Morgunblaðið - 16.08.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.08.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGUST 1974 5 Sósíalisminn — kerfi án mannlegrar ásjónu BÖK Solzhenitsyns, „Eyjahafið Gulag“, kemur senn út í Noregi á vegum tidens Norsk Forlag, sem sósfalistar reka. Með meiri eða minni ánægju þrýsta norskir sósíalistar hinum óbugandi Rússa að barmi sér. En það er þó með þeim mun blandaðra geði, þeim mun lengra til vinstri sem þeir eru, því að maðurinn sem gagn- rýnir hið sósíalistiska einræðis- ríki, er hugrakkari, hættulegri og hreinskilnari en nokkur annar, — hann er reiðubúinn að láta lífið hvenær sem er, af því að hann vill ekki þegja yfir hinni takmarka- lausu illmennsku Malokrfkisins. (Molok var austurlenzkur guð, sem færðar voru mannfórnir, helzt börn. Aths. þýð.) 1 laugardagsblaði Arbeider- bladets 26. jan. s.l. skrifar Bengt Calmeyer m.a. um bókina: „Bókin rökstyður á allt annan hátt en áður hefur verið gert ákærurnar um glæpi Stalíns gagnvart rússnesku þjóðinni — og öðrum þjóðum innan Ráð- stjórnarríkjanna — og þar með einnig ákærurnar gegn þeim, sem kæra sig um reikningsskil við for- tfðina af ótta við þær afleiðingar, sem þau gætu haft fyrir nútfð og framtíð Ráðstjórnarríkjanna ...“ Calmeyer snertir hér kjarna málsins, en sá ótti, sem hann ræðir um, byggist einmitt á því, að þrælabúðir Stalíns heyra ekki fortíðinni til, þær eru við lýði enn þann dag f dag, og ekkert bendir til annars en að þær muni halda áfram að vera það í framtíðinni, jafnmiskunnarlausar og ómannúð legar og á tíma Stalfns. Af hverju ræðir hann ekki málið til hlítar? Hvorki hann né hinir sósíalist- arnir, sem þrýsta Solzhenitsyn að barmi sér, tala um það, af hverju óttinn ógni nútíð og framtíð Ráð- stjórnarrfkjanna. Skýringuna gefur hann óbeint sjálfur stuttu síðar: Stærðfræði- fyrirlestur FÖSTUDAGINN 16. ágúst kl. 16.30 mun dr. Erik M. Alfsen frá Oslóarháskóla halda fyrirlestur á vegum fslenzka stærðfræðafélags- ins með heitinu: „Um integral- hugtakið. Atriði úr sögu stærð- fræðinnar". Fyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnum Raunvísinda- stofnunar Háskólans á Dunhaga 3 og er öllum heimill aðgangur. Herstyrkurinn Hamborg 14. ágúst — NTB SVONA er talið, að hernaðarleg styrkleikahlutföll á Kýpur lfti út: Tyrknesku innrásarsveitirnar: um 40.000 hermenn, 330 skrið- drekar, 7000 manna varalið. Grísku hersveitirnar: 950 her- menn. Þjóðvarðliðið: 15.000 hermenn, og lögreglusveit grfskumælandi Kýpurbúa: 2000 manns. Brezku hersveitirnar: 10.000 hermenn, og nokkrir skriðdrekar. Sveitir Sameinuðu þjóðanna: nokkuð á fimmta þúsund her- menn, og brynvarðir vagnar. Leiðrétting FÖÐURNAFN Helga Hjálmars- sonar arkitekts misritaðist í blað- inu í fyrradag undir mynd, sem birtist með grein um byggðina á Eiðsgranda. Var hann þar sagður Vilhjálmsson. nucLVSincnR «g,*-*224BQ „Vissulega er okkur kunnugt um það, að Stalfn vék til hliðar eigi aðeins mannlegum, heldur og sósíalistískum grundvallarreglum Þar kom það. Hann vill — eins og hinir sósíalistarnir — varð- veita sfna barnatrú á sósíal- ismann sem eitthvað annað en komið hefur í ljós, að