Morgunblaðið - 29.09.1974, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974
37
óteljandi ánægjustundir og það
jafnt hjá allri fjölskyldunni, þó að
nú verði manni hugstæðastur
hinn nýfallni heimilisfaðir, er
alltaf stóð úti er bflf rann í hlaðið.
Bauð hann gestum inn í hús sitt
og var þar allt til reiðu, matur og
drykkur, og var þó mjög mikill
gestagangur. Ég er viss um, að
það ríkir mikil sorg í Dölum
vegna fráfalls þessa manns, sem
var allt í senn, unaðslegur í kynn-
ingu, tilbúinn til hjálpar á hvaða
tfma sem var, sama hver átti f
hlut. Þrátt fyrir það, að hann
gengi ekki heill til skógar síðustu
ár, talaði hann aldrei um slfkt við
nokkurn mann. Ég býst við því,
eftir því sem ég þekkti Benedikt,
að hann hafi heldur viljað falla
fyrir þessum sjúkdómi sínum
heldur en verða að slaka á vinnu,
enda af þeim stofni fæddur, og
eru þessi börn öll atorkufólk. Það
fór ekki hjá þvf, að Benedikt væri
f ýmsum nefndum, enda frammá
maður í sinni sveit. Heyrt hef ég,
að ef úr erfiðu máli þurfti að
ráða, þá var sjálfsagt að finna
Benedikt, hann var bæði ráðholl-
ur og hagsýnn svo af bar.
Benedikt var gleðimaður, naut
þess að vera í glaðværum hópi
kunningja sinna, hann var
húmoristi og gat gert góðlátlegt
grín án þess að særa nokkurn,
fjörugur spilamaður og slunginn f
því sem öðru. Hann var í eðli sínu
náttúruunnandi, las mikið um
jarðfræði, safnaði merkilegum
steinum og kynnti sér uppruna
þeirra. Þetta safn hans er rnjög
merkilegt og mikið að vöxtum.
Hann gaf sér tfma til að fara
langar leiðir til að ná í sjaldgæfa
steina, og jafn mikill atorkumað-
ur og hann var, sá hann aldrei
eftir þeim tíma, er hann eyddi í
slfkarferðir.
Þá er nú þessu lokið, vinur okk-
ar horfinn, meira að starfa Guðs
um geim.
Ég kvaddi hann nokkru áður en
hann veiktist, og datt mér ekki í
hug, að það væri sfðasta kveðjan.
Guð ræður, mennirnir álykta.
Þannig gengur þetta, mennirnir
fæðast til að deyja. En sárt er
fyrir Helgu vinkonu mína og alla
f jölskyldu hans að hafa hann ekki
hjá sér lengur, en hún var manni
sfnum traustur lífsförunautur á
vettfangi líf s og starfs.
Börnum hans, tengdabörnum
hans og sonarsyni og nánustu ætt-
ingjum biðjum við allrar blessun-
ar og styrks á þessari sorgar-
stund. Guð blessi Benedikt Gfsla-
son.
Þórarinn Árnason
frá Stórahrauni.
Bjarni Gíslason
Minningarorð
F. 22/4 ’52. D. 25/8. ’74.
Þegar maður fréttir um lát
æskuvinar og félaga er lfkast því
sem maður finni kalt vatn renna
um sig allan. Svo var með mig
þegar ég frétti, að Bjarni Gfslason
hefði látist þegar bátur hans og
félaga hans fórst í óveðri austur
af Garðskaga.
Bjarna hef ég þekkt frá því
hann fluttist í Skólagerði 65,
Kópavogi, með foreldrum sfnum
eins árs að aldri. Hann var sá
kærleiks- og dugnaðarmaður, sem
við getum síst sætt okkur við að
missa á unga aldri. Vélstjóri var
Bjarni og hafði stundað sjó-
mennsku mest allrar vinnu og
þótti hann þar mesti hagleiks-
maður. Flugnám hefur hann
fengist við og var hann mikill
áhugamaður á því sviði.
