Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974
Benedikt Gíslason
frá Miðgaröi
F. 15. apr. 1922
D. 23. sept. 1974
Það er gamall og góður íslensk-
ursiður aðfesta á blaðnokkurorð
til lesningar um gengna vini og
granna og er vonandi, að hann
leggist ekki niður. Oft verður þó
að taka viljann fyrir verkið og
mun svo fara að þessu sinni, en
með þessum hætti er haldið til
haga ýmsum upplýsingum, sem
komandi kynslóðir kunna að hafa
gagn og gaman af; einskonar
þjóðskrá. /
. Tilefni er til að hafa með í
þessari þjóðskrá góðan dreng,
sem á morgun mun fara í sína
hinstu för í skaut móður okkar
allra.
Benedikt Gislason fæddist að
Galtarvík á Hvalfjarðarströnd 15.
apríl 1922 og varð því ekki gamall
maður. Hann var sonur hjónanna
Gísla Jónssonar og Guðborgar
Ingimundardóttur einn sex
systkina. Þau misstu föður sinn
ung og leystist heimilið upp, en
börnin voru tekin i fóstur. Það
var gott fólk, skylt og óskylt, sem
tók þessi ungu föðurlausu börn,
enda munu þau hafa launað fóstr-
ið með þeim hætti, sem best verð-
ur á kosið.
Benedikt ólst upp í Stórholti i
Dölum, ásamt systur sinni, hjá
Guðmundi Theódórssyni og konu
hans. Má segja f þvi tilviki, að
verkið hafi lofað meistarann, svo
vel, sem Benedikt bar fósturfor-
eldrum sínum vitni i lifi sínu og
starfi.
Eftir að hafa lokið námi f
Héraðsskólanum f Reykholti hóf
Benedikt iðnnám hjá föðurbróður
sínum, Ólafi Hvanndal, í prent-
myndagerð hans í Reykjavík.
Kom strax í ljós, að þama var á
ferðinni dugnaðarpiltur, er gekk
að starfi sínu af áhuga og skyldu-
rækni. Hann vann síðar í nokkur
ár að iðn sinni hjá þeim, er þetta
ritar, og reyndist hinn besti
starfskraftur, þótt vinnudagurinn
væri stundum langur, enda dag-
blöðin í Reykjavík stærsti við-
skiptavinurinn og að mestu unnið
á kvöldin og nóttunni.
Stuttu eftir að Benedikt lauk
iðnnámi, giftist hann eftirlifandi
konu sinni, Helgu Jónsdóttur frá
Sælingsdalstungu í Dölum og
bjuggu þau hér í Reykjavík í
nokkur ár. Þau áttu 2 börn,
Sigríði og Jón, sem nú býr að
Miðgarði.
Oft varð þess vart í fari
Benedikts, að sveitin og æsku-
stöðvarnar áttu sterk tök f hon-
um. Stundum var deilt um það við
Benedikt, hvor sveitin væri ríkari
að sögustöðum, Rangárvallasýsla
eða Dalasýsla, og var ekki við
annað komandi en að Dalasýslan
hefði vinninginn.
Ekki mun gifting Benedikts
hafa dregið úr þrá hans eftir
æskuslóðum, enda fór svo, að und-
an varð að láta og hófst hér nýr
þáttur f lífi hans og sá er gerði
lífshlaup hans sérlega athyglis-
vert öðru fremur.
Á þessu ári er mikið rætt um
landnám og að vonum. En þótt
landnámsmennirnir, sem að verki
voru fyrir 11 hundruð árum, séu
ofarlega í hugum okkar, þá má
ekki gleyma þvl, að okkar land-
nám hefir staðið jafnlangan tíma.
Ennþá er landið hvergi nærri
numið, þótt nærri þvf hafi verið
gengið af vankunnáttu og ófor-
sjálni. Að visu eru bændur enn að
nema land, með aukinni ræktun,
stækkun jarða og fjölgun búpen-
ings.
