Morgunblaðið - 16.08.1974, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.08.1974, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGUST 1974 19 „fslenzkt ráðríki” EFTIRFARANDI ritstjórnargrein birtist í velmetnu norsku blaði, „Drammens Tidende og Buskerud Blad'' 30. júlí. Er rétt, að íslenzkir lesendur kynni sér hana til skemmtunar og fróðleiks, því að hún stingur mjög í stúf við það, sem birzt hefur í norskum blöðum núna í sumar. Tónninn er ekki ósvipaður því, sem hann var í blöðum Vestur-Noregs fyrir nær 50 árum, þegar íslendingar leyfðu sér að stugga við norskum sild- veiðimönnum, sem sýndu ofríki og yfirgang á miðunum við Norðurland. — En greinin hljóðar svo og heiti hennar er „Islandsk egenrádighet „Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur stutt málstað Stóra-Bretlands og Vest- ur-Þýzkalands í deilunni við ísland um fiskveiðilandhelgina í áliti meirihluta dómendanna segir, að Island hafi ekki haft rétt til að útiloka með einhliða ákvörðun brezka og vestur-þýzka tog- ara af miðunum utan gömlu 1 2-mílna landhelginnar. Svo sem kunnugt er víkkuðu íslendingar einhliða landhelg- ina úr 1 2 í 50 sjómílur. Utanríkismálaráðherra íslands, Einar Ágústsson hefur látið í Ijós undrun sína yfir dómnum. Hann ber því vitni — segir hann — að alþjóðadómstóllinn fylgist ekki með tímanum Mun þetta vera sagt með ráðstefnuna í Caracas í huga, en þar hefur hugmyndin um 200 mílna landhelgina náð víðtæku fyigi Með allri hugsanlegri samúð með íslendingum almennt talað og fisk- veiðimálum þeirra sér í lagi, má samt leyfa sér að slá því föstu, að í þessu máli hafa íslendingar sýnt framkomu, sem vonandi mun ekki sér hliðstæð dæmi um langa framtíð í alþjóðavið- skiptum. Þetta, sem íslendingar gerðu, var að útiloka með ráðríki fiskimenn annarra landa frá sviðum þar sem þeir höfðu hefðbundinn rétt. Því var haldið fram, að íslendingum væri lífsnauðsyn að tryggja mál sín. Enginn mun neita því. En nú á dögum getur maður ekki tryggt lífsnauðsynleg hagsmunamál með svona ofríkishætti. I sögu aldanna hafa ýmsar þjóðir vitnað til lífsnauðsynlegra hagsmuna sinna og síðan gert ráðstafanir upp á eigin spýtur án þess að meta hagsmuni annarra. Það er einmitt út af slíku hátterni, sem miklir og gereyðandi árekstrar hafa spunnizt. Að því er ísland snerti var tæplega hætta á meiri háttar árekstri Þessu munu íslendingar líka hafa reiknað með þegar þeir réðust í hina einhliða landhelgistækkun Og eiginlega hafa þeir líka sloppið vel út úr málinu. En aðferðin, sem Islendingar hafa beitt um sinn til þess að ráða fram úr landhelgisvandamálum sínum, er ekki til eftirbreytni. Það er nefnilega með þessum hætti, sem menn kippa fótun- um undan alþjóðlegri réttarskipum, sem þegar til lengdar lætur fyrst og fremst mun koma einmitt smáþjóðun- um að gagni." Svo mörg eru þau orð leiðarahöf- undarins Ekki væri neinn skaði skeður þó hann hefði kynnt sér ögn betur hvað feljst í orðinuv „livsvigtig'' þegar um fiskveiðilögsögu íslands er að ræða. En þetta hefði höf. getað kynnt sér, t.d. að fletta upp í síðustu árgöng- um af „Hvem — hvad — hvor' Þar gæti hann lesið, að mörg undanfarin ár hafa sjávarafurðir numið yfir 4/5 af útflutningi þjóðarbúsins íslenzka Leiðarahöfundur minnist ekkert á, að samkvæmt niðurstöðum viðurkenndra vísindamanna eru afleiðingar rányrkj- unnar við íslandsstrendur orðnar svo alvarlegar, að íslendingum var brýn nauðsyn á að vernda fiskimið sín betur en áður með því að víkka landhelgina úr 1 2 í 50 mílur í Perú höfðu þeir að vísu stigið stærra skref áður, án þess að „Drammens Tid og B.B." sæi ástæðu til að mótmæla þessu „ráðríki", mér vitanlega. En ég tel það þess vert, að framan- greindur „leiðari" birtist