Hann var eina barn þeirra
hjóna Gísla Gestssonar frá Meðal-
felli í Kjós og Stefáníu Bjarna-
dóttur frá Dalsmynni á Kjalar-
nesi. Hefur þetta því verið mikið
áfall fyrir þau hjón og votta ég
þeim mina einlægustu samúð.
Eyvindur Jóhannsson.
í dag skein sól
á sundin blá
og seiddi þá
er sæinn þrá.
Og skipið lagði
landi frá.
Hvað mundi fremur
f armann gleðja?
Það syrtir að
er sumir kveðja.
Þessar ljóðlfnur Davfðs Stefáns-
sonar koma í huga minn, er ég
minnist Bjarna. Því það var eins
og særinn seiddi hann stöðugt til
sín. Jafnvel þó að hann væri
farinn að vinna f landi, leitaði
hugurinn stöðugt á sjóinn aftur.
Sfðastliðið sumar stundaði hann
sjóinn og var nýkominn heim af
sumgrveiðum. A meðan hann var
að bíða eftir öðru starfi, ákvað
hann að fara nokkra róðra með
v.b. Óskari Jónassyni, og höfðu
piltarnir unnið að þvf f u.þ.b.
vikutíma að gera bátinn kláran
fyrir „troll“. Var þetta þvf fyrsti
túrinn, sem Bjami fór með þess-
um bát, og einnig sá síðasti.
Hvílfkur harmur, þegar ungir
menn í blóma lífsins eru skyndi-
lega kallaðir brott fyrirvaralaust.
Enginn skilur slíkar ráðstafanir
guðs.
Bjami Gíslason var fóstursonur
hjónanna Stefaníu Bjarnadóttur
og Gfsla Gestssonar, Skólagerði 65,
Kópavogi, og einnig þeirra einka-
sonur. Hafði hann komið til
þeirra 18 mánaða gamall og alist
þar upp síðan.
Bjarni var duglegur og kraft-
mikill drengur, sem hafði mikinn
hug á að koma sér áfram. Hann
vann á Nýju sendibílastöðinni um
tfma ásamt fósturföður sínum,
Gísla, og keypti sér þá sendiferða-
bíl sjálfur. Einnig vann hann um
tíma í skipasmíðastöðinni Stálvík
og á nokkrum fleiri stöðum.
En alltaf kallaði sjórinn og út-
þráin, svo það endaði alltaf með
þvf, að hann réð sig á skip aftur.
Annars hafði hann annað
áhugamál líka, sem höfðaði mikið
til hans, en það var flugið. Hann
hafði tekið 45 tíma i flugi og lokið
„sólóprófi". Sfðan ætlaði hann á
þriggja mánaða námskeið og taka
einkaflugmannspróf.
í tvö á bjuggu Gfsli og Stebba
að Dalsmynni á Kjalamesi. Þar
kom fljótt í ljós, að Bjarni var
mikill dýravinur.
Ég kynntist Bjarna þegar
yngsti sonur minn var aðeins
nokkurra mánaða gamall, en
hann fór þá í fóstur til Stebbu á
meðan ég vann úti að deginum til.
Sá drengur er nú 12 ára gamall.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Ég hef lesið, að unnt sé að framleiða mikið eggjahvftuefni
úr steínolfu og þar sé von fyrir hungraða f heiminum. Er
hugsanlegt, að hægt sé vegna vfsindalegrar uppgötvunar að
fæða þann aragrúa fðlks, sem nú sveltur f heiminum?
Já, það er rétt, að eggjahvítuefni hefur verið
framleitt með vísindalegum aðferðum. En það, sem
tekizt hefur að búa til, er þó aðeins sem dropi í hafið,
þegar hafður er í huga allur sá fjöldi manna, sem
þarfnast undirstöðufæðu.
Samt er því ekki svo farið, því miður, að hægt sé að
“fæða þann aragrúa fólks, sem nú sveltur I heimin-
um, vegna vísindalegrar uppgötvunar." Hvers
vegna? Vegna þess að „viljinn“ til þess að veita
öðrum hlutdeild í gæðunum á rætur sínar í örlæti og
ekki í vísindunum. Við ræktum nóg af hveiti, hrís-
grjónum, sykri og kjöti til þess að seðja hungur
milljónanna. En peningamál og ýmislegt annað veld-
ur því, að þessu hefur verið staflað til frambúðar í
korngeymslur og birgðaskemmur og mun aldrei ná
til þeirra, sem búa við sult og seyru.