En þeir eru hlutfallslega ekki
margir, sem í dag gerast land-
námsmenn í þess orðs fyllstu
merkingu og reisa nýja byggð.
Þeir, sem fjársterkir eru, fjár-
festa ekki á svo bamalegan hátt.
Það má ávaxta fé vfðast hvar ann-
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför,
DAGNÝJAR ÓLAFSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til eigenda og starfsfólks verzlunarinnar Geysis hf. fyrir
einstakan vinarhug. Magnús Stefánsson
Arndís Magnúsdóttir Anna Pálsdóttir
Arndís Kr. Magnúsdóttir Stefán Guðlaugsson
og aðrir vandamenn.
t
Við þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför mannsins míns, föður okkar og bróður
KRISTJÁNS V. KRISTJÁNSSONAR,
frá Seyðisfirði.
Fyrir hönd aðstandenda
Sigrún Eyjólfsdóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför eigin-
manns mins, föður okkar, tengdaföður og afa,
GUÐLAUGS ÞORSTEINSSONAR,
Hringbraut 54.
Guðrún Jónsdóttir,
Hilmar Guðlaugsson, Jóna Steinsdóttir,
Þorsteinn Guðlaugsson, Sigríður Eggertsdóttir,
Kristin J. Guðlaugsdóttir, Kristján K. Pálsson.
Ástríður Guðlaugsdóttir Ginsberg, H. Dieter Ginsberg
og barnabörn.
arsstaðar með miklu ábatavæn-
legri hætti. Fyrir hina er þetta að
reisa sér hurðarás um öxl, þótt
samfélagið reyni að létta nokkuð
róðurinn — enda nær sú aðstoð
skammt.
Benedikt hafði hér allgóða at-
vinnu og var byrjaður að reisa sér
hús og fluttur í kjallara þess.
Hann var mjög félagslega sinnað-
ur og kunni vel við sig f marg-
menni og hefði áreiðanlega kom-
ist „vel áfram“ hér. Hann var
greindur vel og hrókur alls fagn-
aðar. En uppruni hans sagði til
sfn. Hvort sá uppruni átti rætur
sínar í Dalasýslunni eða var eitt-
hvað í ætt við þrjósku þeirra, sem
við höfum verið að minnast svo
hátíðlega f sumar, varð það úr, að
hann fetaði í þeirra fótspor.
Hann fékk óbyggðan hluta úr
landi tengdaföður síns og nam
þar land og þar stendur nú reisu-
legt bú með góð efni, Miðgarður f
Dölum. Ávöxtur ótal vinnu-
stunda. Ekki mældra dagvinnu-
stunda, eða eftirvinnu eða nætur-
vinnutíma. Heldur látlaust strit
dag og nótt — hvfldarlaust starf
þeirra hjóna í rösk 20 ár. Meira en
helminginn af þeim tíma gekk
Benedikt ekki heill til skógar.
Eins og sjórinn getur jörðin lfka
tekið sinn toll, gerir og hefir gert.
A 20 árum hafði Benedikt unn-
ið heilt ævistarf. Byggt mjög gott
býli með góðum bústofni og feng-
ið syni sínum f hendur. Sjáifur
hélt hann á nú til Reykjavíkur.
Hann keypti sér þar hús og
hugðist fara sér hægar, þótt hann
væri enn á góðum aldri. En þótt
landnámið hefði skilað honum
nokkrum arði, hafði það verið
honum dýrkeypt. Hann stóð and-
spænis því, eins og þúsundir ann-
arra landnámsmanna um aldirn-
ar, að þótt landið okkar geti farið
mjúkum höndum um okkur
stundum, eru högg þess þung og
við verðum að færa þvi fórnir
fyrir lffsgæðin.
Benedikt hafði aðeins dvalið
eina eða tvær vikur í hinu nýja
húsi sínu og nýju starfi, er hann
hvarf á vit sækustöðvanna í sfð-
asta sinn. Hann fór f göngur og
réttir. Hann kvaddi heimamenn,
sveitunga sína, f sfðasta sinn, án
þess að vita það, og þeir kvöddu
vin sinn, hjálpsaman og hugljúf-
an nágranna í sfðasta sinn líka án
þess að vita það.
