Morgunblaðið - 16.08.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.08.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1974 11 Reglur um leiguflug verði gerðar frjálsari Ályktun norræna veitinga- og gistihúsasambandssins Blaðinu hefur borizt eftirfarandi frá Sambandi veitinga- og gisti- húsaeigenda: I TILEFNI af blaðaskrifum þeim, sem fram hafa farið að undan- förnu um það, hvort halda eigi óbreyttum reglum þeim, sem nú gilda um leiguflug til og frá Is- landi, vegna hagsmuna flugfélaga þeirra, sem halda uppi reglu- bundnu áætlunarflugi, telur Sam- band veitinga- og gistihúsaeig- enda rétt að vekja athygli á eftir- farandi: Á ársþingi Nordisk Hotel- og Restaurantforbund, sem haldið var í Reykjavík sumarið 1972, ályktaði þingið að undirbúa um- ræður og aðgerðir til þess að rýmkaðar yrðu þær reglur, sem gilt hafa um leiguflug innan Norðurlandanna. Á ársþingi N.H.R.F., sem haldið var í Stokkhólmi sumarið 1973, var málið tekið á ný til umræðu og afgreiðslu og ályktaði ársþing- ið, að gagnkvæmar heimsóknir íbúa Norðurlanda væru liður í raunhæfu samstarfi Norðurland- anna og betur til þess fallnar en nokkuð annað að efla menningar- og viðskiptatengsl þessara þjóða. Beindi ársþingið þeirri áskorun til Norðurlandaráðs, að reglur um leiguflug á milli Norðurlandanna yrðu gerðar mun frjálsari en nú er til hagsbóta fyrir íbúa land- anna. Sambandi veitinga- og gistihúa- eigenda hefir borist eftirfarandi Mikil laxagengd í Kollafirðinum N(J HAFA 2609 laxar gengið upp og verið taldir f laxeldistöðinni f KoIIafirði og allmiklu meira af laxi er komið þar í geymslutjarn- ir. Er þetta mun meiri laxagengd en f fyrra en þá gengu f stöðina alls 1957 laxar. Forráðamenn laxeldisstöðvar- innar eru að vonum ánægðir yfir þessum árangri en leggja þó ekki minna upp úr stórbættri endur- heimtingu á laxaseiðum, einkum eins árs seiðum, sem aó sögn virð- ast nú ekkert standa að baki 2ja ára seiðum. Árni ísaksson, fiski- fræðingur hjá Veiðimálastofnun- inni, tjáði Morgunblaðinu í gær, að nýjustu niðurstöður um endur- heimting á seiðunum væru nú komin upp í 8—12% miðað við 2% á eins árs seiðunum í fyrra og 5—6% á 2ja ára seiðunum. Ástæðuna fyrir þessari miklu aukningu í endurheimtingu seið- anna kvað Árni vera þá, að und- anfarin ár hefur verið unnið að því að bæta þessi seiði og fá þau í betri göngubúning en áður er þau færu I sjóinn. Þetta starf væri nú að skila árangri svo um munaói, og taldi Arni það geta gjörbreytt rekstrargrundvelli fiskeldisstöðv- arinnar í Kollafirði. KROSSVIÐUR: Harðviðarkrossviður (4, 6, 9, 12, 18 mm) Mótakrossviður plasthúðaður (12, 15, 18 mm) Combi-krossviður (greni, birki) (3, 4, 61, 9, 12 mm) Klapparstíg 1, Skeifan 1 9 símar: 18430- Kodak Kodak 1 Kodak I K Litmqml DDAK lir iöqum o • HANS PETERSEN H/f. BANKASTR. 4 SÍMI 20 313 -GLÆSIB/E SÍMI 82590 fréttatilkynning frá forseta N.H.R.F., Carl O. Steinmetz, Dan- mörku: „Nordisk Hotel- og Restaurant- forbund eru samtök stéttarsam- banda veitinga- og gistihúsaeig- enda á Norðurlöndum, og er til- gangur samtakanna m.a. að gæta sameiginlegra hagsmuna sam- bandanna. Við umræður á ársfundi N.R.H.F., sem haldinn var í Stokkhólmi 1973, var vakin at- hygli á því, að ferðamannafjöldi á milli Norðurlandanna innbyrðis hefði ekkert aukist, þrátt fyrir almenna aukningu ferðamanna í heiminum. Tfðar einsdags ferðir íbúa, sem nærri landamærum búa, sýna, að mikill áhugi er fyrir hendi á