Morgunblaðið - 07.11.1974, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÖVEMBER 1974
THE OBSERVER
Pólverjar fara
eigin leiöir
í samskiptum
við Bandaríkin
EDWARD Gierek formaður
pólska kommúnistaflokksins
var fyrir skömmu í opinberri
heimsókn í Bandaríkjunum,
og vakti sú ferð meiri athygli
en flest það sem pólskir
stjórnmálaleiðtogar hafa tek-
ið sér fyrir hendur að
undanförnu. Var þetta í
fyrsta skipti sem pólskur
stjórnmálaleiðtogi fór til Was-
hington, og almennur fögn-
uður greip um sig í Póllandi
þar sem alþýða manna er
mjög hlynnt samskiptum við
vestrænar þjóðir.
Venjulega eru pólsk blöð
fáorð um bandarísk málefni,
en þagnarmúrinn varð heldur
betur rofinn í tilefni af Was-
hingtonferð Giereks. Frétta-
ritarar sendu óspart fréttir úr
ferðinni* á bezta sjónvarps-
tímanum voru fluttar langar
frásagnir með kvikmyndum,
og í 5 daga voru forsíður
dagblaðanna lagðar undir
efni úr ferð þessari, sem var
farin að orka á fólk eins og
nokkurs konar pílagrímsferð.
Auk þess var mikið fjallað um
tengslin milli Póllands og
Bandaríkjanna í forustugrein-
um.
Fréttaritari hins viðlesna
dagblaðs Zycie Warszawy
hafði eftir orð Kissingers
utanríkisráðherra, sem létu
vel í eyrum Austur-
Evrópubúa: Sú er skoðun
okkar, að „þíðan" tákni ekki
aðeins batnandi samskipti
Bandarikjanna og Sovétríkj-
anna, heldur nái hún einnig
til þeirra vina, sem við eigum
frá fornu fari í löndum
Austur-Evrópu.
Stefan Olszowski utanríkis-
ráðherra Póllands sté feti
framar en Kissinger, er hann
lýsti því yfir við bandaríska
blaðamenn, að „það væri
misskilningur að telja sam-
skipti Póllands og Bandaríkj-
anna einvörðungu til komin
vegna batnandi samskipta
milli Moskvu og Washing-
ton". Að mati almennings f
Póllandi má rökstyðja þessa
fullyrðingu með þeirri stað-
reynd, að Gierek er fyrsti
kommúnistaleiðtoginn sem
hittir Gerald Ford hinn nýja
forseta Bandaríkjanna.
Á meðan pólska sjónvarpið
sýndi kvikmynd af Gierek og
föruneyti hans um Williams-
burg í Virginíu, þar sem var
höfuðvígi Pólverja í Banda-
ríkjunum, skrifuðu stjórn-
málaritarar I Moskvu mikla
lofgjörð um samskiptin við
Bandaríkin.
„Pðlverjum er ferð þessi
ekki aðeins tákn um það, að
sú vinátta þeirra og Banda-
ríkjamanna, sem á gömlum
merg stendur, er tekin að
blómstra á nýjan leik. Þeir
líta einnig þannig á, að nú
hafi tekizt nýjar tengdir með
þjóðunum, og er þar um að
ræða árangur af stefnu
Sovétríkjanna í. alþjóðamál-
efnum," skrifaði leiðarahöf-
undur einn í Moskvu.
Síðar í greininni segir:
„Pólverjar líta á Bandaríkin
serp föðurland Washingtons
og Jeffersons, en jafnframt
sem fósturland Kosciuszko
og Pulaski . . .", en þeir voru
pólskir aðalsmenn, sem
studdu Bandaríkjamenn í
frelsisstríðinu.
Meðan á Bandaríkjaför
Giereks stóð, var margt rætt
og ritað um Pólverja, sem
setzt höfðu að í Bandaríkjun-
um. Næstum hver einasta
fjölskylda í Póllandi á ein-
hverja ættingja í Bandaríkj-
unum. Og á hverju sumri
fyllast borgir og bæir i Pól-
landi af jórtrandi Bandaríkja-
mönnum, sem hafa skrapað
saman nægu fé til þess að
sækja gamla landið heim og
leika ríka frændur.
Þá fjölluðu pólsku blöðin
um efnahagssamskipti ríkj-
anna, meðan á heimsókn
Giereks stóð. Gierek var við-
staddur undirritun samninga
í Washington, sem fjölluðu
um samvinnu á sviði tækni
og vísinda, sem og um jafna
aðstöðu kaupsýslumanna,
sem færu milli Póllands og
Bandaríkjanna. Ríkin urðu
ásátt um að hefja í samein-
ingu kolaiðnað, og enn-
fremur að draga úr viðskipta-
hömlum stn á milli varðandi
landbúnaðarvörur. Það
síðastnefnda kemur sér vel
fyrir Pólverja, þar sem
Bandaríkjamenn standa
mjög framarlega I framleiðslu
dýrafóðurs og tilbúins
áburðar, og geta jafnframt
keypt við góðu verði pólskar
landbúnaðarvörur.
