Morgunblaðið - 28.07.1974, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.07.1974, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULl 1974. vemig voru skipin, sem forfe5- ur vorir komu á til landsins? Þess- ari spurningu hafa margir velt fyrir sér. Flestir munu nú vera á þeirri skoðun. að þau hafi verið knerrir, llkir Hróarskeldu-knerrinum, sem fannst skömmu eftir 1960. en það er eini knörrinn, sem enn hefur fundizt heillegur I heiminum. Aft- ur á mót: hafa fundizt nokkuð mörg langskip, en að allra dómi hafa þau ekki verið eins hentug til íslandsferða. En hvernig stóð ann- ars á þvl, að vlkingarnir fóru I siglingar? Þar hafa staðhættir á Norðurlöndum fyrst og fremst ráÖ- ið Norðurhöfin drottnuðu yfir Norðurlöndum I fornöld sem nú. Samqönaur á landi voru erfiðar en hafið minnti aftur á móti stöðugt á það með nærveru sinni, hversu gott það væri til samgöngubóta. Strendur Norðurlandanna eru víða sundurskornar og mikið er um stórar og smáar eyjar. Án skipa hefðu því allar samgöngur orðið mjög erfiðar. En það voru ekki aðeins stað- hættirnir. sem gerðu Norðurlanda búa að mestu sægörpum slns tlma heldur tíka skipasmlðin. Tilraunir með nýjar gerðir skipa og sömu- leiðis nýjan seglaútbúnað hefðu verið hættulegar I Atlantshafsál- um. Aftur á móti var kyrrsævið innan skerjagarðanna hentugt til slfkra tilrauna. Mesta uppfinning- in I skipasmiðum var kjölurinn, sem gerði Norðurlandabúa að „höfðingjum" hafsins. Kjölurinn gerði skipin öruggari og stöðugri I sjó og um leið hraðskreiðari. Skip- in voru einnig sterkbyggð og sveigjanleg, þannig að þau gáfu eftir við þunga hafsins og lyftu sér á ólduna. Um þægindi var ekki að ræða um borð I þessum skipum, þvl að þau voru alveg opin. Þegar hald- ið var I siglingu var skipið hlaðið llátum með nesti og drykkjarvatni. Hver og einn um borð svaf og át á sinum stað. Iftt varinn fyrir veðri. Oft var mjög kulsamt á sjónum og lágu menn þá tveir og tveir saman ! fleti til að halda á sár hita. Þarfir sínar gerðu allir út fyrir borðstokk- ' inn. Siglingafræðikunnátta vlking- anna. er kannski mesta afrekið, sem þeir hafa unnið. Um heiðsklr ar nætur tóku þeir mið af Pól- stjörnunni, — en hvernig sigldu þeir um bjartar sumamætur? Þá höfðu þeir sólina. Við hana gátu þeir miðað, af þvl að þeir þekktu gang hennar af athugunum, gerð- um árið um kring rétt fyrir dögun og strax eftir sólsetur. Töflur um sólargang hafa varðveitzt, sem sýna sólarhæðina árið um kring. Ennfremur hafa fundizt skffur til staðarákvörðunar, ekki óllkar áttavitaskffunum, sem nú eru notaðar. Voru þær notaðar til að finna fjórar stefnur áttavitasklf- unnar, en sllkt var hægt oð gera þar eð staða sólar var kunn við sólarupprás og sólsetur. Þá er einnig sagt. að vikingamir hafi notað svokallaðan „sólstein", og I Rauðólfsþætti I Flateyjarbók segir frá notkun hans. Námu alla þekkta staði Segja má, að vikingar hafi farið til næstum þvi hvers heimshorns, sem þekkt var á þessum tfmum. Þeir sigldu skipum slnum frá Norðurlöndum vestur með strönd- um Vestur-Evrópu. gegnum Njörvasund og inn I Miðjarðarhaf. Sagt er. að þeir hafi heimsótt ítallu, Marokkó, Egyptaland og Landið helga. Þá brutust þeir inn I mitt meginlandið, sigldu upp eftir fljótum. fóru yfir Rússland til Svartahafs og Kasplahafs og sendu meira að segja leiðangra til Bagdad. Fregnir eru um að I Mið Aslu hafi þeir mætt kaupmanna- lestum frá Klna. Þá fóru þeir langt út á Atlantshaf, fundu Færeyjar, ísland, Grænland og Amerlku. Þeir settust eð á islendi. Græn- landi og einnig á Englandi, sem þeir lögðu að lokum undir sig. Þetta sýnir bezt, hvlllkir sæfarend- ur þeir hafa verið og hve mikil og góð skip þeir hafa átt. Ekki eru þó allir sammála um ágæti skipanna. Að minnsta kosti ekki sænski fornleifafræðingurinn Sibylla Haasum, sem nýlega varði doktorsritgerð um vlkingaferðir. Hún segir. að eftir miklar rann- sóknir hafi hún komizt að þvl, að hugmyndir manna um gerð og gæði vlkingaskipanna geti ekki verið ráttar. Enda hafi þeim verið slegið