Morgunblaðið - 10.09.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.09.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1974 Agæt afrek á EM Austur—Þjóðverjarnir sterkastir Á sunnudagskvöld lauk vel- heppnuðu Evrópumeistaramóti I frjálsum Iþróttum f Róm. Náðist yfirleitt mjög góður árangur I öllum keppnisgreinum og nokkur ný heimsmet voru sett, þar af tvö f keppni helgarinnar f hástökki kvenna og 4x100 metra boðhlaupi kvenna. Þegar á heildina er litið, verður ekki annað sagt en að mót þetta hafi verið staðfesting á þvf, að Austur-Þýzkaland hefur greini- lega tekið forystuhlutverkið í frjálsum fþróttum f álfunni, en samtals hlaut fþróttafólk þaðan 27 verðlaun á mótinu, eða næstum helmingi fleiri en Sovét- menn, sem urðu f öðru sæti. Frammistaða Austur-Þjóðverja og Sovétmanna f keppninni kom ekki svo mjög á óvart — öllu heldur var búizt við, að hlutur þeirra yrði enn stærri, og höfðu afrek fþróttafólksfráþessumlönd Sovétmaðurinn Viktor Saneyev bætti enn einu gulli f safn sitt, er hann sigraði f þrfstökkinu með yfirburðum. um að undanförnu bent til þess, að svo gæti orðið. Miklu meira kom á óvart, hversu sterkt frjáls- fþróttafólk frá Norðurlöndunum kom frá móti þessu, en samtals hlaut það 16 verðlaun f keppn- inni. Hlutur Finna var þar lang- stærstur, en þeir hlutu 10 verð- laun, þar af 4 gull verðlaun. Hlutur Islendinganna tveggja, sem sendir voru til mótsins var ekki stór, enda hafði ekki verið búizt við þvf, að þeir yrðu þar f fremstu röð. Árangur þeirra varð hins vegar slakari en efni stóðu til, og kann þar að vera um að kenna, hversu reynslulitlir þeir eru f keppni á stórmótum. Keppn- isreynsla hefur jafnan mikið að segja og oft tekur það fþrótta- menn mörg ár að öðlast hana. Skaði var, að Erlendur Valdi- marsson skyldi ekki fara til móts þessa, en kringlukastskeppnin vannst með kasti, sem er um meter styttra en hið nýja tslands- met hans. Þá virðist og, að Lára Sveinsdóttir hefði átt fullt erindi f fimmtarþrautarkeppnina, en hefði hún verið þar uppá sitt bezta, hefði hún átt möguleika á að ná sjöunda til áttunda sæti. Vonandi er, að hlutur tslands verði stærri á næsta Evrópumeist- aramóti, og er reyndar ástæða til að ætla, að svo verði, þar sem það frjálsfþróttafólk, sem nú lætur mest að sér kveða hér, er allt ungt og á framtfð fyrir sér. Tugþraut Gffurlega spennandi tug- þrautarkeppni á Evrópumeistara- mótinu í Róm lauk með sigri hins 23 ára sálarfræðinema frá Pól- landi, Ryszard Skowroneks. Var það ekki fyrr en í síðustu grein þrautarinnar, 1500 metra hlaup- inu, að hann fékk sigur, en þar hlaut hann töluvert betri tíma en Frakkinn Yves le Roy, sem hafði haft forystuna í keppninni lengst af seinni daginn. Skowronek setti nýtt meistaramótsmet, hlaut 8.207 stig, en alls fengu fjórir kepp- endur meira en átta þúsund stig, sem telja verður frábæran árangur. Afrek Skowroneks í einstökum greinum var sem hér segir: 100 metra hlaup: 10,97 sek., lang- stökk: 7,49 m, kúluvarp: 13,10 m, hástökk 1,95 m, 400 metra hlaup 47,90 sek., 110 metra grinda- hlaup: 14,79 sek., kringlukast: 43,26 m, stangarstökk: 5,10 m, spjótkast: 54,14 m, og 1500 metra hlaup: 4:30,90 mín. Afrek le Roy talin í sömu röð voru þessi: 10,95, — 7,72 — 13,37 — 1,98 — 48,41 — 15,04 — 46,66 — 4,65 — 61,42 — 4:35,50. Þriðji í þrautinni varð svo A- Þjóðverjinn Kratschmer, sem hlaut 8.132 stig. Afrek hans voru: 10,83 — 7,60 — 13,56 — 2,01 — 48,44 — 14,29 — 42,10 — 4,20 — 63,58 — 4:31,00. 