Nokkrum klukkustundum sfðar
bar sjúkrabifreið máttvana
líkama hans síðustu ferðina frá
æskustöðvunum. Eftir stóð býlið,
sem hann hafði byggt og sonur-
inn, tengdadóttir og bamabarn.
Landnámsferðin f Dalina var á
enda — landnáminu lokið.
‘Samhygð vina í garð konu og
ættingja Benedikts hlýtur að vera
djúp. Samfélagið skuldar henni
þökk fyrir gifturíkt starf þeirra
hjóna í þess þágu. Það er svona
fólk, sem hleður styrkustu stein-
ana í samfélagsbygginguna; hin
hógláta, starfsmikla alþýða —
hún færir lfka stærstu fórnirnar.
Páll Finnbogason
Það er sagt, að það sé stutt
fótmál milli lífs og dauða, það er
því miður oft, og ekki spurt um
hvort maðurinn sé ungur eða
gamall. Þegar dauðann ber skjótt
að, er það sárt fyrir ástvini og
aðstandendur hins látna. Þannig
gerðist það að Miðgarði í Dala-
sýslu, að fyrrverandi bóndi þar,
Benedikt Gfslason, veiktist snögg-
lega aðfaramótt 23. sept. Var
flugvél fengin eftir honum úr
Reykjavfk, og allt gjört, sem í
mannlegu valdi stóð, til að bjarga
lffi hans, en hann andaðist á
Borgarspítalanum að morgni hins
23. sept. Þau hjónin Benedikt og
Helga vom nýflutt til Reykjavfk-
t
Eiginmaður minn
PÉTUR GUÐMUNDSSON
frá Ófeigsfirði,
Borgarholtsbraut 55
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni ! Rvk. mánudaginn 30. þ.m. kl.
1 3.30.
Ingibjörg Ketilsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
ÞÓRARINS LÝÐSSONAR,
HHðartúni 3, Mosfellssveit.
Sigrlður Þ. Tómasdóttir,
Sigurður Þórir og fjölskylda.
t
Ég þakka öllum er auðsýndu mér og börnum mínum samúð og
vinarhug við fráfall eiginmanns míns,
STEFÁNS AGNARS MAGNÚSSONAR.
Fyrir hönd vandamanna.
Árný Fjóla Stefánsdóttir.
t
Sonur okkar, faðir, bróðir og mágur,
BOLLI DANIEL HARALDSSON,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 1. okióber kl
13.30.
Jóhanna Sigbjörnsdóttir,
Bryndís Bolladóttir,
Björn Bollason,
Sjöfn Haraldsdóttir,
Millý Haraldsdóttir,
Auður Haraldsdóttir,
Haraldur Björnsson,
Sigfús Orri Bollason,
Auður Bolladóttir,
Ólafur Vilhjálmsson,
Ari Pálsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
mannsins mlns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR JÓHANNSSONAR
fyrrv. skipstjóra.
Margrét Vilborg Sigurðardóttir,
Jóhann K. Guðmundsson, Guðríður Matthíasdóttir,
Baldur Guðmundsson,
Glsli Guðmundsson,
Guðbjörg Á. Guðmundsdóttir, Karl Á. Torfason,
Sigurður H. Guðmundsson, Elísabet María Viglundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
ur, en Jón sonur þeirra tekinn við
jörðinni.
Þau hjón ætluðu að vera f
heimarétt sinni, og fóru því til að
hitta sveitunga sfna, en til þess
kom ekki, þar sem Benedikt
veiktist svo skyndilega. Hann var
í smalamennsku að. deginum og
var mjög kalt í veðri. Benedikt
fékk kransæðastfflukast fyrir
nokkrum árum, og var þá sóttur f
flugvél heim til sín og lengi talið
tvfsýnt um líf hans, en allt f ór vel,
hann komst til það góðrar heilsu,
að hann gat gengið að vinnu og
gaf ekkert eftir, kannski of bjart-
sýnn um heilsuna, enda ákafa-
maður til allra verka.
