-
maður. Þegar þess þurfti með, brá
hann fyrir sig hraðyrkingum. Hann
brá við skjótt og talaði við Jónas
Helgason, sem þá var helztur
söngme'istari I Reykjavik. Þeir
komu sér saman um sönglög og
klerkurinn hristi sjö kvæði fram úr
erminni sama daginn. Hann sagði
sfðar:
„Og þótt þau væru I
meira lagi „hraðkveðin",
voru þau þakksamlega þeg-
in og sungin, og flestir fs-
lendingar kunna þau eða
kannast við til þessa dags.
Sjálfum fannst mér fátt um
þau."
Kvæðin komu út I bæklingi og
var þar það áttunda eftir Stein-
grlm. En hver voru skáldalaunin á
þjóðhitlðinni? Kóngurinn drakk
honum að vlsu til I veizlu á langa
loftinu I Latinuskólanum, senni-
lega fyrir kvæðið Konungsminni.
En þeir, sem ritstýrðu blöðunum á
þvl herrans þjóðhátlðarári, minnt-
ust ekki með einu orði á þetta
afrek séra Matthfasar.
Hástemmdar yrkingar
Þótt minnstu munaði, að
hátlðarljóðin færu I vaskinn, voru
einhver lifandis ósköp ort þetta
sumar og er hætt við, að sumt af
þvf þætti full skrúfað. hástemmt
og væmið nú á dögum. Allt um
það leyndi sér ekki, að eldheit
þjóðernisvitund er að vakna.
Benedikt Gröndal yrkir um „Gull-
fagra Garðarsey, glampandi jökul-
mey" og Jón Sigurðsson er „Þú
eðla mögur ísalands". Um allt
landið fluttu skáldin Ijóð. Sigur-
bjöm fri Fótaskinni flutti langt
kvæði yfir Þingeyingum að Brúar-
fossum og Jón Arnason. óðals-
bóndi á Víðimýri, flutti frumort
kvæði á samkomu á Reynistað.
Mývetningar létu heldur ekki sitt
eftir liggja. Kvæði það, sem Jón
Hinriksson á Helluvaði flutti. er
hvorki meira né minna en 20 löng
erindi.
Á þjóðhátlð Svarfdæla flutti
Jónas Jónsson frá Sigluvlk langt
og mikið kvæði. sem er að mörgu
leyti eins og samnefnari fyrir allt
það, sem ort var á þessu ári.
Fyrsta erindið er þannig:
Nú gyllir sunna gamla fjallatinda,
og geislum slær á Ingólfs fornan
haug.
I Svarvardals hjá svoldar bláum
linda,
þar sjótir verma brjóst við unaðs-
laug;
þvf nú er runnin næsta mikill dag-
ur,
og nú er liðin þúsund ára tlð,
frá þvl er hólmi hér var Garðars
fagur
af hetjubornum Noregs byggður
lýð.
Gestur Pálsson, skáld orti
kvæði, sem sungið var á Þjóðhátið
skólapilta I Reykjavik og höfuð-
skáld Austurlands, Páll Ólafsson á
Hallfreðarstöðum, orti Minni fs-
lands. sem flutt var I Hallorms-
staðarskógi.
Þegar farið er yfir hinn keimllka
þjóðhátlðarkveðskap frá 1874,
finnst mér, að tvö skáld beri þar
af. Annarsvegar Matthlas
Jochumsson með orðkynngi og
andlegt fjör. sem vart átti sinn
líka, en hinsvegar Bólu-Hjálmar,
sem þá var heilsuþrotinn sveitar-
limur og gamalmenni. Um þetta
leyti varð hann að binda penna-
stöngina við hendina til að geta
skrifað. En andinn var ekki út-
kulnaður og undir dulnefninu
Feigur Fjörgynjarson orti hann
kvæði, sem kannski er magnaðast
af öllu þvl. sem þá var ort. Hjálm-
ar leggur kvæðið landinu I munn;
það heitir „Island fagnar konungi
sfnum á Þingvelli 1874". Þar er
meðal annars þetta erindi. sem á
að lýsa ártandi landsins:
Sjá nú, hvað ég er beinaber.
brjóstin visin og föiar kennar,
eldsteyptu lýsa hraunin hér
hörðum búsifjum ævi minnar;
kóróna mln er kaldur snjár.
klömbrur haflsa mitt aðsetur,
þrautir minar I þúsund ár
þekkir guð einn og talið getur.
