Morgunblaðið - 16.08.1974, Page 12

Morgunblaðið - 16.08.1974, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. AGUST 1974 Áttatíu ára í dag: 'W AgústKvaran leikari og leikstióri Það hefur ríkt fegurð yfir þessu sumri á Islandi eins og á glæsi- legri sýningu, þar sem sviðsetn- ing náttúrunnar og lífsins nýtur sín í sólarblíðunni dag eftir dag undanfarið. Haustið virðist vera eitthvað svo langt framundan, þegar þetta er skrifað. Ungir menn í anda, teinréttir á velli, með silfrað hár á höfði, að- eins til prýði, hvatir í spori eins og Ágúst Kvaran leikstjóri og leikari á Akureyri, taka allt í einu upp á því samkvæmt almanaki að skila af sér áttatíu árum án þess að láta bilbug á sér finna, og nú hefur verið sumar með ljóma og birtu um gjörvallt land að kalla eins og áður hefur verið vikið að — það má segja afmælisbarninu til samlætis, fullkomiega i stíl við persónuleikann og frammistöðu hans og feril á fjölunum allar götur siðan árið 1912, þegar hann aðeins átján ára byrjaði að leika í ýmsum hlutverkum hjá Leikfé- lagi Reykjavfkur. Talið er, að Agúst hafi um þær mundir orðið ' fyrir talsverðum áhrifum frá föð- urbróður sínum Einari Hjörleifs- syni Kvaran rithöfundi, sem á þessum árum leiðbeindi hjá Leik félagi Rekjavíkur og þar eins kon- ar listrænn ráðunautur. Leikrit Einars Kvarans þóttu í góðu um- slagi og sem sagnahöfundui; mannþekkjari og sálkönnuður. Sem kunnugt er var hann talinn næstum öruggur Nóbelsverð- launahafi, sá eini sanni, sem kom til greina fyrir utan liðna Njáls- sögu- og Sturlungahöfunda, en ís- lenzkur ill-öfundar-afbrýðishugur spillti fyrir þvi á síðustu stundu eins og allir andlega heiðarlegir Islendingar vissu gjörla um ásín- um tfma. Listin er í blóðinu f Ágústi eins og í fleiri ættmennum hans. Einar frændi Ágústs þótti snillingur f persónusköpun eins og einkennir sterkustu rithöfunda. Agúst þótti sterkur skapgerðarleikari og sterkur sem leikstjóri. Mannskiln- ingur einkennir list beggja frændanna. Ágúst leitaðist við að láta persónur í leikriti njóta sfn — og leikstfll hans byggðist oft á því, sem Bretinn nefnir „under- statement" eða eigum við að segja „underacting" — undirsögn eða undirleik — ef þorandi er að leggja slíkt út á fslenzka tungu. 197-1 Chevrolet Vega custom jálfskiptur 1974 Chevrolet Nova 2ja dyra 1974 cnrd Excort 1300 XL 2ja dyra 1973 Voikswagen 1 303 1 973 Vauxhall Viva de Luxe 1973 Volvo 144 de Luxe 1 972 Vauxhall Viva 1972 Volkswagen 1 300 1 972 Vauxhall Viva station 1971 Ford Cortina 1971 Chevrolet Malibu 1973 Man vörubifreið 3ja öxla Það var mál leikfróðra, leikhús- sinnaðra smekk- og kunnáttu- manna, að hann sem leikstjóri hefði alltaf leitazt við að túlka athöfn og persónur þannig, að þar væri lífið sjálft — hann hefði forðazt að láta leikendur stilla sér of mikið upp, að hann hefði tamið leikendum að leita i sinni eigin persónu eða finna sína eigin per- sónu í hlutverkinu, sem þeim var falið að leysa af hendi til þess að þeim yrði sem eðlilegast að túlka það, sem þeim hefði borið að túlka eða tjá. Leikstjórn hans þótti alltaf lifandi og fersk, en með fyrirmannlegum — aristókratískum — blæ. Snemma skapaðist reisn yfir nafni hans sem leikara og leikstjóra. Ef litið erígamlaleikdóma úr Reykjavík- urblöðum og norðanblöðum ber allt að sama brunni. Ágúst hlýtur raunverulega sína primsigningu sem mikill leikari í stóru hlut- verki (sem Torfi í Klofa) í Lén- harði fógeta um eða rétt eftir 1918. Forveri hans i hlutverkinu var Andrés heitinn Björnsson skáld, sem þótti leikari af guði gerður. Er það haft eftir Agústi, að hann hafi verið tregur til að taka að sér hlutverkið þrátt fyrir beiðni Einars frænda sfns og Jens Waage formanns L. R. vegna þess að honum hafi þótt erfitt að taka við af Andrési. Um þann leik seg- ir Ölafur Björnsson heitinn rit- stjóri f Isafold: „Ágúst hefur lyft þungum arfi eftir Andrés." Á svipstundu er hann kominn f röð fremstu leikara