Zygmunt Symanski sér-
fræðingur I efnahags-
málum skrifaði eftirfarandi I
Zycie Warszawy, en þar er
fjallað um bandarísk efna-
hagsmál með orðum, sem
sjaldan eru viðhöfð nú á
tímum, og hvað sízt I Banda-
rlkjunum sjálfum:
„Bandaríkjamenn hafa á
sér orð fyrir að vera tækni-
þróaðasta þjóð veraldar. Enn-
fremur eru Bandarlkjamenn
taldir ríkasta þjóð heims. Það
er alkunna,aðöllum þjóðum
leikur hugur á viðskiptum við
þá. Kunn alþjóðleg fyrirtæki
eru upp með sér af því að
geta keppt með góðum ár-
angri á hinum geysimikla
bandaríska markaði, enda
þótt I litlum mæli sé."
Höfundur gerði grein fyrir
því, að viðskipti Pólverja og
Bandarlkjamanna hefðu
aukizt verulega á slðasta ári,
og hefðu þá numið 560 millj-
ónum dollara, en líkur væru
á, að þau næmu 700 millj-
ónum dollara á þessu ári.
Sérfræðingar telja, að þau
verði komin upp I 1.000
milljónir dollara árið 1976.
Gjaldeyrisstaðan er sem
stendur Bandarlkjamönnum
mjög I hag, þar sem Pólverjar
hafa stofnað sér I miklar
skuldir að undanförnu vegna
kaupa á bandarískri tækni-
þekkingu.
Meðal þeirra bandarísku
fyrirtækja, sem tekið hafa
upp samstarf við pólsk fyrir-
tæki fyrir pólskan og erlend-
an markað, má nefna Inter-
national Harvester, Siger,
Clark og Koehring.
Eftir að Gierek sneri heim
til Póllands varð bandarísk-
um diplómat að orði: „Svo
virðist sem okkur semji lang-
bezt við þær þjóðir, sem eru I
öðru hernaðarbandalagi en
við, og hafa allt aðra hug-
myndafræði I stjórnmálum."
7
Vil kaupa
góðan notaðan jéppa. Skipti á
Volkswagen Variant '66.
Upplýsingar í sima 97-2423.
Keflavik
Til sölu í smiðum glaesilegar
hæðir og raðhús. Einnig eldri
Ibúðir af ýmsum stærðum.
Eigna og verðbréfasalan,
Hringbraut 90, Keflavik,
simi 3222.
19 ára stúlka
með verzlunarskólapróf óskar
eftir atvinnu. Uppl. I sima
35715.
Blómasúlurnar,
sem ná frá gólfi til lofts, eru
komnar aftur. Upplagðar til að
skipta með stofum.
Blómaglugginn,
Laugavegi 30, sími 1 6525.
Til sölu í Safamýri
mjög glæsileg ibúðarhæð i tvi-
býlishúsi. Há útborgun óskast.
Þeir, sem hafa áhuga sendi tilboð
merkt: „8759" fyrir mánud. 11.
nóv.
Til sölu
ónotuð: myndavél FUJICA St801
og kvikmyndatökuvél MINOLTA
Autopack-8 D4. Upplýsingar i
sima 15400 milli kl. 7 og 9 i
kvöld og annað kvöld.
Miðaldra kona
óskast til innanhússstarfa hjá eldri
manni i kaupstað á Vesturlandi.
Uppl. í síma 23971 e.h.
Foco krani
1 'h tonn til sölu. Uppl. i síma
82553.
Nýr 14 feta hraðbátur
til sölu. Selst með góðum
greiðsluskilmálum. Nánari upp-
lýsingar i sima 25140 á skrifstofu-
tíma og 81962 eftir kl. 1 9.00.
Óska eftir konu
65—70 ára til að sjá um heimil
Upplýsingar í sima 21852.
Hestamenn
Reiðtygi til sölu. Upplýsingar i
sima 92-2542.
Húseigendur athugið
Tökum að okkur málningarvinnu
t.d stigaganga i fjölbýiishúsum,
nýbyggingar og viðhaldsvinnu á
ibúðum.
Gisli, simi 32778, Hjálmar simi
30277.
Bótagreiðslur
Almannatrygginganna
í Reykjavík
Útborgun ellilífeyris í
Reykjavík hefst að þessu sinni
föstudaginn 8. nóvember.
TRYGGINGASTOFNUN
RÍKISINS.
Barnlaust par
óskar eftir íbúð, gjarnan i Hafnar-
firði eða nágrenni.
Góðri umgengni og reglusemi
heitið.
Vinsamlega hringið i sima 84108.
JHðrgtMtiiMið
nucivsincRR
^£«-»22480
NÝKOMIN
BORÐSTOFUSETI
BÆSUÐ — BRÚN — GRÆN
VIÐARLITUR
BORÐ: 2 STÆRÐIR
STÓLAR: 5 GERÐIR