gagn- kvæmum heimsóknum til nágrannalandanna, en íbúum, sem fjær búa, ætti að skapa sömu möguleika til gagnkvæmra heim- sókna f annað norrænt land, t.d. með skipulögðum helgarferðum, sem seldar yrðu á viðráðanlegu verði fyrir allan almenning, með innifalinni gistingu og uppihaldi. Siíkar helgarferðir íbúa Norðurlanda krefjast þess, fjar- lægðanna vegna , að farið sé með flugvélum á milli áfangastaða, en verð á venjulegum áætlunarflug- leiðum er svo hátt, að það er of- viða venjulegri fjölskyldu að ferð- ast þannig. Hinsvegar er unnt með skipu- lögðu leiguflugi að lækka svo far- gjöldin, að þau verði viðráðanleg. Núgildandi reglur um leiguflug heimila ekki stutt leiguflug á milli Norðurlandanna, jafnframt því sem það er vitað, að sætanýt- ing á áætlunarflugi á þessum leið- um er mjög léleg um helgar (föstud./sunnud.) Fólk, sem myndi notfæra_ sér slíkar helgarferðir með léigu- flugi, þar sem gisting og uppihald væri innifalin, myndi ekki taka sér sllka ferð á hendur nema vegna þess, að hún fengist með svo hagkvæmu verði sem leigu- flugferðir bjóða upp á. Þar sem gangverk viðskiptalífs- ins hægir verulega á sér og jafn- vel stöðvast um helgar, er á þeim tíma á öllum Norðurlöndunum mikið ónotað gistirými, sérstak- lega utan hins hefðbundna ferða- mannatfma, sem skapar grund- völl fyrir þvl að gefa hinum al- menna borgara kost á ódýrum helgarferðum af þessu tagi, ef rýmkaðar yrðu núgildandi reglur um leiguflug á milli Norðurland- anna. Hér fara þvi saman hagsmundir hins almenna borgara, eigenda gisti- og veitingastaðanna svo og flugfélaganna, sem einmitt á þessum tímum hafa lélega sæta- nýtingu. Þvi leggur Nordisk Hotel- og Restaurantforbund eindregið til, að gildandi ákvæðum um leigu- flug milli flugstöðva á helgum verði rýmkaðar svo á öllum Norðurlöndunum, að unnt sé að skipuleggja ferðir, sem hefjast með brottför á föstudegi eða laugardegi og komu á sunnudegi eða mánudegi. Umræður blaða á Norðurlöndum eftir ársfund Nordisk Hotel- og Restaurantfor- bund og skrif þeirra um möguleik ana á slíkum helgarferðum verða ekki skilin á annan veg en þann að ibúar landanna séu okkur sam- mála um, að þörf sé breytinga á þeim reglum, sem nú gilda um leiguflug á milli Norðurlandanna, sérstaklega að þvf er varðar helgarferðir. Samhljóða áskorun hefir verið send öllum ráðherrum samgöngu- mála á Norðurlöndum, skrifstofu Norðurlandaráðs og formanns Skandinavisk Charterudvalg." Carl O. Steinmetz (sign) Forseti. H. Bendixen (sign) aðalritari. Til viðbótar þessu vill S.V.G. benda á, að fram hefir komið til- laga I Norðurlandaráði þar sem mælt er með því við ráðherra- nefnd Norðurlandaráðs, að reglurnar um leiguflug innan Norðurlandanna verði gerðar frjálsari. Verður að treysta því, að hags munir hins almenna borgara verði látnir sitja I fyrirrúmi fyrir þröngum hagsmunum einstakra fyrirtækja við mat á þvf, hvort reglurnar um leiguflug verði gerðar frjálsari i framtíðinni heldur en nú er. Fréttatilkynning frá S.V.G. G1 asgow-London tvisvar í viku British Airways flýgur nú bæöi á miðvikudögum og sunnudögum frá Keflavík til Glasgow og London - og áfram til yfir 200 staöa í 88 löndum. Brottfarartími kl. 16.05 frá Keflavík, kl. 11.35 frá London.. Flogiö meö hinum þægilegu Trident 2 þotum i samvinnu vió Flugfélag íslands og Loftleióir. Kodak Kodak I Kodak rmm British airways Now worldwide you 11 be in good hands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.