Morgunblaðið - 10.09.1974, Blaðsíða 10
10
t
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1974
Leikran tjáning er þa8 kallað á
islenzku — dramik á eriendum mál-
um. Og þar sem skólamenn vilja fá
þetta inn I kennsluna F skólunum og
það er raunar þegar byrjað, lagði
fréttamaður Mbl. leið sina inn i
Laugarnesskóla til að kynna lesend-
um námskeið i leikrœnni tjáningu
fyrir kennara. Tilgangurinn með leik-
rænni tjáningu er að fá fólk til að
opna sig. losa um þessar hömlur,
sem við erum öll i. eins og Asgeir
Guðmundsson skólastjóri sagði. En
hann hefur á vegum Fræðsluskrif-
stofu Reykjavikur skipulagt þessi
námskeið fyrir kennara, þar sem
norskur sérkennari i þeirri grein
Grethe Nissen leiðbeinir. Hún kom
fyrst f fyrra hingað til lands og hafði
eitt byrjunarnámskeið. Nú kenndi
hún á tveimur námskeiðum, á Leirá i
Borgarfirði. og tveimur f Reykjavik,
og er nú með 20 kennara á fram-
haldsnámskeiði i Laugarnesskóla f
Reykjavik.
Kennararnir höfðu skipt sér i 3
hópa og voru að æfa sig á þremur
stöðum, er okkur bar að garði. Við-
fangsefnið var „eitthvað sem stfgur,
nær hápunkti, stöðvast og fellur".
Og kennararnir lögðu sig sýnilega
fram af lífi og sál við að túlka þetta
með hreyfingum og hljóði, hver með
sfnum hópi.
— Það, sem verið er að reyna að
ná fram með þessu, er tvennt, út-
skýrir Grethe Nissen. f fyrsta lagi, að
einstaklingurinn skynji sina eigin
getu. Að hann finni sjálfur, að hann
á meiri möguleika en hann veit um.
Til þess þarf hann að finna sig örugg-
an og frjálsan. Svo kemur að þvi, að
einstaklingurinn kemur saman við
aðra einstaklinga. Þá kemur að sam-
vinnu I hópi, sem fyrirfinnst raunar
alls staðar i Iffinu. Einstaklingurinn
finnur þá. að hann hefur upp á eitt-
hvað að bjóða. Hann getur miðlað
öðrum. Þá förum við að gera hlutina
saman. Þetta má kalla hvað sem er.
Ég kalla það demókratf — lýðræði.
— I byrjun liggur þjálfunin F þvf að
ná spennu og slökun, hrynjandi.
túlkun í söng og leik sem fellur svo
saman i nokkurs konar lítið leikrit.
Alft gengur út frá vissri grunnæf-
ingu. SFðan túlkar hver viðfangsefn-
ið á sinn hátt. Valið er eitthvað. sem
ir alls staðar og i öllu. Ef nemandinn
lær taki á þvi, þá getur hann skilið
>að og skynjað. Hópurinn byrjar á
þvf að líta yfir lista, sem ég hefi
útbúið til hjálpar. En f stað þess að
fara að ræða fram og aftur hvemig
eigi að byrja, þá gripur bara einn
niður, þar sem hann sér eitthvað við
sitt hæfi og byrjar. Hinir bætast svo
allir við. Kannski ar einhver, sem
ekki finnur sig eins vel heima og
hinir. Hann er feiminn og dregur sig I
hlé, og er létinn ( friði. Enginn er
þvingaður. En alls staðar ( lífinu er
þetta þannig, sumir eru miklu dug-
legri við að taka þátt og hafa sig (
frammi. Þeim dettur margt i hug og
yfirtaka. Þessu hefi ég varað hópana
við, þegar þeir eru að vinna verkefn-
ið.
Viðfangsefnið, sem kennarahóp-
arnir voru að glfma við, var: stigandi
— hápunktur, — hlé og svo stöðn-
un. Einn hópurinn kaus að fara út að
veiða lax. Stór lax kemur á hjá þeim,
sem veifar stönginni. Allir hinir fylgj-
ast með, spenningurinn eykst og all-
ir taka þátt f honum. Svo sleppur
fiskurinn og viðbrögðin eru F sam-
ræmi við það.
í annan stað var þetta túlkað með
skjaldbökum á Galapagoseyjum,
sem skriða um letilega og rólega.
Svo kemur stór fugl og svifur yfir,
færist nær og nær, og viðbrögð þátt-
takenda æsast og stfga. Svo stingur
fuglinn sér og ræðst á þær.
Þannig byggist tjáningin á fastari
undirstöðu, sem fyrirfinnast alls
staðar f lifinu.
Kennararnir sem þarna voru höfðu
reynt leikræna tjáningu, með nem-
endum i skólum sinum f fyrravetur
og voru á einu máli um. að hún hefði
gefizt mjög vel á öllum aldursskeið-
um.
Margrét Bjömsson, kennari i Hlfð-
arskóla, kvaðst hafa reynt þetta f
unglingaskólanum og það orðið
ákaflega vinsælt. Unglingarnir létu
ekki á sér standa að koma og vera
með, og voru alltaf að spyrja hana
hvenær þau fengju að „fetta sig og
bretta" aftur. Krakkarnir dansa og
losa um hömlurnar. Og þau fá þarna
það verkefni að setja sig I hlutverk
þess, sem þau vildu helzt likjast. en
gera ekki. Inn F það geta þau lifað sig
og losna viðfeimni. Þau skriða þann-
ig út úr eigin skel og verða frjálsari i
framkomu. Það er mikilvægt á ungl-
ingsárunum, segir Margrét.
i upphafi hafði blaðamaðurinn
haft orð á þvi við Ásgeir Guðmunds-
son, að Ifklega þyrftum við islend-
ingar ekki hvað sizt á þvi að halda að
læra að tjá okkur. Sýnilega skorti
mikið á, að fólk lærði i skólunum að
koma hugsunum sfnum skilmerki-
lega á framfæri og tjá sig. Ásgeir tók
undir það, sagði, að orsökin væri
sennilega þessi mikli hraði á öllu I
kennslunni. Alltaf væri verið að
keppast við að komast yfir efnið á
afmörkuðum tima og það hefði
þvingandi áhrif á alla kennsluna.
Kennarar hefðu heldur ekki mikið
svigrúm i tvf- og þrfsettum skólum.
En þegar sú spuming var lögð fyrir
Grethe Nissen f lokin, hvort fslend-
ingar ættu erfiðara með að tjá sig on
t.d. Norðmenn, hikaði hún svplítið
og neitaði þvf svo. — Fremur hið
gagnstæða, sagði hún. Mér sýnist,
að Íslendingar séu heldur opnari. —
E.Pá.
Kennararnir ganga i leikinn af lifi og sál.
, w
•' ' " W í.5-4
Konnarinn Grethe Nissen slær táktinn og hinar fylgja honum I túlkun sinni. Ljósm. Br.H.