100 mgrinda hlaup kvenna Einn mesta yfirburðasigur á Evrópumeistaramótinu í Róm vann a-þýzka stúlkan Annelie Ehrhardt í 100 metra grinda- hlaupi kvenna. Hún tók strax for- ystuna f hlaupinu og hélt henni til loka og var að koma að markinu, þegar helztu keppinautar hennar voru að fara yfir síðustu grind. Ehrhardt tókst þar með að hefna fyrir ósigur sinn á Evrópumeist- aramótinu í Helsinki 1971, en þar varð hún að láta í minni pokann fyrir löndu sinni Karin Balzer, öllum á óvart. Tími Ehrhardt í hlaupinu í Róm var 12,67 sek., og er það nýtt meistaramótsmet. Heimsmet hennar í greininni er hins vegar Austur-Þýzka stúlkan Annelie Erhart vann einn mesta yfir- burðasigur á Evrópumeistaramót- inu f sinni grein, 100 metra grindahlaupinu. miklu betraf eða 12,3 sek., en það setti hún í fyrrasumar. Hörð keppni var um silfurverð- launin í hlaupinu. Um stund virt- ist sem þau myndu falla til Teresu Nowak frá Póllandi, en hún er gamalreynd í þessari keppnisgrein, — fyrrverandi heimsmethafi og bronsverðlauna- hafi frá Evrópumeistaramótinu 1969. En Nowak heppnaðist ekki sem bezt á síðustu grindinni og það var nóg til þess, að Annerose Fiedler frá Austur-Þýzkalandi komst upp að hlið hennar og kast- aði sér síðan fram á marklínunni og hreppti þar með silfurverð- launin. Sleggjukast Sovétmenn hafa löngum átt á að skipa góðum sleggjukösturum, og er skemmst þess að minnast, að Anatoliy Bondarchuk var um tíma. nær ósigrandi f þessari grein. Hlaut hann gullverðlaun á Evrópumeistaramótinu 1969 og á Olympíuleikunum í MUnchen 1972. Nú hafa sovétmenn eignazt verðugan arftaka Bondarchuk. Sá heitir Alexei Spiridonov, og á laugardaginn hreppti hann gull- verðlaunin í þessari grein á Evrópumeistaramótinu í Róm — þeytti sleggjunni 74,20 metra, sem er mjög nálægt hans bezta. Spiridionov hlaut silfurverð- launin í þessari grein á heims- meistaramóti stúdenta s.l. ár, og nú hafði hann forystu allt frá upphafi. Kastaði hann 74,14 metra í fyrstu tilraun og bætti svo um betur í sfðustu umferð, er hann kastaði 74,20 metra. Sá eini, sem ógnaði sigri Spiridonov, var Austur-Þjóðverjinn Sachse, sem kastaði 74,00 metra í næst sfðustu tilraun sinni. Heimsmethafinn i sleggjukasti, Reinhard Theimer frá Vestur- Þýzkalandi, virtist ekki sem bezt upplagður í þessari keppni. Gekk í hálfgerðum brösum hjá honum að komast í úrslitin, og þar varð hann að sætta sig við þriðja sætið, eftir mikla baráttu við Sovét- manninn Dmitrienko og landa sinn Uwe Beyer. Beyer kom ann- ars nokkuð á óvart í þessari keppni. Sem kunnugt er hlaut hann Evrópumeistaratitilinn 1971, en eftir Olympíuleikana 1972 hætti hann að mestu að keppa. Beyer þessi er okkur ís- lendingum að góðu kunnur fyrir leik sinn i kvikmyndinni um Sigurð Fáfnisbana. 3000 m hindr- unarhlaup 3000 metra hindrunarhlaupið varð sennilega sögulegasta keppnisgreinin á Evrópumeist- aramótinu í Róm. I þessu hlaupi voru samankomnir margir beztu hindrunarhlauparar heimsins, og fyrirfram spáðu margir því, að heimsmet Keníabúans Jichos mundi tæpast standast átökin. Væri það aðeins spurningin, hvort byrjunarhraðinn yrði nægjanlegur. Þegar skotið reið af tóku hlaup ararnir mikinn sprett og fylgdust mjög að í þéttum hnapp til þess að byrja með. Bar mikið á pústrum og hrindingum við hindranirnar, og þegar farið var yfir vatnsgryfj- una í fyrsta sinn, rakst Tapio Kantanen, — bronsverðlaunahafi í greininni frá Olimpiuleikunum í Múnchen, — á einn keppinaut sinn og kom á f jórar fætur niður f gryfjuna, þar sem hún er hvað dýpst. Kantanen