Reykjavíkur og má telja þar þá Friðfinn Guð- jónsson, Arna Eiríksson og Jens Waage. Nokkru síðar bættust í einvalaliðið þeir Indriði Waage (sem var á heimsmælikvarða á borð við Louis Jouvet þann franska og gat stundum minnt á hann, þegar bezt lét), Brynjólfur Jóhannesson og Valur Gfslason. Leikkonur þeirra tfma voru Stefanía Guðmundsdóttir, Sofffa Guðlaugsdóttir, Guðrún Indriða- dóttir og Arndís Björnsdóttir. Þetta var „Little Theatre" eða „Dyflínarleikhús" íslendinga á þeim árum með talenta, sem nutu sín vegna brjóstvits og listræns innsæis þeirra án tilbúins skóla eða ákveðinnar sértrúarformúlu frá Svíaríki eða Moskvu eins og nú vill tíðkast. Þá naut fólk leik- húss og leiksýningar eins og bók- mennta af sál, án „avant garde“ — smitunar eða tízkuáróðurs frá fólki, sem raunverulega veit ekki, hvað leikhús er. Það þarf karakt- er í leikhúslff og leiklist eins og í aðrar listgreinar, persónuleika- styrk. Sá áttræði leikhúsmaður er gæddur slíku. I Morgunblaðinu . . . sem Natan í Dauða Natans Ketilssonar. frá 25. aprfl 1926 segir í leikrýni um Agúst (í Þrettándakvöldi Shakespeares): „Hann er að verða einn af okkar fjölhæfustu og rásföstustu leikurum. Honum skeikar aldrei, og hann hefur þá persónu, að eftir honum verður að taka.“ Kvaran þótti óvenju fjölhæfur leikari og ákveðinn og traustur, með góða rödd og fram- setningu eða framsögn. Hann er söngmaður góður og naut sá hæfi- leiki sfn oftlega á leiksviði og var dáðst að. hjá afa sínum síra Hjörleifi Ein- arssyni, sem býr hann undir Lærða skólann. Afi hans deyr 1910. Ágúst stundar nám við Verzlunarskólann tvo vetur og fer svo út f Hfið og starf. Hann flyzt norður 1927 til Ak- ureyrar, þar sem hann verður for- stjóri útstöðvar heildverzlunar I. Brynjólfssonar & Kvaran allt til ársins 1963, að hún er lögð þar niður. Ágúst kemur norður með glæsi- legan feril á leiklistarsviðinu. Hann hafði þá farið með hin ólík- legustu hlutverk — stórhlutverk — hjá L.R. — sem Ógautan í Dansinum í Hruna; sem Scrubbie í A útleið („Kvaran ber af. Hann leikur þjóninn f dauðra skipinu. Kvaran fataðist aldrei allan leik- inn“, segir í Mbl.); í Þrettánda kvöldi Shakespeares; sem hirð- þjónninn Lutz í Alt Heidelberg, svo að nokkuð sé talið. Einn leik- dómara sagði t.a.m. þetta um Ágúst í hlutverki hans í A útleið: „Það sýnir bezt leikarahæfileika Kvarans að geta farið úr gervi Ögautans í Dansinum í Hruna beina leið í gervi þessa þjóns." Og nú hefur Ágúst Kvaran prýtt Akureyri 47 ár sem lista- maður í leikhúslífi, sem glæsi- menni og heimsmaður. Hann set- ur meiri reisn yfir staðinn, þegar gamla Akureyri er sótt heim og hann sést á göngu um aðalgötu bæjarins jafnvel á ákveðnum tfma dagsins, þar sem hann geng- ur brattur um völl, smekklegri í klæðaburði en tíðkast um aðra menn, betur á sig kominn en aðrir menn, mcð reisn í fasi og burð og sérstakan blæ eins og grand sjen- tilmaður af gamla skólanum f stfl við það, sem löngum hefur þótt Agúst Kvaran leikari og leikstjóri. Myndin gerð af stgr. f brúnum og hvftum pastel. Það féll í hlut Agústs Kvaran að stunda verzlunar- og skrifstofu- störf samfara leiklistinni, sem var atvinnugrein hans frá unga aldri, lífsbrauð. Hann gekk ekki lang- skólaveg eins og margir af ætt hans. Hann missir föður sinn sfra Jósep Hjörleifsson sóknarprest á Breiðabólstað á Skógarströnd, þegar hann er á níunda ári, dvelst síðan hjá Sigurði lækni föður- bróður sínum fyrir norðan á Grenivík og á Akureyri og á Und- irfelli í Vatnsdal og í Reykjavík ÉfiSftt-KfSHT Kvikmyndin „My Witnesses" frá Olympíuleikunum i MUNCHEN '72 verður sýnd í Fríkirkjunni í kvöld kl. 22.00. Söngur, gítarleikur og ávarp. Ókeypis aðgangur. Ungdom j oppdra£. gera Akureyri að minni vesældar múgbæ en tíðkast um aðra höndl- unar- og viðskiptastaði á tslandi. Og það finnst ennþá þetta dular- fulla þar um um slóðir, þetta gam- al-akureyrska, ef vel er leitað, þótt ekki sé nema í gömlu húsun- um og f sumu