Áður en við reynumst fær um að seðja matarlaust
fólk í heiminum verður andleg bylting að eiga sér
stað hjá okkur, svo að við fyllumst samúð og um-
hyggju gagnvart heiminum og þjóðum hans. Því
miður á það of vel við okkur orðtakið, að hver skarar
eld að eigin köku. Við teljum okkur ekki eiga að gæta
bróður okkar. Auðvitað eru athyglisverðar undan-
tekningar á þessu, en því miður eru undan-
tekningarnar fáar. Við verðum að tileinka okkur að
nýju anda Jesú. Hann segir í orði sínu: „Ef óvin þinn
hungrar, þá gef honum að eta.“
Alla tíð sfðan hefur heimili þeirra
verið eins og hans annað heimili
og honum ávallt tekið opnum
örmum. Ragnar, sonur minn, leit
því á Bjarna eins og nokkurs
konar stóra bróður og kveður
hann með sárum söknuði. Hann
var einmitt á heimili þeirra,
þegar slysið varð, því að við
hjónin vorum þá erlendis. Og
alltaf, þegar við höfum þurft á því
að halda, hafa Stebba og Gfsli
boðizt til að hafa drenginn. Ég
kveð því Bjarna með söknuði í
hjarta og votta foreldrum hans,
þeim Gfsla og Stebbu, samúð
mína og vona, að guð hjálpi þeim
að sefa sorgina og söknuðinn við
missi einkasonarins.
Valborg Sofffa Böðvarsdóttir.
Ðr. Sigurður Nordal—Minning
Sigurður Nordal er dáinn.
Hann var 88 ára. Með honum er
horfinn af sviðinu einn mesti
fræðimaður, sem ísland hefur átt.
En um fræðimanninn Sigurð Nor-
dal ætla ég ekki að ræða, heldur
manninn sjálfan.
Ég kynntist Sigurði Nordal
fyrir mörgum árum í gegnum
konu mfna, sem var honum ná-
skyld, auk þess sem hann var
alinn upp hjá ömmu hennar og
afa. Eg minnist Sigurðar sem lit-
rfkasta persónuleika, sem ég hef
kynnst, til hans var gott að leita,
hann var hvetjandi og hollráður
og vildi að menn ættu sér áhuga-
mál. Maður varð meiri í návist
hans, þótt maður vissi að hann
bar ægishjálminn.
Minnisstæður er mér Sigurður
Nordal úr ferð norður í Vatnsdal,
sveitina þar sem vagga hans stóð
og hann bar tryggð til. Hann var
þá um áttrætt, en frískur og frár á
fæti. Eyjólf sstaður var æskuheim-
ili hans og annars staðar vildi
hann ekki gista. Á leiðinni norður
sagði Sigurður mér heiti á fjöll-
um, heiðum og hólum, sem ég
vissi ekki áður og hvernig nöfn
þeirra urðu til og það var lifandi
frásögn um mannleg örlög allt
aftur til landsnámstíðar, svo að ég
sá atburðina rísa upp af staðnum í
litum lífs og dauða — saga kyn-
slóðanna í fögru harðbýlu landi,
sögð af snilling.
Aldrei hefur mér fundist leiðin
norður jafn stutt.
Á öðrum degi á Eyjólfsstöðum
bað hann mig að ganga með sér út
að Stekkjafossi. Þetta var fyrir
hádegi og glaða sólskin. Dalurinn
skartaði sfnu fegursta. Sigurður
þræddi brekkurnar upp að foss-
inum léttstígur eins og drengur,
stakk lófa sínum inn f vatnsbun-
una og bragðaði á vatninu. Svo
stóð hann upp við bergið og
horfði yfir dalinn. Þar var svip-
mikill maður, sem tign, mildi og
mikilleiki geislaði af. Hann sagði
'ekki orð — en voru það ekki
Verð fjarverandi frá
30/9 til 12/10
Guðmundur H. Þórðarson gegnir fyrir mig á
læknastofu sinni að Strandgötu 8, sími 53722.