En þetta áhrifamikla Ijóð Bólu-
Hjálmars var þó hvorki lesið né
sungið á nokkurri þjóðhátlðarsam-
komu. Enginn var minni spámaður
I sinu föðurlandi en hann.
Konungsför til Geysis
— hátíð á Þingvöllum
Áður en sjálf þjóðhátiðin hófst á
Þingvöllum. hélt konungur með
frfðri fylgd austur yfir Mosfells-
heiði og var för hans heitið til
Geysis. Meðal höfðingja landsins
voru þar með þeir Hilmar Finsen
og Jón Hjaltalin, landlæknir. Hélt
konungsfylgdin sem leið lá frá
Þingvöllum og austur um Gjá-
bakkahraun. Laugarvatnsvelli.
Laugardal og þaðan upp með hllð-
um að Geysi. Er sagt að konungi
hafi þótt búsældarlegt I upp-
sveitunum. En nú fór sem oftar,
bæði fyrr og slðar, að Geysir vildi
ekki gjósa fyrir hin kónglegu
mæistet; aftur á móti var varpað
moldarhnausum I stokk unz hann
skvetti úr sér. I bakleiðinni kom
konungur við I Múla I Biskups-
tungum; þar bjó þá Egill Pálsson,
gildur bóndi, og hafði hann danne-
brogsfána uppi. Llkaði konungi vel
að ræða við Egil I Múla og hélt
fylgdin síðan áleiðis til Þingvalla,
þar sem þjóðhátfðarsamkoma var I
þann veginn að hefjast. Það var
hinn 6. dag ágústmánaðar.
Þingvallasamkoman hófst með
þjóðfundi. en þegar von var á
konungi austan um Gjábakka-
hraun, þótti tilhfýðilegt að mót-
tökunefnd færi til móts við kon-
ungsfylgdina og skipuðu þessa
sveit tólf „gildir bændur". Tryggvi
Gunnarsson, alþingismaður. hafði
orð fyrir þeim.
Enn sem fyrr var kóngurinn mið-
punktur athyglinnar. Var „vor
allramildasti konungur" ávarpað-
ur með mörgum virðulegum orð-
um á hinum fornhelga stað. Hall-
dór latfnuskólakennari Friðriksson
hafði öðrum fremur borið hita og
þunga af þessari þjóðhátfð. Flutti
hann fagnaðarkveðju konungi og
Grlmur Thomsen, skáld, las hon-
um ávarp þjóðfundar. Ekki hirði ég
að tina upp alla þá. erlenda menn
og innlenda, sem þarna stóðu upp
til að flytja þjóðinni og kónginum
kveðjur. en af frásögnum má ráða,
að mikill helgibragur hefur verið á
þessari samkomu. Brynleifur
Tobiasson segir svo I bók sinni:
„Var á öltu Ijóst, a8 kon-
ungur var gagntekinn af
tign og fegurð staðarins
ekki siður en fyrra skiptið,
er hann var þar, en nú rikti
ekki sú kyrrð þar, sem áður
hafði verið, er konungur
kom þar við á austurleið
sinni. Allt var nú á ferð og
flugi. Alls staðar var fullt af
fólki, á völlunum, að Lög-
bergi, í hrauninu. á túninu
og í gjánni. Niðri á völlun-
um hjá tjöldunum fóru fram
leikar, einkum glimur, og
glimdu þar margir knálega
og lipurlega."