Við hjónin vorum stödd I Döl-
um hjá dóttur okkar og tengda-
syni og börnum þeirra þremur.
Stefán tengdasonur okkar er
bróðir Benedikts heitins svo þetta
var mikið áfall fyrir okkur öll, en
mest fyrir konu hans og börn.
Hann var nýbúinn að kaupa hús
vestur á Seltjamarnesi og höfðu
þau flutzt f það fyrir nokkrum
vikum, og var hann kominn í at-
vinnu hér. Þau ætluðu að hjálpa
syni sfnum í sfðasta sinn við rétta-
annir. Benedikt var fæddur 15.
apríl 1922 í Galtarvík í Skil-
mannahreppi, og var þvi aðeins
52 ára er hann lézt. Þar bjuggu
foreldrar hans, Guðborg Ingi-
mundardóttir og Gísli Jónsson
bóndi þar, annáluð dugnaðarhjón.
En Gísli dó ungur frá konu og sex
ungum börnum, er síðar ólust upp
hjá frændfólki sínu. Ekkjan fór
ráðskona með tvö börn sín, Ingu
og Benedikt, að Stórholti í Saur-
bæ, til Guðmundar Theódórsson-
ar hreppstjóra. Eftir nokkur ár
giftust þau, en það hjónaband
stóð aðeins f tvö ár, þvf hún dó af
barnsförum, svo nú voru systkin-
in búin að missa báða foreldranna
á bezta aldri, en börnin, er
voru með móður sinni, ólust upp f
Stórholti eftir dauða
hennar. Benedikt fór frekar
ungúr til náms, til föðurbróður
síns, Ölafs Hvanndals Jónssonar,
að læra prentmyndagerð. Var
Ólafur fyrsti maður með prent-
myndagerð hér á landi. Hjá
frænda sínum var Benedikt í
nokkur ár, en á þessum árum
kynntist hann ungri stúlku,
Helgu Jónsdóttur frá Sælings-
dalstungu f Dalasýslu. Þau giftu
sig 1946, bjuggu sfðan í Reykjavfk
til 1953, er þau fluttust aftur í
Dalasýslu, þvf römm er sú taug, er
rekka dregur föðurtúna til. Þar
sem Sælingsdalstunga var ættar-
óðal konu Benedikts, fengu þau
land af jörðinni til að byggja ný-
býli, er þau létu heita Miðarð,
sem nú er sveitarprýði. Hjá þeim
fór saman dugnaður, áræðni og
hagleikur. Þessi myndarhjón
voru samhent í þvf að gera allt
sem myndarlegast bæði úti og
inni. Þau áttu tvö börn: Jón Jóel,
er nú hefir tekið við jörðinni,
búfræðingur frá Hvanneyri, og
Sigríði Guðborgu, skrifstofu-
stúlku, lærð frá samvinnuskólan-
um Bifröst í Borgarfirði. Jón býr
með kærustu sinni, Guðrúnu
Ingvarsdóttur, og eiga þau ungan
dreng, Eyþór Inga, er var sólar-
geisli afa og ömmu. Benedikt var
jafnvígur hvort heldur var á járn
eða tré. Þegar komið var að Mið-
garði hlutu allir að sjá, að hér
hafði hög hönd verið að verki.
Nú um nokkurt skeið hefir
Benedikt verið kennari við
Laugaskóla að vetrum síðan son-
ur hans hafði tíma til að sjá um
búið, og gat hann sér góðan orð-
stfr við kennsluna sem önnur
störf, er hann hefir haft á hendi.
Heimilið að Miðgarði var eitt
þeirra heimíla, er gestum fannst
strax, að þeir væru velkomnir.
Þarna átti ég og fjölskylda mín
t
Móðir mín,
GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR
frð Bolungarvík,
Njörvasundi 4,
verður jarðsungin frá Langholts-
kirkju þríðjudaginn 1. október kl.
3.
Jensína Þóarinsdóttir.