fram af skrif borðsfræði- mönnum. sem hafi ekki haft til- finningu fyrir skipum eða sjó. Ekki gerir frúin mikið úr seglaútbúnaði skipanna og segir, að vaðmálið hafi verið einstaklega óhentugt til seglagerðar. Það hafi drukkið I sig bleytu og blásið hafi I gegnum það. Þá segir hún. að siglinga hæfni skipanna hafi ekki verið meiri en það, að ekki hafi verið hægt að beita þeim meira en 20 gráður upp I vindinn og þá þvl aðeins að sjór hafi verið stilltur. Telurhún vafasamt, að fornmönn- um hafi reynzt unnt að halda stefnunni betur en svo, að munaði 10 gráðum á hvort borð. Ámar hafa verið miklu heppiiegrí tæki til að komast áfram með en seglin, segir hún. Haasum hefur ekki gleymt að gera ráð fyrir öðru veðurfari á vlkinga öld og segir. að þá hafi vindár verið meira austanstæðir og legið nokkuð I norðri. Þannig hafi verið unnt að sigla frá Grænlandi til Noregs á 12 dögum. en siglingin til baka tekið miklu lengri tlma. Þá fer hún nokkrum orðum um siglingafræði vlkingaanna. Telur hún hana hafa byggzt á óáreiðan- legum ályktunum og ágizkunum um breiddarbaugana. Ennfremur fer dr. Haasun slæm- um orðum um langskipin og knerr- ina og segir, að þau skip hafi ekki verið hótinu betri en farkostir á Miðjarðarhafi 3000 árum fyrr I sögunni. „Mynd sú. sem dregin hefur verið upp af víkingnum ofur- mannlega, er sigldi um á beztu skipum heims um hættulegustu höf heims, er þvl alröng," segir hún, „en þeir eiga fulla virðingu skilið." Ritgerðin Stenzt engan veginn Sá fslendingur. sem bezt mun þekkja til vikingaskipanna er Þor- bergur Ólafsson framkvæmda- stjóri skipasmlðastöðvarínnar Bátalóns I Hafnarfirði. Hann hefur um árabil grandskoðeð byggingu vlkingaskipanna og hann á hug- myndina á þvl að smlða knörr hár heima. sem verður nákvæmlega eins og Hróarskelduknörrinn frægi. Þá teiknaði Þorbergur vtk- ingaskip það, sem Vestfirðingar notuðu á þjóðhátlð sinni f Vatns- firði. Við spurðum Þorberg, hvað hann vildi segja um doktorsritgerð Haasum og hann var fljótur að svara þvl. að hann gæti ekki verið sammála þessari sænsku konu. Fyrst benti hann á. að bygginga- máti vlkingaskipanna gerði þau látt og sveigjanleg. þannig að þau látu mjög vel I sjó I slæmum veðr- um. Þessi skip voru súðbirt og þá byggingaraðferð nota fslendingar ennþá á minni tréskipum. Ber öll- um saman um, að súðbirðingur sé eitt bezta sjóskip. sem hugsazt getur. Þá benti Þorbergur á. að doktorinn talaði um I ritgerðinni, að vindar hefðu verið norðaust- lægir á þessum timum. Það væri I algerri mótsögn við það, sem talið hefði verið. þvl að álitið væri, að á landnámsöld hefði verið hlýtt á íslandi. en norðaustanátt hefði aldrei verið talin hlý. Svona sagð- ist Þorbergur geta nefnt mörg dæmi, sem hrækju kenningar sænsku frúarinnar. Einnig hefðu verið smlðuð vikingaskip eftir þeim skipum. sem fundizt hefðu, og væru þau talin frábær sjóskip. 223 mílur á sólarhring Eitt frægasta vlkingaskip. sem fundizt hefur, er Gokstad-skipið, sem fannst skammt frá Osló seinni hluta 19. aldar. Er það lang- skip og hefur þvi ekki verið eins mikið sjóskip og knerrirnir. Norð- menn byggðu árið 1893 nokkrum árum eftir að Gokstad skipið fannst nákvæma eftirlikingu af þvl. Var það nefnt Vikingur og siqldi norskur skipstjóri, Magnús Andersen þvl yfir Atlantshaf. f bók inni Vikingunum er kafli úr frá- sögn Andersens af þessari sigtingu og þar segir: „Vikingur gekk hraðast 15. til 16. mai og fór hann þá 223 sjó- Knernrn- irvoru allt að 50 rúm lestir að starð milur. Var það glæsileg sigling. Norðurljósin vörpuðu I rökkrinu sinu fagurbleika skini yfir hafið og Vlkingur leið, látt eins og mávur. yfir öldutoppana. Við gáfum með aðdáun gaum að tigulegum hreyf- ingum skipsins og vorum stoltir yfir hraða þess. sem stundum var um ellefu hnútar. . . Nú fengum við frábært tækifæri til að reyna Víking I beitivindi og okkur til mikillar undrunar komumst við að þvl, að hann stóð fyllilega á sporði flestum nútlma tvlmöstruðum skipum. Vegna sveigjanleika þess, sem náðist með þvl að binda