fólkinu og f því skásta þar, sem á sér hefðir gegn- um karaktera þar í bæ eins og t.d. Agúst Kvaran sjálfan og fleiri, sem enn lifa. A.m.k. fannst þetta f júlí í sumar í góða veðrinu — greinilega, þvf fer betur. Þegar Kvaran settist að fyrir norðan var þar jarðvegur fyrir leiklistarlff, leikfélag hafði starf- að síðan á öldinni, sem leið. Har- aldur Björnsson hafði nýlokið prófi úti f Höfn og hafði verið ráðinn til starfa hjá Leikfélagi Akureyrar til að vekja það til meira lffs. Og Kvaran og Harald- ur leiddu brátt saman hesta sína og með þeim tókst samvinna. Fyrsta stórhlutverk Kvarans á Akureyri var Natan f Dauða Nat- ans Ketilssonar. Agúst hefur sjálfur sagt, að honum hafi verið þetta hlutverk kærara en nokkurt annað hlutverk, er hann hafi leik- ið. Með leik Kvarans í Natan upp- hófst tfmabil í leiklist á Akureyri, sem hafði jákvæð áhrif. Agúst tók sér artistaleyfi í túlkun sinni á þeim margslungna Natan úr Húnavatnssyssel, sem sennilega hefur verið bæði skálkur og dýrl- ingur. Kvaran átti alltaf auðvelt með að gæða persónur töfrum — það var aðall hans sem leikara og persónuleika. Þessa gætir alltof sjaldan í fslenzku leikhúsi i dag — eða það er eins og því hafi skolað burt í andlegri mengun og lágfólkshyggju nú ríkjandi. Mörgum, sem ekki þekkja Ágúst, kann að þykja kenna þótta í persónuleika hans. Ef svo er sem virðist er slíkt aðeins á hinu ytra borði. Hins vegar hefur hann stfl, ákveðinn stíl manns, sem er gæddur því, er Ameríkumenn kalla „flair" — eigum við að uefna það smekk heimsmanns. Ágúst Kvaran hefði notið sín í menningarlífi úti í hinum stóra heimi — eins og fæddur inn í það, kunnandi tóninn og alla háttu eins og að drekka vatna. ÖIl trítil mennska er Kvaran fjarri skapi eins og vondur matur og hóp- mennska. Listamaðurinn Kvaran er gæddur ákvörðun og djörfung, sem speglar mann mikilla sæva og mikilla sanda. Hann er skörungur og víkingur. Það mætti lengi telja öll hlut- verk og allar leiksýningar, sem hafa farið gegnum hendur hans, hug hans og hjarta gegnum löng árin, fyrst fyrir sunnan fimmtán ár og síðan fyrir norðan ein fjöru- tíu ár. Alls hefur hann sett á svið 40 leikrit og hlutverkin eru á sjötta tug, þar með talin 5 leikrit fyrir útvarp. Hann varð fyrstur til að leikstýra Shakespeareverki á akureyrskumfjölum.fyrstur til að setja þar á svið óperettu, Meyja- skemmu Schuberts. Hlé varð á leikferli Kvarans nær tíu ár —1954-’63 — en byrjaði þá aftur á . . . sem Ógautan f Dansinum f Hruna. nýjan leik af sama eldmóði og hélt áfram unz fyrir örfáum ár- um, að hann yfirgaf sviðið eins og sigurvegari hringinn eftir margar lotur og marga sigra, með heiðurs- laun frá Alþingi, heiðraður eins og vera bar af sfnu gamla leikfé- lagi á Akureyri og honum sýndur verðugur sómi. Þessi litla þjóð okkar með sína persónulega dóma, með sitt per- sónulega mat, ekki nógu óvilhallt mat á mönnum og málefnum, er haldin vanmetakindarafstöðu gagnvart svo ótal mörgu. Því er sjálfstæðum listamönnum allt of oft þröngur stakkur skorinn og þeir þráfaldlega beittir ýmsum meðulum og kúgunar tilraunum af sértrúarfólki og . grúppu- hænsnum í listalífi. Menn eins og Kvaran með alheimssniði 1 list, þótt dvalizt hafi aðeins 1 henni Reykjavfk og á henni Akur- eyri við hjartans málið, eru allt of lftt verndaðir, of illa settir vegna smárra sjónarmiða, sem ráða f litlu mannfélagi. Einn leikgagn- rýnir segir um Kvaran á einum stað: „Hann er jafnan „komplet” listamaður á leiksviðinu. Ég er þess fullviss, að hefði Kvaran ver- ið leikari hjá stórþjóð í stórri borg, hefði hann orðið víðfrægur maður.“ Sá, sem þetta ritar, hitti hér um kvöldið Agúst Kvaran á heimili dóttur hans, frú önnu Lilju fyrr- um flugfreyju hjá Loftleiðum, og tengdasonar hans, Sveins Óla Jónssonar hljómlistarmanns. Eig- inkona Agústs frú Anna (fædd Schiöth) var þar og með manni sínum, ein þessara tignu kvenna Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.