Morgunblaðið - 10.09.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.09.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1974 21 — Fylla inn 1 myndina Framhald af bls. 13 svæði hafa því eðlilega for- gang um mælingar. Mæling- arnar hér eru gerðar í sam- vinnu við Raunvísindastofnun háskólans og hefur próf. Þorbjörn Sigurgeirsson verið með f ráðum um skipulag þeirra og staðarval. En Þorbjörn hefur sjálfur segul- mælt jarðlögin á landi úr lítilli flugvél. En að hvaða gagni koma þá segulmælingar á jarðlögin? Þegar bergið hefur kólnað á sínum tíma, hefur það segulmagnast og geymist í berginu miðað við þá stefnu, sem segulsviðið var á hverjum tima. En þar sem segul- stefnan breytist í jöröinni, má lesa mikið af sögu jarðlaganna með segulmælingum á bergi. Þannig eru þessar mælingar mjög mikilvægar til almennrar þekk- ingar á landafræði og jarðlögum, sem hjálpar vísindamönnum, sem eru að reyna að gera sér grein fyrir ýmsum fyrirbrigðum og staðreyndum, til að fá mynd af því, sem þar hefur gerzt. Það kemur svo aftur að hagnýtum notum, t.d. við könnun á eldvirkni og hvar helzt sé að leita olíu eða heits vatns með árangri. Sagði leiðangurstjóri flugvélarinnar, Charles Gunn, að þeir hefðu að sjálfsögðu mælt setlög á hafs- botni, sem eru fyrsta skilyrði til að olíu sé að vænta, en fleira þarf til. Flugvélin Roadrunner er stór flutningaflugvél, sem tekin hefur verið til þessara nota og komið fyrir segulmælingatækjum í staut Þessi flugvél er sérstaklega útbúin til segulmælinga. Aftur úr henni er teinn með mælitækjum. Segulmælingaflugvélin er full af merkilegum mælingatækjum og tölvum. Vfsindamenn við vinnu sína, Charles Gunn er annar frá vinstri (með húfu). aftur úr stélinu, og öðru tæki inn- an f vélinni. Mælir annað stærð- ina á segulsviðinu og hitt dýpi og stefnu. Mælingar fara í tölvu í vél inni sjálfri og á band, sem sfðan er komið fyrir f safni til afnota fyrir hvern sem vill. En Raunvís- indastofnun Háskóla tslands fær allar mælingar á þessum slóðum. Flugvélin var hér í fyrra og mældi stórt svæði norður af land- inu, og nú tekur hún fyrir svæði við suðvesturlandið. Flugu frétta- menn og islenzkir vísindamenn í ferð með henni á fögrum haust- degi fram og aftur í 1000 feta hæð út yfir Vestmannaeyjar og inn á land eftir þéttum línum, og eru staðsetningartæki i vélinni mjög nákvæm. 1 flugvélinni voru 7 flugmenn og vfsindamenn, en í rannsóknar- skipinu 15 manna vísindahópur og 30 manna áhöfn. Sumir af flug- mönnunum höfðu áður veriðíleið angri hér um slóðir, svo sem til athugana á ísröndinni milli Is- lands og Grænlands. En hafrann- sóknadeild bandarfska flotans hefur einnig svokallað Birdseye- viðfangsefni, þar sem flugvélar Hreinn appelsínusafi í Tropicana er ekki blandað sykri, rotvarnar- eða bragðefnum. Tropicana er hreinn safi úr Flórída appelsínum. Verðið á Tropicana þolir allan samanburð. sólargeislinn frá Florida JROPICANA kr.92,- til kr. 107 2V4kg.appelsínur kr. 220,- til kr.279- hreinri appelsínu ! safl JROPICANA w, ‘4 vw v* i* y Q. -O E cr, safna upplýsingum um hafísinn og ástand sjávar í Norður-Ishaf- inu, í þeim tilgangi að fá meiri upplýsingar um veðurfar og ísa- lög þar, jafnframt því sem upplýs- ingar fást um ísinn á hverjum tfma, áhrif hans á veðurfar, sigl- ingar og fiskiveiðar. Einnig eru flugvélar í öðru viðfangsefni, er varðar almennar sjávarrannsókn- ir á yfirborðinu, en þær upplýs- ingar eru vegna nákvæmari kortagerðar, könnunar á ná- kvæmni gerviknattamælinga vegna veðurkorta og til aðstoðar fiskiðnaði. En aðrar flugvélar eru Iíka að kanna nákvæmni berg- málsmælinga á heimshöfunum. Þar sem rannsóknir úr flugvélum henta vel í sumum verkefnum, eru önnur betur komin með mæl- ingum af skipum og því fara slfk- ar heildarrannsóknir fram bæði úr vel útbúnum skipum sem Wy- man og úr flugvél eins og segul- mælingavélinni. LE5IÐ DRCIECIl Nauðungaruppboð Að kröfu innheimtumanns rikissjóðs og Byggðasjóðs verður fasteign- in Vallargata 21, Sandgerði, Miðneshreppi, seld á nauðungaruppboði, sem haldið verður á eigninni sjálfri fimmtudaginn 1 2. september 1 974 kl. 16. Sýslumaður Gullbringusýslu. Reykjavík — Grindavík Hverju geturðu tapað? Gerum ráð fyrir þvi, að þú sért að hugsa um að taka þátt i DALE CARNEGIE NÁMSKEIÐINU. — Hverju geturðu tapað? Nokkrum sjónvarpskvöldum, spilakvöldum eða saumaklúbbum. Kvíða við það, að standa upp og segja nokkur orð. Efa um hæfileika þína til að taka virkan þátt i lifsgæðakapphlaupi nútimans. Þú gætir einnig tapað Vantrú þinni, að ná þvi markmiði, sem þú hefur sett þér. Vana þinum, að biða með ákvarðanir, Ahyggjum og kvíða Þú vilt áreiðanlega tapa Möguleikanum að vera „múraður" inni i núverandi iaunaflokki. Tækifærinu að vera viss um að hreyfast ekki i starfi um aldur og ævi. OKKAR ráðlegging er þvi: Taktu þátt i DALE CARNEGIE NÁMSKEIÐ- INU. Fjárfesting í menntun gefur þér arð ævilangt Innritun og upplýsingar í síma 82411 í Njarðvík — Arndís TómasdóttÍF í sima 1 745 I Grindavík — Tómas Tómasson i sima 8389 Stjórnunarskólinn Konráð Adolphsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.