var þó fljótur á fætur og hugðist ná keppinautum sínum hið fyrsta, en tókst þá ekki betur til en svo, að hann datt aftur og meiddist þá á fæti. Eigi að síður hélt hann áfram keppn- inni, en möguleikar hans á gull- verðlaunum voru úr sögunni. Eftir að þetta gerðist, beindist athygli manna aðallega að Sví- anum Anders Garderud, sem ný- lega setti Evrópumet i hindrunar- hlaupinu og hljóp þá á 8:14,2 mín. Garderud hefur lengi verið í fremstu röð hindrunarhlaupara, en honum hefur verið sömu örlög búin og mörgum öðrum íþrótta- köppum, að eiga erfitt með að ná sínu bezta á stórmótum. Þegar bjallan hringdi, var Garderud í fararbroddi og freist- aði hann þess að hrista keppi- nauta sína af sér. Það tókst þó ekki. Malinowski frá Póllandi, Karst frá Austur-Þýzkalandi og uppáhald áhorfenda í þessu hlaupi, Fava frá Italíu, fylgdu honum eftir á sprettinum, og þegar um 250 metrar voru eftir i mark, herti Malinowski enn ferð- ina og fór framúr Garderud. Gífurleg barátta var milli þeirra á endasprettinum, en Malinowski var jafnan skrefinu á undan. Þegar örfáir metrar voru eftir í markið, varð Svíinn að gefa örlft- ið eftir og sigur Pólverjans var í höfn. Tími hans var 8:15,0 mín., en fjórir fyrstu menn hlupu allir undir 8:20,0 mín., og hefur það aldrei gerzt í sögunni fyrr, að svo margir menn hafi náð svo góðum tíma í sama hindrunarhlaupinu. Malinowski er 23 ára að aldri og mjög fjölhæfur langhlaupari. Hann hlaut Evrópumeistaratitil unglinga í 5000 metra hlaupi árið 1971, og á Evrópumeistaramótinu í Helsinki varð hann áttundi í þeirri grein. Nú í sumar fór hann að leggja rækt við hindrunar- hlaupið og á Evrópumeistaramót- inu bætti hann sitt persónulega Gunhild Hoffmeister frá Austur-Þýzkalandi, 30 ára húsmóðir, sem lengi er búin að vera í fremstu röð 1 miilivegalengdahlaupum. Hún vann 1500 metra hlaupið. Frá úrslitum 100 metra hlaupsins sigurvegari. Annar er Pietro Menn Lengst til hægri er Klaus-Dieter B frá Svfþjóð, er varð sjöundi. Borzo sveit Sovétmanna 1 boðhlaupinu. met um hvorki meira né minna en hálfa mínútu. 110 m grind FRAKKINN Guy Durt, sá hinn sami og „stal“ silfurverðlaun- unum 1110 metra grindahlaupi af Bandarfkjamönnum á Olympíu- leikunum í Mtlnchen 1972, vann fyrstu gullverðlaun Frakka á Evrópumeistaramótinu f Róm, er hann kom að marki sem yfir- burðasigurvegari í 110 metra grindahlaupinu. Sýndi Durt í hlaupi þessu, hversu gífurlega sterkur grindahlaupari hann er orðinn, þar sem hann fékk mjög slæmt viðbragð og var sfðastur, er farið var yfir fyrstu grindurnar. Var það ekki fyrr en á fimmtu grind, að hann náði keppinautum sínum, og eftir það var ekki að sökum að spyrja. Yfirburðatækni hans yfir grindunum kom hvað bezt í ljós, er hann hafði náð forystu, og í markið kom hann á nýju Evrópumeistaramótsmeti, 13,40 sek. Guy Durt er aðeins 23 ára að aldri og á þvf vissulega framtíðina fyrir sér. Hann hóf feril sinn sem stangarstökkvari, og náði fljót- lega góðum árangri þar, en meiddist síðan á hendi og sneri sér þá að grindahlaupinu með góðum árangri. Eftir hlaupið í Róm á sunnudaginn sagði Guy Durt, að nú mundi hann þegar fara að búa sig undir Olympíu- leikana f Montreal 1976, en þar Allt ætlaði um koll að keyra í 1 Jesper Törring vann sigur f hástök sum dagblaðanna skrifuðu allt að hans allt frá þvf að hann var smád af Törring. Afrek hans var stórglæ metrar. Mynd þessi var tekin af 1 Sjapka frá Sovétrfkjunum eftir k> hver er sigurvegarinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.