hann væri f reynd. Það var nefnilega ekki Stalfn, sem stofnaði til morðanna og þrælabúðanna í Rússlandi, það var Lenin sjálfur, og grimmdin hófst, um leið og kommúnistar náðu völdum. Ögnarstjórnin hélt áfram allt Stalínstfmabilið, og henni er engan veginn lokið í dag. Harka mannaveiðanna getur verið mismunandi á ýmsum tímum. Þíðviðriskaflar koma og hverfa aftur, og aðferðum er að einhverju leyti breytt. Nú eru geðveikrahælin í tfzku sem dvalarstaður fyrir gagnrýnendur kerfisins. Og ástæðan er harla ljós: Sósíal- ismi í reynd táknar einræði og kúgun allrar gagnrýni. Það er einfaldlega ekki hægt að fram- kvæma sósíalisma á lýðræðis- legan hátt, þannig að þjóðin gæti, hvenær sem væri með frjálsum kosningum, leyst upp ríkisein- okunina og afnumið þvingunar- kerfið, sem er sjálfur sósfalism- inn. Þess vegna krefst hin sósíalis- tíska barnatrú þess, að fólk trúi þvi, að Stalín hafi „vikið til hliðar grundvallarreglum sósfalismans“. En það gerði hann einmitt ekki. Gefum gaum að okkar eigin marx- leninistum! Þeir leggja áherzlu á það, að þeir fylgi í fótspor Leníns. Sumir þeirra afneita Stalfn og segja, að hann sé ekki,,á dag- skrá“. En ákveðnustu og einbeitt- ustu úrvalssveitirnar hylla Stalín einnig. En hinir prúðu og snyrtilegu sósíalistar innan Verkamanna- flokksins fordæma Stalín. Þeir telja sér trú um eða trúa því hreinskilnislega, að Stalín hafi verið undantekningin, sem sannaði hina sósíalistísku reglu, kenninguna um mannúðlegan sósíalisma. Ef þetta væri rétt, af hverju ættu þá bækur Solzhenitsyns að ógna „nútfð og framtfð Ráð- stjórnarríkjanna"? Ef hann er sovétkerfinu hættulegur, er hann jafnhættulegur sósíalismanum f Noregi. Um mál Solzhenitsyns skrifar einnig tveimur dögum sfðar í sama blað Dag Halvorsen, sem sérstaklega fjallar um utanríkis- mál. Hann harmar það, að Solz- henitsyn skuli ekki vera sósial isti, að það vanti vísindalega skilgreiningu á „Eyjahafinu GULag að „margir" muni ekki geta fallizt á hin öfgafullu sjónarmið bókarinnar, að ekki verði séð, að eitt upp- byggilegt muni geta fengizt út ur þessum deilumálum í Moskvu o.s.frv. o.s.frv. 1 stuttu máli: Það er borið lof á hinn rússneska rit- höfund fyrir að segja sannleikann — f aukablaði laugardagsútgáfu Arbeiderbladets, — en síðan er hann tortryggður f mánudags- blaðinu. „Baráttan milli fylgis- manna rfkisins og tveggja and- stæðinga þess í Moskvu" er ekki „dæmigerð fyrir Evrópu 1974“. Þetta er sú huggun, sem Halvor- sen hefur að veita lesendum sínum að lokum. Hið dæmigerða — að minnsta kosti fyrir sósialista f Evrópu utan Rússlands — er trúin á það, að til sé sósíalismi með mannlega ásjónu — einhvers staðar ... OKKAR LANDSFRÆGA AGUST ÚTSALA1 HEFST MÁNUDAGINN 19ÁGÚST OG NU HOLDUM VBÐ HANA Á 2 STÖÐUM i A LAUGAVEGI 37 OG 89 FÖT FRÁ KR. 5.900. PEYSUR FRÁ KR. 690.— STAKIR JAKKAR FRÁ KR. 3.500 — SKYRTUR FRÁ KR. 690,— KULDAJAKKAR FRÁ KR. 1.950.— KULDAÚLPUR FRÁ KR. 1.750.— GALLABUXUR FRÁ KR. 890.— BOLIR FRÁ KR. 250 — O.FL. O.FL. GEFJUNNAR ALULLARTEPPI 2m x 1,50m FYRIR AÐEINS KR. 1.480.-. 10% AFSLATTUR AF ÖLLUM HLJÓMPLÖTUM. Laugavegi 89.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.