Grímur Jónsson,
héraðslæknir, Hafnarfirði.
æskuárin, sem rifjuðust upp fyrir
honum þarna?
Barn að aldri lagði Sigurður
leið sína að fossinum. og oft, er
kallað var á hann til snúninga,
var hann horfinn til hans. Það
þótti sumum ekki gott, en fóstra
hans sagði: Látið Sigga minn eiga
sig, hann vinnur aldrei fyrir sér
með höndunum“. Var Sigurður
Nordal ekki hér sem öldungur að
þakka gamlar minningar? Svo
steig hann fram og sagði: „Nú er
ég tilbúinn að fara“.
Við hjónin og dæturnar þökk-
um Sigurði Nordal samverustund-
irnar.
Guðlaugur Guðmundsson.
— Fermingar
Framhald af bls. 8
safnaðarheimilinu mánudaginn
30. sept. kl. 6 sfðd.
Fella- og Hólasókn. Væntanleg
fermingarbörn komi til inn-
ritunar miðvikudaginn 2. okt.
kl. 5 síðd. í Fellaskóla.
Breiðholtssókn. Fermingar-
börnin komi fimmtudaginn 3.
okt kl. 5 síðd. í Breiðholtsskóla.
— Séra Lárus Halldórsson.
Haustfermingarbörn 1974 komi
til viðtals á morgun.
Grensássókn. Fermingarbörn
komi til viðtals í safnaðarheim-
ilinu miðvikudaginn 2. okt. kl. 6
síðd. Séra Halldór S. Gröndal.
Kársnesprestakall. Þau ferm-
ingarbörn, sem fermast eiga
árið 1975 hjá séra Arna Páls-
syni, komi til skráningar í
Kópavogskirkju mánudaginn
30. september kl. 5—6 síðd.
Digranesprestakall. Þau ferm-
ingarbörn, sem fermast eiga
árið 1975 hjá séra Þorbergi
Kristjánssyni, komi til skrán-
ingar í Kópavogskirkju þriðju-
daginn 1. október kl. 5—6 síðd.
Árbæjarprestakall. Væntanleg
fermingarbörn mfn árið 1975
eru beðin að koma til viðtals og
skráningar i anddyri Árbæjar-
skólans (Rofabæjarmegin)
þriðjudaginn fyrsta október —
stúlkur komi kl. 18 og drengir
kl. 18.30. — Hafi börnin með
sér ritföng. Séra Guðmundur
Þorsteinsson.
AUGLYSIIMGATEIKIMISTOFA
MYIMDAMÓTA
Adalstræti 6 simi 25810
Sveinafélag
pípulagningamanna
Sameiginlegur fundur sveina og meistarafélags pipulagningamanna
verður haldinn mánudaginn 30. sept. n.k. kl. 8 e.h. i Félagsheimili
Seltjarnarness.
Fundarefni: Landakaup. Önnur mál.
Fjölmennið.
Stjórnin.
r
I
Óskilahross
Mosfellshreppi
1. Dökkrauður stjörnóttur ca. 3 vetra marklaus.
2. Rauðstjörnóttur veturgamall mark: fjöður fr. hægra.
3. Leirljós veturgamall mark: stig eða biti fr. hægra.
4. Rauður mark: gagnfjaðrar vinstra ca. 9 vetra.
5. Jarpstjörnóttur mark: fjöður fr. hægra ca. þrevetur.
6. Bleikur marklaus ca. 5—6 vetra.
7. Grár veturgamall merktur: enni.
8. Brún hryssa veturgömul mark: fjöður aftan hægra.
9. Jarpstjörnótt hryssa merkt: blaðstýft fr. hægra.
10. Rauðblesótt hryssa 7 vetra óvist um mark.
Hrossin verða seld á opinberu uppboði að Laxnesi, þriðjudag 8. okt.
1974 sem hefst kl. 1 5, hafi eigendur ekki vitjað þeirra fyrir þann tima
og greitt áfallinn kostrtað.
Innlausnarfrestur 8. vikur.
Hreppstjóri Mosfellshrepps.