borðin við þverböndin, gáfu bæði skipsbolur- inn og kjölurinn eftir við hreyfing- ar skipsins og I miklum sjó hækkaði botninn og lækkaði á vlxl um V* úr þumlungi. Þrátt fyrir þetta var skipið jafn vatnsþátt og áður. Hinn mikli sveigjanleiki kom einnig I Ijós I ýmsu öðru. I öldu- gangi gat t.a.m., borðstokkurinn svignað út eða inn um 6 þuml- unga. . . Stýrið er I sannleika sagt frábært. Eftir þeirri reynslu, sem ég hef fengið, er augljóst. að hliðarstýri hæfir miklu betur þvi- likum skipum en skutstýri. Það var hæfilega virkt til beggja hliða og hafði þann kost, að þvl brást aldrei vald á skipinu, hvernig sem á stóð. en það sama hefði áreiðan- lega ekki verið að segja um skut- stýri. Einn maður gat stýri i hvaða veðri sem var. . ." Þá segir Magnús Andersen einnig frá þvl, hve vel Vlkingur stóðst verstu sjóana. sem hann fékk, hvort heldur hann var undir seglum eða lá til drifs. „Vindurinn var á suð-suð-vestan og var skoll inn á stormur. Eigi að síður vissum við, að gæti skipið borið segl, mundi það þokast hægt vestur á bóginn þrátt fyrir vindáttina og hvers vegna þá ekki að notfæra sér það, sem fært var? Við drógum þvl inn drifakkerið, undum upp aðalseglið, en rifuðum eins mikið og okkur var kleift. Víkingur greip strax mikla ferð, þótt hann kæm- ist ekki nær vindinum en 6 gráð- ur. En ekki munaði nema fjórum gráðum frá ráttri stefnu." Vikingur var siðan á heimssýn- ingunni I Chicago. sem haldin var sama ár og siglingin yfir Atlants- haf átti sér stað. I Noregi hafa fundizt þrjú vík- ingaskip. Gokstad-skipið er stærst og bezt varðveitt og þar af leið- andi er samsetning þess Ijósari en hinna. Skipið er 23,3 m að lengd og 5,25 m að breidd miðskips og hæðin miðskips frá neðri brún kjalarins og upp að borðstokks- brún er tæpir 2 metrar. Skipið er allt úr eik að undan- skildum þiljuborðunum, sem eru úr furu. Máttarviður þess er kjölurinn 18 metra langur eikar- bjálki. Skipið er gert úr 16 borð- um hvorum megin. Skarast þau lítið eitt og eru hnoðuð saman. Eru böndin furðulega grönn I samanburði við stærð skipsins. Að undanskildum tveimur neðstu borðunum hvorum megin, sem SAMANTEKT: Þórielfur ólalsson Gokstad-skipið er eitt frægasta vikingaskip, sem fundizt hefur. Það er nú geymt I skipasafninu á Bigdöy við Osló fest voru við kjölinn, voru öli borð neðansjávar fest við böndin með grönnum tágum. Böndin voru þvl ekki fest. við kjölinn. Borðin voru þannig sniðin til, að innan á þeim voru okar, sem böndin lágu yfir. Voru tágamar þræddar saman við tvö göt á hverjum oka og tvö göt á bandinu. sem stóðust á við hin. Þykksta borðið, sem var við yfir- borð sjávarins og er hinn upphaf- legi borðstokkur, vár nefnt „meginhúfur". Var það tiunda borð frá kili. Næsta borð fyrir neðan hið nfunda frá kili var ekki bundið við þverböndin heldur neglt með trénöglum, sem gengu I gegnum böndin og bitana. Næsta borð fyrir ofan meginhúf. hið neðsta yfir vatnsborði. var neglt með tránöglum við hnán, en þau voru aftur fest við þófturnar, þver- bitana. Hnán náðu upp að efri brún fjórtánda borðs. Tvö efstu borðin, hið fimmtánda og sex- tánda, eru fremur þunn og fest með sárstökum borðstokksbönd- um. sem ganga niður að efri brún meginhúfs til hliðar við annað hvert hné. Áragötin, sextán hvor- um megin. eru á fjórtánda borði. Hægt var að loka þeim með litl- um, snoturlega gerðum trélokum, sem draga mátti til hliðar. Hnoðin I Gokstad-skipinu voru rekin inn að utan gegnum göt. sem boruð höfðu verið I borðin og slðan hnoðuð við ró að innan. Tránaglarnir gegnum bönd og bita ofan vatnsborðs voru og reknir I að utan. Voru hausar þeirra kúptir og gengu inn I yfirborð borðanna. Að innan voru tránaglarnir festir með litlum fleygum. Bitar voru með falsi, þar sem þiljuborðin hvíldu. Var hægt að taka þau upp ef koma þurfti við vörnum undir þeim að ausa skipið. Skipið var skarað skjöldum, þann- ig að band var dregið gegnum mundriða skjaldanna og bundið I bita innan á borðstokknum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.