Að sjálfsögðu var kónginum
sýnd þjóðarlþróttin sérstaklega og
voru valdir til þess tveir guðfræði-
kandldatar. Ekki er þess getið.
hversu kóngi leizt i, en hann bað
þá fyrir alla muni að brjóta ekki á
sér fótleggina. Um kvöldið var
haldin veizla og sat kóngurinn I
öndvegi. Merki Danakóngs, niu
hjörtu og þrjú Ijón, var yfir sæti
hans. Grlmur skáld Thomsen
mælti þar fyrir minni konungs. en
hann þakkaði kurteislega og kvað
sér þykja leitt, að hann kynni ekki
Islenzku. Á eftir gekk hans hátign
um vellina og var til þess tekið. að
margan manninn hafði hann tekið
tali og hafði hann verið I bezta
skapi þetta kvöld. Og ekki var
brottfararstundin áhrifaminnst.
Mannfjöldinn fylkti sér hljóður
beggja vegna götunnar, en þeir
Grlmur Thomsen og kóngurinn
gengu samslða og teymdu hesta
slna upp úr gjánni. En þegar þeir
voru komnir upp. dunaði gjáin af
fagnaðarópi.
Nokkuð þótti það skyggja á
hátfðleika Þingvallasamkomunn-
ar. að Jón Sigurðsson var þar ekki
viðstaddur. En á Þingvallafundin-
um var samið ávarp til Jóns 09
sent utan með konungsskipinu. A
fundinum var þvl og hreyft. að sá
hinn flatti þroskur, sem notaður
hafði verið I merki landsins. væri
hreint óhafandi. Vildu menn hafa
fálka I merki landsins.
Nú fóru þeir að raka
sig eins og kóngurinn
Reykjavlkurblöðin gerðu þjóð-
hátlðina að umtalsefni og voru
sammála um, að hátlðlegri stundir
hefðu menn naumast lifað, og jók
það ekki lltið ánægjuna. að veður
hélzt blltt og gott allan tlmann.
Ekki er minnst einu orði á áfengis-
vandamát. né þann óskunda, sem
gjarnan fylgir útisamkomum nú á
dögum. Um klæðaburð og tlzku
þessa tlma segir Kristleifur Þor-
steinsson fræðimaður á Stóra
Kroppi:
„Mikill munur var á
ktæðaburði bændalýðs á
þessari hátíð og embættis-
manna. Flestir bændur
voru í heimunnum vað-
málsfötum og með heima-
gerða skinnskó á fótum.
Stigvél sáust þá naumast
nema á embættismönnum
og það aðeins á þeim finni.
Flestir bændur höfðu þá
kragaskegg likt og Jón
Sigurðsson forseti, og það
höfðu margir heldri menn
líka á þeim árum. Fáir
höfðu þá alskegg, en naum-
ast sást þá alrakaður full-
orðinn maður. En strax eftir
konungskomuna fór fjöldi
manna, einkum þeir yngri,
að raka sig eins og sjálfur
kóngurinn. Flestir höfðu þá
stýft hár, um augabrýr að
framan og neðan við hárs-
ræturnar að aftan."
Þeir, sem ekki komust á Þjóð-
hátlðina á Þingvöllum reyndu að
gera sér dagamun heima. Jafnvel
afdalabændur höfðu einhver ráð
með það, Kristleifur á Stóra-
Kroppi hefur eftir Bergþóri bónda
á Þorvaldsstöðum: „Ég fór til
Reykjavíkur og keypti þar
hunangsköku og sex franskbrauð
I bakartinu og svo keypti ég þrjár
flöskur forsiglaðar af dýrasta vtni I
apótekinu."
Svo er að sjá. að Kristján kon-
ungu IX hafi orðið vinsæfastur
Danakonunga á fslandi og átti för
hans á Þjóðhátlðina mestan þátt I
þvl. Liklega hefur hann verið held-
ur litill andans maður og séra
Matthias segir einhversstaðar, að
hann hafi heldur litið fengizt um
kvæðin, sem ort voru honum til
heiðurs. I Þjóðólfi er þessi lýsing á
hans hátign:
„Konungur vor er hár
meðalmaður á vöxt, grann-
vaxinn, léttur og lipur á
fæti, tigulegur sýnum, en
þó lítillátlegur, miðaldra og
útliti. Hann er allra manna
viðfelldnastur í viðmóti og
viðtali, manna prúðastur í
lund og vinsælastur innan
hirðar, og eins og kunnugt
er inn ágætasti húsfaðir og
faðir barna sinna."