í islenzku blaði, til þess að sýna, að enn eiga sumir Norðmenn nokkuð ólært, þrátt fyrir ýmiskonar fræðslu og hið ágæta rit Hans G Andersens um ágengnina í landhelgi íslands Sk.Sk. Járniðnaðarmenn Vil ráða nokkra járniðnaðarmenn. Mikil vinna, gott kaup. Upplýsingar eftir kl. 1 9 í síma 42970. Vélaverkstæði G.H.G., Hafnarfirði. SAMVINNUSKÓLINN — BIFRÖST Staða tómstundakennara Staða tómstundakennara við Samvinnu- skólann að Bifröst er laus til umsóknar. Tómstundakennari skal hafa forgöngu um félagsstörf nemenda og krefst starfið því frumkvæðis og félagslegs áhuga. Gott húsnæði fyrir hendi. Umsóknir með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist skólastjóranum Hauk Ingibergssyni, Suðurlandsbraut 32, Reykjavík, sími 81255, en hann gefur jafnframt nánari upplýsingar. Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða yfirumsjónarmann rafmagnseftirlitsmála. Tæknifræði eða hliðstæð menntun æski- leg. Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, sendist til Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 1 16, Reykjavík. Vélritunarstúlka Viljum ráða nú þegar stúlku til vélritunar á reikningum á bílaverkstæði. Uppl. gefur skrifstofustjóri, ekki í síma. Hek/a h. f. Laugavegi 170 — 1 72. Fóstra St. Jósefsspítali, Reykjavík óskar eftir að ráða fóstru við barnaheimili spítalans. Upplýsingar hjá starfsmannahaldi. Kjötiðnaðarmaður Varnarliðið óskar að ráða kjötiðnaðar- mann eða mann vanan kjötiðnaði. Ensku- kunnátta skilyrði. Upplýsingar veitir Ráðningarskrifstofa Varnarmáladeildar sími 92-1 973. Atvinna Landsbanki Islands óskar eftir að ráða, nú þegar eða á næstunni, fólk til: 1 . Gjaldkerastarfa 2. Almennra skrifstofustarfa. Nánari upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri. Landsbanki íslands. Saumaskapur Saumastúlkur óskast. Einnig stúlkur í frágang. L.H.Miiller, fatagerð, Ármúla 5. Verksmiðjustarf — Saumaskapur Stúlkur óskast til verksmiðjustarfa við saumaskap. Uppl. veittar í verksmiðjunni, Skúlagötu 51, sími 19470. Sportver h.f. Verzlunarstjóri Viljum ráða duglegan verzlunarstjóra í raftækjaverzlun okkar að Sætúni 8. Heimilistæki s. f., sími 24000. Starfsstúlkur óskast að Dagheimilinu Hörðuvöllum, Hafnarfirði. Ein til aflleysinga og önnur hálfan eða allan daginn. Upplýsingar hjá forstöðukonu. Fóstra Óskast sem fyrst að Dagheimilinu Hörðu- völlum, Hafnarfirði. Til greina kemur að vinna hluta úr degi. Upplýsingar gefur forstöðukonan í síma 50721. ' Stúlkur Nokkrar duglegar og reglusamar stúlkur óskast til verksmiðjustarfa. Kexverksmið/an Frón h.f., Skú/agötu 28. Afgreiðslustörf Óskum að ráða stúlku og ungan mann til afgreiðslustarfa á lager. Upplýsingar gefur Jón Pálsson, birgða- stjóri. JOHAN RÖNN/NG HF 5 1 Sundaborg sími 84000 Lyfjaheildverzlun skrifstofustörf. Lyfjaheildverzlun óskar að ráða skrifstofu- stúlku eða mann ti1 alhliða skrifstofu- og lagerstarfa sem fyrst. Vélritunarkunnátta og reynsla í recepturvinnu æskileg. Til greina kemur vinna hálfan daginn (eftir hádegi). Umsókn sendist afgr. blaðsins fyrir hádegi 23. ágúst 1 974 merkt 1 365. Skrifstofumaður óskast sem fyrst. Góð laun. Tilboð sendist Mbl. merkt 1364. Kópavogsbúar! Viljum ráða nú þegar röskt fólk til starfa í verksmiðju vorri. Góð vinnuskilyrði. Vinnutimi frá kl. 8 — 1 6.30. Dósagerðin h. f. Vesturröst 16—20 Kópavogi, sími 43583. Saumakonur — frágangskonur óskast nú þegar. Upplýsingar á skrifstofunni í dag Verksmiðjan Max h. f. S/óklæðagerðin h. f. Skipasmíðastöð N/arðvíkur H. f., Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða stúlkur til skrifstofu starfa. Upplýsingar i síma 1 725. Skipasmíðastöð N/arðvíkur H F.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.