„Mér fannst við mæta
þar höfðingjum "
Kristján konungur IX varð nær
88 ára gamall og bar aldurinn
mjög vel. i einkalifi slnu var hann
hamingjumaður. Giftust dætur
hans þjóðhöfðingjum tveggja stór
velda, önnur Alexander III. Zar I
Rússlandi og hin Játvarði VII
Bretakonungi. Getur mikið af
kóngafólki nútlmans rækið ætt
slna til Kristjáns IX. enda var hann
á sfðustu árum ævi sinnar stund-
um nefndur afi Evrópu.
I fylgd með Kristjáni kóngi IX á
Þjóðhátfðina 1874 var yngsti son-
ur hans Valdimar, þá 1 5 ára. Það
segir sina sögu. að fréttaritari
Morgunblaðsins spurði prinsinn
löngu slðar, árið 1937. hvað hon-
um væri minnisstæðast úr fslands-
ferðinni 1874. Prinsinn svaraði
hiklaust. að hátlðin á Þingvöllum
væri sér minnisstæðust og bætti
við:
„Ég hef tekið þátt i mörg-
um merkilegum mótum, en
það hvilir alveg sérstakur
Ijómi i huga mfnum yfir þvi,
sem gerðist á Þingvöllum
1874, þessum helga sögu-
stað, þótt einstök atriði séu
mér gleymd. En ekki fannst
mér það væri kúguð þjóð.
Mér fannst við mæta þar
höfðingjum. . . "
Við kveðjum kónginn að sinni,
þennan „allramildasta herra"
vorn. Eitthvað hefur nú hrakað
andaktinni I kringum allt þetta
kónglega mæistet með þjóð vorri.
Kristján IX virðist hafa verið mjög
hrokalaus maður og fremur alþýð-
legur eftir þeirrar tfðar mælistiku.
Hinsvegar verður návist hans hér
uppi á íslandi svo yfirþyrmandi, að
þeir ágætu menn gleymdust hálf-
partinn, sem báru hitann og þung
ann af þjóðhátiðarhaldinu. Það
voru framar öðrum tveir menn,
Halldór Kr. Friðriksson, latlnu-
skólakennari. og formaður þjóð-
hátiðarnefndar og Sigfús
Eymundsson, sem hafði unnið
mikið starf. En gleymdi maðurinn
á Þjóðhátiðinni 1874 var Sigurður
Guðmundsson. málari. Örlög hans
eru hin mikla hneisa þessa þjóð-
hátfðarárs. Þegar Þjóðólfur lýsir
hátiðinni á Þingvöllum og lýkur
opinberu lofsorði á Sigfús
Eymundsson, bætir blaðið við:
„. . . og þá er víst leyfi-
legt að nefna SigurS málara
— því þótt honum liggi allt
þjóSlegt svo þungt á hjarta,
aS hann gleymi öllum eigin
hag, þá má þó nefna hann
— alténd hér f ÞjóSólfi, —
hann fitnar ekki til skaSa
fyrir þvf. A8 minnast frekar
á listamenn hjá oss — vér
ætlum ekki aS nefna skáld-
in — er ekki til neins, þess-
konar kumpánum er sá
kostr beztr aS lifa uppá
gamla móSinn, unz þeir
komast undir sina grænu
torfu."
Þjóðólfur reyndist sannspár;
Sigurður málari fitnaði ekki til
skaða þótt hann væri nefndur.
Þessi merki frömuður og hug-
sjónamaður veslaðist upp og dó
skömmu eftir hátlðina.
Gisli Sigurðsson tók saman.
„Velkominn yfir íslands sæ, vor öðling hár." Kristjón 9 konungur stígur á land í
Reykjavik.